Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
Einar Tjörvi EEíasson, yf irverkf ræðingur Kröf luvirkjunar:
„Landsvirkjun að spila póker"
„Það er rangt að Kröfluvirkjun sé
óþörf, staða hennar er mjög mikil-
vaeg fyrir rekstur byggöalínu til að
stjórna spennu og minnka tak í lín-
unni," sagði Einar Tjörvi Eliasson,
yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar, í
samtali við DV. Halldor Jónatans-
son, f orstjóri Landsvirkjunar, sagði í
blaðinu á þriöjudaginn að virkjunin
væri óþörf. Vegna rafmagnskaupa
frá Kröflu sæti Landsvirkjun uppi
með ónotaöa orku í eigin virkjunum.
Einar Tjörvi sagði að stöðugleiki
byggðalinunnar myndi ekki breytast
með tilkomu suðurlínu en öryggið
hefði aukist. Þar spilaði Kröfluvirkj-
un lika inn i. Stööugleikann væri
reyndar hægt að laga með því aö
kaupa þéttavirki en þau væru dýr og
framleiddu ekki rafmagn eins og
Kröfluvirkjun.
Framleiðslukvóti Kröfluvirk junar
er 125 gígavattsstundir á þessu ári.
¦ Aður en framleiðslu var hætt 1. maí
sl. var kvótinn hálffylUur. Nú eru
þar framleidd um 22 megavött en
gætu verið 30 megavött ef Lands-
virkjun þyrfti á því að halda.
Einar Tjörvi: „Landsvirkjunar-
menn gera óskaplega mikið úr því
hvaö þeir séu hagsýnir en þeir hafa
faríö út í Kvislarveituframkvæmdir
og fleiri stórf ramkvæmdir sem kosta
mikið fé. Þær eru að vísu nauösyn-
legar en bara rangt timasettar.
Þetta eru orkuaukandi aðgerðir sem
er farið út í án þess aö markaður sé
fyrir hendi. Kröfluvirkjun er hins
vegar aflaukandi og fyrir sömu f jár-
hæðir hefði alveg eins mátt auka afl
hennar.
Það virðist vera vilji landsfeöra
vorra að öll orkuöflun og orkudreif-
ing sé á einni hendi." segir Einar
Tjörvi. ,,Ég er hins vegar á móti
þannig miðstýringu, það er margbú-
ið að benda á skýrslu sem gerð var í
fyrra um að Kröfluvirkjun borgaði
sig á 15—20 árum ef hún væri sett
upp í 60 megavött. Það breytist ekk-
ert hvort sem Kröfluvirkjun heyrir
undir iðnaðarráðuneytið og fjár-
málaráðuneytið eða Landsvirkjun
þegar Landsvirkjun er með svona
yfirlýsingar. Núna eru menn að nota
Kröfluvirkjun til að koma ýmsu
fram sem ekki hefði komist fram án
hennar, t.d. hafa þeir verið að nota
síðasta eldgosið í Kröflu til að fá
niöur verðið, þetta eru þessi venju-
leguhrossakaup.
Ég held að þeir geti keypt Kröflu-
virkjun á nafnverði án þess að það
þurfi neitt að fara inn í orkuverðið í
landinu. Með þessum útreikningum
er verið að afskrifa virkjunina á
óeðlilega stuttum tima. Mér finnst
hafa verið gert allmikið fyrir Lands-
virkjun. Hun tók yfir byggðalínur
fyrir sama og ekki neitt og það er
veriö að hjálpa henni að fá aukið
verð fyrir orkuna frá álverinu og
öðrum sem er lofsvert. Það er bara
ekki nóg að þeim sé falið að annast
orkuöflun og virkjanir, þeir verða
líka að taka á sig skyldurnar sem því
eru samf ara. Mér finnst alveg óþarfi
að greiöa niöur rafmagn á íslandi
með því að gef a Kröfluvirkjun. Það á
að selja hana dýrt, þetta er gott
fyrirtæki."
Einar Tjörvi sagðist vera viss um
að þegar Landsvirkjun fengi Kröflu-
virkjun fyrir h'tið, eins og sér sýndist
vilji f jármálaráðherra vera, þá yrði
hun keyrð á fullu og með stórgróða.
