Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 15 Menning Menning Menning Teknir með trompi Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands ( Há- skólabfói 15. nóvember. Stjórnandi: Karolos Trikolidis. Einleikari: Bernharflur Wilkinson. Efnisskrá: Þorsteinn Hauksson: Ad Astra; Cari Nielsen: Flautukonsert; Robert Schumann: Sinfónia nr. 2 í C-dúr, op. 61. Ad Astra eftir Þorstein Hauksson var frumflutt á listahátíö fyrir tveimur árum og þá leikiö af Kammersveit listahátíðar sem á sinn hátt má telja undanfara ís- lensku hljómsveitarinnar. Én nú skyldi verkiö flutt af Sinfóníuhljóm- sveitinni og á stjórnpalli Vínarbúinn meö stóra gríska nafniö, Karolos Trikolidis. Mér fannst þeim takast mjög vel með Ad Astra. Hver einasti tónn var í fullkomnu samræmi og hæg líðandi verksins stööug og snurðulaus. Kristaltæru glasahljóm- amir féllu gjörsamlega að blæ hljómsveitarleiksins og útkoman varð sú aö mér, aö minnsta kosti, hugnaöist verkið enn betur en þegar égheyröiþaðfyrst. Hinn danski húmor Eitt er það sem flytjendum veitist oft örðugt aö koma til skiia í verkum Carls Nielsen, semsé húmorinn. Heyrt hef ég menn halda því fram að hann sé jafn sér danskur og annar Tónlist Eyjólfur Melsted danskur húmor og því þurfi menn aö vera innvígðir upp á smörrebröös-, öls- og snapsmenningu til aö skynja hann og skilja. Bernharður Wilkin- son lék einleikinn geysivel. Stjóm Trikolidis var örugg og ekki síöur skemmtileg fyrir auga áheyrandans og hún var skýr og markviss fyrir þann sem bendingum hans á aö fylgja. En Nielsen var dálitið þungur þetta kvöldið — fullþungur eins og stundum vill verða. Firnastuð Það fór ekki á milli mála að þegar sem nemandi hafði Karolos Trikolid- is mjög góða og lipra slagtækni og var góður músíkant. En það sem ekki varð fyrirséð þá (þaö kennir manni að vera ekki of fljótur að marka mönnum bás fyrir lífstíð) að hann ætti eftir að ná svo ólíklegri hljómsveit sem hljómsveitinni okkar upp í það fimastuð sem hún komst í þetta kvöldið. í Schumannsinfóní- unni fór hljómsveitin á kostum, ekki síst í Scherzoinu. Það fór ekki á milli mála að hljómsveitin hafði fengið til sín hljómsveitarstjóra sem henni lík- aði við — ja eiginlega gott betur en það — hún hafði eignast nýtt átrúnaðargoð. Hún og hljómsveitar- stjórinn vom í stuði og áheyrendur vom hreinlega teknir með trompi. EM Höfðingleg bókagjöf Bæjar- og héraðsbókasafni Selfoss barst á dögunum höfðingleg gjöf þegar hjónin Kristín Jónsdóttir og sr. Eiríkur J. Eiríksson gáfu safninu bókasafn sitt sem lætur nærri að vera um 30.000 bindi. Margt góðra og einstakra bóka er í gjöf þeirra hjóna og m.a. er þar að finna bók innbundna af sjálfum Sveini Bjömssyni forseta. Vegna húsnæðisskorts mun bæjar- bókasafnið ekki geta tekið við gjöfinni að svo stöddu en með tilkomu þessarar stóm gjafar tvöfaldast bókakostur safnsins frá því sem áður var. Hjónin Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttír sem gáfu nýlega Bæjar- og hóraðsbókasafni Selfoss um 30. OOO bækur. Heba heldur vió heilsunni í Hebu geta allar konur á öUum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi Viðbjóðumuppá: Leikfimi, músíkleikfimi, sána, ljós, megrunar- kúra, nuddkúra — allt saman eða sér. Dag- og kvöldtímar, 2,3 og 4 sinnum í viku. 4ra vikna námskeið hefjast 25. nóv., þau síðustu fyrir jól. Innrituu og tímapantanir í símum 42360 og 41309. phn Heilsurœktin Heba JVIr Auðbrekku 14. Kópavogi. I STAKFSMANNA • SKÍRTEINI í FÉLA GSSKÍRTEINI l VIÐSKIPTAKORT l STIMPILKORT •NAFNSPJÖLD Öll kortin er hægt ad fá með segulrák eda rimlaletri. Plöstum alls konar leiðbeiningar og teikningar. Hjarðarhaga 27. Sími 22680 VIKAN ALLA VIKUNA MEÐAL EFIMIS í ÞESSARI VIKU: misi£GT: , ___rTtt'vTualv»'»Uett- 0Bút»»e'I'Une,t _ ggfgssr >^4lram' ____rrrnS ítaIyrt^. * UrEmHans°*GrélU064Ver8a"a510' 0<,rí riöumHansuB i^VEKUM rEtnTan30^«a0gdVergana510' öumnansu& iglýsingamáttur Vikunnar er augljós. m auglýsingadeild, sími 91-68*53*20 Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ. iiiiuiiiiiiniiiiiniiiimiis NÝJASTI = SYNTHESIZERINN ÍDAG P0LY-800! VERÐUR KYNNTUR i HLJÚÐFÆRAVERSLUNINNI Laufásvegi 17 Sími25336 FIMMTUDAGINN 21 NÚV. KL. 14-18. LÁRUS GRÍMSSON LEIÐBEINÍR. í FRÁBÆRT VERÐ, ; AÐEINS ; KR. 27.800. imii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.