Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1984, Blaðsíða 1
DÓMARI OFSÓTTUR Ölvaöur maður réðst í fyrrakvöld inn á heimili sakadómara í Breiðholti. Hafði dómarinn, sem er kona, nýlega dæmt manninn til fangelsisvistar fyrir margítrekuð brot. Hafði maðurinn ónáöaö hana og f jölskyldu hennar yfir jólin meö sífelldum símhringingum. Loks fór svo að þau hættu að svara í símann. Réðst þá maöurinn inn í íbúð- ina. Hann var handtekinn á staðnum. —EH. Fiskverö hækkarum 20-25% Talið er líklegt að fiskverð verði ákveðið í dag á fundi yfirnefndar verð- lagsráðs sjávarútvegsins sem hefst klukkan 13.30. Búist er við að meðal- hækkun ödcverðs veröi á bilinu 20 til 25% en hækkunin verður mismunandi eftir tegundum. Samkvæmt nýsettum lögum mun fiskverð að þessu sinni gilda til 31. ágúst á næsta ári en heimild verður til uppsagnar 1. júni. ÓEF Um eitt hundrað manns söfnuðust í gœr saman fyrir framan sovéska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Var mótmœla- fundurinn haldinn í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá inn- rásinni í Afganistan. Sendiráðsmönnum var fœrt mótmœla- skjal sem þeir neituðu að taka við. Stefán Kalmansson, for- maður stúdentaráðs, flutti ávarp. Stóð fólkið fyrir framan sehdiráðið með logandi kerti í u.þ. b. hálftíma. EH/DV-mynd GVA. A HeimirKarls- soníatvinnu- mennskunni — sjá íþróttir bls. 28-29 Óáfengir 1 drykkir — sjá bls. 6—7 Singapore segirsigúr UNESCO — sjá bls. 9 Brennurnar umáramótin — sjá bls. 20—21 ^VPiHBIWWB—BM k Enn eitt afrek Rögnvalds Þorleifssonar læknis ■ ■ SVRhækka — sjábls.5 AKONU Utvarpog sjónvarp umáramótin -sjábls. 15-17 _ og 24-26 Hvaðeráseyöi umheigina? - sjá bls. 18-19 og 22-23 |; r - *, / Ung kona varð fyrir því óhappi fyrir nokkrum dögum að lenda með aðra höndina í vélsög. Missti hún tvo fingur og skaddaði mjög liðina áöðr- um tveim. Rögnvaldi Þorleifssyni lækni á Borgarspítalanum tókst eftir fjórtán tíma aðgerð að græða á hana annan fingurinn. Slysið varð um viku fyrir jól í Glugga- og huröaverksmiðjunni Ramma hf. í Njarðvík. Unga konan, sem hefur starfað í um sex ár við smíðar hjá fyrirtækinu, var ein þegar slysið varð. Mun hún hafa hrasað eitthvað og lent með vinstri höndina í vélsöginni. Missti hún við það bæði þumalfingur og löngutöng og skaddaði mjög liöina á baugfingri og vísifingri. Var þegar farið með konuna á Borgarspítalann, þar sem Rögnvald- ur Þorleifsson tók á móti henni. Var hún 14 tíma á skurðarborðinu og tókst Rögnvaldi að græða á hana þumalfingurinn að nýju og græðá sárin á sködduðu flngrunum tveim. Löngutöng tókst hins vegar ekki að bjarga. 1 Unga konan er í stöðugum æfingum með finguma, en of snemmt mun enn að segja til um hvort hún nær f ullum krafti i höndina áný. -KÞ <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.