Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Gildismat
íslend'mga
— hamingjusöm þjóð í
tímabundnum erf iðleikum
t gær kynnti Hagvangur hf. niðurstööur könnunar á gildisma ti Islcndinga og
maimlegtim viðhorfum þeirra. Er þar um að ræða lið í alþjóðlegri könnun sem
hruudið var af stað 1978. Forkönnun fór fram 1980 í Frakklandi, V-Þýskalandi
og Spáni og var ef tir hana gengið irá endanlegum spurningalista sem hefur
siðan verift Uýddur og staði ærður i þelm löndum sem könnunin hefur farift
fram L Meft þessari könnun f æst samanburður á g ildisma t i ísiendinga við mat
u.þ.b. 25 aimarra þjóða.
28 stofnanir og f y rirtæki lögðu fram fé til þess að gera mætti könnunina og
sagði Jóhannes Nordal seölabaukastjóri, formaðor yfirstjórnar könnunarinu-
ar, að hér væru kymitar frnmniðurstbður úr henni, en frekari vinnsla væri
mikil ef tir. Benti hann þó á aðaf köimuninni mætti draga þá ályktun að Islend-
ingar væru hamiugjusöm þjóö sem ætti við tímabundua erfiðleika að et|a. Af-
henti Jóhamies síðan Steingrimi líermannssyni foisætisráðherra frumgögn
könnunarinnar, en hann mun afhenda Háskólanum þau til umsjónar.
Hjónabandið
í fullu gildi
Islendingar skera sig úr aö þvi
leyti að þeim finnst langflestum í
lagi að konur eignist börn þó þær óski
ekki að bindast karlmanni varanleg-
um böndum. Hvað varðar f jölskyldu-
líf almennt telja íslendingar gott
kynlíf mikilvægara en hinar þjóðirn-
ar sem könnunin nær til. Þá telja ls-
lendingar, frekar en aðrar þjóðir, að
ófullnægjandi kynlíf sé næg skiln-
aðarástæða.
Hvergi eru fleiri en á Lslandi sem
afneita þeirri skoðun aö hjónabandið
sé úrelt stofhun. íslendingar telja
mikilvægt fyrir farsæld í hjónabandi
að hjónin virði og meti hvort annað.
Þar á eftir telja þeir mikilvægt að
hjónin séu hvort öðru trú og sýni
skilning og umburöarlyndi og i
fjórða sæti forsenda fyrír góðu
hjónabandi telja þeir gott kynlif. Þá
nefnir engin þjóð börn jafnoft í þessu
sambandi og íslendingar en lita svo
á aö sameiginlegar stjórnmála-
skoöanir skipti litlu máli í hjóna-
bandi.
Meöal skilnaðarástæðna, sem Is-
lendingar nefna, eru ofbeldi, ítrekað
framhjáhald og að annað hjónanna
sé hætt að elska hitt.
Frá blaðamannafundi til kynningar á könnuninni. Steingrimur Har-
mannsson forsætisráðharra reaðir við Stafán Hilmarsson bankastjóra,
herra Pótur Sigurgeirsson biskup og Jónas Haralz bankastjóra.
DV-myndKAE
Stoltiraf
þjóð sinni
— ogfúsirtilað
verja landið
Fáar þjóðir segjast stoltarí af þjóð-
erni sínu en Islendingar og skera
þeir sig úr hópi Norðurlandaþjóö-
anna að þessu leyti. Þá telja fleiri Is-
lendingar sig bundna þjóð sinni
sterkari böndum en byggöarlagi.
Islendingar eru vel reiðubúnir til
þess að berjast fyrir land sitt en telja
litlar likur á stórstyrjöld sem landiö
myndi dragast inn í.
Islendingar greinast í tvo jafn-
stóra hópa þegar þeir eru beönir um
að gera upp á milli frelsis og jafn-
réttis en aðrar Norðurlandaþjóðir
velja frekar frelsið.
