Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						30
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
SIGURÐUR SIGURÐARSON
FJALLAFERÐIR
HANDBÓK ÍSLENSKRA
FERÐALANGA
Bókín Fjallaferöir, handbók ís-
lenskra ferðalanga, er komin út.
Geymir hún upplýsingar sem hverjum
og einum er nauðsynlegt aö kunna skil
á sé á annaö borö áhugi fyrir hendi á
útiveru og gönguferöum hér á landi.
Bókin er upplýsingarit þar sem f jallaö
er á aðgengilegan hátt um útbúnað i
ferðir, nesti, feröatækni, öryggismál,
varúðarráðstafanir og margt fleira.
Leiðbeiningar bókarinnar eiga ekki
síður við lengri en skemmri ferðir,
sumarferðir jafnt sem vetrarferðir.
Höfundur bókarinnar er Sigurður
Sigurðarson, fyrrverandi. ritstjóri
tímaritsins Áfangar, mjög reyndur og
víðförull ferðamaður hér á landi. Ut-
gefandi er útgáfufyrirtækið Um allt
landhf.
Fjallaferöir skiptist í 15 kafla.
Fjölmargar myndir eru í bókinni og
teikningar sem ætlað er að skýra nán-
ar út fyrir lesendum viðfangsefni
hvers kafla. Ekki er aö efa að þessi bók
er kærkomin fyrir hinn mikla fjölda
sem áhuga hefur á gönguferðum um
landið. Tilgangurinn með útgáfunni er
fyrst og fremst sá að með þeim upplýs-
ingum sem í henni er að finna komist
hver sá heill frá viöureign sinni við
hina oft á tíðum óblíðu náttúru lands-
ins.
Bókin Fjallaferðir fæst í flestum
bókaverslunum landsins og kostar 795
krónur.
TRÖLLABÓKIN
NÝ SÖGU- OG MYNDABÓK
FYRIR YNGSTU BÚRNIN
Ut er komin hjá bókaforlaginu Ið-
unni ný bók fyrir yngstu börnin —
TRÖLLABOKIN. Sagan er eftir Jan
Lööf en myndlistarmaðurinn Rolf Lid-
berg hef ur myndskreytt bókina stórum
litmyndum sem prýða hverja opnu
hennar. Þorsteinn skáld frá Hamri
þýddi textann.
„Vorið var komið, og nú liðu dagarn-
ir hratt," segir í upphafi sögunnar um
litlu tröllasystkinin, Lenu og Matta, og
vini þeirra. „Tröllafjölskyldan hafði
tekið sér bólfestu á árbakkanum... Aö
hugsa sér — sumarið er komið aftur!"
sagði tröllamamma. „Já, það er ekki
sem verst," sagði tröllapabbi. „I allan
vetur höfum við mátt kúra inni í þröng-
,nm kytrum. Nú getum við verið undir
beru lofti." — Saga tröllanna er öðrum
þræði sagan um hina eilifu hringrás
náttúrunnar, sögð á annan hátt sem
yngstu börnin skilja og nema. Náttúr-
an öðlast líf i máli og myndum og inn í
sögu árstíðanna fléttast ótal kostuleg
og kímileg atvik úr líf i litlu tröllabarn-
anna.
TRÖLLABOKIN er 36 bls. Hún er
prentuð í Danmörku.
FRAMANDI
LAND
dagbOkarkorn úr
islandsferð árid 1863 eftir
sir charles h.j. anderson
Arið 1981 eignaðist Böðvar Kvaran
handrit ferðabókar sem borist hafði til
fornbókaverslunar i Bretlandi það ár.
Við athugun kom í ljós að hér var um
að ræða dagbók Sir Charles H.J.
Anderson úr Islandsf erð hans og sonar
hans árið 1863. Sir Charles kom ásamt
syni sínum hingaö til lands til þess að
kanna nýjar, óþekktar slóðir, leita á
fund hinnar lítt snortnu íslensku nátt-
úru og hrifast af mikilleik hennar og
furðum. Ýmsir athyglisverðir staðir
erunefndirsvo og bæir sem staldrað er
við á og þá aö sjálfsögöu rætt við
heimamenn. Þýðandi bókarinnar,
Böðvar Kvaran, lætur víða fylgja
skýringar á atriðum sem höfundurinn
hefur punktað niður og minnst á án
þess að gera þeim ítarleg skil.
