Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1934. Þeir hjá Gunnari & Guðmundi völdu TREMIX gæðanna vegna. Við getum ennþá boðið örfáar á þessu gamla og góða verði, kr. 67.000. JARÐVEGSÞJÖPPUN, 140 kg. Einkaumboö fyrir TREMIXá íslandi nifi.r/juj Fosshálsi 27 - sími 687160. ral Urval STÆRRA HEFTI Á NÆSTA BLAÐSÖLU- STAÐ. Aki Jónsson, forstjóri ACO h.f., Óli Vestmann Einarsson yflrkennari og Ingvar Ásmundsson skólastjóri við afhendingu á LINOTYPE setningartölvunni sem ACO h.f. gaf Iðnskólanum. Iðnskólanum gefnar setningartölvur 1 tilefni af 80 ára afmæli Iönskólans í Reykjavík hefur Heildverslunin ACO h.f. gefið skólanum fullkomna setning- artölvu af gerðinni LINOTYPE. Vélina er hægt að tengja við tölvu beint eða um símalínu. Með þessu skapast möguleiki á þvi að setja texta í smátölvu með ritvinnsluforriti. Vélin kemur síðan textanum í endanlegt form. Færeyjaflug: Allt að 60% lækkun farmgialda Flugleiðir hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til aðstoðar við upp- byggingu á markaði fyrir íslenskan iðnvarning í Færeyjum. Gjaldskrá Flugleiöa fyrir flutning á varningi frá Islandi til Færeyja hefur því verið lækkuö verulega eða allt aö 60%. Nýja gjaldskráin er sniöin sérstaklega aö þörfum íslensks iönaöar og ætti aö létta mjög undir meö þeim fyrirtækj- um sem vilja notfæra sér kosti þess aö senda vörur í flugfrakt til Færeyja. Jafnframt þessari gjaldskrár- lækkun hefur veriö ákveðið aö fjölga ferðum til Færeyja frá því sem verið hefur undanfarna vetur og nota auk þess stærri flugvélar. I vetur veröa tvær ferðir í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Flogið er á Fokker Friendship skrúfuþotum sem geta tekiö allt upp í 2,5 tonn af frakt í hverri ferö aukfarþega. Kratar víta Steingrím Nýkjörin framkvæmdastjórn Alþýöuflokksins hefur samþykkt ályktun þar sem fordæmd eru þau um- mæli Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra að kjarasamningar rikisins viö BSRB væru „pappírs- launahækkanir”. Ummmæli þessi viðhaföi forsætisráðherra í sjónvarps- viðtaliámánudag. „Þetta er köld kveðja til þeirra þúsunda opinberra starfsmanna sem lögðu á sig dýrkeyptar fómir í 4 vikna verkfalli í trausti þess að þeir væru aö semja viö ábyrgan aöila, ríkisstjórn Islands,” segir í ályktun fram- kvæmdastjórnarinnar. „Framkvæmdastjóm Alþýðuflokks- ins telur það skyldu ríkisstjórnarinnar aö standa við geröa samninga. Ríkis- stjóminni ber skylda til að tryggja, með viðeigandi ráðstöfunum varöandi' rekstrargrundvöll útflutningsgreina, efnahagsstjóm, atvinnustefnu og um- bætur í skatta- og peningamálum, aö samningar, sem fjármálaráðherra hefur undirritaö fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar, séu haldnir, en ekki eyöilagöir í nýrri verðbólguskriðu,” segir í álykt- uninni. -ÓEF. Yfirlæknir samvinmi- verkefnis ráðinn Hrafn V. Frlðriksson. Hrafn V. Friðriksson dr. med. hefur veriö ráöinn yfirlæknir í heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytinu frá 20. október sl Aðalstarfssvið hans er framkvæmdastjóm samvinnuverkefn- is milli Islands og Alþjóðaheilbrigöis- málastofnunarinnar (WHO) til for- vamar langvinnra sjúkdóma, en samningur þar að lútandi var undirrit- aður í Kaupmannahöfn 10. febrúar sl. Jafnframt mun Hrafn annast störf skólayfirlæknis. Hrafn V. Friðriksson útskrifaðist frá læknadeild Hl 1968, stundaöi framhaldsnám og störf í Svíþjóð 1970— 76 í sérgrein sinni, meinalífeðlisfræði. Hann varði doktorsritgerð við Uppsalaháskóla ímaí!981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.