Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
Spurningin
Borðar þú mikið af sœlgæti?
Sigdis Sigurðardóttir skrifstofustúlka:
Nei, það er helst að ég fái mér sykur-
laust tyggjó. Annað mál er með börnin.
Það gengur oft erfiðlega að hemja þau
þegar sælgæti er annars vegar.
Hlynur Freyr Stefánsson: Soldið. Ég
fæ peninga hjá pabba og mömmu og þá
f er ég og kaupi mér súkkulaði en engan
lakkrLs. Mér finnst lakkrls ekki góður.
Guðni Björnsson afgreiðslumaður:
Ekki borða ég nú mikið af því. Það er
einna helst að maður fái sér hraun eða
æði.
Jr - %*<
Edda Sigurðardóttir: Já, ég borða
pínulítið sælgæti, aðallega kúlur og
svoleiðis. Tennurnar skemmast ekkert
mikið á því en ef þær skemmast þá fer
ég bara til skólatannlæknisins.
Einar Guðbjartsson rekstrarstjóri:
Nei, ég borða ekki sælgæti því mér
finnst það of dýrt. Sælgætisát leiðir
lika til þess að maður þarf að fara til
tannlæknis og það er ennþá dýrara.
Fanney Dóra Hrafnkelsdóttlr nemi:
Já, en frekar lítið. Mér finnst súkku-
laði best og þá helst snickers.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Helgi telur bjórinn aðeins munu auka é áfengisvanda sam Íslendingar oiga nú vlð að stríða.
„Bjórinn myndi auka
áfengisvandann"
Helgihringdi:
Eg sé mig tilneyddan til að mót-
mæla algerlega grein einhvers
Ofeigs þar sem hann hefur upp lof
mikið um bjórinn, en grein hans birt-
ist á lesendasíðunni nú ekki alls fyrir
löngu. Þegar ég hafði lesið grein
hans var fyrsta hugsun sem komst
að hjá mér „Hvað er maðurinn eigin-
lega að fara". Er áfengisvandi okkar
Islendinga ekki nægur án þess aö við
förum að bæta á hann með því að
hafa á boðstólum áfengt öl sem yrði
til þess eins að auka drykkjuna? Jú,
það tel ég og það er einmitt svona
hugsunarháttur eins og Ofeigur til-
einkar sér sem er hvað hættuleg-
asturunglingum.
Ofeigur talar um að kenna eigi
þeirri kynslóð sem er nú að vaxa úr
grasi að drekka „rétt". En það er þvi
miður ekki hægt að kenna gömlum
hundi að sitja. Staðreyndin er
nefnilega þvi miður sú að unglingar
nú, allt niður i krakka á 13—14 ára
aldri, eíga við áfengisvandamál að
stríða, auk þess sem hassneysla,
sniff og pilluát hefur aukist til muna
meðal þessa aldurshóps.
Mér finnst þvi stórlega athugavert
þegar Ofeigur gerir það að tillögu
sinni að best séað hjálpa þessu fólki
með því að gefa því bjór. Það er blátt
áfram hlægilegt. Það sem þarf að
gera er að halda áfram því fræðslu-
starfi sem SAA hóf fyrir nokkrum
árum og auka fræðslu um skaðsemi
allra þessara eiturefna á likama og
sál. Vitanlega hefur okkar kynslóð
ekki verið unglingum til fyrirmynd-
ar hvað varðar neyslu áfengis og
annarra vimuefna, þvi börnin læra
af þvi sem þau sjá. En það er löngu
orðin þörf fyrir að stjórnvöld og þing-
menn ríði ávaðið og taki upp merki
skynsamlegrar áfengisstefnu, allri
þjóðinni til heilla og sparnaðar.
Vissulega myndu heildsalar og
aðrir rísa upp á afturfæturna og mót-
mæla þeirri kjaraskeröingu sem þeir
yrðu fyrir ef fólk hætti að kaupa eins
mikið áfengi og það hefur gert. En
látum það liggja milli hluta. Við
fengjum þá kannski þroskaðri og
skynsamari einstaklinga til að lifa i
þessu þjóðfélagi. Fólk sem gæti lifað
í þessu landi án vímuefna.
