Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
253. TBL. — 74. og 10. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984.
r
i
Enginn vill víkja, f jölgun ráðherra til umræðu:
ÞORSJÐNN TÆPAST
RÁÐHERRA ÍBRÁÐ
Sú naflaskoöun sjálfstæðismanna í
stjórnarsamstarfinu sem Þorsteinn
Pálsson, formaöur flokksins, og
Olafur G. Einarsson, formaður þing-
flokksins, boöuðu fyrir rúmum hálf-
um mánuði í viðtölum við DV er
nánast strönduð. Uppstokkun í ríkis-
stjórninni er í sjálfheldu og Þor-
steinn verður tæpast ráðherra í bráð.
Margir helstu talsmenn stjórnar-
flokkanna, þar á meöal forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra, hafa
lagt áherslu á í viðtölum viö DV að
þeir teldu mjög mikilv'ægt að for-
maður Sjálfstæðisflokksins tæki sæti
í ríkisstjórninni. Og Þorsteinn
sjálfur Iagöi þunga áherslu á að
sjálfstæðismenn yrðu að meta ný
viðhorf, efnahagsleg og pólitísk „á
næstu db'gum" eins og hann sagði.
Viðtöl DV við Þorstein og Olaf ollu
miklu fjaörafoki í ráðherraliði
flokksins. Enginn þeirra hefur
reynst tilbúinn til þess að víkja sæti.
Þess vegna hefur einnig komið til
álita uppstokkun í skiptingu
ráðuneyta og fjölgun ráðherra. Sú
hugmynd vef st þó fyrir mönnum.
Um síðustu helgi vakti athygli að
Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra og fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, mætti með fjár-
málaráðherra til viðræöna viö for-
mann og varaformann Framsóknar-
flokksins um f járlagadæmið. En ekki
Þorsteinn Pálsson. Geir hefur
raunar verið talsmaður ráðherraliðs
sjálfstæðismanna frá upphafi í al-
mennum skoðanaskiptum við hitt
ráðherraliðið.
„Þessi skipan var sjálfsögð af
okkar hálfu og þar sem Þorsteinn
Pálsson er enn utan ríkisstjórnar,
sem ég tel mjög miður, er for-
mennska Geirs í ráöherrahópnum
rökrétt ráðstöfun," segir Albert
Guðmundsson um þetta mál, „en
Þorsteinn er engu að síður með í
öllumráðum."
-HERB.
USA í Versló
Verslunarskólinn hefur varið málaður ibandarísku fánalitunum og skroytt-
ur myndum af Ronald Reagan og fólögum; allavega ein kennslustofa.
Nemendur fengu leyfi skólayfirvalda til þessara skreytinga en illa hefur
gengið að fá upplýsingar um hver tilgangurinn sé. Halst hallast menn að að
þarna sóu kenndar enskar bókmenntir.               -EIR. /D V-mynd KAE.
Gideon VE104 dreginn til hafnar í nótt:
Sprenging og eldur
í vélarrúmi skipsins
„Olíumælirinn sprakk og það
sprautaöist olía yfir vélina. Þá varð
mikil sprenging og mikill eldur
braust út í vélarrúminu," sagði
Pálmi Guðmundsson, stýrimaður á
Gideon VE104, í samtali við DV.
Báturinn var staddur 6 sjómílur
vestur af Portlandi þegar eldur
braust út í vélarrúmi hans rétt fyrir
miðnætti í gær. „Vélstjórinn var
staddur niðri í vélarrúminu og þurfti
að ryðja sér braut upp. Fyrst
reyndum viö að ráða við eldinn með
tveimur slökkvitækjum en svo var
eldurinn orðinn svo mikill að það
eina sem við gátum gert var að loka
vélarrúminu. Síðan létum við
vélarnar ganga þar til þær stoppuöu
af sjálfu sér vegna súrefnisskorts en
einnig höfðum við lokað fyrir olíu-
tankinn inn að vélinni," sagði Pálmi.
