Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Reykjavíkurborgar. Þetta er nú orðið
eitt helsta útivistarsvæði fólks af höf-
uðborgarsvæðinu allt árið um kring.
I gegnum Heiðmörk liggur bilvegur.
Hann liggur frá Rauðhólum og yfir til
Vífilsstaða. A veturna er ekki ráölegt
að fara á bílum þarna í gegn og nú ný-
verið hafa akandi vegfarendur verið
beðnir um að fara ekki á bílum gegn-
um mörkina. En það er þó hægt að aka
góðan spöl inn í Heiðmörk frá báöum
hliöum. Og á veturna gef st kostur á aö
fara á gönguskíði og eru þar góöar
brautir og hinar bestu aðstæður fyrír
gönguskíðamenn. Á sumrin er vegur-
inn opinn og hægt að aka í gegnum
Heiðmörkina.
fslenskir skógarhöggsmenn
Við ókum inn í Heiðmörkina Rauð-
Vilh jálmur Sigtry ggsson skógræktarf ræðingur og myndarlegar staf af urur í Heið-
mörk.
„Hér í Heiðmörk á eftir að verða,
mikill skógur um aldamótin," sagði'
Vilhjálmur Sigtryggsson, skógræktar-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur, þegar
blaðamaður og Ijósmyndari brugöu
sér með honum i smá skoöunarferð um
Heiðmörk. Við skulum vona að Vil-
hjálmur veröi sannspar því ekki er
hægt að segja að mikið sé um skóglendi
í nágrenni Reykjavíkur. En hins vegar
hefur verið unnið þrotiaust starf, m.a. í
Heiðmörk, til að koma upp trjám.
Þetta starf hófst í Heiðmörk 1949 og nú
er víða hægt að sjá þar mjög fallega
lundi með fallegum tr jám.
Jólatré
Upphaflega var ætlunin með förinni
upp í Heiðmörk að líta á skógarhögg á
islenskum jólatrjám sem eiga eftir að
prýða stofur um jólin.
Fyrir 10 árum var byrjað að höggva
tré í Heiðmörk og selja sem jólatré.
Hins vegar ber þess að gæta að ræktun
trjáa í Heiðmörk hefur ekki verið gerð
með það fyrir augum aö þar verði í
framtiðinni nytjaskógur. En alla skóga
verður að grísja til þess að þeir dafni
betur. Þaö er gert í Heiðmörk og þá
falla til nokkur tré sem seinna verða
stofustáss. Mest geta það verið 100—
200 tré. Síöan þarf að klippa ótal grein-
ar sem seldar eru sem jólagreinar.
Heiðmörk
Það er kannski rétt aö fara nokkr-
um fleiri orðum um Heiðmörk. Heið-
mörk er friðlýst svæði og er það Skóg-
ræktarfélag Reykjavikur sem hefur
yfirumsjón með því. Það sér um gróð-
ursetningu, og allt viðhald. Allt svæðið
er nú um 2500 hektarar og er i eigu
Galvaskir skógarhöggsmenn. Vignir Sigurðsson, Reynir Sveinsson, Haraldur Jónasson og Helgi Lautzen.
KomiðviðíHeiðmörk:   ~B1"
„Hér veröur mikill
skógur uffi aldamótin"
hólamegin og litum sorgaraugum í átt
til einhvers sem áður hét Rauðhólar.
En ekki þýðir þó að fást um það og við
vonum bara að menn læri af reynsl-
unni. Ferðin heldur áfram og fljótlega
förum við að sjá skóginn. Það er
reyndar smávaxinn skógur sem mætir
okkur. En Vilhjálmur er búinn að lofa
okkur að þarna verði orðinn mikill
skógur um aldamótin svo við litum
vongóðir á það sem fyrir augu ber. Það
tekur lengstan tíma fyrir skóginn að
komast á legg. Þegar trén eru orðin 1
metri eykst vö'xturinn til muna og get-
ur verið um 30—40 cm ár hvert. Vil-
hjálmur segir okkur að mikið af skóg-
ræktinni hafi verið gert í sjálfboða-
vinnu og algengt að hin ýmsu félags-
sambönd hafi umsjón með hverjum
stað og „eigi" sinn eigin lund. Loksins
komum við að myndarlegum skógar-
lundi þar sem viö sjáum menn að
virmu, þ.e. íslenska skógarhöggsmenn.
Vilhjálmur segir að þessum lundi hafi
upphaflega verið plantað af starfsfólki
Mjólkursamsölunnar.
Við stoppum við vegarkantinn og
göngum í átt að skógarlundinum og út
úr honum spretta fimm galvaskir
menn. Reynir Sveinsson er einn þeirra
og elstur i hópnum. Hann var áður eft-
irlitsmaður í Heiðmörk og bjó á bæn-
um Elliðavatni sem er aðsetur eftir-
litsmannsins. Hann hefur unnið í Heiö-
mörk allt frá byrjun.
,,Jú, ég man eftir því þegar þau
komu hingað á Samsölubilunum með
fullt af snúðum oií vinarbrauði og
Olaf ur Sæmundsen beitir vélsöginni f imlega á stofn f urunn-
ar.
Og hér er f uran orðin að myndarlegu jólatré sem á eftir að
standa á stof ugólfinu nú um jólin.
plöntuðu þessum trjám," segir Reynir
er við spyrjum hann hvort hann muni
ekki eftir því þegar f yrstu tr jánum var
plantaðþarna.