„Hins vegar hef ég þungar áhyggjur
af því að þeir hætti við frekari gufu-
öflun, i bili að minnsta kosti. I þessu
máli held ég að Landsvirkjun sé að
spila póker og í þeirra sporum myndi
ég vafalaust gera það sama. Eg
kaupi ekki þeirra spil. Mér finnst að
fjármála- og iðnaðarráðuneytin ættu
aö reyna að fá hærra verð fyrir
virkjunina. Samkvæmt þeim tölum
sem nefndar eru virðist ráðuneytum
vera mikið í mun að losna við Kröflu-
virkjun. Með því er verið að hlaupast
undanmerkjum."   JBH/Akureyri
Sjóefnavinnslan:
Óréttlætanleg
tilraunastarfsemi
—segir Guðmundur Einarsson
alþingismaður
, Jíg get ekki séð af þeim upplýsing-
um sem ég hef að svona stórkostleg og
rándýr tilraunastarfsemi sé réttlætan-
leg," sagði Guðmundur Einarsson
þingmaður um sjóefnavinnsluna á
Reykjanesi. „Þetta virðist vera verk-
efni sem menn hafa leiðst út í án þess
að hafa vitað hvert lokatakmarkið
væri."
„Eg, ásamt níu ð'ðrum þingmönnum,
hef lagt fram beiðni í sameinuðu þingi
um skýrslu frá iðnaðarráöherra um
stofnkostnað, rekstrarafkomu og
framtiðaráætlanir sjóefnavinnslu á
Reykjanesi. Ég felli ekki lokadóm yfir
þessu fyrirtæki fyrr en svar iönaðar-
ráðherra liggur fyrir. En mér þætti
það kraftaverk ef við gætum keppt við
sólarorkuna við Miðjarðarhaf í orku-
og framleiðslukostnaði."
Þingmaðurinn var spurður hvort
hann tæki afstöðu til sjóefna vinnslunn-
ar í ljósi þess aö hún væri í hans kjör-
dæmi. „Það er nákvæmlega sama í
hvaða kjördæmi vitleysan er gerð, hún
er jafnvitlaus fyrir það," var svarið. I
DV í gær var greint frá skýrslu sem
Iðntæknistofnun hefur skilaö um
Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi. Haft
var eftir iðnaðarráðherra þar að hann
biði eftir ákvörðun stjórnar fyrirtækis-
ins með að taka afstöðu til framtíðar
fyrirtækisins.
-ÞG
Stokkseyri:
Fiskslor í
kalda vatninu
, JTólk fulsar við því að fá sjóvatn og
gor frá fiskeldisstööinni þegar það
skrúfar frá kalda krananum," sagöi
Steingrímur Jónsson, hreppstjóri á
Stokkseyri, í samtali viö DV þegar
hann var inntur eftir hversu slæmt
ástandið væri í kaldavatnsmálum
þeirra á Stokkseyri.
Kalda vatnið kemur úr borholum
rétt utan við þorpið en þar hefur að
undanförnu safnast saman mikið af
sveppum sem stífla leiðslur og hefta
rennslið. Aö ráði verkfræðinga var
settur klór í vatnið til að drepa svepp-
ina. Ekki batnaði þó ástandið við það
því eftir að þorpsbúar höfðu haft klór-
bragð í munninum í nokkra daga fór að
renna salt vatn úr kaldavatnskrönun-
um. Þannig er mál með vexti að kalda-
vatnsleiðslurnar þjóna einnig
fiskeldisstöð í nágrenninu og þegar
þrýstingurinn á vatninu er lítill, eins
og hefur verið undanfarna daga vegna
klóraðgerðanna, þá sogast sjóvatn úr
fiskikerunum upp í leiðslurnar og foss-
ar út þegar skrufað er frá krana i
ibúðarhúsum í nágrenninu.
„Það eina sem vantar er inn-
streymisloki á leiðslurnar en verk-
stjóra hreppsins, Birki Péturssyni,
sem einnig situr í heilbrigðisnefnd
Árnessýslu, hefur ekki þótt ástæða til
að gera það enn. Við erum alltaf að
kanna möguleika á þvi að sækja vatnio
einhvers staðar annars staðar frá því
að þetta gengur ekki svona," sagði
Steingrímur Jónsson hreppstjóri.
, J5g hef ekkert f rétt um þetta mál og
Birkir hefur ekki nefnt þetta á fundi,"
sagði Matthías Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri     heilbrigðiseftirlits
Suðurlands, þegar DV ræddi við hann.
„Eg fer tu\ Stokkseyrar strax eftir
helgi og tek sýni og mun fylgjast
grannt með þróun mála."
-EH
Sérstakur fréttatími í
útvarpi ffyrir Suðurland?
Fyrir útvarpsráði liggur bréf þar
sem lagt er til að dreifikerfi rásar tvö
verði notaö á sunnudögum klukkan 18
til að senda út 15 minútna fréttatima
fyrir Suðuriand. Utsendingin næði ekki
út fyrir það landsvæði.
