Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. Spurningin Hvernig kanntu við ráðningu Ingva Hrafns Jónssonar og Hrafns Gunnlaugssonar að sjónvarpinu? Reynir Sigurðsson: Frábærlega vel. Þetta eru mjög góðir menn. Viö skulum bara vona að þeir bæti dag- skrána. Jóhann Guðnason: Mér þykir hún dularfull. Ég tel að hæfari maöur hefði fengist í annað starfið. Ég tel hinn koma til með aö bæta sjónvarps- efnið. Þóra Elfa Björnsdóttir: Er þetta ekki bara í stíl við annað? Þetta eru mætustu menn samt sem áöur. Við skulum vona að þeir geti bætt dagskrána eitthvað. Gísli Guðmundsson: Þessir menn geta áreiðanlega sinnt þessu jafn vel eða betur en forverar þeirra. En ráðningin finnst mér pólitísk sem er náttúrlega ekkert nýtt. Ég hef samt enga ótrú á þessum mönnum. Alls ekki. Anna Jóhannesdóttir: Sæmilega. Ekki nógu vel. Ég vildi ekki fá Hrafn Gunnlaugsson. Annars er ég ánægð með dagskrána eins og hún er. Sjálf- sagt breytist hún eitthvað og vonandi til hins betra. Jóna Bára Jakobsdóttir: Ég þekki þá nú lítið. Ég held að þeir eigi eftir að bæta dagskrána. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Á Vemdað vera í Breiðholti? Skúli Helgason skrifar: Mikill grátur og gnístran tanna heyrist nú síðustu daga frá íbúum Teigahverfis hér í borg vegna þeirra áforma félagsins Verndar að koma á fót einhvers konar gistiheimili fyrir fyrrverandi fanga í hverfinu. Það skal játaö að máli þessu hef ég veitt litla athygli þangaö til í morg- un, þriðjudaginn 27. ágúst. Þá kom frétt í útvarpinu, meðan ég var að drekka morgunkaffið mitt kl. rúm- lega 7, þess efnis að fjölmennur fundur hefði verið haldinn um málið kvöldið áöur og þar hefði sjálfur borgarstjórinn verið mættur. Til- gangur þessara fundarhalda hefði verið sá að mótmæla þessari fyrir- ætlun Verndarmanna. Helstu rökin gegn tilkomu þessar- ar stofnunar í hverfinu virtust vera þau að íbúunum stæði einhver ógn af þeim mönnum sem þarna ættu eftir að dvelja. Síðast en ekki síst óttuðust fundarboðendur það að verið gæti að verðgildi fasteigna í hverfi þessu gæti lækkað við tilkomu þessarar stofnunar. Davíð höföu þeir víst boðið til fund- arins í þeim tilgangi að geta horft framan í hann meðan þeir bæöu þess að hann tæki þennan hroöalega kaleik frá þeim. Þaö var ekki aö sök- um aö spyrja, Davíð brást þeim ekki heldur tók vel í þá bón þeirra að koma þessum beiska kaleik yfir til einhvers verðminna hverfis í borg- inni. Kannski í Breiðholtið? Það skal játað að mér fannst frétt- in um þessi fundarhöld og málatil- búnaö allan hálfhláleg þar sem ég sat með kaffibollann í höndunum.' En hláturinn fór snarlega úr huga mér þegar ég heyrði morgunbænina sem kom í beinu framhaldi af fréttunum. Hvort sem það hefur veriö tilviljun eða ekki, þá lagöi presturinn, sem bænina flutti, út af sögu þeirri í biblí- unni, sem segir frá hinum miskunn- sama Samverja, sem bæði var tilbú- inn til þess að eyða tíma sínum og fé í þágu hins ólánsama og vildi ekkert til spara. Mér flaug í hug hversu mjög siðgæðisvitund og hjálpsemi mannsins, sem þarna var á ferð, fyr- ir tvö til þrjú þúsund árum heföi tek- iö fram því sem viö í dag auðsýnum náungum okkar. Þaö væri synd að segja að íbúar Teigahverfisins, sem til fundarins boðuöu, hafi tekið sér miskunnsama Samverjann til fyrirmyndar, og skelfingar ósköp hlýtur þetta aö vera vammlaust fólk sem þorir aö aug- lýsa sig á þennan hátt. Mér flýgur í hug að þarna sé kom- inn sá syndlausi sem meistari Krist- ur bað að henda fyrsta steininum. Þekkja íbúar Teigahverfis kannski ekki þá sögu? Ég held satt að segja að þetta ágæta fólk ætti nú alvarlega aö huga að þeim stóra bjálka, sem greinilega er í augum þess, og hætta aö leita að flísinni í auga náungans. Þaö væri greinilega hollt fyrir það að íhuga vel og vandlega gamla orðtæk- ið sem segir: Maður.líttu þér nær. Það skyldi nú aldrei vera að innan um þá ólánsmenn, sem þarna var huguð vist, væri einhver sem ætti uppruna sinn í Teigahverfinu? Kannski er þetta ágæta fólk bara að dansa kringum gullkálfinn eins og Israelsmenn forðum meðan Móses gamla dvaldist á fjallinu og ólíkt hefði stjarna Davíðs risið hærra ef hann hefði brugðist svipað við og Móses forðum. Hið nýja hús Verndar. Bréfritari spyrt hvort betra sé að hafa það i „ódýrara" hverfi, t.d. Breiðholti. HALLDÓR OG HVALURINN Hvalur dreginn upp til aðgerðar í Hvalstöðinni. Skyndilegur visinda- áhugi hefur nú tendrast í brjósti sjávarútvegsráðherra, segir bréf- ritari. „Vísindin efla alla dáö” stendur skrifað. Við Islendingar vorum löngum tortryggnir á vísindin, trúðum öllu meira á brjóstvitið. Sumir vísinda- menn þóttu undarlegir, jafnvel talaö um þá í skopi. Stjórnmálamenn (þing- menn) voru sumir á verði gegn vísind- unum, a.m.k. var fé þeim ekki mjög út- bært til vísinda og er svo kannski enn. Nú er öldin önnur. Sérstaka athygli vekur sá vísindaáhugi sem tendrast hefur í brjósti Halldórs sjávarútvegs- ráðherra. Þetta ber að þakka hinni umdeildu skepnu: hvalnum. Þessi myndarlegi og yfirlætislausi piltur hef- ur jafnvel ekki talið eftir sér aö birtast okkur landslýönum á skjánum þrjú kvöld í röö, okkur til fræðslu um hval- inn og vísindin. Viö þurfum að rannsaka hvalinn miklu betur, sagði ráðherrann. Ogalhr fjölmiðlarar fá einskonar hugljómun, blessa vísindin í bak og fyrir en bölva grænfriðungum. „Vérbrosum.” Nú segja fróðustu menn að hvalurinn hafi veriö rannsakaður í ein 30 ár eða lengur, en samt eru vísindamennirnir öngvu nær um þessa undarlegu sjávar- ins skepnu. Þess eru dæmin aö menn hafi komist ofan í hvalsmaga, sbr. Jón- as spámann. Þetta ættu vísindamenn okkar ágætir aö hafa í huga. Aðdáun vekur aö svo nákvæm eru vísindi Halldórs og eo , aö þeir hafa fundið töluna 200 sem hina einu réttu. Ekki er þó gert uppskátt hvernig þessi tala er fundin. Hafa ber í huga að vegir vísindanna eru órannsakanlegir. Þar sem svo erfitt hefur reynst að rannsaka þetta stóra hafsins kykvendi, kannski vegna þess hvursu stórt þaö er, þeim mun aðdáanlegri er þrautseigja og ódrepandi áhugi Hall- dórs, Kristjáns og co á meiri hvalavís- indum. Aö fengimii heldur bágri reynslu sýnist óráðlegt að segja 4 ár, gæti ekki þurft 40,? Illt er til þess að vita að nú þegar verðbólgudraugurinn er að magnast á nýjan leik skuli Haildór af vísindahug- sjón einni saman þurfa að berjast við græna drauga og það í öðrum heims- álfum. Ætli þeir banni okkur ekki aö veiða þorskinn, sagði ráðherrann af mikilli vandlætingu. Þetta kom svolítiö á óvart, því við héldum að Halldór væri skeleggasti vemdari þorsksins og hefur nú beint geiri sínum að færaköllum á smábátum. Hvará hann heima? Margrét Líney Laxdal skrifar: Um verslunarmannahelgina var ég stödd í Vaglaskógi ásamt vinkonum mínum. Þá kom þessi litli strákur til mín og bað mig að taka mynd af sér. Hann heitir, ef ég man rétt, Hrafn Daði. Ef einhverjir, sem lesa þetta, vita hvar þessi drengur á heima myndi ég gjarnan vilja fá heimilisfangið. Þá myndi ég senda honum þessa mynd og aðra sem ég tók af honum. Heimilisfangiö mitt er: Eikarlundur 16,600 Akureyri. Foreldrar Hrafns Daða aru beðnir að hafa samband við Margréti á Akur- eyri. Skoðunar- ferðir um hvala- slóð Ingvar Aguarsson skrifar: Meðal nábýlinga okkar í hafinu umhverfis landið, eru hvalirnir, þessar stóru og vitru skepnur sem gætu verið okkur og erlendum gest- um okkar til hins mesta yndisauka ef rétt væri á málum haldiö. Við ættum að hafa í förum skip sem gengi á hvalaslóðir í þeim til- gangi einum að fylgjast með lifi þeirra og háttum. Vísindamenn gætu verið hér með í för. Skip þetta skyldi flytja farþega, innlenda og erlenda, í skoðunar- feröir á haf út þangað sem hvalirn- ir héldu sig hverju sinni. Einu vopn farþega og áhafnar væru mynda- vélar og sjónaukar, svo unnt væri að njóta sem best þeirrar sjónar sem líf og hátterni hvalanna býður uppá. I ferðum sem þessum mundi margur njóta hollrar ánægju. Lotn- ing fyrir lifinu væri hér efst á blaöi, en öll drápsgimi víðs f jarri. Ef slíkar hvalaskoðunarferðir væru teknar upp í stað hinna ill- ræmdu drápsferöa, sem nú eru tíðkaðar, þá væri lífsstefna okkar mannanna komin í rétt horf að þessu leyti. Og segja mætti mér að slíkar skoðunarferðir gætu einnig gefið eitthvað í aðra hönd því marga mundi fýsa aö sjá hvalina lifandi í náttúrlegu umhvefi sínu í stað þess að sjá þá sundurflakandi, dauða og blóðuga í hvalstöðinni í Hvalfirði. En það er hið eina í þessa veru sem ferðamönnum er nú boöiö að skoða, reyndar flestum til angurs og hrell- ingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.