Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Útlönd 9 Útlönd Útlönd Utlönd Frægasti glæpa- maður Svía aft- ur kominn á kreik Eftir eitt bankaránið leit Olofsson þannig út þegar hann var leiddur í f angelsið. gekk ekki lengi laus því að hann hef ur verið handtekinn fyrir st jórnun fíknief nasmyglhóps Svartsýnismennimir höfðu rétt fyrir sér og Clark Olofsson, frægasti af- brotamaður Svía, hélt ekki lengi heit sín um að þræða hinn þrönga stíg dyggðarinnar eftir aö hann var látinn lausúrfangelsi. Þessi 37 ára gamli fyrrverandi bankaræningi var handtekinn íBrussel í vikunni, grunaður um að standa að baki smygli á 25 kg amfetamíns til Svíþjóðar. Það var í apríl í vor sem Olfosson varð loks frjáls maður en 21 ár ævi sinnar hefur hann verið á betrunar- hælum og í fangelsum. Vegna alls um- talsins, sem afbrotaferill hans hefur fengið, birtust við hann viðtöl í sjónvarpi og blöðum um það hvernig hann ætlaði að byrja nýtt líf. Maðurinn, varð nær heimsfrægur i gíslaráninu í Stokkhólmi 1973, einnig vakti hann á sér athygli í fangelsinu þegar belgísk stúlka giftist honum meðan hann enn afplánaði dóm og hann varð tiiefni deiiu þegar yfirvöld gáfu honum undanþágu til þess að sækja nám í blaðamennsku utan fang- elsisins. Sænska frjálslyndið í meðferð fang- ans virtist í þessum viðtölum hafa borið árangur. Hann sem áður var talinn forhertur glæpamaður gekk út i apríl, forbetraður, héldu menn. Sænskir lögreglumenn hugsuðu þó sitt og voru ekki eins bláeygðir og aðrir réttvísinnar þjónar. Þeir héldu uppi njósn um Olofsson og urðu þess varir að hann hitti strax eftir að hann losnaði ýmsa miður þokkaöa menn sem grunaðir eru um skuggalíferni á glæp- anna refilstigum. Kvöldið áður en Olofsson var hand- tekinn í Brussel, að beiðni sænsku lög- reglunnar, voru fjórtán manns hand- teknir í Stokkhólmi og hald lagt á 15 kg af smygluðu amfetamíni. Lögreglan teiur þó að smyglað hafi verið inn 25 kg. Meðal hinna handteknu var 22 ára gömul vinkona Olofsson. Þótt Oiofsson flytti til Belgíu fylgist lögreglan samt meö honum. Hún vissi að þrátt fyrir að maöurinn væri at- vinnu- og tekjulaus bjó hann á dýrustu hótelum í svokölluöum „kaupsýslu- ferðum” til Hollands og Portúgal. Fyrr í sumar handtók lögreglan mann í grafhýsi í kirkjugarði í Stokk- hólmi og fann hjá honum 5 kg amfeta- míns. Rannsóknin varð til þess að auka gruninn á að Olofsson hefði, um leið og Austurrískir dátar drógu á land í gær vopn og falsaða breska peningaseðla sem nasistar höfðu fleygt í Toplitz- vatn í stríðslok. Þessi fundur var að tilvísan Hans Fricke líffræðings sem hefur rannsakað vatnið í dvergkafbáti. Hann segist hafa séð þar ógrynni af fölskum sterlingspundum, eldflaugaeldsneyti, sprengjum og eldflaugaskotpöllum. Hefur dvergkafbátur hans verið not- hann kom út úr fangelsinu, tekið forystu fíkniefnasmyglhóps. Hleruð voru símtöl Olofsson og vin- konu hans í Sviþjóð þar sem Olofsson, staddur í Portúgal, var að ræða hvernig honum yrðu sendar háar fjár- aður við björgunina úr vatninu. Karfa er látin síga niður á botn til kafbátsins sem fyllir hana með griparmi sínum. „Þriðja ríkið” átti leynilega til- raunastöö við vatnið á stríðsárunum þar sem gerðar voru tilraunir með ný vopn til sjóhemaðar. Þar var til dæmis eldflaugum skotið úr kafi á nærliggj- andikletta. Vatnið er einn km á breidd en rúmir hæðir til að standa undir kaupum á amfetamíni. En þegar Olofsson var handtekinn um helgina var auðséð að hann óraði ekki sjálfan fyrir því að lögreglan hefði haft hann grunaðan um græsku og ekki ginið við sögunni um betrunina. hundrað metrar þar sem það er dýpst og er súrefnislaust þegar komið er niður fyrir 20 metra dýpi. Margir kaf- arar hafa látið þama lífið í leit að f jár- sjóðum sem sögur herma að nasistar hafifólgiðí vatninu. Tímaritinu Stern tókst að ná einhverjum af fölsuðu sterlingspunds- seðlunum úr vatninu fyrir tveim ára- tugum og lýsti Englandsbanki því yfir að þeir væru snilldarvel gerðir. Kafa eftir nas- istafjársjóðum NÚ GETUR ÞÚ KEYPT NOTAÐAN BIL T TT A A /^T T NU ublUn PU ivKiri wvihi tlj/1 /lLxLi BJÓÐUM MEÐAL ANNARS: il»r FIAT ARGENTA '82, flaggskip með öllu. Verð kr. 350 þús. FIAT UNO '83, eftirsóttur bíll, 3ja dyra, lítið ekinn. Verð kr. 195 þús. RENAULT TL 20 '78, blár, framhjóladrifinn. Verð kr. 175 þús. BENZ 250 '71, gotteintak. Verð kr. 140 þús. FIAT127 '74, duglegur í ófærðinni. Verð kr. 35 þús. SAAB 99 71, svartur, 4ra dyra. Verð kr. 65 þús. PEUGEOT 504 '73, kostar ekki mikið. Aðeins kr. 40 þús. . „V LfV'- • i FORD BRONCO '66, róttur bíll fyrir veturinn á kr. 90 þús. FIAT131/12000'82, 5 gira, m/rafm. í rúðum. Verð kr. 205 þús. BÍLAÚRVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGI TIL DAGS. CHEVROLET NOVA 73, rauð, tveggja dyra, vel útlítandi fyrir aðeins kr. 85 þús. FIAT125 P '81, rauður, litur vel út. Verðkr. 110 þús. CITROÉN GS 76, sparneytinn, ódýr á aðeins kr. 50 þús. EGILL , SKIPTIVERSLUN MEÐ NOTAÐA BÍLA VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944— 79775 - EV. KJÖRIN ERU BESTU KJÖRIN OPIÐ LAUGARDAG 10-16 notodir bílor í eigu umbodssins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.