Þorlákur Helgason, settur skóla-
meistari Fjölbrautaskólans á Selfossi
og fréttaritari útvarpsins, skrifaði
bréfið. Hann var spurður hvers vegna
hann legði þetta til: ,J2g hef oft séð að
það eru margar f réttir sem skipta máli
heima í héraði en skipta kannski ekki
máli fyrir landið allt. I bréfinu segi ég
að landshlutafréttir séu býsna af skipt-
ar í útvarpsfréttum og margt eigi ekki
heldur erindi í útvarp þegar það er
ekki á landsvísu. Þess vegna legg ég til
að farin veröi þessi leið."
JBH/Akureyri.
Címrœðan um hættu sem getur stafað af Ijósalömpum hafur vakió upp ugg hjá mörgum og aðsókn að
Ijósbaðstofunum hafur minnkað.
Sólbaðsstofurnar:
Koma reykjandi
og þora ekki í I jós
Undanfarið hefur verið rætt um
tengsl á milli húðkrabbameins og
legu i sólbaösbekkjum. Samkvæmt
upplýsingum frá heilbrigðisyfir-
völdum er talið að hér á landi séu allt
að 1600 sólbekkir. 1 Reykjavík eru 33
sólbaðsstofur, í Hafnarfirði 10 og á
Akureyri 12. Og í þessari
upptalningu eru þó aðeins staðir sem
hafa sérhæft sig í sólböðum af þessu
tagi.
En hefur þessi umræða ekki vakið
ugg hjá fólki sem sækir þessa staði
reglulega og hefur ekki dregið úr
aðsókn að sólbaðsstofunum?
„Jú, það hefur töluvert mikið
dregið úr aðsókn og það er tvímæla-
laust vegna þessarar umræðu sem
hefur átt sér stað. Það eru margir
sem hafa afpantað tíma og aðrir
fastagestir sem hafa hætt við að
panta tíma," segir Þórunn Pálma-
dóttir sem rekur sólbaðsstofuna
Sólskríkjuna. Hún segir að það
verði að rannsaka þetta mál betur og
ekki sé hægt að tala um þessi tengsl
eins afgerandi og gert hefur veríð.
„Fólk er oft fljótt að trúa hinu
versta þegar svona kemur upp,"
segir Þórunn. „Hingað kemur fólk
sem segir að þetta sé hræðilegt og
það þorí ekki að fara í lampana. Og á
meðan það segir þetta er það að
reykja. Það hefur hins vegar verið
sanhað að sigarettur valda krabba-
meini en enn hefur ekkert verið
sannað um ljósin. Sumir koma hing-
aö og segja að þeim sé alveg sama en
þeir eru bara færri en hinir."
I viðtölum við starfsfólk á öðrum
sólbaðsstofum kom einnig fram að
aðsóknin hefur minnkað mjög eftir
að þessi umræða hófst. En allir við-
mælendur eru á þeirri skoðun að
þetta verði að kanna en skrif síðustu
daga jaðri oft við að vera at-
vinnurógur.
-APH.
„Viljum losna við
Bjarna Herjólfsson"
— segir st jórnarf ormaður útgerðarf élagsins Árborgar
„Við hérna á Eyrarbakka viljum
ekki vera með togarann og hér er
enginn áhugi á að reyna að halda
honum," sagði Guðmundur Indriða-
son, stjórnarformaður Arborgar, út-
gerðarfélagsins sem gerir út togar-
ann Bjarna HerjóJf sson.
Uppboðið á togaranum átti að fara
fram klukkan tvö í gær en var frest-
að. Stærstu eigendur að skipinu eru
Hraðfrystistöð Eyrarbakka og hrað-
frystihúsið á Stokkseyri.
„Eg get ekki svaraö því upp á
krónu hvað dæmið er stórt, en það er
stórt. Eg gæti trúað að veðskuldir
héldust í hendur við tryggingamatið
á skipinu." Að sögn Bjarna eru það
Fiskveiðasjóður ásamt smærri
aöilum sem gera kröfu í skipið.
Mikið atvinnuleysi herjar nú á
Eyrarbakka en Guðmundur sagði að
hann teldi að hægt væri að bæta
ástandið með smábátaútgerð í stað
þess að vera með togara. „Togarinn
kom hingað I kringum 1977 og hefur
aldrei gengið og er alltaf í einhverju
lamasessi. „Þeir á Stokkseyrí eru
rniklu betur settir og eru með smærri
báta lika auk þess sem þeirra frysti-
hus getur tekið við meira hráefni. En
hér viljum við sem sagt losna við
togarann sem fyrst," sagði
Guðmundur.               -ion
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40