Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 18
58 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 114. þáttur: Grímur Gíslason frá Saurbæ sendi mér tvö bréf, sem voru í sama umslaginu. Hér á eftir fara bréf hans óstytt: 1 kvöldvökuþætti í ríkisútvarpinu sl. mánudag ræddi Jón Hnetili Aöalsteinsson um visuna: „Nú er hlátur nývakinn / nú er grátur tregur” o.s.frv. en þó fyrst og fremst hver mundi höfundur eöa höfundar hennar. Því talið hefir veriö að þeir væru tveir sbr. síöari hlutann: „Nú er ég kátur nafni minn/nú er ég mátulegur.” Nokkru fyrr hafði Skúli Benediktsson á Hvammstanga birt vísuna í þætti sínum í helgar- blaði DV og taldi hana eftir Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, sem var kunnur hagyröingur og hestamaður. Nefndi Skúli um þetta heimildir. En ekki liðu margir dagar þar til hringt var til undirritaös og bent á að vísa þessi væri tiifærð í þætti eftir Einar J. Helgason í Holtakotum í fyrstu bókinni af Göngum og réttum, sem út kom áriö 1948 og þar sögö eftir þá nafnana Gísla Guðmundsson í Kjamholtum og Gísla Jónsson i Stóradal og kveðin í göngum, en þeir áttu samleitir Biskupstungnamenn og Svínhreppingar allt til þess aö varnargirðingin var sett upp á Kili vegna sauðf jársjúkdómanna. M.a. er hringdu til mín út af þessu var Einar Gíslason í Kjamholtum, sonur áðumefnds Gísla, og spurði um álit mitt en Gísli frá Stóradal er faöir minn. Sagði ég Einari að ég vildi ekkert fullyröa í þessu efni, en hefði þó aldrei heyrt föður minn eigna sér vísuna eða hlut í henni. Hinsvegar sagði ég Einari frá ummælum Eyþórs Guðmundssonar, fyrrv. bónda á Syðri- Löngumýri í Svínavatnshreppi, svo til næsta bæ við Stóradal, en Eyþór var fæddur árið 1894 og því 17 árum yngri en faðir minn. — Eyþór fullyrti að vísan væri eftir þá Gisiana og sagði'frá þeim aðstæðum er vísan varð til að þeir norðan- og sunnanmenn voru í náttstað viö Seyðisá og kom þá annar þeirra nafna í tjalddyr þar sem hinn var inni fyrir og þannig hafi vísan orðið til. Að ég sagði Einari í Kjarnholtum frá þessu viðtali við Eyþór heitinn á Syðri-Löngumýri er e.t.v. orsök þess að Jón Hnefill taldi í kvöldvökuþættinum að ég teldi f öður minn eiga hlut í um- ræddri vísu. 1 rauninni vil ég ekkert um þaö segja, nema það sem ég hefi eftir öðrum og skal nokkru hér viðbætt: Ég hringdi m.a. í Lárus bónda Bjömsson í Grímstungu og spurði hann um álit hans á þessu höfundarmáli. Lárus er nú 95 ára, fæddur árið 1889, en svarið vafðist ekki fyrir honum: „Vís- an er eftir þá nafnana Jón Ásgeirsson á Þingeyrum og Jón Þorvarðarson á Geirastöðum, sem voru samtímamenn og næstu grannar.” Og Lárus sagði einnig: „Eg heyrði föður þinn aldrei eigna sér þessa vísu.” Fram skal tekið að Lárus í Grímstungu er óvenju fróður um vísur, tildrög þeirra og höfunda og er umsögn hans þung á metunum í mínum huga. Þeir faðir minn og hann voru góðir vinir og nágrannabændur í Vatnsdal á fjórða áratug. Með framansögöu vona ég að komi nægilega skýrt fram að sjálfur vil ég ekki gerast dómari í umræddu höfundamáli, enda trúlegt að ég yrði talinn hlutdrægur þar um. Hinsvegar vildi ég láta fram koma það sem ég hefi tilfært um höfundana. Skoðun mín er sú að hér eftir verði ekkert sannaö í þessu máli, en trúlega verður þessi umræða, sem nú hefir orðið um vísuna, til þess að enn fleiri taka sér hana í munn en hingað til hefir verið og það á hún svo sannarlega skilið fyrir látieysi sitt og einfaldleika, hver eða hver