Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
DV. MIÐVTKUDAGUR 21. NOVEMBER1984.
Útgáfufélag:  FRJALS FJÖLMiÐLUN HF.
Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjðrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjörar: JÓNAS HARALOSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONoglNGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI
¦27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Símiritstiórnar: 686611.
Sotning, umbrot, mynda-ogplötugcrð:  HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr.   Heloai blað 28 kr.
Örvænta stjórnarliðar?
Forsætisráðherra segir frá, að örvænting um stjórnar-
samstarfið sæki að sér, Hann talar um „skipbrot"
stjórnarstefnunnar, Það er rétt mat.
Gengisfellingin er að sjálfsögðu óumflýjanleg afleiðing
kjarasamninganna. En hún undirstrikar enn, að stjórnar-
stefnan er í rúst, með þeirri auknu verðbólgu sem á eftir
kemur.
Stjórnin er sundruð. Þrátt fyrir miklar yfirlegur tókst
henni ekki að láta „mildandi aðgerðir" fylgja gengis-
fellingunni. Ráðherrar hafa margsinnis lofað, að kaup-
máttur hinna lægstlaunuðu veröi verndaður. Gengis-
fellingin og mikil aukning verðbólgu munu næstu vikur
þurrka út kauphækkunina, sem f ékkst. Eftir það hvílir sú
ábyrgð á ríkisstjórninni að sjá til þess, að þeir beri
eitthvað úr býtum sem lægstar hafa tekjurnar.
En hvað er að gerast í þeim ef num?
Nefnt hefur verið að mæta ekki 600 milljón króna
lækkun tekjuskatta á næsta ári með hækkun annarra
skatta.
Um þetta er deilt í stjórnarliðinu.
Sumir vilja, að þessari lækkun tekjuskatts verði mætt
með skattahækkunum. Þá yrði ekki unnt að tala um
„mildandi aðgerð" nema að því leyti, að tekjuskatturinn
er einna ranglátastur allra skatta eins og í pottinn er
búið. Þær breytingar á skattformi eru sjálfsagðar en hafa
ekkert með gengisfellinguna að gera.
Rætt er um að lækka tolla og vörugjald á nauðsynjum.
Um þetta er ágreiningur í stjórnarherbúðunum.
Forsætisráðherra hefur nefnt hugsanlega hækkun
eignarskatta.
Mun vera átt við, að sú hækkun komi að einhver ju leyti
til móts við lækkun tekjuskatts. Þetta hefur annars lítið
verið rætt í stjórnarliðínu.
Þessi upptalning segir þá sögu, að hver höndin er uppi á
móti annarri í liði ríkisstjórnarinnar, sem annars þykist
ætla að koma skipi sínu aftur á flot.
Gengislækkunin varð tólf prósent eins og sagði í frétt
DV f yrir um viku, þar sem sagt var f rá áf ormum um 12—
14 prósent gengislækkun.
Seðlabankastjóri segir þetta hið minnsta, sem komast
megiafmeð.
Þessi tala mun samt hafa komið einhverjum á óvart,
sem hlýddu á reiðilestur forsætisráðherra í útvarpi
kvöldið eftir að DV birti frétt sína. Steingrímur Her-
mannsson bölsótaðist yfir því, sem hann taldi voveiflega
fréttamennsku og taldi af og frá, að gengisfelling yrði af
neinni slíkri stærðargráðu. Þessi ummæli hafa kannski
átt rætur í „örvæntingu" forsætisráðherra, sem hann
hefur síðar lýst á sama stað. Þeir fjölmiðlar, sem ekki
eru negldir niður í samtryggingu stjórnarflokka, reyna
auðvitað að segja frá því, hvað landsfeðurnir eru að
aðhafast hverju sinni. Örvænting forsætisráðherra orsak-
ast sennilega af því, að hann dregur í efa, að stjórnarskút-
an komist aftur á sjó. Ágreiningurinn síðustu daga eykur
ekki líkur á því. Þúsundirnar sem stóðu í margra vikna
verkfalli en sjá nú kaupmáttaraukningu launanna hverfa
hljóta að spyrja, hvort ríkisstjórnin ætli að láta sitja við
kjaraskerðinguna eina.
En stjórnarliðið er sundrað, og sumir örvænta.
Haukur Helgason.
Kattarþvottur
forsætisrádherra
Á hinu háa Alþingi fór nýlega fram
umræða um tillögu að vantrausti á
rfkisstjórnina. Að tillögunni stóðu allir
aðilar stjórnarandstöðunnar en Svav-
ar Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, hafði framsögu fyrir tillög-
unni.
I varnarræðu sinni beindi Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra orð-
um sinum eingöngu að Alþýðubanda-
laginu, rétt eins og það værí eitt i
stjórnarandstöðu. Hann kvaö Alþýðu-
bandalaginu hafa „tekist að kynda eld
verðbólgunnar á ný." Þetta voru orð
forsætisráðherra og formanns Fram-
sóknarf lokksins. Flokksins sem nú tap-
ar hvað hraðast fylgi sinna kjósenda,
einkum og sér í lagi úti um land hvað
sem skoðanakönnun NT líður.