Rúmri klukkustundu eftir að eldur-
inn braust út kom varðskipið Týr á
vettvang og dró Gideon að bryggju í
Vestmannaeyjum. „Við fórum ekki
niður í vélarrúmið fyrr en við vorum
komnir heim um fimmleytið í
morgun en þá var enn glóð í vélar-
rúminu," sagði Pálmi.
-EH
Verðbólgan
ferí30-35%
— gengi krónunnar
hefur lækkað um
23,3%áárinu
Verðbólganfernúúr 10-15% í 30—
35% og verður á því róli fyrstu þrjá
mánuði næsta árs, samkvæmt
upplýsingum Steingríms Hermanns-
sonar fórsætisráðherra á Alþingi í
gær. Siðan er vonað að verðbólgan
lækki í 20—25% og náist niður að
núverandi stöðu í árslok 85.
Við sama tækifæri, uraræður utan
dagskrár um gengisfellingu krón-
unnar, skýrði Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokksins,
frá þyi aö gengi krónunnar hefði
þegar verið sigið urn 11,3% frá ára-
mótum til októberloka og því hefði
meðalgengi hennar lækkað alls á
árinu um 23,3%. Gagnvart banda-
rískum dollar hefði krónan lækkaö
enn meira, um 29,6% samtais.
Þá sagði forsætisráðherra frá því
að nýjustu spár Þjóðhagsstofnunar
um þjóðarframleiðslu á næsta ári
væru þannig aö aukning yröi um
0,5% í staö 1,8%. í ár er gert ráð fýrir
1,2% samdrætti ofan á 5,5% sam-
dráttífyrra.             HERB
Fjárlagagatiðer
800-900 milljónir:
Bara sammála
umbrennivínið
Fjárlög ríkisins munu hækka um
11% eftir nýgerða kjarasamninga og
gengisfellinguna. Þau verða því
ruralega 25 milljarðar. Eins og fjár-
lagafrumvarpið var lagt f ram, upp á
22,5 milijarða, átti að slá hálfan
milljarð til aö loka því. Eftir hækkun
vantaði hins vegar annaö eins í við-
bót. Samstaða er um að hækka
áfengi og tóbak um 150—180 milljónir
á móti. Fjárlagagatið er því800—900
milljónireinsoger.
Ekki er samstaða í ríkisstjórn og
stjórnarflokkum um önnur úrræði.
Framsóknarmenn vilja hækka
eignaskatta eða draga úr 600
milljóna tekjuskattslækkun. Sjáif-
stæðismenn vilja það ekki. Ekki er
samstaöa uraað klípa af 1.500 millj-
óna vegafé. Þáðstefnir þvi í að fjár-
iögin verði með 800 miílióna króna
halia, jafnvel 900 milljóna, ef lagt
verður í mildandi aðgerðir vegna
gengisfelUngarinnar.
HERB
Olympíuskákmótið
I annarri umferð ólympíuskák-
mótsins tefldi islenska karlasveitin
við sveit Hondúras og fóru allar
skákir í bið en þegar biöskákir voru
tefldar áfram unnu Helgi Olafsson og
Margeir Pétursson sínar skákir en
skákir Jóhanns Hjartarsonar og
Jóns L. Arnasonar fóru áfram í bið
og var verið að tefla þær í morgun.
Kvennaliðið tefldi við sveit Dóminí-
kanska lýðveldisins og vann Sigur-
laug Friðþjófsdóttir sina skák en
skákir Guðlaugar og Olafar fóru
tvisvar í bið. Þá iauk skák Margeirs
úr fyrstu umferð með jafntefli en
Helgi Olafsson reynir enn aö vinna
Bouaziz og er sú skák koiniu í bið i
fjórða sinn en er fræðilegt jafntefli.
Sovétmenn eru efstir á mótinu
eftir tvær umferðir, hafa ekki tapað
skák.                   -óbg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40