Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. MIDVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Glæpagláp barna hefur áhríf
Sjónvarpiö er komið til ára sinna og
£ ólk flest oröiö heldur leitt á því eftir öll
þessi einokunarár og eru f lest heimilin
nú komin meö video og jafnvel kapal-
sjónvörp. En spurningin er hvernig allt
þetta sjónvarpsgláp eöa myndbanda-
gláp fer meö börnin okkar.
I bókinni „Children and Television"
segir höfundurinn aö af 5000 börnum
hafi tveir þriðju horft á meira en f jóra
dagskrárliði kvöldið áður en könnun-
in var gerð. Börnin biðu ekki eftir
einhverju sem þau sérstaklega vildu
horfa á heldur kveiktu þau á tækinu og
horfðu á hvað sem var. Og næstum
allir þættimir sem þeim lfkaöi best
vóru sýndir eftir klukkan niu. Þetta
gerðu 8 ára börn jafnt og 11 ára börn.
Svo virðist sem hinn fasti barna-svefn-
tími sé liðinn en þrátt fyrir það hljóta
þau aö þurfa sinn sama svefntima. Og
með öllu sjónvarpsglápinu hafa siðir
barna horfið mikið, svo sem aö leika
sér úti, lesa i rúminu og þess háttar.
Sjónvarpið er með þessu ekkert annað
en tímaeyðsla.
Mikilvægara er hins vegar hvað
börnin horfa á en ekki hversu mikið
þau horfa. Spurningin er hvaða áhrif
þetta gláp hefur á börn. Breytir þetta
hegðun barna á einhvem hátt?
Hafa glæpir meðal unglinga aukist
vegna þess aö þau sjá miklu meira af
slíku í sjónvarpi og á myndböndum.
8 ára bómum sem sjá allt að fjóra
þætti á hverju kvöldi hættir til að
hugsa að hið venjulega sé rangt Því
meira sem börnin horfa á sjónvarp-
ið þeim mun minna taka þau inn. Þau
læra ekkert — hvorki vont né gott —
úr sjónvarpi. Ef þau eru spurð um
þætti sem þau hafa séð geta þau ekki
svarað mörgum spurningum um þá.
Þau geta ekki hermt eftir því sem þau
sjá, sagði dr. Cuuingford sem gerði
könnunina. Þau geta ekki greint á milli
staðreynda og imyndana. Þau halda að
auglýsingar séu til að læra af þeim en
ekki til að trua þeim. Þau láta yfirleitt
ekkert af sjálfum sér í sambandi við
sjónvarpið, sem er oft ástæðan fyrir
þvi hversu erfitt er að nota sjónvarp
sem kennslutæki. Þau geta svo oft
sofnaðyfirþví.
Mikill mismunur er á auglýsingum
og hins vegar ofbeldi i sjónvarpi.
Höfundar þátta sem innihalda glæpi
eru alls ekki að segja áhorfendum
sínum að fara út og gera hið sama. Þó
svo að „gangsternum" í sjónvarpinu
takist allt og verði rikur eftir á, þá er
enginn að segja að slíkt takist hjá áhorf-
endunum. Ahrif glæpa á skjánum geta
verið mjög mikil — en ógreinileg.
Þó svo að sumar kannanir leiði í ljós að
ekkert samband sé á milli sjónvarps-
áhorfenda og glæpa á skjánum hlýtur
slíkt að vera til. Ef sýna á samband
milli þessara þátta þarf að sýna f ram á
sannanir — börn sem hafa framið
glæpi eftir að haf a horft á glæpaþætti á
skjánum og einnig þyrfti að finna börn
sem ekki hafa hegöað sér glæpsamlega
eftir að hafa horft á glæpaþætti. Þetta
er vandkvæðum bundiö vegna
hvernig við búum nú til dags.
Ákveðum sjálf
Þeir sem halda því fram að þetta
samband sé til þurfa einnig að koma
með skýringar. I miklum glæpa-
myndum er málið sem talað er yf irleitt
í sama tóni og innihaldið og það sem
fólk heyrir fer ekki strax úr huganum.
Flestallir hafa eflaust heyrt lítil börn
segja eitthvað „ljótt" sem þau hafa
lært af öðrum börnum á leikvellinum,
í skólanum og jafnvel af fullorðnum.
Svo að þau hljóta að læra hið talaða
mál af sjónvarpi einnig að einhverju
leyti. Til dæmis er auglýsingaglamur
og setningar úr auglýsingum oft á
barnavörum.
Börn sem læra vont talmál frá
skjánum halda oft að málið sé algengt
og sjá ekkert athugavert við notkun
þess. Sjálf getum viö sagt okkur að
þar sem lítil umsjón er með þvi
hvernig börnin tala, þar er einnig
stjórnleysi á gerðum barna. Vont mál
er eiginlega fyrsta skref vondrar
hegðunar.
Sumir segja að þótt börn hermi eftir
orðum og gerðum sjónvarps i leikjum
sínum þá hafi það engin áhrif á liina
venjulegu hegöun þeirra seinna meir.
Sumir jafnvel segja að ofbcldisleikir
barna geti verið öryggisloki þeirra í líf-
inu.