Hér er á ferðinni bók sem lýsir vel
þeim áhrifum sem erlendir ferðamenn
urðu fyrir er þeir sóttu Island heim á
öldinni sem leið. Island var þeim svo
sannarlega framandi land.
Otgefandi er Bókaútgáfan Örn og
örlygur hf. Hönnun bókarinnar
annaðist Sigurþór Jakobsson. Lit-
greining var gerð hjá Prentmóta-
stofunni Brautarholti en prentun og
band var unnið hjá Odda hf.
GUÐMUNDUR
SKIPHERRA
KJÆRNESTED
SVEINN SÆMUNDSSON SKRÁÐI
Bókaútgáfan örn og örlygur hefur I
sent frá sér bókina GUÐMUNDUR I
SKIPHERRA KJÆRNESTED, skráða
af Sveini Sæmundssyni blaðaf ulltrúa.
Ábókarkápusegir:
„Hver er eiginlega þessi commander
Kjærnested? Hver er þessi maður sem |
berst við ofureflið eins og það sé ekki
til og gefst aldrei upp? Þannig spurðu
erlendir blaðamenn sem voru hér
staddir um það leyti sem baráttan um
50 og siðar 200 milna fiskveiðilögsögu
Islendinga stóö sem hæst. Þaö voru
fleiri en blaöamenn sem spurðu um
Guðmund Kjærnested. Sjóliðarnir á
f reigátunum, sem ekki gátu orða bund-
ist yfir áræði Guðmundar, þreki hans
og staðfestu. Hann gafst aldrei upp við
að verja fiskveiðilögsöguna. Þetta var
þeim undrunarefni.
Það er ekki f jarri sanni að segja að
Guðmundur hafi á þessum árum verið
átrúnaðargoð æði margra, sem áttu í
baráttu við kúgunaröfl, þvi fregnir
um athafnir hans fóru víða. En hver er
þá þessi maöur, sem vakti viröingu og
aðdáun þeirra sem studdu málstað Is-
lendinga og ýmissa þeirra sem háðu
baráttu við ofurefli og magnstola reiði
þeirra, sem níddust á litilmagnanum?
Saga Guömundar er baráttusaga allt
frá barnæsku. Saga sem hann segir
skrásetjara sínum, Sveini Sæmunds-
syni, og lesendum án allrar tilgerðar
og tæpitungu, hvort heldur það snertir
hann sjálfan eða helstu ráðamenn
þjóðarinnar."
I bókinni eru 32 myndasíður og eru
margar myndanna hinar sögulegustu.
Kápu bókarinnar hannaði Sigurþór
Jakobsson en myndataka var fram-
kvæmd af Imynd. Setning og prentun
var unnin hjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar en bókband hjá Arnarf elli hf.
SVARTLIST
Ut er komin Svartllst, ljóð og mynd
eftir Kristján Kristjánsson og Aðal-
stein Svan. I bókinni eru 25 ljóð og 18
dúkristur, 60 blaösíður og er gripurinn
prentaður í Hólum. Höfundarnir gefa
út.
Um þá er það helst að segja að þeir
eru „að norðan", Kristján er frá
Siglufirði og Aðalsteinn úr nálægum
firði sem heitir Eyjafjörður. Bókin er
til sölu í helstu bókaverslunum
landsins.
fSLENSKAR
SMÁSÖGUR
ÞÝÐINGAR
Bókaklúbbur Almenna bókafélags-
ins hefur sent frá sér 5. bindi af Is-
lenskum smásögum. Eru þetta þýddar
smásögur eftir höfunda heimsbók-
menntanna sem rituðu á fyrri hluta
þessarar aldar.
Af þeim 4 bindum sem áður eru
komin i þessum flokki eru 1.—3. bindi
með smásögum eftir íslenska höfunda
frá 1847—1974, en með 4. bindi hefst
úrval þýddra sagna. Þýddu sögurnar
verða 3 bindi (4.-6. bindi í fiokknum)
og kemur það síðasta út snemma á
næsta ári.
