Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
DV. FIMMTUDAGUH 22. NOVEMBER1984.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Hershöfdingi i
meiöyrðamáli
Söguleg réttarhöld standa nú yfir í
New York en þar hefur William
Westmoreland, yfirhershöfðingi
Bandaríkjanna í Vietnam-stríöinu á
árunum 1964 til 68, stefnt CBS sjón-
varpsstöðinni fyrir meiðyrði og
krefst hann 120 milljón dollara
skaðabótaafCBS.
Falsaðar fréttir?
Talið er að máliö muni opna mörg
gömul sár úr þessu stríði en West-
moreland, sem nú er á eftirlaunum,
hófmálsókn sínaíframhaldiafsýn-
ingu CBS í janúar 1982 á þætti um
Víetnam-striðið. Þátturinn bar heit-
ið „The uncounted enemy" dg í hon-
um var því haldið f ram að njósnaf or-
ingjar Westmoreland hefðu fengið
fyrirmæli um að halda eftir og falsa
upplýsingar um stærð óvinaherja
þeirra sem Bandarík jamenn börðust
við. Alrikisdómarinn Pierre Lavel
mun stjórna réttarhöldunum. Fjöldi
frétta- og blaðamanna fylgist með
þessu máli en Westmoreland vildi
ekkert segja þeim er hann kom í rétt-
inn, hið eina sem fékkst upp úr hon-
um var, ,no comment".
Menn ætla að mál þetta muni
standa yfir í tvo til f jóra mánuði og
munu margir háttsettir bandariskir
herforingjar úr Vietnam-stríðinu
bera vitni. 1 þætti CBS var því haldið
fram að herstjórn Westmoreland
hefði dregið úr styrk herja andstæð-
inganna í Tet-sókninni 1968 svo það
liti út eins og Bandarík jamenn hefðu
y firhöndina i þeim átökum.
Blaðamennska fyrir rótti
I kynningu sinni i þættinum segir
fréttamaðurinn Mike Wallace: „I
kvöld munum við setja fram sannan-
ir fyrir því sem við teljum meðvitað
átak, raunar samsæri á æöstu stig-
um bandarisku herstjórnarinnar til
að koma i veg fyrir og breyta mikil-
vægum upplýsingum um óvin-
ina..." Notkun á orðinu samsæri i
þessu samhengi er eitt það helsta
sem Westmoreland byggir mál sitt á
en hann heldur þvi fram að þátturinn
sé byggður á lygum og hafi ráðist að
orðstirhans.
Floyd Abrams, einn fremsti
meiðyrðalögfræðingur Bandarík j-
anna, segir að ef Westmoreland sigrí
í þessu máli sé hætta á að blaða-
mennska í Bandaríkjunum biöi mik-
inn hnekki því fleiri slfk mál fylgi
örugglega í kjölfarið.
Blaðamenn   i   Bandaríkjunum
Wostmoreland horshófðingi I þyrlu yfír Suður-Víotnam (myndin var
takin 1966).
vinna nú við ákvörðun hæstaréttar
frá árinu 1964 sem bannar opinber-
um aðilum að f á bætur f rá f réttastof-
um ef hinn opinberi aðili geti ekki
fært sönnur á að fréttin hafi verið
skrifuð eða birt þrátt fyrir að f rétta-
maðurinn vissi að hún var ósönn.
Lögfræðingur CBS, David Boies,
mun halda því fram að þátturinn haf i
veriö sannur og aö þau vitni sem
fram komu í honum njóti verndar
bandarísku st jórnarskrárinnar.
Aldrei frjáls íhinum
fí
frjálsa heimV'
—sagöi dóttir Stalíns eftirl7 ára búsetu á Vesturlöndum
Dóttir Stalins, sennilega frægasti
flóttamaður Sovétríkjanna, gafst
upp á vistinni á Vesturlöndum eftir
sautján ára veru, eins og fram hefur
komið í f réttum, en skýringar henn-
ar á sinnaskiptunum bera meiri
keirn af persónulegum tilfinningum |
útlagans fyrrverandi heldur en mati j
á ólíku stjórnkerfi ættjarðarinnar og j
þess heims sem hún flúði til fyriri
saut ján árum.
Þegar Svetlana Alliluyeva kom
fram á biaðamannafundi í Moskvu í
siðustu viku var allt undir þaö búið'
að nú yrði mannlif í hinum vestræna j
heimi fordæmt. Uttekt gerð á því
sem fyrir gestsaugað hefði borið
þessi sautján ár. — Utanríkisráðu-;
neytið í Moskvu hafði boðið nokkrum
vestrænum blaðamönnum til fundar-
ins til þess að hlýða á vitnisburð
þessarar fimmtíu og átta ára gömlu
ömmu.
Ósigur vastursins
Enginn bjóst viö öðru en einkabarn
Stalins mundi fylgja fordæmi ann-
arra heimkominna útlaga, sem tekið
höfðu sinnaskiptum, og tíunda eymd-
ina í auðvaldsríkjunum. Það var;
ekki nema mánuður siöan sovéskur
blaöamaður haföi gert einmitt það.
