Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Vilhjálmur Sigtryggsson skógræktarfræðingur og myndarlegar stafafurur i Heió- mörk. Galvaskir skógarhöggsmenn. Vignir Sigurðsson, Reynir Sveinsson, Haraldur Jónasson og Helgi Lautzen. Komiðvið í Heiðmörk: Dí B’B| „Hér verður mikill skógur um aldamótin” „Hér í Heiðmörk á eftir að verða mikill skógur um aldamótin,” sagði1 Vilhjálmur Sigtryggsson, skógræktar- fræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, þegar blaöamaður og ljósmyndari brugðu sér með honum i smá skoöunarferð um Heiðmörk. Við skulum vona aö Vil- hjálmur verði sannspár því ekki er hægt aö segja aö mikið sé um skóglendi í nágrenni Reykjavíkur. En hins vegar hefur verið unnið þrotlaust starf, m.a. í Heiðmörk, til aö koma upp trjám. Þetta starf hófst í Heiömörk 1949 og nú er víða hægt að sjá þar mjög fallega lundi með fallegum trjám. Jólatré Upphaflega var ætlunin með förinni upp í Heiömörk að h'ta á skógarhögg á islenskum jóiatrjám sem eiga eftir að prýða stofur um jólin. Fyrir 10 árum var byrjað að höggva tré í Heiðmörk og selja sem jólatré. Hins vegar ber þess að gæta að ræktun trjáa í Heiðmörk hefur ekki veriö gerð með það fyrir augum að þar verði í framtíðinni nytjaskógur. En alla skóga verður að grisja til þess að þeir dafni betur. Það er gert í Heiðmörk og þá falla til nokkur tré sem seinna verða stofustáss. Mest geta það verið 100— 200 tré. Síðan þarf aö klippa ótal grein- ar sem seldar eru sem jólagreinar. Heiðmörk Það er kannski rétt að fara nokkr- um fleiri orðum um Heiðmörk. Heið- mörk er friðlýst svæði og er það Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur sem hefur yfirumsjón með því. Það sér um gróð- ursetningu, og allt viðhald. Allt svæðið er nú um 2500 hektarar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Þetta er nú oröið eitt heista útivistarsvæði fólks af höf- uðborgarsvæðinu allt árið um kring. I gegnum Heiðmörk liggur bílvegur. Hann liggur frá Rauöhólum og yfir til Vífilsstaða. A vetuma er ekki ráðlegt að fara á bílum þama í gegn og nú ný- verið hafa akandi vegfarendur verið beðnir um að fara ekki á bílum gegn- um mörkina. En þaö er þó hægt að aka góðan spöl inn í Heiömörk frá báðum hliðum. Og á veturna gefst kostur á að fara á gönguskíði og em þar góðar brautir og hinar bestu aðstæður fyrir gönguskíðamenn. Á sumrin er vegur- inn opinn og hægt að aka i gegnum Heiömörkina. fslenskir skógarhöggsmenn Við ókum inn í Heiðmörkina Rauð- hólamegin og litum sorgaraugum í átt til einhvers sem áður hét Rauðhólar. En ekki þýðir þó að fást um það og viö vonum bara að menn læri af reynsl- unni. Ferðin heldur áfram og fljótlega förum við aö sjá skóginn. Það er reyndar smávaxinn skógur sem mætir okkur. En Vilhjálmur er búinn að lofa okkur aö þama verði orðinn mikill skógur um aldamótin svo við lítum vongóðir á það sem fyrir augu ber. Það tekur lengstan tíma fyrir skóginn að komast á legg. Þegar trén eru orðin 1 metri eykst vöxturinn til muna og get- ur verið um 30—40 cm ár hvert. Vil- hjálmur segir okkur að mikið af skóg- ræktinni hafi verið gert í sjálfboða- vinnu og algengt aö hin ýmsu félags- sambönd hafi umsjón með hverjum stað og „eigi” sinn eigin lund. Loksins komum við að myndarlegum skógar- lundi þar sem við sjáum menn að vinnu, þ.e. íslenska skógarhöggsmenn. Vilhjálmur segir að þessum lundi hafi upphaflega verið plantað af starfsfólki Mjólkursamsölunnar. Við stoppum við vegarkantinn og göngum i átt að skógarlundinum og út úr honum spretta fimm galvaskir menn. Reynir Sveinsson er einn þeirra og elstur í hópnum. Hann var áður eft- irlitsmaður í Heiðmörk og bjó á bæn- um Elliðavatni sem er aðsetur eftir- litsmannsins. Hann hefur unnið í Heið- mörk allt frá býrjun. „Jú, ég man eftir því þegar þau komu hingað á Samsölubilunum meö fullt af snúðum oe vínarbrauði og plöntuðu þessum trjám,” segir Reynir er við spyrjum hann hvort hann muni ekki eftir því þegar fyrstu tr jánum var plantað þarna. Nú hefur tengdasonur Reynis tekiö við starfi hans sem eftirlitsmaður og heitir hann Vignir Sigurðsson. