Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER1984.
13
Frelsíð endurheimsótt:
VINSTRIMENN
BULLA UM FRELSIÐ
Margt bendir nú tíl þess að um-
ræöa sú sem íslenskir frjálshyggju-
menn hafa vakið um frelsi og frjáls-
hyggju sé að því komin að æra
vinstri menn á tslandi. Nýlegasta
dæmið um þessa frelsistaugaveiklun
er leiðaraopna DV mánudag 12.11.,
en á þeirri opnu f jalla hvorki meira
né minna en allar þrjár kjallara-
greinar DV um frelsi á einn hátt eða
annan.
Þessi notkun, eða öllu heldur mis-
notkun, á orðinu „frelsi" er þó engan
veginn einsdæmi í stjórnmálasögu
undanfarinna vikna þvi almenningi
eru enn í fersku minni örvæntingar-
full óttaskrif andstæðinga frjáls út-
varpsrekstrar sem fylgdu í kjöifar
viðbragða almennings við tilræði
vinstri aflanna við alla fjölmiölun í
landinu. Og seint mun gleymast sá
frelsiskryddaði Göbbelsáróður sem
glumdi í eyrum landsmanna frá
stjórnarandstæðingum við van-
traustsumræðurnar nýafstöðnu.
/ frumskógi frjálshyggju-
manna
Þessar vantraustsumræður hljóta
reyndar að vekja vantraust almenn-
ings á hæfni alþingismanna til að
nota orðið „frelá" og virðast einnig
leiða í ljós að á Alþingi Islendinga
sitji engir þeir menn sem eru í stakk
búnir til að bera fram varnir fyrir
frjálshyggju eða frelsi. Hvort sem
menn vilja kenna hér um viljaskorti
eða hæfileikaskorti þá hlýtur þetta
að leiða hugann að því, í ljósi van-
traustsræðu Helga Seljans, hvort
ekki þurfi að festa kaðalreipi í loft
Alþingishússins svo að frjálshyggju-
aparnir gætu í það minnsta sveiflað
sér þar á milli borða skyldu þeir ein-
hvern timann ráf a þangað inn.
Nú bendir fátt til þess að af því
verði á næstunni að frjálshyggju-
maöur tali á Alþingi Islendinga og til
hæstvirtra alþingismanna um
notkun þeirra á orðinu „frelsi" og
vonandi verður þetta einnig til þess
að greinarhö'fundar ofannefndra
kjallaragreina vandi til orðanotkun-
ar sinnar þegar þeir láta móðan
mása í greinum sínum í DV í fram-
tíðinni.
Frjáls orðanotkun
Nú dettur mér engan veginn í hug
að halda því fram að mönnum sé
ekki alfrjálst að nota orð nákvæm-
lega eins og þeim sýnist, þeir mega
til að mynda nota orðið „frelsi" í
þeirri merkingu sem við oftast tákn-
um með orðinu „borð".
Þannig gætu þeir boðið mér í
kvöldmat og tilkynnt mér að þeir
væru búnir að leggja á f relsið án þess

i^wiaÉirijr $f*
-  '  "                        fe^?»"   w
„Nú bendir fátt tilþoss aö af þvi verðiá næstunni að frjálshyggjumaður
taliáAlþingiíslendinga. . ."
að það ylli nokkrum misskilningi.
Þeir þyrftu aðeins að gera sér grein
f yrir því að í þessum skilningi notuðu
þeirorðið„frelsi".
Að vísu er augljóst að slík orða-
notkun felur í sér nokkurt óhagræði,
auk þess sem hún mundi valda veru-
legri hættu á misskilningi manna á
meðal nema þeir væru tilbúnir til að
afhenda hvorir öðrum persónulegar
orðabækur i hvert skipti sem þeir
ræddust við, svo ekki sé talað um
þann beina háska sem af slíkri orða-
notkun myndi stafa í tæknivæddu
þjóðfélagi nútimans, til dæmis við
sprengiefnameöferð í byggingariðn-
aði.
Hættuleg stjórnmálaum-
ræða
Þrátt fyrir það að stjórnmála-
mðnnum, jafnt sem almenningi, sé
ljós sú hætta sem myndi stafa.af
orðanotkun sem þessari við sprengi-
efnameðferð virðast þeir ekki gera
sér grein fyrir að litlu minni hætta
stafar af slíkri orðanotkun í stjórn-
málaumræðu.
Oþarfi er að minna á það dæmi
sem felst í skáldsögu George Or-
wells, „1984", þar sem beinlinis var
búið að afmá vissar merkingar úr
tungumálinu, nefnilega þær merk-
ingar sem hefðu gert mönnum kleift
að hugsa þær hugsanir er gert hefðu
þeim mögulegt að gera sér grein
f yrir eða rísa gegn kúgun Stóra bróð-
ur með misnotkun sinni á orðinu
„frelsi". I ræðu þeirri^g riti er orð-
inu „frelsi" brugðið í gervi floga-
Arai Thoroddsen
þjáös skrykkdansara sem skrykkist
stjórnlaust úr einni merkingu yfir i
aðra með annarlegum hætti þannig
að ógagnrýnir áheyrendur og lesend-
ur þeirra eru teymdir á asnaeyrum
inn í myrkan þokuheim ruglanda og
hugsanavillu.
Virðingarsess frelsishug-
taksins
Astæðan fyrir því að stjórnmála-
menn misnota þannig orðið „frelsi"
um allt milli himins og jarðar, sem
varla á nokkurn skapaðan hlut skylt
við frelsi, er auðvitað sú að stjóm-
málamenn skynja ósjálfrátt pann
háa virðingarsess sem frelsið skipar
í hugtakaheimi okkar en með slíkri
misnotkun hyggjast þeir ljá öðrum
hugtökum af óskyldum toga þann
sama virðingarsess sem frelsið eitt á
skilið.