Og Islendingar bera meira traust
til kirkjunnar en aðrar Evrópuþjóð-
ir. Aðeins Norðmenn og Finnar
treysta löggjafarþingum sínum bet-
ur en Islendingar Alþingi. Og Islend-
ingar bera minna traust til dagblaða
en nokkur önnur þjóð í könnuninni.
Góð laun og
metnaður
— aðalatríði við vinnu
Þrir af hverjum f jórum Islending-
um sem taka þátt í könnuninni starfa
utan heimilis. 81% karla telur sig fyr-
irvinnu heimilis en aöeins 52%
kvenna. Rúmlega helmingur Lslend-
inga telur æskilegt að konur vinni ut-
anheimilis.
Þegar spurt er um hvaöa atriði séu
mikilvæg varðandi störf kemur í ljós
að örugg ráðning er ekki talin með
mikilvægustu atriðum á Islandi en er
þaö í flestum öðrum löndum. Islend-
ingar leggja meiri áherslu á góð laun
en aðrir Norðurlandabúar en minni
áherslu þó en Bandaríkjamenn eða
S-Evrópubúar. Þá teljast Islending-
ar leggja meiri metnað i vinnu sína
en aðrir Norðuríandabúar.
Þegar spurningar um áhrif ýmissa
hagsmunaaðila voru lagðar fram
kom í ljós að 48% Islendinga telja
áhríf samtaka vinnuveitenda hæfileg
en 49% telja áhrif launþegasamtaka
of lítil. Stuðningur við rfkiseign f yrir-
tækja er nánast enginn meðal Islend-
inga.
Hamingjusöm- Trúhneigð-
ust þjóða
ust þjóða
Islenska þjóðin er hamingjusöm-
ust allra Evropuþjóða, að eigin mati,
og aðeins Danir telja sig ánægðari
með lífiö. Þá hafa Islendingar meiri
trú á framtíðinni en aörar þjóðir.
Þegar spurt er hversu ánægöir menn
búist við að verða með lífið eftir
firam ár lenda Mendingar i efsta
sæti.
Islendingar trúa þvi ailra þjóöa
mest að þeir ráði örlögum sinum
sjálfir Og telja sig einnig hafa meira
frelsi tii þess að taka sjálfstæðar
ákvarðanir en aðrar þjóðir gera. I
öiium þessum atriðum svipar öðrum
Norðurlandaþjóðum til Islendinga.
Mendingar skera síg hins vegar úr
hópi Norðurlandaþjoðanna þegar
spurt er um fjárhagslega afkomu.
Norðurlandaþjóðir lenda þar i hópi
ánægðustu þjóða nema tslendingar
sem teljast til hinna óánægðustu og
eru í hópi meö Itölum, Frökkum og
Spánverjum.
— enhverásinnhátt
Islendingar segjast vera trú-
hneigðari en flestar nágrannaþjóðir
og svipar að því leyti mest til S-Evr-
ópuþjóða og Bandaríkjanna. En þeg-
ar kemur að trúariðkunum er kirkju-
sókn Islendinga litil, eins og hinna
Norðurlandaþjóðanna. Innan við
helmingur lslendinga segist biðjast
fyrir, iðka hugleiðslu eöa aðrar and-
legar iðkanir.
Almennt er trú Islendinga f jöl-
breytileg og um margt á skjön við
trúfræði kirkjunnar. Engin þjóð trúir
i jafnlitlum mæli á persónulegan
gbð og Islendingar, sem að meiri-
hluta telja fullyrðingar um einhvers
konar alheimsanda eða lifskraft
komast næst trú sinni. Islendingar
trúa öðrum þjóðum meira á líf eftir
dauðann og á sálina. Þá trúa fáar
þjóðir meira á tilvist himnaríkis en
þó afneita Lslendingar allra þjóða
ákveðnast tilvist helvitis.
