Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Milljónir manna bafa orðið illa úti í flóðunum á Suður-Indlandi og tugþúsundir bafa orðið að flýja beimili sín.
Mannf rek flóð á Ind-
landi og í Kólombíu
Mikil flóð hafa verið á Suður-Ind-    Flóðin hafa komið harðast niður á
landi í kjölfar fellibyls sem þar gekk  Tamil Nadu-fylki og Andhra Pradesh
yfir. Hafa 77 þúsundir manna orðið aö  og er talið að rúm ein miiljón manna
flýja heimili sín en vitað er um nær 400  hafi oröið fyrir barðinu á þeim en flóða
semfaristhafa.                  hafi alls gætt í um 1000 borgum og
þorpum.
Samtimis eru einhver mestu flóð í
Kólombíu, sem þar hafa komið síðan
1972. Um 150 manns hafa drukknað eöa
farist í aurskriðum. Nær 40 þúsundir
hafa misst heimili sín. Urhellisrigning-
ar hafa valdið vatnavöxtum og skriðu-
föllum en skriðurnar hafa eyðilagt
vegi og mannvirki. Mikið tjón hefur
orðið á uppskeru.
Kirkpatrick ætlar
aö hætta hjá Sam-
einuöu þjóöunum
Jeane Kirkpatrick, sem verið hefur
sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam-
einuöu þjóðunum síðan 1981, sagði i
gær að hún ætlaði að hætta störfum
þegar yfirstandandi allsherjarþingi
lýkur(18.desember).
Sagðist hún þá ætla að ræöa viö
Reagan forseta um einhverja leið til
þess að hún gæti horfið aftur til einka-
líf sins og hætt opinberu starfi.
Jeane  Kirkpatrick,   sem   var
prófessor í stjórnmálafræðum, vakti
athygli Reagans á sér vegna hug-
mynda sinna um tengsl Bandarik janna
við einræðisstjórnir í Suöur- og Mið-
Ameriku. Hún er demókrati en mjög
hægrisinnuö.
Hún var í gær spurð hver mundi
verða eftirmaður hennar en hún
kvaðst ekkert vita um það. En sá þyrfti
að búa sig undir að vera nokkur ár í því
sem hún kallaði mjög erfitt starf.
IKLIPU VEGNA
KJARNORKUMÁLA
Stjórnir Danmerkur og Noregs eru
báöar í fallhættu vegna atkvæða-
greiðslna hjá Sameinuðu þjóðunum
um kjarnorkumál.
I Danmörku hefur forsætisráðherr-
ann, Poul Schliiter, hótað að kalla til
nýrra kosninga neyði þingið hann til aö
greiða atkvæði gegn öðrum NATO-
þjóðum vegna tillögu hjá Sameinuðu
þjóðunum um að banna fyrstu notkun
kjarnorkuvopna. Hann hefur éinnig
gefið í skyn að hann kunni að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu ummálið.
Norski forsætisráðherrann, Káre
Willoch, hefur hótað að segja af sér
ákveði þingið að Noregur greiði at-
kvæði með sænsk-mexíkanskri
ályktunartillögu um að frysta fram-
leiöslu og prófanir á kjarnorkuvopn-
um. Einstaka þingmenn hinna tveggja
samstarfsflokka     Ihaldsflokksins,
Kristilega þjóðarflokksins og
Miðflokksins, eru líklegir til að ganga í
lið með stjórnarandstöðunni í þessu
máli.
Að sögn fréttaritara DV í Osló varð
þó ljóst eftir fundi í nótt aö stjórnin
myndi bjarga sér fyrir horn og vinna
atkvæðagreiðsluna á einu atkvæði.
UNITE0 STATES
Jeane  Kirkpatrick  við  atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum.
138 ríki
hafa und-
irritað
hafrétt-
arsátt-
málann
Vestur-Þýskaland mun sennilega
ekki undirrita hafréttarsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna til staðfestu því aö
hann taki gildi sem alþjóðleg lög. En
Bonnstjórnin mun á hinn bóginn heldur
ekki amast við því að önnur aðildarríki
Efnahagsbandalags Evrópu geri það.