Kristján Karlsson er ritstjóri þessa
safns og hefur annast val smá-
sagnanna.
Þessar smásögur eru í hinu nýút-
komnabindi:
Anioii 'l'sjekliov: MAÐUR t HULSTRI. Geir
Kristjánsson þýddi.
Karel Capek: EYJAN. Kristján Albertsson
þýddi.
Haraliu  Garland:  FKU  RD7LEY  TEKST
FERÐ A HENDUR. RagnhUdur Jc'msd. þýddi.
W.W.   Jacobs:   APALOPPAN.   Jónas
Krist jánsson þýddi.
Rudyard Kipling: HVlTI SKLUKINN. Helgi
Pjeturs þýddi.
John Galsworthy: MAÐUR AF FORSYTE-
ÆTTINNI   KEMST   t   KYNNI   VIÐ
ALMÚGANN. GisU Guðmundsson þýddi.
Ivan Bunln: UASTSKÚRNIR. Jón Sigurðsson
frá Kaldaoarnesi þýddi.
Theodore Dreiser: TYNDA KONAN. Elnar H.
Kvaran þýddi.
Johannes V. Jensen: 1EYDIMORKINNI. Jón
Sigurosson frá Kaldaoarnesi þýddi.
W. Somerset Maugham: REGN. Þðrarinn
Guonason  þýddi.  Sherwood  Anderson:
ÚVÆNTUR ATBURÐUR. Asmundur Jónsson
þýddi.
Thomas Mann: TOBIAS MINDERNICKEL.
IngóUur Pálmason þýddi.
Horacio Quiroga: HITASLAGIÐ. ÞórhaUur
ÞorgUsson þýddi.
James Joyce:  AFRIT. Geir Krlstjánsson
þýddi.
D.H. Lawrence: PAFUGL1SNJÚ. Jón Helga-
son þýddi.
Karen Blixen: SAGAN AF PERLUNNI. Arn-
heiour Siguroardéttir þýddi.
Katherine Mansfield: SÆLA. Anna Maria
Þórisdóttlr þýddl.
Arnulf  Overland:  DRAUMURINN.  Helgi
Sœmundsson þýddi.
Par Lagerkvist: KJALLARAHERBERGIÐ.
Jón Öskar þýddi.
Tom Kristensen: PALMYRA GAMLA. Karl
tsfeldþýddi.
Ernst ToUer: JtlLLA. HaUdór Stefánsson
þýddi.
F.Scott    Fitegerald:    AÐFARANOTT
ORRUSTUNNAR   VIÐ   CHANCELLOR-
VILLE. Indriði G. Þorsteinsson þýddi.
William Faulkner: WASH. Kristján Karlsson
þýddi.
Þetta 5. bindi er 475 bls. að stærð og
unnið í Prentsmiðjunni Odda.
KENNSLUBÖK
í TÖLVU-
NOTKUN
Komin er út hjá bókaútgáfunnl
Iðunni ný kennslubók — Gagnavinnsla
og tölvukyuni eftir Stefán Brlem,
kennara yið Menntaskólann viö
Hamrahlið.
Með stóraukinni notkun tölva í sífellt
fleiri greinum þjóðlifsins er orðið
nauösynlegt að allir þekki þetta öfluga
tæki, getu þess og takmörk. Kynni af
tölvum og gagnavinnslu með tölvu eru
því orðin sjálfsagður námsþáttur í al-
menna skólakerfinu. Þessi bók er
samin með þetta i huga. Hún er ætluð
nemendum sem eru að byrja nám i
framhaldsskóla og miðuð við að geta
hæft fólki á ólíkum brautum. Efni
bókarinnar er valið til að kynna
lesendum hvers konar tæki tölva er, til
að gera þeim grein fyrír getu hennar
og takmörkunum, til að koma þeim af
stað við að hagnýta sér tölvu og
ennfremur til að efla hæfni þeirra til að
lifa og starfa í tölvuvæddu samfélagi.
Bókin er óháð því hvaða tegund tölvu
er notuð. Lagður er grunnur aö
skilningi á f orritum en ekki er gert ráð
fyrir að lesendur endilega fáist við
forritun sjálf ir.
