Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984.
hróttur — Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur - Þróttur—Þróttur
Lið Þróttara keppnistímabilið 1984.
DV-mynd E.J.
<          »    '     .......................
Þriggja stiga reglan
setti skiálfta f menn'
¦HHHHHIHHIIHIRIImmsRNm
segir Ásgeir Elíasson, þjálf ari og ieikmaður Þróttar
„Það var agalegt að tapa leiknum
gegn Fram niður i jafntefli. Það var
ekki óbeppni beldur klaufaskapur og
skortur á skynsemi. En við erum
ákveðnir í að leggja ekki árar í bát
heldur berjast áfram af fulluin krafti
og vinna leiki í sumar," sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari og leikmaður Þrðtt-
ar í 1. dettd í samtali við DV.
„Kg hef þá bjargföstu trú að Is-
landsmótið í sumar verði bæði jafnt og
skemmtilegt. Eg hef séð flestalla leik-
ina í sumar og mér finnst knattspyrn-
an ekkert lakari en hún var í fyrra og
þá var hún góð. Við Þróttarar eigum
að geta blandað okkur í baráttuna um
Islandsmeistaratitilinn en til að svo
verði þurfum við að hafa fyrir hlutun-
um. Þaö má ótrúlega lítið út af bera
hjá liði sem er í toppbaráttu svo að það
sé ekki komið von bráðar í fallbaráttu.
Eftir tvo fyrstu leikina hjá okkur verð
ég að viöurkenna aö ég er ekki eins
bjartsýnn og ég var áður en mótið
hófst en hef samt trú á því að við verð-
um meðal efstu liða þegar upp veröur
staðiöíhaust.
Fyrstu leikimir i 1. deild hafa ein-
kennst af taugaveiklun leikmanna en
það rennur af þeim þegar liða tekur á
mótið. Þá hefur völlurínn í Laugardal
ekki hjálpað til. Það vill oft verða mik-
ið hnoð á vellinum sökum þess hversu
mjór hann er. Hvað viðkemur tauga-
veikluninni þá held ég aö þriggja stiga
reglan hafi fengið menn til að skjálfa.
Þaö munar miklu hvort þú færð ekkert
stig og tapar eða sigrar og færð þrjú.
Mér finnst það blóðugt aö liö sem vinn-
ur leik, 1—0, fái þrjú stig þó svo að það
hafi ekkert átt í leiknum. Það hefði ef
til vil verið nær að gefa liðunum þrjú
stig f yrir tvegg ja marka sigur.
Eg hef séð 611 liðin í 1. deild leika i
sumar nema Keflavik og hallast að því
að Skaginn verði mjög ofarlega. Eg sé
ekkert sem bendir til þess að þeir
Skagamenn verði lakari en í fyrra.
Þeir gætu allt eins orðið sterkari. I
mínum huga er það stór spurning
hvort einhverju öðru liði i deildinni
tekst að halda í við þá. Þetta er spurn-
ing um heppni. Eg held að önnur lið en
Skagamenn þurf i á heppni að halda ef
þau ætla að veita þeim keppni. Annars
eru liðin frekar jöfn og allir virðast
geta unnið alla. Skaginn getur þess
vegna tapað fyrir öllum liðum i deild-
inni. Annars eru svona spádómar vafa-
samir og þcgar svona fáir leikir eru
búnir er varla hægt að spá nokkru af
viti," sagði Asgeir.
„Byrjaði 9 ára að œfa"
Asgeir Elíasson byrjaði ungur að
iðka knattspyrnu. Hann var níu ára
þegar hann hóf að æfa og alla tíð síðan
hefur hann verið i baráttunni en hann
er 34 ára gamall. Ferillinn er því orð-
inn langur. „Eg er ekkert f arinn að spá
i að hætta. Eg hef gaman af þessu, það
er númer eitt og timinn einn verður að
leiða það í ljós hvenær ég hætti i knatt-
spyrnunni."
Asgeir hefur um árabil verið einn
besti leikmaður okkar og hefur að baki
31 landsleik fyrir Lsland. Þá er hann
enn í dag leikjahæsti leikmaðurinn hjá
Fram en með þvi f élagi lék Asgeir eins
og kunnugt er áður en hann gekk til liðs
við Þrótt fyrir fjórum árum.
„Kemur maður í
manns stað"
Menn hafa verið að velta því fyrir
sér hvað muni eiga sér stað með Þrótt-
arana þegar Páll Olafsson handknatt-
leiksmaður yfirgefur liðið vegna OL.
Við inntum Asgeir eftir því. „Það kem-
ur alltaf maöur í manns stað en sá sem
tekur við af Páli, ef hann hættir að
leika með okkur, verður að leika jafn-
vel og Páll hef ur gert. Eg kvíði því ekk-
ert sérstaklega og ef hann fer þá kem-
ur vel til greina aö brjóta einn fingur
eða svo," sagði Asgeir og glotti við
tönn.
¦SK.
Gunnar reyndastur Þróttara |
— Ásgeir með f lesta landsleiki
Guimar Ingvason
liciur ieikið ílcsta
leiki fyrir Þrótt í
meistaraflnkki.
Hiuu gamalreyndi kappi Gunnar
Lngvnson er leikjahæstur Þróttara
frá upphafi. Gunnar hefur leiklð 238
lciki með meistarnf lokki. Jens Karls-
son kemur nœslur með 213 leikl,
Sverrir Brynjólfsson er i þrlðja sæti
mcö 212 Iciki, Halldúr Bragason 211,
Haukur Þorvaldssou 184, Omar
Mngnússoii 181», Axcl Axelsson 174,
Jóhann Hreiðarsson 174, Guðmundur
Gíslasonl74ogDaöíHaraldssonl72.
Asgelr Etíassiu hefur leiklð flcsta
laudsieiki Þróttarn. Leikirnir eru
orðnir 31 en flesta lék hann reyndar
med Fram. Axel Axelsson lék 3
iundslciki, Jóhann Hreiðarsson einn
leik og sömuleiðis Páll Olafsson.
«SK.
Asgeir Elíasson, þjálfari Þróttar.
Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur—Þróttur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48