Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. Atvinnulíf í Ólafsvík: Hangir á horriminni f ram að áramótum „Horfumar eru ekki góðar. Það er samt 'ekkert atvinnuleysi hérna,” sagði Kristján Pálsson, formaður at- vinnumálanefndar Olafsvíkur „Eigi að síður eru fyrirtækin héma rekin meö litlum afköstum, á hálfum afköstum og jafnvel minna, miöað við það sem þau geta, sem þýöir að þau eru að reka sig á tapi. Það vantar hrá- efni. Það getur veriö að við getum haldið þessu svona áfram til áramóta en það er samt ekki útséð um það. Þaö munar mikið um það aö við getum ekki látið togarann vera hérna heima. Hann hefur verið í siglingum og við höfum þurft að treysta á heimabáta sem eiga mjög lítinn kvóta eftir, nánast engan. Þannig að það er ýmislegt sem bendir til þess að seinni hluti ársins verði erfiður. En samt höfum við ekki orðið varir við neitt atvinnuleysi ennþá. Það vantar kvóta. Flestallir bátarnir eru búnir með kvóta sinn fyrir nokkuð mörgum mánuðum og margir hafa keypt sér kvóta. Þetta hangir svona á horriminni fram að áramótum með þaö að halda þessu gangandi við illan leik,” sagöi Kristján Pálsson. -KMU. Báturinn, sem Tros sf. fœr kvóta á, hefur verið við húsgaflinn síðan i ársbyrjun 1984. DV-mynd: Magnús Gislason Sandgerði: 30 tonna kvóti á bát við húsgaf I „Eg keypti bátinn í janúar eöa febrúar 1984. Hann varð fyrir tjóni í janúar en honum fylgdi kvóti, sem ég seldi sjálfum mér,” sagði Logi Þor- móðsson hjá Tros sf., útgerðarfyrir- tæki í Sandgerði. Báturinn, sem Logi keypti, hefur ekki verið sjósettur síðan í janúar 1984. En bæði árin 1984 og 1985 hefur fengist kvóti á bátinn. „Báturinn er á skrá og þá fæst kvóti á hann,” sagði Logi. „I ár fékk ég 30 tonna kvóta á þennan bát”. Markmiðið meö kaupunum á bátnum sagði Logi vera aö gera hann upp en það sagðist hann láta bíða þar til skýrðist hver yrði þróunin í sjávarútvegsmálum okkar. -ÞG BókTreholts vekur athygli Bók njósnarans Arne Treholts kom út í Noregi í gær. Bókin nefnist Aleinn og hefur þegar verið prentuð í 40 þús- und eintökum. I gær birtust mótmæli 20 mikilsmetinna aðila innan atvinnu- lífsins í Noregi þar sem útgáfu þessar- ar bókar er harölega mótmælt. Það er bókaforlagið Cappelen sem gefur út bókina. Arne Treholt hefur þegar fengið bókmenntaverðlaun for- lagsins fyrir þetta ritverk sem unnið er innan veggja fangelsisins þar sem Tre- holt situr. Nils Fredrik Dahl, blaöafull- trúi forlagsins, sagði í viðtali við DV í gær að allt benti til þess að sala bókar- innar yrði góð. Hann sagðist ekki búast við því að mótmæli tuttugumenning- anna hefðu tilætluð áhrif. I auglýsingu í nórsku dagblöðunum í gær, sem ber yfirskriftina „Nú er kom- ið nóg”, mótmæla þessir einstaklingar því að maður sem þegar hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir landráð komist upp með það að gefa út bók. Þeir segjast ekki ætla að kaupa þessa bók og hvetja aðra til þess að gera það sama. APH Nýr formaður launamálaráðs Aðalfundur launamálaráös BHMR var haldinn sl. föstudag. Stefán Olafs- son lektor gaf ekki kost á sér áfram sem formaður ráðsins. I hans staö var kosinn Þorsteinn