Bandaríkin hafa þegar tilkynnt að
þau muni ekki undirrita sáttmál-
ann vegna ákvæðanna um náma-
vinnslu á hafsbotninum.
Það mun þó ekki hindra gildistö'ku
sáttmálans sem þurfti undirritun 60
rfkja tíl þess að öðlast gildí. Þegar
hafa 138 rfki undirritað hann.
Fimm EBE-ríki hafa undirritað
sáttmálann. Danmörk, Frakkland,
Grikkland, Irland og Holland. Þarf
ekki nema eitt til viöbótar til þess að
bandalagið sem heild samþykki hann
og verður það til umræöu í aðalstööv-
um EBEI Brussel næsta mánudag.
Afstaða v-þýsku stjórnarinnar kann
að verða til þess að hætt verði við áætl-
anir umað setja á laggirnar alþjóðleg-
an hafréttardómstól í Hamborg.
Stjórnarandstaðan
á Indlandi:
Bandalag
íundir-
búningi
Stjórnarandstöðuflokkarnir á Ind-
landi ætla að halda áríðandi fund í dag
til að reyna að komast að samkomu-
lagi um kosningabandalag gegn Kon-
gressflokknum. Ætlun flokkanna er að
koma sér saman um að bjóða
sameiginlega fram einn frambjóðanda
gegn frambjóðanda Kongressflokksins
í hverju kjördæmi landsins. Alls er
barist um 544 sæti í neðri deild þings-
ins.
Flokkarnir verða að ákveða sig inn-
an viku en 27. nóvember er síðasti
dagur til að skrá framboð. Stjórnmála-
skýrendur segja að stjórnarandstaðan
hafi enga möguleika gegn stjórn Rajiv
Gandhi nema hún myndi kosninga-
bandalag áður en það er um seinan.
Ekki hefur tekist að mynda samstarf
í fylkinu Maharashtra, sem kýs 48
þingmenn. Þar hefur flokkur hægri-
sinnaðra hindúa lýst yfir að hann muni
bjóða fram sína eigin menn í öllum
kjördæmum.
Kosningarnar verða haldnar um
jólin.
HEILU STRÆTIN RJUKANDI
BRUNARÚSTIR EINAR
Hermenn og lögregla með gasgrím-
ur stikluðu um bfunarústir fátækra-
hverfis Mexíkóborgar og athuguðu
hvort fleiri fórnarlömb leyndust í rust-
unum. Yfir 300 haf a verið taldir af.
Þykkur reykur liggur enn í loftinu
sólarhring eftir sprenginguna sem olli
meiðslum 2.750 manna og gerði þús-
undir heimili sl ausa.
Hermenn  helltu kalkblöndu yfir
sviðnar leifar gæludýra sem lágu á
dreif í brakinu. Tölur markaðar á uppi-
standandi veggi, aðallega fimmur og
sexur, gáfu til kynna fjölda líka sem
fundist höfðu inni í sótugu brakinu.
Heilu f jölskyldurnar höfðu orðið eld-
inum að bráð í næstu strætum við gas-
stöðina sem sprakk. Af stöðinni sjálfri
var ekkert eftir sem minnti á hvað þar
hafði staðið nema tveir kúlulaga gas-
geymar sem lágu ofan á rjúkandi ösku-
hrugunni.
Svo öflugar höfðu sprengingarnar
verið að stærðar steinsteypubrot höfðu
þeyst 1,5 km veg. 75 mm stálplata á
stærð við vörubíl hafði stungist í gegn-
um múra eins hússins. Hún var úr ein-
um gasgeyminum sem sprakk. Rjúk-
andi leifar af bílum voru víðsvegar.
Þær fjórar þúsundir, sem misstu
heimili sín i bálinu hafa leitaö skjóls í
bráðabirgöahælum hingað og þangað i
borginni. Meðal annars hefur verið
slegið upp tjöldum á íþróttaleikvangin-
um. Margir komust undir húsþak í
Guadelupe-dómkirkjunni.
Hjálpargögn streyma til Mexíkó-
borgar víöa að.
Um orsök sprengingarinnar er ekk-
ertvitaðennþá.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40