Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR9. SEPTEMBER1985. 3 - ‘--'ri■ '• <s 15 watta hljómmögnun. Segulband með „Metal og normal stllllngum. Útvarp, FM sterló og MW-bylgJur. 50 watta 3 way hátalarar Fallegur vlðarskápur með glerl og á hjólum. VerÖ aöeíns 4u000 út og Páll Magnússon í fataauglýsingum fyrir „ Albertsþáttinn”: Braut Páll Magnússon reglur Ríkisútvarpsins? „Eg hef mjög einfaldan smekk, ég vel aöeins þaö besta, fötin frá Sævari Karli, Bankastræti 9.” Þetta sagði Páll Magnússon, frétta- maöur sjónvarps, í þremur auglýsing- um frá Sævari Karli klæðskera sem sýndar voru í sjónvarpinu síöastliöiö miövikudagskvöld. Og skömmu eftir aö auglýsingarnar birtust stýröi Páll Magnússon um- ræðuþætti í sjónvarpinu þar sem fjár- málaráðherra, Albert Guömundsson, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri: Fréttamenn komi ekki f ram í auglýsingum ,,Ég sá þessar auglýsingar ekki sjálfur. En það hafa oröiö miklar um- ræöur um þær hér innan stofnunarinn- ar, ekki síst innan fréttastofu sjón- varps,” sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Markús sagöi aö þeir Páll heföu rætt þetta mál. „Páll haföi samband við mig í kjölfar þeirra umræðna sem hafa orðið um þaö á fréttastofu sjónvarps. ” — Hver var niðurstaðan í samtali ykkar Páls? „Eg tel ekki rétt aö sogja frá því sem okkur fór á milli. Þetta var einkasam- tal okkar tvegeja þar sem hann út- skýröi máliö fyrir mér. ’ ’ Viö spurðum útvarpsstjóra hvort einhverjar reglur væru í gildi hjá Ríkisútvarpinu um að fréttamenn þess kæmu ekki fram í auglýsingum á veg- um stofnunarinnar. „Þaö hefur verið slík regla í seinni tíö og hana er aö finna í ráðningar- samningi fréttamannanna. Þetta hefur veriö þannig að þegar nýir fréttamenn eru ráönir skrifa þeir jafnframt undir aö þeir muni ekki koma fram í auglýs- ingum hjá Ríkisútvarpinu.” „Félag fréttamanna hefur þó ekki getað sætt sig viö þetta ákvæði, telur aö um það þurfi aö semja í staö þess aö stofnunin setji þaö einhliöa fram. Sumir fréttamanna hafa skrifaö und- ir ráöningarsamninga sína meö fyrir- vara gagnvart þessu ákvæði og Páll Magnússon er einn þeirra. ” Markús sagöi greinilegt á öllu að þetta mál þarfnaöist frekari umræðna hjá stofnuninni. „Þaö þarf að taka það fyrir og afgreiöa í eitt skipti fyrir öll.” Þess má geta að reglan um aö frétta- menn komi ekki fram í auglýsingum var til komin áður en núverandi útvarpsstjóri tók til starfa hjá stofn- uninni. -JGH var tekinn á beiniö. Öhætt er aö segja aö þjóöin hafi beðið eftir því hvernig fréttamaöurinn væri klæddur í þættinum. Þegar hann svo birtist á skjánum var hann í meira lagi prúöbúinn, í nýtísku fötum. En fer þaö saman viö fréttamanns- starfið aö auglýsa föt skömmu áöur en menn koma fram? Varö þátturinn óbein auglýsing fyrir Sævar Karl. Var Páll að brjóta reglur sjónvarpsins. Auglýsingarnar voru sýndar tvisvar sinnum á undan þættinum Litast um í líkamanum og einu sinni á undan þættinum Charlie. -JGH Páll Magnússon undirbýr viðtal við bankastjóra Norræna fjárfestingar- bankans síðastliðinn miðvikudag. Hann er i fötum frá Sævari Karli. Um kvöldið sagði hann svo við þjóðina i þremur sjónvarpsauglýsingum: „Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta, fötin frá Sævari Karli, Bankastræti 9." Strax á eftir stýrði