Bókin er 104 bls. Hún er prentuð i
Oddahf.
STEFÁN BRIEM
filW-
ANNAFR^
SIDRUBORG
JÓN TRAUSTI:
ANNA FRÁ
STÓRUBORG
Ut er komin hjá FORLAGINU ný
skólaútgáfa af skáldsögunni Anna frá
Stóruborg eftir Jón Trausta. Utgáfa
þessi er einkum ætluð nemendum í
efstu bekkjum grunnskóla en hentar
jafnframt prýðilega framhaldsskóla-
nemendum. Tveir kennarar, þær Heið-
dis Þorsteinsdóttir og Svandís Sig-
valdadóttir, annast útgáf una.
Fáar íslenskar skáldsögur á þessari
öld hafa notið slíkrar hylli sem Anna
frá Stóruborg — ástarsaga alþýðu-
stráksins og yfirstéttarkonunnar. Ef-
laust á margt þátt í þeim vinsældum.
Má þar nefna fjörlega og lifandi lýs-
ingu Jóns Trausta á samfélagi og tíð-
aranda islenskra miöalda, svo og að-
dáun hans á sterkum einstaklingum
sem brjóta af sér félagsleg bönd og
fylgja heitum tilfinningum.
Þessari útgáfu af sögunni fylgir
stuttur og greinargóður formáli, nem-
endum til fyrstu glöggvunar og jafn-
framt er þar að finna ítarlegar orð-
skýringar við söguna. Þá er í bókinni
kort af sögusviði, timatal og skrá yfir
rit sem ungir lesendur geta sótt f rekari
fróöleik í. — Bókina prýða einnig
myndir við söguna eftir Jóhann Briem
listmálara.
Anna frá Stóruborg er 183 bls. Prent-
smiðjan Oddi prentaði.
ÁGÚSTÁ BRUNASTÖOUM
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
SKRÁÐI
Hjá Erni og Orlygi er komin út bókin
ÁGOST A BRUNASTÖÐUM, bóndi og
f yrrum alþingismaður, lítur yf ir f aritui
veg i samfylgd Halldórs Kristjánsson-
A bókarkápu segir m.a.:
„Flestir Islendingar sem komnir eru
til vits og ára munu kannast við nafn
Ágústs Þorvaldssonar á Brúnastöðum,
bónda og fyrrum alþingismanns. I hug-
ann kemur mynd af stórum og stæði-
legum manni, þéttum á velli og þéttum
í lund, gildum bónda og góðum félags-
manni sem samtimis því að rækta jörð
sína og auka bústofninn hefur látið til
sín taka á þjóðmálasviðinu og notið
virðingar mótherja jafnt sem sam-
herja. Heimili hans og konu hans, Ing-
veldar Ásgeirsdóttur, er mikið rausn-
arheimili og þótti vel við hæfi að bjóða
sjálfum Finnlandsforseta til Brúna-
staða þegar hann var hér á ferð fyrir
ekki löngu síöan.
Af því sem á undan er sagt mætti
ætla að Ágúst hefði fæðst með silfur-
skeið i munni og verið borinn til ef na og
áhrifa í skjóli ríkra foreldra. Sú er þó
ekki raunin. Ágústi var ráðslafað af
hreppsnefnd Eyrarbakka tjl uppeldis
hjá sveitarómögum og mátti una því
fyrstu árin að vera nefndur urðarkött-
ur og flokkast af krökkunum á Bakkan-
um til óæðri stiga mannfélagsins og
verða fyrir árásum og áreitni þeirra.
Saga Brúnastaðabóndans er, eins og
maðurinn sjálfur, þétt lesning og þægi-
leg, hispurslaus og hefur yfir sér þokka
sem hlýjar lesandanum, þótt Brúna-
staðabóndinn þorí vel að segja mein-
ingusína."
Bókin Agúst á Brúnastöðum er sett
og prentuð hjá Prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf.
A bókarkápu er málverk af Ágústi sem
Ragnar Páll Einarsson málaði. Káp-
una hannaði Sigurþór Jakobsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40