Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 1
INTÖK PRENTUÐí DAG. DAGBLAÐIÐ — VISIR 260. TBL. — 74. og 10. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984. Forsætisráðherra ræðir við „ýmsa forystumenn sjálfstæðismanna” um breytta ríkisst jórn: „Ekki nógur kraft- ur i stjóminni” ,,Þaö er alveg rétt, þaö er ekki nógur kraftur í stjórninni, ég er sam- mála því,” segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra um gagnrýni á ríkisstjórnina sem eink- um kemur frá ýmsum sjálfstæöis- mönnum. Steingrímur segist hafa rætt viö „ýmsa forystumenn sjálf- stæöismanna” um breytta ríkis- stjórn. ,,Ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaö þar er rætt um, ekki opinberlega. Þaö er auðvitað á valdi sjálfstæðismanna sjálfra fyrst og fremst hvemig þeir skipa ríkis- stjórnina af sinni hálfu.” Stefnir alveg eins í uppgjöf og kosningar eins og Olafur G. Einars- son segír í DV í gær aö spádómar séu uppi um? „Ja, ef menn geta ekki komíð sér saman um mjög nauösynlegar aðgeröir og raunhæfa samninga á næsta ári, verður aö taka því.” „Eg geri því hins vegar ekki skóna aö svo fari, mér finnst vera fullur vUji tU þess aö finna réttar leiöir og halda þessu áfram. En ég neita því ekki aö mér finnst þurfa meiri kraft, kannski eru menn þreyttir eftir koUsteypuna,” segir forsætisráöherra. Hann er hiynntur einhverjum eignarskatti og telur skyldusparnaö einnig koma til greina tU þess aö loka fjárlagagatinu. Þaö er sem stendur 320 miUjónir, en stækkar væntanlega í 500 miUjónir í meöförum fjár- veitinganefndar Alþingis. „Skattheimta af einhverju tagi er að mínum dómi nær óhjákvæmileg til þess aö loka þessu gati. Fjánnála- ráöherra hefur lagt fram hugmyndir um hvernig því skuli lokað. Þær eru nú til athugunar,” segir Steingrímur Hermannsson. -HERB. Hin nýja pyna L»cuium:igisgceðiuiiiict' TF-SIF, fór í sitt fyrsta sjúkraflug i. nótt, að Felli í Arneshreppi á Ströndum til aö sækja fullorðna konu sem fengið haföi hjartaáfall. Að sögn Siguröar Þ. Magnússonar í stjórnstöö LHG gekk sjúkraflugið vel þótt þyrlan hafi orðiö aö millilenda á Akranesi í bakaleiðinni vegna élja- veöurs hér í borginni. Þyrlan lagöi af staö kl. 21.30 í gærkvöldi og var fyrst farið til Hólma- víkur þar sem læknir var tekinn um borö. Síöan var dokaö viö þar meðan lendingarstaöur var ruddur fyrir þyrluna viö Fell, konan svo sótt og haldið af staö til borgarinnar, með við- komu á Akranesi. Þyrlan kom aö Borgarspítalanum kl. 1 í nótt. Flugstjóri í ferðinni var Páll Halldórsson, flugmaöur Benoný As- grímsson og stýrimaður Siguröur Steinar. -FRI. Sjúklingurinn tekinn úr þyriunni við Borgarspítalann ínótt. DV-mynd S. Helga Melsted varð ein af 10 efstu stúlkunum. Faceof the 80’s keppnin: Helga einaf 10 efstu Helga Melsted varö í hópi tíu efstu stúlknanna i keppninni ,,Face ofthe 80’s 1984” sem haldin var í Dallas í Texas í gærmorgun. Þetta er besti árangur sem íslensk stúlka hefur náð í þessari keppni. Helga dvelst nú á heimili Ford-hjónanna í New York. Þaö var stúlkan frá Svíþjóö sem vann keppnina aö þessu sinni en verölaunin voru mjög vegleg, 250.000 dollarar, eöa tæpar 10 milljónir kr. og 3ja ára starfssamningur hjá Ford-Models. Alls tóku 24 þjóöir þátt í keppninni aö þessu sinni. Var hcnni sjónvarpaö beint um öll Bandaríkin og áætlaö aö um 60 milljónir manna heföu fylgst með henni. -FRI. Viija ekki kaupasjó áloönuverði — sjá bls. 4 Kaffisopinn hækkar — sjá bls. 6 og 7 Tillaga kjörnefndar um miðstjórnarmenn ASÍ samþykkt: Samtryggingarkerfi flokka bilaði ekki Þaö er ljóst aö samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna bilaöi ekki viö kjör í miöstjóm Alþýöusambandsins frekar en í öömm málum á yfir- standandi þingi ASI. Tillaga kjör- nefndar um aðalmenn í miöstjórn varsamþykktóbreytt. I miðstjómina vom þá kjörin Aöal- heiður Bjarnfreösdóttir, Sókn, Bene- dikt Dvíðsson, Trésmiöafélagi Reykjavíkur, Guöjón Jónsson, Fé- lagi jámiönaöarmanna, Guömundur J. Guömundsson, Dagsbrún, Guö- mundur Hallvarösson, Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, Guömundur Þ. Jónsson, Iöju, Guörún Thorarensen, Bárunni, Eyrarbakka, Hansína Stefánsdóttir, Verslunarmannafé- lagi Ámessýslu, Hilmar Jónasson, Rangæingi, Jón A. Eggertsson, Verkalýösfélagi Borgamess, Jón Helgason, Einingu, Akureyri, Karlvel Pálmason, Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur, Kristín Hjálmars- dóttir, Iöju, Akureyri, Magnús Geirs- son, Félagi íslenskra rafvirkja, Ösk- ar Vigfússon, Sjómannafélagi Hafn- arfjaröar, Ragna Bergmann, Fram- sókn, Þóra Hjaltadóttir, Félagi verslunarfólks, Akureyri, og Þóröur Ölafsson, Verkalýösfélaginu Boö- anum. Þessir fulltrúar hlutu allir at- kvæðafjölda á bilinu 43 til 53 þúsund. Fjórir aörir vom í framboði fyrir ut- an tillögu kjörnefndar. Valdís Krist- insdóttir, Stöðvarfirði, Jóhanna Friöriksdóttir, Vestmannaeyjum, Kolbeinn Friöbjamarson, Siglufirði, og Málfríöur Olafsdóttir, Reykjavík, og hlutu þau atkvæöi á bilinu 18 til 31 þúsund. -ÓEF/KÞ Fimm afsjökonum í miðstjórn ASÍ á þinginu imorgun. Frá vinstri: Þóra Hjaltadóttir, Kristin Hjálmarsdóttir, Guðriður Eliasdóttir, 2. varaforseti ASÍ, fíagna Bergmann og Hansína Stefánsdóttir. Á myndina vantar Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Guðrúnu Thorarensen. D V-mynd KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.