Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Grímuklæddi árásarmaðurinn ófundinn: „SVONA MENN REYNA ALLTAFAFTUR" — segir Trausti Guðmundsson, faðir stúlkunnar sem ráðist var á Faðir stúlkunnar sem ráðist var á i Seljahverfi segir að minnsta vísbending geti komið lögreglunni á sporið. „Eg vil biðja fólk um að spyrja sig hverjir gætu oröiö næst fyrir árás, barn, bamabarn, systir eða vinkoná. Svona menn gefast ekkert upp og reyna alltaf aftur,” sagði Trausti Guðmundsson, faðir stúlkunnar sem ráðist var á af grímuklæddum manni í Seljahverfi um helgina, í samtali við DV. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. „Eg vil biöja fólk eindreg- ið aö hafa augu og eyru opin, því all- ar minnstu ábendingar gætu komiö lögreglunni að liði og leitt til hand- töku árásarmannsins. Þá dettur mér í hug afgreiðslufólk í sjoppum og strætisvagnabílstjórar sem eiga mikil samskipti viö alls konar fólk Ennfremur að árásarmaðurinn gæti vel verið úr einhverju öðru hverfi í Breiðholtinu en Seljahverfi, s.s. Bakka-, Fella- eða Hólahverfi. ” Samkvæmt lýsingu var maöurinn með grímu fyrir andlitinu sem líktist eins konar hauskúpu. Hann var í brúnleitri vatteraðri úlpu sem náði niður fyrir mitti. Vel í meðallagi hár með ljóst slétt hár sem náöi niður á úlpukragann. „Þegar árásarmaður- inn hljóp á brott sáu dóttir min og móðir hennar að hárið á honum flaksaðitil.” „Það var um fjögurleytið aðfara- nótt laugardags að við heyrðum skerandi neyðaróp frammi í forstof- unni en það tók litla stund að átta sig á því hvað var á seyði því við búum í raðhúsi. Þegar konan mín kom að var útihuröin opin og þá sá hún hvar maður með grímu fyrir andlitinu bograði yfir dóttur okkar úti á gang- stétt við bílskúrinn. Hann hélt fyrir vit hennar en telpan hélt dauðahaldi í stuðarann á bílnum mínum. Þegar konan mín hljóp að manninum og reif í hann, þá fyrst lét hann segjast og sleppti takinu og hljóp út í myrkr- ið. Það aö hann var svo bíræfinn aö þora alla leið inn í forstofu á eftir telpunni og draga hana út úr húsinu gefur til kynna aö þetta getur ekki verið heilbrigöur maöur. Það voru moldarför eftir skóna hans á for- stofuveggnum þar sem hann spymti í þegar dóttir mín reyndi aö streitast á móti.” Mikið sálarlegt áfall „Það er rangt sem komiö hefur fram í blöðum um aö dóttir mín hafi komið heim af skemmtistaðnum Traffic með rútu. Rútan sem átti aö keyra krakkana heim var yfirfull og því fékk hún far meö tveimur vinkon- um sínum heim og gekk þess vegna alla leið frá Kambaseli sem er nokk- uð langur spölur. Rútufarið er þó innifalið í aðgangseyrinum en svo virðist sem þær séu oftast yfirfullar og þá verða krakkarnir að bjarga sér sjálfir. Telpan mætti árásarmanninum við dagheimilið Seljaborg en veitti því fyrst athygli að henni væri veitt eftirför við strætisvagnabiðstöðina við Hjallasel og Flúöasel en þaöan er um þriggja mínútna gangur heim. Rúmlega 100 „raunverulegir” milljónamæringar á íslandi: ÞEIR RÍKUSTU EIGA FJðRUTÍU MIUJÓNIR Ríkustu einstaklingar og hjón eiga í kringum fjörutíu milljónir króna skuldlausar samkvæmt opinber- um skýrslum. Þetta eru þó aðeins þrír einstaklingar og tvenn hjón sem eru nærri þessu eignamarki. En 113 einstaklingar og hjón eru talin eiga yfir tíu milljónir skuldlausar sem eignarskattsstofn. Þetta kemur fram meðal annars í fylgiskjölum með þingsályktunartil- lögu Jóns Baldvins Hannibalssonar og annarra Alþýðuflokksmanna á Alþingi um stighækkandi eignar- skatt. Þar leggja þeir til þreföldun eignarskattsins, úr um 500 í um 1.500 milljónir, með hásköttun á mesta eignafólkið. Fimm eignamestu einstaklingar og hjón sem áöur er vikið að