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Svæöiö er mikið notað allt árið um kring. Á vet- urna er tilvalið að fara á gönguskíði hér og á sumrin koma hingað margir til að njóta útiverunnar. Þáeruoftsvo margir hér að erfitt er að finna bíla- stæði,” segir Vignir. En hvar eru jóla- trén? Við fáum þær upplýsingar að þarna eigi ekki að höggva mörg tré en hins vegar eigi að grisja greinar. Svo sjá þeir eitt tré sem mætti hverfa og Olafur Sæmundsen verkstjóri tekur vélsögina og ræðst fimlega til atlögu við tréð og heldur fljótlega á myndar- legu jólatré í hendinnL Við kveðjum íslensku skógarhöggs- mennina og höldum heim á leið. Reykjavík verður gjörbreytt A leiðinni segir Vilhjálmur okkur sögu Heiðmerkur og að þar hafi marg- ar hendur starfaö í gegnum árin. Þegar fer að glitta aftur í byggð seg- ir Vilhjálmur að í sumar hafi Skóg- ræktarfélagið gróöursett 120 þúsund plöntur í Breiðholtinu og eftir 10 ár eigi eftir að bera mikið á þeim trjám. En Skógræktarfélagið hefur í sam- vinnu við Reykjavíkurborg séð um aö planta trjám víða um Reykjavík. ,3ráðum verður Reykjavík orðin gjörbreytt hvaö snertir skóglendi,” segir Vilhjálmur Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Og í von um að svo verði kveðjumviðogþökkumfyrir. APH Bandaríkin: EINN AF HVERJUM FIMM ÞJÁIST AF GEÐRÆNUM VANDAMÁLUM Það sem kallað er „að vera langt niðri” hefur löngum verið talið algengasta geðræna vandamálið í Bandaríkjunum. Sú niðurstaða er hinsvegar röng ef marka skal rannsókn er tók sex ár og kostaði $15 milljónir — eða um 500 milljónir islenskra króna. Niðurstöður leiddu í ljós að áhyggjur og kvíði eru algeng- ust og hrjá um 8,3 prósent fulloröins fólks. Rannsóknin sýndi að einn af hverjum fimm þjáðust af geörænum vandamálum sem þýðir 29 milljón manns í Bandaríkjunum. Aðeins fimmti hluti af þeim höfðu leitað hjálpar, aðallega hjá venjulegum læknum en síður hjá sérhæföum geð- læknum. Um 10.000 manns tóku þátt í könn- uninni og bjó fólkið allt í Bandaríkj- unum. Annar þáttur könnunarinnar tók til geösjúklinga sem voru á stofn- unum eða á sjúkrahúsum. Konum hættir við að fara of langt niður vegna kvíða og áhyggna en karlmenn eru aftur á móti duglegri við brennivínið, eiturlyfin og hegðan sem oft á tíðum kallast óþjóð- félagsleg. Með því að meta allar geðrænar truflanir hjá báðum kynj- unum eru bæði konur og karlar svo til jöfn að stigum. Kannanir þær sem hafa verið gerðar á árum áður hafa flestar sýnt að konur ættu við meiri og fleiri geðræn vandamál að stríða heldur en karlmenn en nú er álitið að orsökin fyrir þeirri skoðun sé að kon- ur reyna að leita hjálpar við vanda- málum sínum á meðan karlmenn reyna að fela sig á bak við brennivín- ið. I þessari nýjustu könnun kemur í ljós aö konur leita hjálpar tvöfalt á við karlmenn. Einnig kom í ljós að milli 29 ob 38 prósent af þeim sem spurðir voru höfðu fundið til a.m.k. eins geðræns vandamáls um dagana. Geðræn veikindi voru mun algengari hjá þeim sem voru undir 45 ára aldri. Oregla á víni og öðrum lyfjum er algengast hjá þeim sem komnir eru aöeins yfir fertugt. Afbrigðileg hegðun kemur aðal- lega upp hjá þeim sem yngri eru. Skólagengið fólk þjáist h'tiö af las- leika þessum miðað við þá sem ekki hafa sest á skólabekk til einhvers tíma. Niðurstöðum um að einn af hverjum fimm á viö einhver geöræn vandamál að stríöa á hverjum tíma ber saman við kannanir sem áður hafa verið gerðar. Könnun sem gerð var í Manhattan um 1950 leiddi í ljós að 23 prósent fólksins sem bjó þar þjáöust af verulegum veikleika og um 80 prósent bjuggu við smálas- leika. önnur könnun sem gerö var um svipað leyti leiddi í Ijós að 57 prósent af þeim sem spurðir voru höfðu fundið til einhverra geðrænna vandamála og 20 prósent af þeim þörfnuðust hjálpar strax á þeim tíma semkönnunlnfórfram... „Það mikilvægasta sem kom út úr þessari stóru könnun er að nú vitum við hlutfallið og kemur það sér vel fyrir framtíöarrannsóknir,” sagði Darrel Regier könnunarstjóri. JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.