Nú hefur tengdasonur Reynis tekið
við starfi hans sem eftirlitsmaður og
heitir hann Vignir Sigurðsson. „Þetta
er mjög skemmtilegt starf. Svæðið er
mikið notað allt árið um kring. Á vet-
urna er tilvalið að fara á gönguskíði
hér og á sumrin koma hingað margir
tilaðnjótaútiverunnar. Þáeruoftsvo
rnargir hér að erfitt er að finna bila-
stæði," segir Vignir. En hvar eru jóla-
trén? Við fáum þær upplýsingar að
þarna eigi ekki að höggva mörg tré en
hins vegar eigi að grisja greinar. Svo
sjá þeir eitt tré sem mætti hverfa og
Olafur Sæmundsen verkstjóri tekur
vélsögina og ræðst fimlega til atlögu
við tréð og heldur fljótlega á myndar-
legu jólatré í hendinnL
Við kveðjum íslensku skógarhöggs-
mennina og höldum heim á leið.
Reykjavfk verður gjörbreytt
A leiðinni segir Vilhjálmur okkur
sögu Heiðmerkur og að þar hafi marg-
ar hendur starf að í gegnum árin.
Þegar fer að glitta aftur í byggð seg-
ir Vilhjálmur að í sumar hafi Skóg-
ræktarfélagið gróðursett 120 þusund
plöntur í Breiðholtinu og eftir 10 ár
eigi eftir að bera mikið á þeim trjám.
En Skógræktarfélagið hefur í sam-
vinnu við Reykjavíkurborg séð um að
planta trjám víða um Reykjavík.
,3ráðum verður Reykjavík orðin
gjörbreytt hvað snertir skóglendi,"
segir Vilhjálmur Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri     Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Og í von um aö svo verði
kveðjum við og þökkum f yrir.   APH
Bandaríkin:
EINN AF HVERJUM FIMM ÞJÁIST AF
GEÐRÆNUM VANDAMÁLUM
Það sem kallað er „að vera langt
niðri" hefur löngum veriö talið
algengasta geðræna vandamálið i
Bandarikjunum. Sú niðurstaða er
hinsvegar röng ef marka skal
rannsókn er tók sex ár og kostaði $15
milljónir — eða um 500 milljónir
islenskra króna. Niðurstöður leiddu í
ljós að áhyggjur og kvíöi eru algeng-
ust og hrjá um 8,3 prósent
fullorðinsfólks.
Rannsóknin sýndi að einn af
hverjum fimm þjáðust af geðrænum
vandamálum sem þýðir 29 milljón
manns í Bandaríkjunum. Aðeins
fimmti hluti af þeim höfðu leitað
hjálpar, aðallega hjá venjulegum
læknum en síður hjá sérhæfðum geð-
læknum.
Um 10.000 manns tóku þátt i könn-
uninni og bjó fólkið alll í Bandarikj-
unum. Annar þáttur könnunarínnar
tók til geðs júklinga sem voru á stofn-
unum eða á sjúkrahúsum.
Konum hættir við að f ara of langt
niður vegna kviða og áhyggna en
karlmenn eru aftur á móti duglegri
við brennivínið, eiturlyfin og hegðan
sem oft á tiðum kallast óþjóð-
félagsleg. Með því að meta allar
geðrænar truflanir hjá báðum kynj-
unum eru bæði konur og karlar svo
til jöm að stigum. Kannanir þær sem
hafa verið gerðar á árum áður hafa
fiestar sýnt að konur ættu við meiri
og fleiri geðræn vandamál að stríða
heldur en karlmenn en nú er álitið að
orsökin f yrir þeirri skoðun sé að kon-
ur reyna að leita hjálpar viö vanda-
málum sínum á meðan karlmenn
reyna að f ela sig á bak við brennivín-
ið. 1 þessarí nýjustu könnun kemur í
ljós að konur leita hjálpar tvöfalt á
viðkarlmenn.
Einnig kom i ljós að milli 29 og 38
prósent af þeim sem spurðir voru
höfðu fundið til a.m.k. eins geðræns
vandamáls um dagana.
Geðræn veikindi voru mun
algengarí hjá þeim sem voru undir
45 ára aldri. Oregla á vini og öðrum
lyfjurn er algengast hjá þeim sem
komnir eru aðeins yfir fertugt.
Afbrígðileg hegðun kemur aðal-
lega upp hjá þeim sem yngrí eru.
Skólagengið fólk þjáist lítið af las-
leika þessum miðað við þá sem ekki
hafa sest á skólabekk til einhvers
tíma. Niöurstöðum um að einn af
hverjum fimm á viö einhver geðræn
vandamál að stríða á hverjum tíma
ber saman við kannanir sem áður
hafa verið gerðar. Könnun sem gerð
var í Manhattan um 1950 leiddi í ljós
að 23 prósent fólksins sem bjó þar
þjáðust af verulegum veikleika og
um 80 prósent bjuggu við smálas-
leika. Onnur könnun sem gerð var
um svipaö leyti leiddi í ljós að 57
prósent af þeim sem spurðir voru
höfðu fundið til einhverra geðrænna
vandamála og 20 prósent af þeim
þörfnuðust hjálpar strax á þeim tima
semkönnuninfórfram...
„Það mikilvægasta sem kom út úr
þessari stóru könnun er að nú vitum
við hlutfallið og kemur það sér vel
fyrir framtíðarrannsóknir," sagði
Darrel Regier könnunarstjóri.
JI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40