Virðingarsess frelsishugtaksins
felst í því að takist mönnum að sýna
fram á að einhverjum beri frelsi til
vissra athafna hafi þeir jafnframt
sýnt fram á að þeir sem reyna að
sviþta þá slíku frelsi séu siðf erðilega
fordæmanlegir. I slíkri frelsissvipt-
ingu felst nefnilega afneitun á því að
allir menn séu jafnréttháir.
I næstu grein minni mun ég f jalla
um nokkur dæmi um misnotkun af
þessu tagi og skil ég lesendur DV eft-
ir í spenningi þangað til hún birtist.
ÁrniThoroddscn
kyndug samsetning við fyrstu sýn en
er þó kannski ekki svo fráleit ef nánar
er að gáð. Skoðanakönnun hefur sýnt
að stór hluti kjósenda Alþýðubanda-
lagsins er samþykkur aöild að NATO
og sjálfur Svavar formaður hefur lýst
því yfir í viðtali við víðlesið tímarit að
flokkurinn geti hennar vegna átt
stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn. Vitað er að i Sjálfstæöisflokknum
eru margir hikandi þessa dagana
vegna svonefndrar fr jálshyggjustefnu,
og ekki eru þar allir stóreignamenn,
sem hrökkva við þótt talaö sé um háa
eignaskatta. Ef hinum nýja formanni
tekst aö klipa væna sneið frá báðum
þessum flokkum og þar að auki að ná
góðu sambandi við Bandalag jafnaðar-
manna eða fylgismenn þess þá er hann
búinn aö launa flokksbræðrum sínum
vel liðveisluna um síöustu helgi.
En hvert sem hann sækir fylgi og
hvort sem hann nær því þá mun sópa
að honum og ég er illa svikinn ef hann
og Svavar Gestsson eiga ekki eftir að
taka margar sennur.
Stórmál í skugga fíokksmála
Á meðan þjóðin fylgdist spennt með
lyktum formannskjörs þeirra krat-
anna voru ýmis önnur stórmál
utangarös í umræðunni. Þar á meðal
gengisfelling. Raunarsýnirþaðáhuga-
leysi sem ríkti meðal fólks um helgina
og í vikubyrjun kannski best, hve ljóst
það var ölluin landslýð að gengis-
felling var óumflýjanleg afleiðing
siðustu kjarasamninga. Eftir að ljóst
var að gjaldeyrísdeildir banka yrðu
lokaðar á mánudag og gengi yrði fellt
biðu menn rólegir og fannst varla taka
því að ræða málið. Það var ekki f yrr en
tilkynning Seðlabanka og ríkisstjórnar
var orðin opinber sem liðsoddar fengu
málið og gáfu út hefðbundnar skyldu-
yfirlýsingar um mannvonsku stjórn-
valda.
Eftir aðeins nokkra daga hefst þing
Alþýðusambands Islands. Það má
heita timanna tákn að rikisstjórnin
skuli fella gengi krónunnar rétt eftir
kjarasamninga og nokkrum dögum
,£nginn vafileikuráþvíaðþað munsópaað JóniIformannssætinu.'
fyrir þingsetningu Alþýðusambands-
ins. Kannski sýnir það betur en flest
annaö hve ljóst það var öllum landslýð
að gengið hlaut að falla, að ríkisstjórn
skuligeraþetta.
Auðvitaö samþykkir Alþýðusam-
bandsþing mótmæli gegn gengis-
lækkuninni og f ullyrðingar um að unnt
hefði verið að bregðast ööruvisi við.
Annaö hvort væri nú. Hins vegar
verður ekki séð að nein önnur úrræði
hafi verið til staðar eins ogkomið var,
nema menn kjósi heldur atvinnuleysið.
Vegna margra stórmála i þjóðlifinu
hefur veriö hljótt um undirbúning
þessa Alþýðusambandsþings, enda
margt þar að gerjast sem menn eru
ekkert áfjáðir í að fjölmiðlar séu að
blanda sér í. Vitað er að staða As-
mundar Stefánssonar er svo sterk að
honum verður ekki velt, hve heitt sem
sumir flokksbræður hans kunna að þrá
það. Hins vegar hafa þeir hugsaö upp
leik til að veikja stöðu hans nokkuð og
það átti að gerast með því móti að
f jölga í miðstjórn. Hugmyndafræðing-
urinn var Þröstur Olafsson og þetta
átti að gerast undir því yfirskini að
fjölga konum í miðstjórn en í raun til
aö veikja áhrif Amundar. Hugmynd
Þrastar og félaga var að Alþýðubanda-
lagið fengi tvo hinna nýju fulltrúa,
Sjálfstæðisflokkur einn og kratar einn.
Hinir tveir nýju fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins áttu aðkoma úr „órólegu
deildinni" til þess að hamast á Ás-
mundi i miðstjórninni og gera hann
tortryggilegan enda aldrei að vita
nema manninn langi á þing í sœti sem
aðrir telja sér bera. Sá galli er hins
vegar á þessarí áætlun að til þess að
hún nái fram að ganga þarf samþykki
tveggja þriðju hluta þingfulltrúa og
munu nú f ulltrúar annarra flokka vera
að átta sig á að ekki aðeins er Alþýðu-
bandalagið að ná sér þarna í
„ókeypis" miðstjórnarsæti heldur
einnig að vega að vinsælum f orseta.
Engu að síður verður forvitnilegt að
fylgjast með þingi ASI og vafalaust
verður þar blysum brugðið á loft.
Magnus Bjarnf reðsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40