Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984.
það efþú gæfír mér hamingjuna i staðinn, "segir hann.
lósett við hliðina
DV-myndir: GVA.
kosti ekki nálægt tiu þúsund krónum,
annars er ég ekki alveg klár á því. I
haust keypti ég tvö grömm af amfeta-
míni, hreinu, sko „krystal". Þaö kost-
aði fimm þúsund krónur. Þú getur
bara fariö niöur á Hlemm, elskan mín,
ef þú vilt ná í kókain. Og bærinn er
fullur af hassi og marijúana og hefur
alltaf verið. Efnin eru seld á dans-
stöðum, leiktækjasölum og á Hlemmi.
Eg þekki marga stráka sem hafa
verið „fyrir austan". Þeir hafa farið út
og keypt efni, einn veit ég um sem
hefur farið þrisvar og aldrei veriö
nappaður."
„Já, eitt gramm, það er í lagi,"
svarar hann hvort hann fengi sér kóka-
ín eftir Amsterdamreynsluna. ,,AUt í
lagi ef maður tekur það rólega, bara í
aðra nösina í einu, ef maður fyllir
báðar nasirnar f er aftur í verra. En ég
tæki ekki heróín þó það byðist, enda er
ekkert um það á markaðnum."
Víða næturskjól
En hvers vegna þetta líf. Steinn
hefur reynt að standa upp en alltaf
farið aftur „á götuna". Honum liöur
best þegar hann horfir á veröldina í
gegnum vímu. Þó vill hann gera býtti á
stórhýsi og hamingjunni sem hann
segist hafa „féngið snefil af", en ekki
meira. Oðru hvoru í eitt og hálft ár
hefur hann leitað næturskjóls i hita-
kompu í kjallara einum í miðbænum.
Húsið er ekki læst um nætur og þangað -
leítar hann ef allt annað bregst. Það er
hiti í kompunni og þar leggst hann á
gólfið: „Mér líður vel þegar ég kemst i
hita," segir hann, „það er líka heppi-
legt að það er klósett við hliöina á
vistarverunnL" En hann veit ekki
hverjir búa i þessu húsi. Og það hefur
aldrei komist upp um veru hans þarna
í kjallarakompunni. Þegar hann er
ódrukkinn getur hann leitaö skjóls i
gamla farsóttarhúsinu við Þingholts-
stræti, en þangað má hann ekki koma
drukkinn.
„Manni liður nú oft illa. Verst hefur
mér liðið og kaldast var mér eina nótt
um há.vetur úti á Granda. Þá vafði ég
utan um mig segl og kom mér fyrir í
trillu. Svo svaf ég um tima í rúðulausu
bilhræi niöur á höfn. En þar var ansi
oft þröng á þingi, eins og á hóteli." Nú
hlær hann." Og það borgaði enginn
gistinguna á því hóteli, svo það var
fjarlægt."
Hvers vegna?
„Ja, til hvers að ganga í gegnum
þetta líf?"- spyr hann á móti. „Þetta
hefur verið ein þrautaganga og ég er
bara sáttur við hana. Eg verð að segja
alveg i hreinskilni að ég er búinn að
gefast upp. Veistu hverju ég var að
taka eftir? Eg er farinn að grána, tím-
inn líður.
Eg hef séð marga vini mína og
kunningja risa upp, byggja sér heimili
og allt það, verflia sterka menn. En þeir
falla flestir aftur. Einn eftir sjö ár.
Dæmin eru alls staðar í kringum mig."
Fyrir löngu ætlaði Steinn að verða
arkitekt. Hann segir okkur frá teikn-
ingunum sínum „en það er allt orðið of
seint."
„Eg hef tekið eftir þvi að þegar allt
hefur verið í lagi hjá mér, þá er eins og
ég sé ekki sáttur við að mér líði vel.
Sjálfseyðingarhvöt? Ja, það getur vel
verið. Eg hef tvisvar reynt að fyrirf ara
mér. I fyrra skiptið skar ég mig á púls
og í seinna skiptið tók ég inn stóran
skammt af svefnpillum. Eg var ekki
ánægður þegar ég vaknaði aftur, nei,
það meina ég.
Ef ég væri viss um að það væri til
annað líf eftir þetta væri ég búinn að
hjálpa mér þangað yfir fyrir löngu.
Kannski lagast þetta allt og ef ég færi
að hjálpa mér yfir sjálfur — missti ég
þá af þvi? Eg veit ekki... En ef fundin
væri upp pilla sem læknaði mig af
áfengislönguninni tæki ég hana. Nei,
ekki antabus, ég er ekkert að blekkja
sjálfan mig. Ef ég tæki antabus væri ég
búinn aðmissa trúna á sjálfan mig."
Hnuplaði af
heimilispeningunum
Hann sveiflast í tali sínu, riddari
götunnar, hann hefur bæði trú á sjálf-
um sér og líf inu og eins er allt vonlaust
og tilgangslaust. Lengsta fylliríið stóð
yfir samfellt í eitt og hálft ár. Og hann
byrjaði 14 ára gamall allhressilega
með tveggja daga fylliríi. Yfirgaf sitt
fólksextánára.
.Jí'oreldrar minir rifust svo
óskaplega, þau hötuðust, held ég.
Aldrei töluðu þau blíðlega hvort til
annars. Eg kynntist aldrei bliðu. Og
veistu að það situr alltaf í mér að f rá
sex ára aldri mátti ég.aldrei fara út
fyrir dyr á morgnana fyrr en mamma
hafði leitað á mér. Hún leitaði í öllum
vösum og ef hún fann sykurmola tók
hún hann af mér. Hvers vegna...
vegna þess að einhvern tíma fyrir
þann aldur hnuplaði ég af heimilispen-
ingunum, jú, ég hafði vit á því að ég
væri aðgera rangt."
Ætlar hann að reyna einu sinni
enn...? ,JSg hitti prest, kunningja
minn, á götunni í gær, hann sagði mér
aö koma til sín í dag, hann vill hjálpa
mér. Eg veit ekki, ég held ég hafi
engan áhuga á þvi."
Með það hélt hann áfram út á göt-
una.                     -ÞG.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48