jir sem eru höfundar hennar. Blönduósi, 31. jan. 1985 Grímur Gíslason frá Saurbæ. Ennumhöfundavísunnar: Núerhlátur.. . Rétt í þessu hringdi til min Haukur Daðason bóndi á Bergsstööum í Biskupstungum og það leyndi sér ekki i máli hans að þeim Tungnamönnum er ekki sama svo sannfærðir eru þeir um að vísan sé eftir þá Gíslana frá Kjamholtum og Stóradal og vilja með engu móti gefa það eftir. Haukur á Bergsstööum nefndi til Egil Egilsson, Króki í Biskupstungum, er lést á sl. ári gamall orðinn. Egili taldi vísuna tilkomna með sama hætti og Eyþór á Syöri-Löngumýri, nema að hún hefði orðið tU í Þjófadölum, en ekki við Seyðisá. Báðir staðimir eru í rauninni jafn líklegir í þessu tUfeUi. Sagði Haukur að aldrei hefði nokkur vafi leikið á, eöa komið til greina, að aðrir væru höfundar vísunnar en margnefndir GísU Guðmundsson í Kjarnholtum og GísU Jónsson í Stóradal, síðar bóndi í Saurbæ í Vatnsdal. Við þetta hefir undirritaður í rauninni engu að bæta nema hvað ekki væri sæmandi fyrir son- inn að afnneita heiðri föðurins af því að eíga hlut í umræddri vísu. Sumar vísur Gísla Jónssonar benda vissulega til þess að svo geti verið. En það er svo um þetta sem fleira: Að líkur standa gegn líkum, eða staðhæfing gegn staöhæf ingu og við það verður trúlega að sit ja í þessu efni. Blönduósi 3. febr. 1985. Grímur Gíslason. Eg hef engu við aö bæta bréf Gríms. Þó er það skoðun mín, að seinnipartur vísunnar hafi verið kveðinn á undan fyrripartinum. En um höfund eða höfunda er ekkert unnt að fullyrða. Austdæiingur kveður svo: Ýtar lögdust undir feld, oft var haldin veizla. Valdhafarnir vítiaeld völdu til að beizla. Þad er góöra manna mál, að mörg sé óþörf veizla. Vítiseld í eigin sál eigi þeir að beizla. Margir hafa orðað enn, að oft sé gallað soeðið. Voru það óvitrir menn, sem völdu Kröflusvæðið? Týndist margt, en fátt var fundið, framkvœmdirnar illa gerðar. Hafa landsins brögnum bundið bagga stóra á þreyttar herðar. Gestur Hallgrímsson, Starrahólum 4, kveður: Ennþá man ég skáld og skvísur skemmta þjóð aföllum mœtti. Lifað hafa Helgarvísur 111 þœtti. J.M. botnar: Ég tryllist oft, er fagurt fljóð fellirpils og brœkur. Nenni þá varla að lesa Ijóð né langar sögubœkur. Þegar ég varð samferða vini mínum, Þór- arni Olafssyni kennara, með Akraborginni, fór hann með vísu, sem ég hef líklega birt áður, þótt ég sé ekki viss um það. Vísan er eftir Brynjólf Einarsson í Vestmannaeyjum. Mun hún ort að hausti tU, en höfundi kvað að sögn hafa verið hugsaö til roskinnar, ógiftrar konu, er vísan varðtil: Fjallið hrím um brúnir ber, barið gjósti veðra, meðan jafnvel ennþá er allt í blóma neöra. Síðast er ég hitti dr. Aöalgeir Kristjánsson, fékk hann mér miða með vísu á. Þótt ég gengi hart á hann að segja mér nafn höfundar, vildi hann engar upplýsingar veita. Ég tel því nokkum veginn öruggt, að vísan sé eftir dr. Aðalgeirsjálfan: Til ástarleiks var eigi seinn, af þvígerðist slysið. Aldrei hefur Amors-fleinn öllu hraðar risið. En dr. Aöalgeir sagöi mér tildrög vísunnar og var hún ort um ungan stúdent, sem síðar tók embættispróf í guðfræði og er nú mikils virtur góðborgari í Reykjavík. þeim, sem senda mér vísur og botna. En „Gafiari” botnar: Fyrstþig vantar fyrriparta, flýti ég mér að senda þá. Þú þarft ei lengur, karl, að kvarta, kvœðaefni muntu fá. Brandarar í botnum vísna breiðast ört um landið nú. Þó aukist heldur lendur lýsna, á lúsakömbum hef ég trú. „Gaflari” smíöar fyrripartinn að næstu vísu: Eftir mikið þvarg og þvaður þeir mér greiddu bæturnar. Síðan hef ég sœll og glaður sofið vœrt á nœturnar. „Gaflari” yrkir um það, „þegar margt bilar sama daginn”. Eg vona, að hann taki eftir því, að ég varð að skjóta inn orði í síðustu ljóðlínu vísunnar, svo að hún yrði yrði jafnlöng annarri ljóölínunni: Ekki hef ég fögru að flíka, færi bezt að vera hálfur; hjólið bilað, bíllinn lika og bilaður er ég líka sjálfur. Maður nokkur, sem ég vil aðeins kalla H.H., sendir mér mikiö af botnum og vísum. Ég hef áður bent honum á braggalla á ýmsu, sem hann hefur sent þættinum í vísuformi. En aðfinnslur mínar virðast ekki hafa haft nein jákvæð áhrif á hann, þótt margt af því, sem hann sendir, sé rétt kveðið. En allt of mikiö af því, sem hann sendir, er meingallað, og reyni ég að lagfæra það, ef mögulegt er. H.H. kveður á sjúkrahúsi; fyrsta vísan er rangt stuðluö og mér er ekki unnt að lagfæra hana. Þar kvartar hann um, að smátt sé skammtaö á disk sinn. En önnur vísan ersvona: Bitann langar mig í minn, mér finnst lystugt ketið. Graðýsu og golþorskinn get ég varla étið. Og enn kveður H.H.: Því er stúlkan blessuð ,,bomm ”, barg þar piltur öngu. Ei er furða — er hún ,,domm ” orðin fyrir löngu. Nú er blessað barnið fætt, bústin hnátan sæta. Líkist mér og minni ætt, — má ég ekkiþræta. Þó að komi annað undir, ekki þarf að skammast sín. Lifi ég síðar sælli stundir, senn erÞura konan mín. Tvö bréfí sama umslagi Eysteinn í Skáleyjum skrifar og segir, aö Um Sultartanga syngur óð, Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Isafirði mætti eitt Og að síöustu þessi hringhenda frá H.H.: vísurnar þr jár, sem hann sendi mér og ég birti í svellur í œðum blóðið. sinn hjúkrunarkonu þar og lá við, að þau 111. þætti, séu allar eftir Snæbjörn í Hergilsey. Undarlegt það ástarljóð rækjust á. Yndis njóta er æðsta hnoss, ort um vélahljóðið. ástar hljóta kossa Lárus Hermannsson skrifar: Þá kvað s júklingurinn: og finna rótast undir oss Daníel Ágústínusson á Akranesi endar G.S.G. botnar: ungrar snótar bossa. Sultartangagrein sína með vísu, sem hann telur Ég tryllist oft, er fagurt fljóð Ýmsir fara illa á þvt, sennilega talaða fyrir þjóðina, og er ég þar á fellir pils og brœkur, ef útrás fœr ei holdið. öndverðum meiði. Vísan hljóðar svo: lifnar aftur gömul glóð, Þú yrðir sjálfsagt eins og ný, H.H. botnar: Verksmiðjunnar vélahljóð gerist karlinn sprœkur. ef við snertumst svoldið. verma hug og hjarta, er hún kveöur ástarljóð Eysteinn í Skáleyjum botnar: Okkur plagar eilift regn, alltaf nýjar lœgðir. út í vorið bjarta. Þó að húmi og hausti að, „Gaflari”, sem gefur mér loks upp sitt rétta Þetta er orðið mér um megn, hugarró skal sýna. nafn, skrifar þættinum, en óskar nafnleyndar. mínar þynnast hægðir. Lárus segir: Eg stóðst ekki freistinguna og Eitt er víst ogþað erþað, Fyrst ég birti ekki hið rétta nafn hans, er mér sagöi: aðþað mun aftur hlýna. óhætt að finna að skáldskap hans. „Áttu ekki brennivín”, sem á að vera fyrra vísuorð hans, er Daníel um daga langa Hagspekina heyra má, hann botnar, er auðvitað rangstuölað. Þama Skúli Ben dýrkar vélahljóð. hef ég ’hana að litlu. eru stuðlamir í tveimur fyrstu kveðunum Helgarvísur Syngur Ijóð um Sultartanga, Hún er líkt og glœta grá (orðunum) og því of langt yfir í ljóðstaf næstu Pósthólf 131 sem ’honum finnst góð. gutli á vasapyttlu. línu. Þetta hendir reyndar fleiri en „Gaflara” af 530 Hvammstangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.