Sumir myndu aldrei leyfa börnum
sinum að leika sér að leikfanga-
byssum — það gæti orðið til þess að
þeim hætti til notkunar þeirra seinna.
Sumum finnst mjó'g ógeðfellt að sjá
börn miða plastbyssum á systkini og
foreldra þó svo að allir viti að þetta er
allt í gamni. Ef glæpaleikir og vont mál
eru til staðar getur orðið erfitt að
f oröast raunverulegt of beldi.
Þetta er nú samt ekki svona einfalt.
Hvert einasta barn sem horfir á glæpa-
þætti verður ekki að glæpamanni.
Áhrif in f ara eftir persónunni sjálf ri.
Bandarisk könnun sem gerð var
fyrir nokkrum árum sýndi að árásar-
gjörn börn voru sérstaklega Qpin fyrir
áhrifum af sjónvarpsglæpum. Vegna
óvinsælda þeirra höfðu þau þvi mun
meiri tíma fyrir framan sjónvarpið.
Þau börn sem eru árásargjöm aðeðlis-
f ari eru líkleg til að verða verri ef þau
hafa getað lært glæpsamlegt mál og
hegðun sem sjást daglega i sjónvarpi
eða á myndböndum. Þetta smá verður
„venjulegt" í augum þeirra.
Svíar vilja ekki
American Express
— telja þóknunina vera allt of háa
1 mars sl. ákváðu 600 sænsk hótel
og veitingastaðir aö hætta viðtöku
greiðslukorta sem nefnast American
Express. Astæðan er sú sama og
þegar matvörukaupmenn hættu með
kortin (Visa og Eurocard).
Fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór
telja að þóknun sem þau verða að
greiöa sé alll of há og þetta muni
bitna á verðlagi vöru og þjónustu
sem þau bjóða upp á. Fyrirtækið sem
hefur meö þessi kort að gera hefur
ekki sýnt neinn áhuga á þvi að ræða
við þessi fyrirtæki um að lækka
þessa þóknun. A fundi, sem haldinn
var í sumar í París, þar sem mættir
voru fulltrúar veitingahúsa í
20 löndum var rætt mfluð um hversu há
þóknunin er sem grciðslukortafyrirtæk-
in taka. Scrstaklega á þetta við Ameri-
canExpress.
Hvað snertir önnur fyrirtæki sem
hafa með greiðslukort að gera hafa
viðskiptafyrirtæki komist að
samkomulagi um lækkun þóknunar
eins og hér á landi.
Hins vegar eru til reglur í Noregi
sem segja svo til að allur kostnaður
við þessi kort eigi að vera á herðum
þess sem notar kortin. Hins vegar
hafa hin alþjóðlegu kortafyrirtæki
fengið undanþágu frá þessu ákvæði.
Nú hafa neytendasamtökin þar í
landi farið fram á að þessi und-
anþága verði dregin til baka. Og
liafa þau skrifað fjármálaráðu-
neytinu bréf þar sem þess er krafist.
Astæðan fyrir þessari kröfu er fyrst
og fremst sú að talið er óréttlátt
að kostnaðurinn við kortin bitni á
þeim sem ekki nota kortin og sem kem-
urframihækkandivöruverðL  -APH.
S/æmur heimur
A sama hátt hafa glæpaþættir öðru-
vísi áhrif á önnur börn — þau sem hafa
annan persónuleika. Þau geta orðið
hrædd við allt glæpsamlegt sem sýnt
er og hrædd við að önnur börn leiðist út
i það sama og sýnt er. Þau smátt og
smátt hugsa um veröldina sem slæma
ogóvissa.
Ef hetja þáttarins er dáð af barni,
en hetjan er glæpamaöur, þá er liklcgt
að barnið haldi að glæpurinn sé í lagi
og jafnvel nauðsynlegur.
Glæpir i bíómyndum haf a mun meiri
áhrif á börn en glæpir sem framdir
hafa verið og sýndir eru í fréttum.
Börn fylgjast ekki svo vel með fréttum
að þau verði fyrir áhrifum frá þeim.
Mikilvægt er að fullorðnir leggi sig
fram við að kenna börnum sinum að
glæpir og ofbeldi er rangt þó svo að
þeim sé leyft að horfa á þá í sjónvarpi.
Æskilegast er að foreldrarnir sitji hjá
börnum sínum er þau horfa á slika
þætti og útskýri persónumar.
-JI.
Sjónvarpið, videoið,
kapals/ónvarpið
— bestíhófí.
*
IHlfMta
hekiahf!  M\ am 1   ¦KM
T L"I"I'A
PÝSKUR KOSTAGRIPUR
FRÁ VOLKSWAGEN
Hannaður sem heíöbundinn heimilisbíll
en heíur til aö bera
þcegindi og aksturseiginleika lysrivagnsins.
5 GERÐIR HREYFLA EFTIR VAIJ MA TURBO DIESEL
Verð frá kr. 364.000.-
6 ára ryðvamarábyrgð
(Gengi 16.11' 84)
M
m  Ikil mkr^ ¦  II
Laugavegi 170-172 Sími 21240
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40