Samkoman hófst á því að Svetlana
las upp yfirlýsingu: „Reynsla mín af
því aö búa í hinum svokallaða frjálsa
heimi var sú að ég var ekki frjáls
einn einasta dag. Eg varð uppáhalds-
tilraunadýr CIA (leyniþjónustu
Bandaríkjanna)," sagði Svetlana
lágumrómiárússnesku.         j
Átthagasöknuðw
Það sem siðan kom fram á þessum
einnar og hálfrar stundar fundi var
beisk saga einmanaleika, persónu-
legs harmleiks og trúarsannfæringar
en lítið i líkingu við þá svart-hvitu
mynd sem sovéska hugmyndaf ræðin I
dregur upp af Vesturlöndum.
Ættjarðarástin hafði togað i þenn-
an rússneska útlaga. Hana hafði
alltaf Iangaö aftur til Rússlands.
Hún saknaði heimalandsins, tveggja
uppkominna barna sinna, gamalla
vina. Sektarkenndin af brotthlaup-
inu hafði aldrei látið hana í friði.
Henni hafði ekki tckist að finna hið
kyrra lif meöal rithöfunda og lista-
fólks sem hana hafði dreymt um. —
„Mér hvarf þessi sektarkennd
aldrei, sama hvað ég lagði að mér til
þess aö reyna að lifa lífinu eins og
aðrir Ameríkumenn," sagði hún.
Jafnvel hin opinbera fréttastofa,'
Tass, sló á þessa óvenjulegu strengi í
frétt um andvestræn ummæli Svet-
Iönu og talaði um „þreytta konu með
erfittlífaðbaki".
Siðan hefur Svetlana forðast eins)
og heitan eldinn að eiga nokkur orða-
skipti við vestræna fréttamenn sem
reyndu þó fyrstu dagana mjög að fá
hanatilviðtals.
Gamatt hneyksli
Það hljómaði undaríega í eyrum
margra að heyra þennan vitnisburð
konunnar sem i augum margra
Rússa er tengd verstu árum stalín-
ismans. Eitt blaðanna í Banda-
ríkjunum haföi komist svo að orði
um Svetlönu, þegar hún á sínum
tima strauk til vesturheims, að „hún
hefði veriö uppáhald valdaklfkunn-
ar, dúkkan sem Kreml hafði hamp-
að".
Margt hlýtur að hafa togast á í
Svetlana Stalln hýr 6 brá, ný-
komln tll Vosturlanda, an þaðan
snari hún aftur tll étthaganna á j
dögunum, sautjén érum síðar.
valdamðnnum í Kretnl, þegar þeir
urðu þess varir að Svetlana vildi
snúa aftur. En þeir veittu henni aftur
rfkisborgararétt og sömuleiðis dótt-
ur hennar, Olgu, sem er þrettán ára
og fæddist Svetlönu í þandaríska
hjónabandinu hennar. Það er ekki á
hverjum degi að Rússi, sem sviptur
hefur verið ríkisborgararétti, fær
hann aftur. I SovétrDtjunum er litið
svo á að flótti til Vesturlanda jafn-
gildi landráðum en það er glæpur
sem getur varðað dauðarefsingu.
Þegar Svetlana fluttist til Vestur-
landa veittist hún harkalega að
heimalandi sinu og stjórnvöldum
þar. Æ visaga hennar, sem út var gef-
in vestantjalds, birti margt til álits-
lmekkis Kremlverjum.
Víst var töluverður áróðurssigur
fólginn i þvi að hún skyldi vilja snúa
aftur eftir sautján ára kynni af vest-
rænum stjórnarháttum. En í aðra
röndina hreyföi heimkoma hennar
við minningum gamalla tíma sem
hið opinbera lætur sem mest liggja i
þögninni.
Lrtill munur á stiórnum
1 síðasta viðtalinu sem Svetlana
gaf á Vesturlöndum, en það var i
London. við blaðið Observer í mars
síðasta vor (ári eftir að hún flutti frá
Bandaríkjunum til Englands), sagð-
ist hún lítið gefa fyrir muninn á
austrinu og vestrinu: „Jú, sú stað-
reynd að það er alræðisst jórn i Sovct-
ríkjunum gerir stóran mun... en
það er nánast alræðisstjórn í Ame-
riku einnig," sagði hún þá. „Stund-
um er mér alveg sama hver stjðrnin
er. Eg vil bara fá að sjá barnabörnin
mín."
Þaö undirstrikaði hún á blaða-
mannafundinum i Moskvu og árétt-
aði óskir sinar um aö fá að lifa kyrr-
látu lífi. Flestir spá því að henni
verði veitt það nútia þegar hún er
komin til heimalands síns að nýj u.
Umsjón: Guðmundur Pétursson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40