Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985.
Óskar Magnússon skrifar frá Washington
Ronald Reagan í vinnunni. Einn helsti hluti starfans er að þrýsta ó þing-
menn að greiða fyrir tillögum Hvíta hússins en það gengur ekki alltaf
jafnvel.
Reagan forseti hefur mætt mikilli
mótspyrnu í samskiptum sínum viö
bandaríska þingiö þaö sem af er
þessu ööru kjörtímabili hans í
forsetastóli. Þrátt fyrir yfirburöa-
sigur í síðustu kosningum og
skoöanakannanir, sem sýna aö for-
setinn hefur fullt traust almennings,
hefur tillögum Reagans hvaö eftir
annaö verið hafnaö í þinginu. Þingiö
vildi í engu fara eftir hugmyndum
forsetans um málefni bænda. Gjald-
þrot blasir nú viö fjölda bænda í
Bandaríkjunum. Þvert á móti sam-
þykkti þingið sínar eigin tillögur og
Reagan varö aö beita neitunarvaldi
til aö stööva framgang þeirra. Onnur
dæmi um öndveröa afstööu á þessu
stutta tímabili er bygging MX stýri-
flauganna, aðstoð við stjómarand-
stæðingana (Contras)í Nicaragua,
heimsóknin til Bittburg í V-Þýska-
landi og loks fjárlagafrumvarp for-
setans. Forsetinn hefur þegar orðið
aö fallast á veigamiklar breytingar á
fjárlagafrumvarpinu. Reagan ein-
beitir sér nú aö því aö vinna tillögum
um endurbætur á skattakerfinu
fylgi. Mikil ræðuherferð hefur staöiö
yfir aö undanförnu í því skyni. Sömu-
leiöis er talið aö honum takist aö
draga úr fjárlagahallanum áöur en
þessu þingi lýkur.
Engin áætlun
Tilraunir starfsmanna Hvíta
hússins til aö hafa áhrif á þingiö eru
fjarri því aö hafa veriö eins vandlega
ígrundaöar nú og í upphafi forseta-
tíöar Reagans 1981. Á þeim tíma var
forsetinn undir náinni handleiöslu
færustu stjórnmálasérfræöinga og
gerö var sérstök áætlun um sam-
skipti viö þingið. Reagan var strax
varaður viö þeirri gryfju sem forveri
hans féll í gagnvart þinginu. Skoöun
ráðgjafa Reagans var sú að Carter
heföi færst of mikiö i fang i upphafi
þegar hann reyndi að koma í gegnum
þingiö hugmynd sinni um endur-
bætur á of mörgum sviðum í einu.
Þaö leiddi aftur til þess aö þingmenn
voru óvissir um hver væru forgangs-
atriöi Carters. Reagan var því ráö-
lagt aö einbeita sér aö efnahags-
málum í fyrstu. Gert var ráö fyrir aö
almenningur mundi fallast á rót-
tækar aðgerðir í ljósi þeirrar verö-
bólgu sem þá var á stööugri uppleiö.
Starfsmenn forsetans í Hvíta húsinu
stýröu öllum aðgeröum vandlega og
fengu auk þess óvænta aöstoö þegar
Reagan var sýnt banatilræði 30.
mars 1981. Banatilræöið er taliö hafa
styrkt stööu Reagans gagnvart
þinginu og aukiö samúö meö mál-
flutningi hans þar.
Starfsmannastjóri undir
ámæli
Þegar síöara kjörtímabil for-
setans hófst í janúar sl. var engin
sambærileg áætlun gerö og 1981.
Breytingar urðu á forystu í Hvíta
húsinu. Donald Regan, sem verið
haföi fjármálaráöherra, og James
R. Baker III, sem veriö haföi starfs-
mannastjóri Hvíta hússins, víxluöu
störfum sínum. Þetta geröist 4.
febrúar þannig að lítið svigrúm var
fyrir nýjan starfsmannastjóra til aö
gera veigamiklar áætlanir. Sú
skoðun á sér fylgi hér meðal emb-
ættismanna aö nær heföi verið aö
víxla þessum tveimur mönnum strax
eftir kosningasigur Reagans í
nóvember í stað þess aö bíöa þess aö
forsetinn yrði settur í embætti í
annað sinn. Donald Regan liggur
undir þungu ámæli fyrir flest þau
mistök sem orðið hafa í samskiptum
viö þingið. Hann er sagöur hafa reitt
sig allt of mikið á hæfileika forsetans
til aö takast á viö málefnin jafnóöum
og í viöureigninni viö fjölmiðlana.
Bent er á aö 1981 hafi Reagan haft
stuöning nær allra repúblikana í
þinginu og auk þess stuðning íhalds-
samra demókrata. Strax í upphafi
þessa kjörtimabils hafi hins vegar
verið ljóst aö þingmenn repúblikana
ætluðu sér aukiö sjálfstæði og demó-
kratar voru í sárum eftir útreiöina í
kosningunum. Samanlagt hafi þetta
aukið mjög á nauðsyn þess aö vanda
samskiptin viö þingið en láta ekki
nægja aö einblína á hvert málefnið
einangraö og án samhengis. Þrátt
fyrir allt er talið að Reagan forseti
hafi enn sterk tök á þinginu, eöa eins
og einn þingmaður orðaöi það í
blaðavitali héma um daginn:
„Símtal frá forsetanum er enn mjög
áhrifaríkt en þaö hefur engan veginn
lengur sjálfvirk áhrif.”