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Þegar mestu átökin áttu sér stað í
verkfallsstriði opinberra starfs-
manna beindust öll spjót að Albert
Guðmundssyni ijármálaráðherra og
þótti jafnvel tvisýnt um pólitískt líf
hans. Gefin voru út sérstök tiðindi á
vegum BSRB, prentað og dreift í
þrjátíu þúsund eintökum, sem að
mestu voru helguð niði og óhróðri um
Albert. Var honum fundið alit það til
foráttu sem miður fór í kjarabarátt-
unni og um tima stóð maður í þeirri
trú að Albert væri eina hindrunin á
vegi opinberra starfsmanua til
bættra kjara og betra lífs. Honum
var kennt um að haf a ekki greitt laun
á meðan á verkfallinu stóð. Albert
var sakaður um óbilgirni í viðræðun-
um og síðan kórónaði ráðherrann
skammsýni sína með frægri ræðu um
letingja og liðleskjur í kennarastétt.
Sjálfur hafði Albert Guðmundsson
lýst því yflr í bak og fyrir að ekki
kæmi til mála að semja um hærri
launagreiðslur en f járlagafrum varp-
ið gerðl ráð iy rir enda væri stjórnar-
stefnan þar með sprungin og ekki
annað að gera en efna til kosuinga.
Svo fór þó að lokum að bæði fjárlaga-
frumvarpið og stjórnarstefnan
sprungu i loft upp með samningum
Albert hef ur níu líf
sem Albert skrif aðl sjálf ur undir eft-
ir að hafa verið myndaður í faðmlög-
um með Kristjánl Thorlacius og Har-
aldi Steinþórssyni.
Var nú ekki lengur minnst á kosn-
ingar en i herbúðum sjálfstæðis-
manna voru brugguð launráð til höf-
uðs f jármálaráðherranum, sem bæði
hafði það til saka unnið að vera á
móti samningum og skrifa undir
samninga. Þótti ýmsum sem Albert
lægi vel við höggi þegar st jarna hans
hafði hrapað svo skyndilega í darr-
aðardansi verkfalisins.
En það er eins með Albert og kött-
inn. Hann kemur jafnan standandi
niður. Kemur það út á eitt þótt
maðuriini móðgi heilar stéttir, tali i
kross eða gleymi þvi sem hann ætlar
að segja i miðri setningu. Alltaf skal
Albert Guðmundssyni takast að sigla
sinni skútu í höfn við lúðraþyt og
söng.
Ekki hafði verkfallimi fyrr slotað
en hlustendur þelrrar einu rásar sem
hlustandi er á h já Ríkisútvarpinu út-
nefndu Albert sem mann mánaðar-
ins. Hafði hann þó bæði lýst frati á
Kíkisútvarpið og hent löggæslu-
mönnum á dyr þegar þeir hugðust
taka hús hjá frjálsu útvarpi.
En vinsældir Alberts takmarkast
ekki vlð hlustendur rásar tvö. Þann
sama   dag  og   ríkisstjórnin   felldi
gengið og innslglaði skipbrot stjórn-
arstefnunnar komu Dagsbrúnar-
menn saman til fundar til að hylla
fjármálaráðherra með langvinnu
lofaklappi. Mun það sennilega eins-
dæmi i veraldarsögunni að ríkis-
stjórn komlst upp með það að svipta
burtu langsóttum kjarabótum með
einu pennastriki með þeim árangri
að fjármálaráðherra þelrrar ríkis-
stjórnar sé sérstaklega hylltur þann
sama dag. Verður það ekki af Albert
skafið að slík undur og stórmerki
eiga sér engan samjöfnuð og gætu
áreiðanlega hvergi gerst nema þar
semhannáihlut.
Eftir þvi sem fréttlr herma munu
Dagsbrúnarmenn hafa rlsið úr sæt-
um sínuin, þegar lófaklappið var
hvað ákafast, til að undirstrika vel-
þóknun sina á ástmegl sinum. Gott ef
ekki f éllu gleðitár.
Það sannast hér sem áður að vegir
stjórnmálanna eru órannsakanlegir.
Fer nú að verða spurning hvort ekki
sé rétt að ramma Albert inn, sem
sérstakt sýnishorn af stjórnmála-
manni sem ávinnur sér vinsældir og
lýðhylli í öfugu hlutfalli vlð axar-
sköftin.
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40