Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Kvíða of
mikilli
umf erð
á f lug-
völlum
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA,
hafa áhyggjur af því að mikill eríll
sem fyrirsjáanlegur er á næsta
sumri á flugvöllum Evrópu muni
leiða til meiriháttar vandræða.
Búast samtökin við 5—10% aukn-
ingu í f lugi á leiðum Vestur-Evrópu
sumariö 1985 (miðaö við siðasta
sumar). Þeir segja að margir flug-
vellir ráði hreint ekki við slika
aukningu þvi aö afkastageta þeirra
sé þegar fullnýtt.
Vinna storknun-
arefni úr blódi
Vekur nýjar vonir fyrir drey rasýkis júklinga
Breskir og bandarískir vísindamenn
hafa fundið leið til þess að framleiða
cfnið sem kemur blóði til þess að
storkna. Vænta menn góðs af því fyrir
dreyrasýkisjúklinga sem háðir eru
blóðgjöfum.
Breska vísindaritið „Nature"
greinir frá því í dag að vísindamenn
við    Royal    Free    Hospital,    The
Genentech Company í San Francisco
og Genetics Institute í Boston hafi
náö að einangra storkunarefniö
„factor8".
Frances Rotblat, einn þessara
visindamanna, segir að af þessari
uppgötun muni leiða að unnt verði að
framleiöa birgðir af „factor 8" og það
vonandi innan fimm ára.
Dreyrasýkisjúklingar, sem eiga á
hættu að þeim blæði út, ef þeir fá svo
mikið sem smárispu vegna þess að þá
vantar storknunarefni í eigið blóð,
eygja þarna nýja von, sem getur gert
þá óháða blóðgjöf. Síðan AIDS,
ónæmissjúkdómurinn illræmdi, komst
á kreik hefur verið smávandræðum
bundið að þiggja blóð úr blóðbönkum
vegna smithættu. AIDS hefur aðallega
borist milli kynvillinga og með blóði,
sem fíkniefnasjúklingar hafa selt blóð-
bönkum.
Til þessa hefur „factor 8" verið'
unnið úr blóði þúsunda blóðgjafa, en nú
hafa visindamenn fundið leið til þess
að vinna „factor 8" -prótein úr blóð-
vatni.
TAMÍLAR ÓTTAST HEFNDIR
Skæruliðar segja 130 fallna
Óttast er að sinhalar á Sri Lanka
snúist í dag gegn tamílska minnihlut-
anum eftir blóðbaðið í gær. Stjórnin
setti útgöngubann um alla eyjuna og
lokaði skólum til að forðast hefndarað-
gerðir.
Um 250 tamílskir skæruliðar, þar á
meðal 60 skólastrákar, réðust í gær á
lögreglustöð í Jaffna héraði eyjunnar.
Aö minnsta kosti 29 manns fórust í
árásinni. Skæruliðar rústuöu algerlega
lö'greglustö'ðina með bílsprengju og
stöðugriskothríð.
Einnig hefur frést af ógnarverkum
hér og þar um eyjuna. Tamílar segja
að alls hafi um 130 verið drepnir.
Tamílar á Sri Lanka eru að berjast
fyrir sjálfstæöi. Skæruliðar hafa aðal-
stöðvar sínar á Indlandi, en strendur
Indlands eru aöeins nokkra kilómetra
frá norðurodda Srí Lanka. Mikill f jöldi
tamíla býr í Tamil Nadu f ylkinu á Ind-
landi. Talið er að með árásunum vilji
skæruliðar skapa andrúmsloft sem
gerí stuðningsmönnum þeirra auðveld-
ara aö ná kosningu á Indlandsþing.
Kosningar á Indlandi fara fram eftir
rúman mánuð.
A Sri Lanka búa 15 milljónir manna
en tamílar þar eru 2,5 milljónir.
^mm
ÞÝSKUR KOSTAGREPUR
FRÁ VOLKSWAGEN
BÍLL SEM HÆFIR ÖLLUM
Ferdinand Marcos og Imelda. Hann var talinn alvarlega veikur en hann hefur
ekki sést opinberlega í rúma vilui.
M ARCOS FORSETI
EKKIDAUÐVEIK-
UR,HELDUR
MEÐ FLENSU
Læknir Ferdinands Marcosar, for-
seta Filippseyja, segir að Marcos sé
með flensu og að hans ráði forðist f jöl-
menni eða heimsóknir. — Marcos hef-
ur ekki sést opinberlega í rúma viku og
hefur það vakið upp kvitt um aö hann
lægi alvarlega veikur.
Eiginkona hans, Imelda, segir að
Marcos hafi fengið kvef og tekið sér
hvíld sem hann njóti um borð í lysti-
snekkju þeirra. — Vísar hún öllu um-
tali um alvarleg veikindi forsetans á
bugsemfjarstæðu.
Kvittur hefur verið á kreiki um að
Marcos forseti lægi fyrir dauðanum
eftir hjarta- eða nýrnaaðgerð.
Læknir forsetans segir að Marcos
hafi fengið flensu með hósta, nef-
rennsli og lágum hita og að hann hafi
fyrirskipað forsetanum að vera í ein-
angrun.
I útvarpsviðtali í gær sagði forseta-
frúin að Marcos mundi kominn á kreik
eftir þr já eða fjóra daga.
Sjónvarpið á Filippseyjum sýndi í
gær ljósmynd af forsetanum að fletta
blöðum með fréttum um þessa meintu
banalegu hans. Þulurinn sagði í frétt
um málið að forsetinn hefði hlegið af
fjarstæðuskrif um þessum.
Læknirinn segir að hann hafi fyrir-
skipaö venjulegar flensuráðstafanir
vegna krankleika forsetans.
FRAMHJÓLADRIHNN ® SPARNEYTINN
RÚMGÓDUR ® ÞÆGILEGUR
LIPUR OG SNAR # ENDINGARGÓDUR
Verö frá kr. 339.000.
6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ
(Gengi 16.11'84)
\
[ulHEKlAHF
I Laugavegi 170-172 Sími 212 4Q

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40