MISTÖK REAGANS í
SAMSKIPTUM VIÐ MNGID
Tage Erlander:
HANN Áni ENGA
ÓVINI. BARA VINI
Gunnlaugur A. Jónsson skrifar f rá Svíþjóð
Tage Erlander, þegar hann var upp á sitt besta, með starfsbróður sín-
um, Einari Gerhardsen (til vinstri), forsœtisráðherra Noregs.
Kímni, hlýja og alþýöleiki voru al-
gengustu orðin sem sænskir f jölmiöl-
ar notuðu til að lýsa Tage Eriander,
fyrrum forsætisráöherra Svia, er til-
kynnt var aö hann heföi látist að
morgni siöasta föstudags eftir aö
hafa rúmri viku áöur veriö fluttur á
sjúkrahús vegna lungnabólgu.
Hinn 13. júní hélt Tage Erlander
upp á 84 ára afmæli sitt á sjúkrahús-
inu.
Lofsyrði
Lofsyröin, sem jafnt samherjar
sem andstæðingar á stjómmálasviö-
inu hafa látið falla um Erlander aö
honum látnum, em þess eölis að
ljóst má vera aö þau era ekki sett
fram af skyldurækni einni saman
heldur er augljóst aö Tage Erlander
hefur veriö ótrúlega mikilhæfur
þjóöarieiðtogi. „Hann var þannig
maöur aö hann átti enga óvini, bara
vini,” sagöi Gunnar Spráng sem
lengst af var fjármálaráðherra í
stjórn Erlanders. „Enginn annar
maöur hefur sett mark sitt á sænskt
þjóðfélag í jafnríkum mæli og hann,”
sagöi Olof Palme, eftirmaöur Er-
landers sem formaður jafnaöar-
manna og núverandi forsætisráö-
herra. „Hann mun hljóta þann sess í
sögunni að vera einn mesti stjóm-
málamaður þessa lands,” sagöi
Thorbjörn Falldin, formaöur Miö-
flokksins.
Tage Erlander var forsætisráð-
herra Svíþjóðar í samfellt 23 ár, frá
1946 til 1969. Hann var mjög umdeild-
ur er hann var óvænt kosinn for-
maður Jafnaöarmannaflokksins
1946. Svo óvænt aö sagt er aö Gústaf
hinn fimmti, þáverandi konungur
landsins, hafi spurt þegar hann
heyröi af kosningu hans: „Hver í
fjandanum er hann, þessi Erland-
er?”
Margir spáðu honum hrakförum
en hann sýndi fljótlega fram á fárán-
leika allra hrakspánna, öölaöist
miklar vinsældir og í síöustu kosn-
ingum sínum árið 1968 vann hann
mikinn yfirburöasigur og yfirgaf
hann hinn pólitíska vettvang ári
síðar sem óumdeildur landsfaðir.
Samstarf við Miðflokkinn
Ein af meginástæöum þess aö
Erlander tókst að sitja svo lengi á
valdastóli var stjórnarsamstarfið
viö Miöflokkinn sem Erlander kom á
í byrjun sjötta áratugarins. Gunnar
Hedlund, þáverandi formaður Mið-
flokksins, og jafiialdri Erlanders, er
enn á lifi og viö hestaheilsu. Hann og
Erlander voru alla tíð miklir vinir og
Hedlund segir nú aö hæfileikinn til aö
miöla málum hafi verið ríkt einkenni
i fari Erlanders.
Samstarfið við Miöflokkinn geröi
þaö aö verkum aö Erlander hélt for-
sætisráöherrastólnum þrátt fyrir aö
borgaraflokkamir næðu meirihluta í
kosningum 1956.
Þó Erlanders sé einkum minnst
fyrir uppbyggingu sænska vel-
ferðarþjóðfélagsins og stjórnkænsku
innanlands þá lét hann einnig tals-
vert til sín taka á alþjóðavettvangi
og var einkum áhugasamur um nor-
rænt samstarf. Hann átti til dæmis
stóran þátt í stofnun Norðurlanda-
ráðs og reyndi meira aö segja mjög
að koma á varnarbandalagi Norður-
landa þó honum mistækist þaö.
í róðri með leiðtogum
Erlendum þjóöarleiötogum bauð
hann gjaman í róður með sér á ára-
báti. Fræg mynd er til af honum og
Krústjoff, leiðtoga Sovétmanna, í
einumslíkum róöri.
Honum var stundum gefiö að sök
að hlusta um of á sjónarmiö Sovét-
manna en hann gagnrýndi engu að
síður Sovétríkin harölega fyrir inn-
rásarstefnu þeirra og var mjög von-
svikinn yfir því hversu lítið Sovét-
menn höföu að segja honum um örlög
Rauls Wallenberg. Mjög margir
erlendir þjóðarleiðtogar hafa látið
viöurkenningarorð falla um Erland-
er nú þegar hann er allur. Til dæmis
sagði Einar Gerhardsen, fyrrum for-
sætisráðherra Noregs, aö Erlander
hefði veriö mikils metinn í Noregi.
„A stríösárunum reyndist Erlander
vinur í raun þeim Norðmönnum sem
flýðu til Svíþjóðar. Þeir gátu alltaf
leitaö til hans með vandamál sín.”
Kemur Palme til góða
Ekki fer hjá þvi að menn velti því
fyrir sér hvort öll þessi jákvæðu skrif
um Erlander og stjómartíð hans
muni ekki reynast góö auglýsing
fyrir Jafnaöarmannaflokkinn og
komi Olof Palme því til góöa í hinni
geysihörðu kosningabaráttu sem nú
stendur yfir í Sviþjóö. Allar skoðana-
kannanir benda til að munurinn á
milli borgaraflokkanna og vinstri
flokkanna sé nær enginn.
Umsjón: Þórir Gudmundsson og Hannes Heimisson