Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 27 Kjarvalsstaðir: Norræn vefjarlist í öllu húsinu Farandsýningu norræna veflistar- manna lýkur um þessa helgi. Henni var hleypt af stokkunum í Moss í Noregi þann 8. júní 1985 í 4. sinn og lýkur í Svíþjóö á næsta ári eftir viö- komu á öllum hinum Noröurlöndun- um. Margir velþekktir listamenn eru meðal þeirra sem sýna. Þar má sjá margar nýjungar í meöferö efnis og forms. Þórdisi Sigurðardóttur frá Sáms- stööum hefur verið boöiö aö sýna eitt verk sem sérstakur gestur sýningar- innar hér. Þaö kallar hún Appelsínu- gulan morgunn. Þaö er umhverfis- verk sem komiö hefur verið upp sunnan viö húsiö. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00—22.00 og lýkur á sunnudaginn. • Listaverk eftir Guðrúnu Marinósdóttur. • Meyvant Þórólfsson með eitt verka sinna á sýningunni við hliðina á Eclen í Hveragerði. Einkasýning í Hveragerði Á morgun, laugardaginn 24. ágúst, opnar Meyvant Þórólfsson myndlistar- sýningu í félagsheimili Ölfusinga viö hliðina á Eden í Hveragerði. Þetta er fyrsta einkasýning Meyvants. Á henni eru 50 pastelmyndir. Fyrirmyndir eru flestar sóttar í íslenska náttúru. Sýningin stendur til 1. september og er opiö alla dagana frá klukkan 14 til 22. • Það bregður fyrir hauslausum mönnum í myndum Sigurlaugs. Hann segir sjálfur að það sé hin algera afhausun mannskepnunnar sem ógnin stendur af. Listasafn alþýðu: Sigurlaugur Elíasson sýnir Sigurlaugur Elíasson sýnir mál- verk og grafík í Listasafni alþýöu, Grensásvegi 16. Sýningin er opin kl. 14—22 um helgar og 16—20 virka daga. Sigurlaugur er fæddur 1957 og lauk námifrá málunardeild Myndlista- og handíöaskóla Islands 1983. Sýning- unni lýkur 1. september. Gallerí íslensk list, Vesturgötu: Sýning 17 listamanna Nú stendur yfir í Gallerí íslensk list við Vesturgötu í Reykjavík sýning sautján íslenskra lista- manna. Allir eru þeir ungir aö árum og hafa flestir nýlega lokið námi við hina ýmsu listaskóla. Á sýningunni eru fjörutíu verk unnin í ýmis efni. Þetta er sölusýning sem er opin dag- lega frá kl. 9—17 en lokuð um helgar. Hún mun standa yfir til 20. septem- ber. Mikil gróska virðist vera í þessu nýja galleríi sem var opnað í vor. Því er aðallega ætlaö aö styðja viö bakiö á ungum listamönnum sem eiga kannski erfiðara með að fá inni í hinum eldri listgalleríum. Hvað er á seyði um helgina? Sunnudaginn 25/8 veröur opnuö mál- verkasýning Omars Stefánssonar á Café Gesti meö gerningnum „allt sem börnum er bannaö”, kl. 21 e.h. Veröur hann fluttur af höfundum, þeim Þorra Jóhannssyni og Omari. Á sýningunni veröa einnig kynntar tvær bækur, önn- ur eftir Omar eingöngu en hin unnin í samvinnu viö Björn Roth. Sýningin verður opin í tvær vikur og eru allir velkomnir. Þaö er ekki tilviljun aö hunda- dögum ljúki 23. ágúst, sama dag og Þór Eldon sendir frá sér sína þriðju bók, 23 hundar. (Þór er 23 áraM!) 1 bókinni eru 11 Ijóö og 5 myndir eftir Margréti Örnólfsdóttur. (Hún er 17 ára!!!) Þetta mun allt veröa opinber- aö í Djúpinu. undir Horninu föstudags- kvöldið 23ja, því þá ætlar Þór Eldon að lesa úr bók sinni og árita hana. 23 hundar er ánægjulegt framtak ungs manns á ári hundsins. Þaö er Medúsa, sem hefur um 6 ára skeið gefiö út u.þ.b. 20 bækur (allar fallega prentaöar á góöan pappír) viö góöar undirtektir. Mikil ánægja aö kynna þessa góöu bók. Meðfylgjandi mynd geröi J. Triumph af skáldinu í Berlín í vor. Sýning í Þrastarlundi. Sigríður Gyða sýnir 25 vatnslita- myndir og olíuverk í Þrastarlundi. Sýningin stendur fram í miöjan sept- ember og er opin daglega á sama tima og veitingabúðin. Lattu ► í iekki vantal áföstudags- Þórscafó og laugardags- kvöldum ★ Oplðfrá kl. 22 «3. IPf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.