hann svo „Albertsþættinum". DV-mynd PK — segir Pall Magnússon „Ég er, eins og flestir fréttamann- anna hér á stofnuninni, á móti því aö viö komum fram í auglýsingum en ástæöan fyrir því aö ég las inn á þessar auglýsingar er sú aö ég lít á þetta nánast sem prófmál,” sagði Páll Magnússon fréttamaður í gær. „Þaö var sett ákvæði í ráöningar- samninga okkar fréttamanna fyrir um einu og hálfu ári um aö viö skuldbynd- um okkur til aö koma ekki fram í auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu. Stofnunin setti þetta inn án þess aö ræöa viö félag fréttamanna, þetta var því einhliða ákvöröun. Félag frétta- manna geröi strax athugasemd og sagöi aö þaö þyrfti að semja um svona ákvæði sem rýröu möguleika manna á aukatekjum,”sagði Páll. Og hann bætti viö: „Fréttamenn hafa margoft beðiö um að þetta mál sé rætt en það hafa aldrei komiö nein svör, þótt ótrúlegt kunni aö viröast. Þegar Sævar Karl baö mig fyrir um mánuöi að lesa inn á þessar auglýsingar ákvaö ég aö gera slíkt því ég vildi láta reyna á þetta ákvæöi og fá umræður um þaö gagnvart okkur fréttamönnunum.” — Þú ert þá ekki á leið út í auglýsingabransann? „Nei, alls ekki, og ég geri þetta ekki aftur.” Páll sagöi að hann væri lausráðinn hjá sjónvarpinu. „Þegar ég geröist þar fréttamaður í sumar skrifaöi ég undir þetta ákvæöi meö fyrirvara. Enda haföi ekki verið samiö um þaö viö félag fréttamanna eöa mig sjálfan. Og ég geröi skriflega grein fyrir afstööu minni.” — Nú komstu fram í þættinum nán- ast strax eftir að auglýsingarnar birt- ust, varstu í fötum frá Sævari Karli í þættinum? „Já, þaö var ég. Þaö er ekkert leyndarmál aö ég hef skipt viö Sævar í bráöum þrjú ár, þegar ég hef keypt mér föt, og þekki hann reyndar orðið ágætlega.” — Hefur hann gefið þér föt? „Nei, aldrei, ég hef auövitaö borgaö fyrir þau föt sem ég hef keypt hjá hon- um. Þaö eina sem má segja aö hann hafi gefið mér er afsláttur, eins konar magnafsláttur, vegna þess aö ég hef skipt mikiö viö hann, keypt mikiö af fötunum hjá honum.” — Má spyrja þig hversu mikið þú fékkst greitt fyrir aö lesa inn á auglýsingarnar? „Satt best að segja er ekki búiö aö ákveöa þaö ennþá, en ég mun halda mig viö þann taxta sem menn hafa farið eftir svona innlestur.” — Og greitt í fötum? „Já, ég geri ráö fyrir því að fá þetta greittífataúttekt.” — Telur þú aö sjónvarpið eigi aö sjá ykkur fréttamönnum fyrir fatapening- um? „Mér finnst þaö eðlilegt, já. Sem dæmi má nefna að viö fréttamenn hjá sjónvarpinu erum farðaöir fyrir hverja útsendingu og faröinn sest í skyrturnar, fyrir bragöiö slitna þær meiraen ella.” — Hvað finnst þér um aö þið frétta- menn eigið að fá fatapeninga út frá því sjónarmiði að þið séuð ekki alltaf í sömu fötunum á skjánum? „Ég tel þaö einnig rök fyrir fatapen- ingum. Án þess aö ég sé meö einhvern hégóma hugsa ég aö fólki finnist það leiðigjarnt aö sjá menn, sem koma fram í sjónvarpinu nánast daglega, klæöast alltaf sömu fötunum.” Páll sagöi aö lokum aö í nágranna- löndunum tíökaöist að starfsmenn sjónvarps fengju sérstaka fatapen- inga. „Þaöþykirsjálfsagtþar.” -JGH Umbodsmenn um land allt. SJÖNVARPSBÚÐIN Láqmúla 7 — Reykjavfk Sfmi 68 53 33 „Hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta, fötin frá...” nrnfmál” vlUI vl proTmai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.