Víkingar
fengu ekki
innií
Höllinni
Hallur Hallsson, stjórnarmaður í Vík-
ingi, bringdi:
Fimmtudaginn 8. nóvember sl. birt-
ist rætin klausa í Sandkorni DV um
frestuná Evrópulcik Víkings og norska
liðsins Fjellhammer. Þar er því haldið
fram að Víkingar geti sjálfum sér um
kennt hvernig þetta mál fór, þ.e. að
félagið var þvingað til að leika báða
Evrópuleiki sina í NoregL Sagði nxa.
að ástæðan fyrir frestuninni sé sögð
vera sú að Víkingar hafi ekki verið
áfjáöir i að leika þar sem þeir gátu
ekki fengið ókeypis „auglýsingar" í
dagblöðum til að auglýsa upp leikinn
gegn F jellhammer.
Þessi staðhæfing er að sjálf sögðu al-
röng. Víkingar reyndu mjög að f á inni í
Laugardalshöll til að leikirnir gætu
farið fram þar eins og um var samið.
Víkingar fóru fram á undanþágu frá
Reykjavíkurborg um leigu é Laugar-
dalshöll en þeirri beiðni Víkings var
hafnað og sagt að það væri „prinsip"
borgarstjóra að sækja ekki um undan-
þágur i verkföllum. Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar vildi ekki beita sér
fyrir þvi að beiðni kæmi frá borginni.
Þetta er skýringin á því að Víkingur
fékk ekki inni i Laugardalshöll. Það er
vandséð hvers vegna DV sér sig knúið
til að ráðast með þessum hætti á
íslensk íþróttafélög og er þaö blaðinu
til litils sóma.
Þakkir
Vilborg Benediktsdóttir og
Guðmundur Arni H jartarson skrifa:
Við ofanrituð færum öllum þeim
fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækjum
og félagasamtökum, sem stutt hafa
okkur til utanfarar með litlu dóttur
okkar Astu Kristínu, okkar innilegustu
þakkir. Sérstakar þakkir færum við þó
læknum og starfsfólki barnadeildar
Landakotsspitalans fyrir einstaka um-
hyggju og ástúð í veikindum hennar.
Athugasemd
tollstjóra
Björn  Hermannsson toilstjóri hafði
samband við blaðið:
Mig langar að gera athugasemd við
grein Halldórs Sigurðssonar sem
birtist á lesendasíðunni þann 12.
nóvember sl. þar sem bréfritari fjallar
um viðskipti sin við tollinn. Það rétta
er i þessu máli að menn hafa hálfan
mánuö til að leysa út vörur á hálfri
frakt, m.ö.o. að borga helmingi minni
frakt séu vörurnar sóttar innan hálfs
mánaðar.
Sá tími var framlengdur
sem verkfallinu nam. Þannig aö þeir
sem áttu vörur í frakt fengu alltaf
hálfan mánuð af vinnudögum. Hér
virðist þvi vera einhver misskilningur
i þessu máli hjá viökomandi.
„ENGIR PEN-
INGAR TIL"
Þðrarinn Kjartansson skrifar:
Nú er verkfallið búið ásamt öllum
þeim skrípaleik sem þvi fylgdi. Og enn
eru peninga-hægrí-menn sjálfum sér
likir, að kúga verkalýðinn sem lifir á
sultarlaunum. Þorsteinn, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að engir
peningar séu til og það þýði því ekki að
fara í verkfall. Albert segir að lækka
þurfi kaupiö en alls ekki að hækka það.
Það er eftir að sjá hvaö Dagsbrún fær
út úr þessum samningum því þeir
kumpánar eru samir við sig. Það
þyrfti mann eins og Lúðvík Jósepsson í
stjórnmálaforystuna núna. Það var vel
gefinn maður með mikla forystuhæfi-
leika. Hann þyrftum við nú.
FrábærsýningNem-
endaleikhússins
Lelkhúsunnandi hringdi:
Eg fór fyrir skömmu í leikhús,
nánar tiltekið i Lindarbæ, og sá þar
sýningu Nemendaleikhússins. Verk-
iö hét Grænfjöðrungur og ég verð að
segja það eins og er að ég hef sjaldan
skemmt mér jafnvel í leikhusi. Það
má segja að ég og eiginkona mín
höfum veinað af hlátri alla sýning-
una yfir hreint yndislega fyndnum
texta og lifandi leik krakkanna. Mér
finnst þessi sýning hafa verið svo
litið auglýst að ég vildi endilega
koma því á framfæri viö alla hversu
þarna er um frábæra sýningu að
ræða. Sannkölluð upplyfting i
skammdeginu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40