Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984.

Spurningin
Hver er þín uppáhalds-
tónlist?
Hugrún Þorsteinsdóttir nemi: Eg
hlusta á alls konar tónlist, þó ekki
óperur. Eg er mest hrifin af léttu
poppi, Duran Duran og svoleiöis.
Þorgerður Sigurðardóttir í starfs-
kynntagu á DV: Ég held uppá popptón-
list og líka klassíska tónlist. Eg er
að læra á píanó og verð þ.a.l. aö hafa
gamanaf klassík.
Magnús Stetaarsson nemi: Eg hef
mest gaman af léttu poppi. öll slík tón-
list fellur mér vel í geð.
Ester Guðmundsdóttir skrifstofu-
stúlka: Ég hef mjög gaman af allri
tónUst og hlusta mikið á tónlist yfir-
leitt. En ég er ekki hrifin af sinfóníum.
Elísabet Þórisdóttir nemi: Mér finnst
popp langskemmtilegast. Wham! og
Duran Duran eru bestir núna.
Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir:
Eg hef mest gaman af því sem er
nýjast i poppinu hverju sinni. Þessi
tónlist er líka mikið spiluð í útvarpinu
þannig að maður heyrir hana oft.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Bein móttaka
erlends
sjónvarpsefnis:
Verkefni fyrir
stjórnmálamenn
Kjósandiskrifar:
I öllum þeim umræðum og skrif um
sem undanfariö hafa fyllt alla fjöl-
miðla vegna lokunar ríkisf jölmiðl-
anna og tilkomu frjálsra útvarps-
stöðva hefur lítið verið minnst á
þann möguleika sem fyrir hendi er
varðandi beina móttöku á erlendu
sjónvarpsefni hér á landi.
Nú eru þegar á lofti gervihnettir
sem hægt er að nota til beinnar mót-
tökusjónvarpsefnis, a.m.k. sá sem
hið opinbera notar til þjónustu við þá
á Keflavíkurflugvelli við sjónvarpið
þar meö milligöngu jarðstöðvarinn-
ar Skyggnis, svo og gervihnötturinn
rússneski sem sendiráð Rússa hér á
landi notar til móttöku sjónvarpsefn-
is. Það sést vel hér á landi og má þar
minnast sendinga sem sáust vel í
versluninni Hljómbæ fyrir ekki
löngu síöan.
Og nú er kominn sjónvarpskermir
á bandaríska sendiráðiö hér í borg og
getur tekið á móti beinum
sendingum fyrir sig og sína og þá
gesti sem það býður til þess að horfa
á sjónvarp sitt, það sama og er á
Keflavíkurflugvelli. — Þetta var vel
þegið nóttina sem kosningar um for-
seta fóru fram í Bandarikjunum fyrr
í þessum mánuði. Þar voru m.a.
blaðamenn íslenskir sem ekkert
fúlsuðu við að horfa á þessar beinu
útsendingar. En við, almenningur í
þessu landi, megum sitja hjá í
þessum efnum og einblína á lélegt
sjónvarpsefni frá þvi íslenska.
Á Keflavikurflugvelli er frábært
sjónvarp og að beiðni Alþingis var
það sett i lokað kerfi. Nú er þaö vitað
að mikið viðhald er á þessu kerfi hjá
þeim á Keflavikurflugvelli vegna
þess að kaplar eru grafnir í jörð
Áhugasamir áhorfendur skoða jaröstöOina í Mosfollssvoit. Móttaka erlends sjónvarpsefnis erþar mögu-
log an samkvæmt lögum mé ekkinýta hana oins mikið og unnt væri.
niður en svo grunnt að kaplar vilja
skemmast við minnsta hnjask sem
oft verður.
Væri nú ekki ráð að Alþingi eða
einstaka þingmenn tækju sig til og
legðu kapp á að fá afnot af Kefla-
vikursjónvarpinu að nýju úr því það
er komiö til Reykjavíkur hvort eð
er?
Stjómmálamenn mega vita þaö
að mál af sliku tagi og frjálst val
fólks á sjónvarpsefni, t.d. með Kefla-
vikursjónvarpinu og jafnvel því
rússneska lika, þá er verið að koma
til móts við f ólk almennt í efnum sem
vega þungt aö því er varðar af-
þreyingu og betra andrúmsloft í
st jórnmálalegu tilliti.
Það er mikill kurr í fólki hér á
landi, einmitt vegna þess að það er
ófrelsi     í     þeim     málum     sem
almenningur sækist eftir og það
skapar óróa á öðrum sviðum, svo
sem i stjórnmálum og þjark og
þrýsting á öllum öðrum sviöum þar
með launa- og kjaramálum.