Vel má vera að Alþýöubandalagið
hafi kynt undir yfirstandandi kjara-
baráttu. I henni hafa þó launþegar,
hvar sem er í flokki, snúið bökum sam-
an til að ná fram sanngjörnum kröfum
sínum um kjarabætur. Launþegar
hafa snúist til varnar aðgerðum eða
aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar
sem hefur komið harkalega niður á
þeim er minna mega sín. Launþegar
vita að stefna ríkisstjórnarínnar er
brostin en forsætisráöherra lætur í ljós
heift sína í garð Alþýðubandalagsins
og fyrirlitningu í garð launþega, sinna
eigin stuðningsmanna svo og stuðn-
ingsmanna annarra flokka, þegar
hann gefur í skyn að þeir láti rekast að
„Þessi ríkísstjórn mé ekkisitja öllu lengur.'
vilja Alþýðubandalagsins rétt eins og
skynlausar skepnurnar.
Stefnan brostín
Forsvarsmenn frumvinnslugrein-
anna vita sömuleiðis að stefna ríkis-
stjórnarinnar er brostin.
Landbúnaðurinn hefur um langt'
skeið, eða í 10 ár af 13 ára ríkisstjórn-
arferli framsóknarmanna, verið undir
forsjá þeirra ráðuneytis. Þannig er
líka komið fyrir atvinnugreininni að
bændur eru almennt taldir þurf alingar
i íslensku efnahagslífi. Bændur vita þó
A „Ríkisstjórnin er nú stefnulaust rekald og
forsætisráðherra hefur neyðst til þess að
fresta  umræðu  um  stefnu  ríkisstjórnar
smnar/
vel sjálfir að svo þyrfti ekki að vera ef
öðruvísi væri að atvinnugreininni búið.
Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis
orðið fyrir þvi óláni að Framsóknar-
flokkurinn hefur farið með sjávarút-
vegsráðuneytið undanfarin ár og var
sjálfur núverandi forsætisráðherra
ráðherra þeirra mála í tíð siðustu
ríkisstjórnar. Þá fór Framsóknar-
flokkurinn einnig með ráðuneyti
bankamála og viðskipta undir forystu
Tómasar Árnasonar, síðar fallkandi-
dats framsóknarmanna á Austurlandi.
Á þeim árum voru metaflaár í sögu ís-
lensks sjávarútvegs en engu að síður
var afkoma hans í rúst og getur hann
ekki borið þess bætur nú þegar afla-
samdráttur er oröinn. Engu aö síður
skapar sjávarútvegurinn sem fyrr um
og yfir 70% af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn
ber ábyrgðina á því öðrum fremur aö
aðilar íslensks sjávarútvegs eru að.
verða sömu þurfalingar á opinberu.
framfæri og bændur.
Besta fjárfest-
ing íslendínga
Enn einu sinni i umræðunni um stór-
iðjuna hef ur skollið yfir almenning hol-
skefla rangfærslna og ranghugmynda
um þessi mál. Verður ekki komist hjá
þvi að gera enn tilraun til að færa um-
ræðuna af þvi hleypidómafulla og til-
finningalitaða plani sem margir
pólitískir hugmyndafræöingar hafa
sett hana á. Hér er fyrst og fremst
spilað á strengi þjóðernistilfinningar
en lokað augum fyrír hinum efnahags-
lega ávinningi þrátt fyrir þann vanda
sem þjóðin á i höggi við á efnahags-
sviðinu.
Samningur við Alusuisse
Enginn sem litur á þann ávinning
sem þjóðin hefur haft af orkusölunni til
Isal getur neitað því að stórkostlegur
árangur hefur náðst i þessum siðasta
samningi við Alusuisse. Orkuverðið til
álversins hefur þar með tvöfaldast frá
¦því sem var fyrir rúmu ári. Verður nú
tæp 13 mill á kílóvattstund en var G,5
rnill á miðju ári 1983. Þessi árangur
hefur náðst þrátt fyrir hækkandi geng
dollarans og lágt verð á áli á heims
markaði. Ennfremur er þess
samningur að vissu leyti verðtryggðui
þar sem raforkuverðið mun fara stig
hækkandi með hækkandi verði als ¦
heimsmarkaði. Þessi samningur gildi
í 5 ár en verður þá endurskoðaður.
Verðtrygging
Víða er nú kveinaö vegna hins há,
gengis dollarans. Þeir sem hafa teki
lán i dollurum eins og í sjávarútveg
hafa orðið illa úti þar sem greiðslu
byrði hef ur oröiö miklu meiri en vonas
var tiL Enginn virðist samt taka ti
þess að arður af raforkusölunni til ál-
versins hefur vaxið jafnframt gengi
dollarans. Þar sem álverð er skráð í
dollurum á heimsmarkaði er þetta ein
ástæða þess að það hefur ekki hækkað.
BERGSTEINN
GIZURARSON
VERKFRÆÐINGUR,
STARFAR HJA VITA- OG
HAFNAMALASKRIFSTOFUNNI
£ „Það er erfitt að horfa framhjá þeirri
staðreynd að eftir síðustu samninga um
orkuverðið til ísal verður um helmingur eða
meira af andvirði orkunnar hreinn hagnaður."
Telja má vist að ef dollarinn lækkar
muni það valda hækkun álverðs.
Það er ekki rökrétt gagnrýni að telja
að raforkuverðið hafi lækkað i hlutfalli
yið minnkandi kaupgetu dollarans í
Bandaríkjunum eins og heyrst hefur
haldið fram. Fyrir okkur skiptir miklu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40