greiöa nú að meðaltali 340 þúsund krónur í eignarskattá þessu ári. Næstu níu sem eiga raunar „aðeins” 20 milljón- ir hvert greiða að jafnaði 188 þúsund í eignarskatt á árinu. Framteljendur eru hins vegar 172 þúsund talsins, þar af 42 þúsund eignalausir og 98 þúsund svo til eignalausir, með að- eins nokkur hundruð króna í eignar- skatt hvert hjóna og einstaklinga. Af þeim sem greiða eignarskatt svo einhverju nemi eru flestir eða rúm 26 þúsund með 1,3 milljónir í meöaleign og 5.200 krónur í meðal- eignarskatt. Alþýðuflokksmenn leggja til að skattbyrði eignarskatts fjölskyldu með meðaltekjur, eigin íbúð og bíl hækki ekki. Hins vegar greiðist 0,95% af eignarskattsstofni umfram 780 þúsund krónur, þó stighækkandi. Lagt er til að sá milljarður sem fást á meö þessari eignarskattsheimtu komi í stað niðurfellingar á tekju- skatti og til eflingar opinberra bygg- ingarsjóöa. Samkvæmt fylgiskjali meö tillög- unni myndi milljarðurinn leggjast á um fimm þúsund einstaklinga og hjón, sem eiga yfir 2,4 milljónir hvert og síðan á fyrirtæki. -HERB Mönnum sem leggja í Kola- portinu, bifreidageymsl- unni í Seðlabankahúsinu, finnst allnokkur DV-svipur á súlunum. Þœr eru í hin- um þekktu rauðu og hvítu litum DV, en það er líka eini skyldleikinn. Blaðið ber enga ábyrgð á þessum stœðilegu súlum. DV-mynd GVA. Þegar hún var komin aö útidyrunum og var að snúa lyklinum í skránni heyrði hún skrjáf fyrir aftan sig og þegar hún var að opna dyrnar þá réðst á hana maöur með grímu fyrir andlitinu og tókst að draga hana út úrhúsinu. Maðurinn gæti hafa veriö á vappi um hverfið með grímuna tilbúna og beðið eftir fórnarlambi. Telpan telur sig hafa fundið af honum vínlykt og það gæli líkaveriö að hann hafi ver- iðaö koma úr gleöskap í nágrenninu. Það segir sig sjálft að telpan varð fyrir ákaflegu áfalli sálarlega sem tekur langan tíma aö komast yfir þótt manninum hafi ekki tekist að meiða hana líkamlega. Hún fór í skólann í gær en varð að fara heim aftur. Mig langar til að það komi fram að lokum að ég held að það sé almenn skoðun fólks að löggjafar- valdið taki svona mál ekki nógu sterkum tökum og þessir menn gangi meira eða minna lausir og þurfi lítið að óttast,” sagði Trausti Guðmunds- son. -ER FÆKKA UNDAN- ÞÁGUM TIL SKIPS- STJÓRNAR Sjávarútvegsráðherra mun innan skamms leggja fram laga- frumvarp er kveöur á um að skip- stjórnarmönnum sem starfa á und- anþágum verði gefinn kostur á styttra námi en nú er til að afla sér takmarkaðra réttinda til skips- stjómar. Undanþágur í þessum efnum hafa veriö tíðar á undanfömum árum og hefur sérstök nefnd f jallað um þetta mál. Nefndin hefur veitt undanþágur frá lögunum um at- vinnuréttindi vélfræðinga, vél- stjóra og vélavaröa og lögum um atvinnuréttindi skipsstjórnar- manna en hefur sett sér vinnu- reglur með það markmið að fækka undanþágum frá því sem nú er. Nú þegar er boðið upp á námskeið fyrir vélstjóra sem starfaö hafa á undanþágum. Samkvæmt lögum er heimUt að ákveða sérstakt gjald fyrir veittar undanþágur sem renna skuli í sjóð sem hafi þaö að markmiði aö veita lán eða styrki til þeirra undanþágu- hafa sem fara í nám til að afla sér starfsréttinda. Stefnt er að því að innheimta þessa gjalds hefjist frá og með næstu áramótum. Gott verð fyrírafía Frá Emil Thorarensen Eskifirði. Hólmatindur SU 220 frá Eskifirði seldi í Bremerhaven isfisk í gær- morgun, 167 tonn. Mjög gott verð fékkst fyrir aflann sem var að mestu leyti karfi og ufsi, eða 5 milljónir 343 þúsund krónur. Meðalverð á kíló var 31,86 krónur. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Sturlaugur Stefánsson. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.