Það væri verðugt verkefni fyrir
stjórnmálamenn að sinna þessu
verkefni. Einnig fyrir þá sem gera
skoðanakannanir. Þar myndi margt
nýtt koma í ljós.
Framhaldsskólanemi vill vekja athygli á þvíað verkfalliO kom illa viO fleiri
en BSRB-fólk, þ.á m. námsmenn.
Áhrif verkf allsins á námsmenn
Sveitatónlist og barnaleikir
Unnandi sveitatónlistar hrtagdi:
Mig langar hér að koma á framfæri
þakklæti til þeirra sem gerðu myndina
um kúreka norðursins. Myndin er
kannski ekki svo fullkomin tæknilega
séö og ekki eru tilburöir leikenda
beysnir en tónlistin i myndinni finnst
mér alveg ágæt. Það hefur nefnilegai
allt of lítið heyrst af góðri sveitatónlistj
hér í gegnum tíðina. Það var ekki fyrr
en Hallbjörn Hjartarson reið á vaðið
fyrir nokkrum árum síðan að fólk fór
að sýna sveitatónlist einhvern áhuga.
Ég hef sjálfur í gegnum þau ár sem ég
hef lifað haft mjög gaman af sveita-
tónlist en henni kynntist ég í Ameríku
þegar ég dvaldist þar eitt sumar fyrir
mörgum árum síðan.
Hitt er svo annað inál, að þeir, sem
hafa haldið uppi merki sveitatónlistar
hér síöustu ár, og í því sambandi hefur
auðvitað boriö mest á Hallbirni, hafa
tileinkaö sér svo mikil fiflalæti í
kringum tónlistina að ekki hefur
nokkrum lifandi manni dottið i hug að
taka þessa menn alvarlega. Þetta
finnst mér mjög miður. Mörg af at-
riðunum í Kúrekum norðursins t.d.
voru hreinn og klár fiflagangur sem
meira átti skylt við bamaleiki en at-
ferli f ullorðinna manna.
Min tillaga er þvi sú aö þið Kúrekar
norðursins snúið ykkur alfarið að tón-
listinni og hættið öllum bamalegum
fíflagangi. Það er tónlistin sem skiptir
höfuömáli en ekki barnaleikirnir.
Þegar öllu svoleiðis er sleppt þá kemur
fyrst í ljós hvort einhverjir tónlistar-
hæfileikar eru fyrir hendi.
Framhaldsskólanemi skrifar:
Nú er kennsla fyrir nokkru byrjuð
aftur eftir vinnustöðvun BSRB þar
sem húsverðir flestra framhaldsskóla
fóru í verkfall. Verkfallið var langt og
strangt og kom vafalaust illa við
margan BSRB-félagann sérstaklega
þegar tekið er tillit til þess hver svo
árangur verkfallsins varð. En það
voru fleiri sem fóru illa út úr verk-
fallinu en þeir BSRB-menn. Þó að
stöövun skólanna hafi staðið skemur
en sem nam verkfallstímanum þákom
stöðvunin illa við margan framhalds-
skólanemann og þar er ég meðtalinn.
Eg átti upphaflega að útskrifast úr
skóla með fjölbrautakerfi i haust. Eg
segi upphaflega vegna þess að eins og
málum er háttað nú sé ég ekki fram á
að geta það. Þessa síðustu önn mina er
ég með 26 einingar, eins og kallað er, í
stundaskrá sem þýðir að ég er í mun
fleiri námsfögum en hinn almenni
nemandi. Flest fögin sem ég er í núna
eru lokaáf angar þannig að vinnan sem
ég á fyrir höndum er óskapleg. Eg þarf
svo auk þess að sjá fyrir mér sjálfur
með vinnu á kvöldin og um helgar til að
hafa í mig og á og borga húsaleigu.
Þessar línur mínar eru alls ekki
skrifaðar til að afla mér vorkunnar
heldur einungis vegna þess að í þeirri
umræðu, sem BSRB-fólk hefur hrint af
stað um afleiðingar verkfallsins fyrir
það, hefur algerlega gleymst að
verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á
marga aðra þjóðfélagshópa en BSRB-
fólk.
Kúrekar norOursins: „SnúiO ykkur alfariO aO tónlistinni og hættiO öllum
barnalegum fíflagangi, "segir unnandisveitatónlistar ígrein sinni.
Þakkir til útvarpsins
Eldri maður hrtagdi:
Mig langar að bera f ram þakklæti til
útvarpsins og Hermanns Ragnars
Stefánssonar fyrir þáttinn „Eg man þá
tíð". Það er svo sjaldan semmaður fær
að heyra gömlu lögin nú til dags og við
hjónin hlustum alltaf á þáttinn þegar
hann er á dagskrá. Það er bara
vonandi að þátturinn verði áfram á
dagskrá í f ramtíðinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40