A. Jónsson, lög- fræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Varaformaður er Olafur Karlsson viðskiptafræðingur hjá Pósti og síma. Meðstjórnendur eru Haraldur Sigur- steinsson hjá Vegagerð ríkisins, Una Ágústsdóttir frá Félagi háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga, Jón Hannes- son frá Hinu íslenska kennarafélagi, Eydís Arnviðardóttir frá Félagi bóka- safnsfræðinga og Már Arsælsson frá Félagi tækniskólakennara. -ÞG Hér sjást fulltrúar framhaldsskólanema afhenda Davið Oddssyni borg- arstjóra áskorun um að þeim verði gefinn kostur á lœgri fargjöldum hjá SVR. Framhaldsskólanemar: Vilja f á lækkun far- gjalda hjá SVR Nemendastjóm framhaldsskóla í Reykjavík hefur sent áskorun til borgaryfirvalda þess efnis að nemendum mennta- og fjölbrauta- skóla í Reykjavík verði gefinn kostur á lægri fargjöldum hjá SVR en nú er. Forsendur þessarar áskorunar eru þær að nemendur framhaldsskól- anna, einn stærsti notendahópur SVR, hafa í fæstum tilfellum nokkrar tekjur yfir skólaárið og strætis- vagnaferöir á skólaárinu eru því ótrúlega mikill hluti útgjalda þeirra. Benda má á að miðað við lágmarks- notkun nemenda, sem feröast með strætisvögnunum í og úr skóla, er kostnaður vegna ferðannakr. 11.000 yfir skólaárið. Vonast nemendur eft- ir skjótri og góðri afgreiðslu þessa máls í borgarstjórn. Kvikmyndahátíð Listahátíðar kvenna: Dræm aðsókn fyrstu dagana „Þetta hefur farið hægt af stað og aðsóknin er enn sem komið er langt frá því að vera nógu góð,” sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sém er í forsvari fyrir kvikmyndahá- tíð Listahátíðar kvenna. Kvikmynda- hátíðin hófst um helgina með sýningu á verðlaunamynd eftir þýska kvik- myndaleikstjórann Margarethe von Trotta sem er gestur hátíöarinnar. Síðan þá hafa að jafnaði veriö fimm myndir á dagskrá þá daga sem liönir eru af hátíðinni. Svo verður einnig í dag. I dag verður fyrst sýnd mynd eftir bandariska leikstjórann Lee Grant. Nefnist hún Leggðu fýrir mig gátu og fjallar um hjón sem ætla aö skilja eftir áratuga hjónaband. Þá verður sýnd myndin Agatha eftir Marguerite Dur- as. Síðan er fyrsta Hollywood-myndin gerð af konu á dagskrá. Er það Hugrekkið ofar öllu eftir Dorothy Arzner. Að lokum veröa sýndar tvær af verðlaunamyndum Margarethe von Trotta. Þær eru önnur vitundarvakn- ing Christu Klages, sem færði höfund- inum æðstu kvikmyndaverölaun V- Þýskalands, og Blóðbönd, sem hlaut gullljóniö í Feneyjum árið 1981. Islenska myndin sem sýnd verður í dag er Sóley eftir Rósku. Sýnt er í Stjömubíói. | ^,B,L#SrOo, ÞRDSTUR | 68 50 60 S s Flytjum allt frá smáum } pökkum upp í heilar bú- ; slóðir innanbæjar eða hvert : á land sem er. í 68 50 60 | Á göngum Kjarvalsstaða eru sýndir munir og minjar sem tengjast lifi Kjarvals. DV-mynd KAE Aldarminning meistara Kjarvals: Veglegar bækur og þrjár stórsýningar — medal viðburða listamanninum tilheiðurs 1 dag hefði Jóhannes Sveinsson Kjarval orðið hundrað ára hefði hann lifað. I tilefni þess hefur verið gefin út bók um meistarann og haldnar eru þrjár sýningar. Aö bókinni hefur Indriði G. Þor- steinsson unnið á vegum hússtjómar Kjarvalsstaða síðan árið 1976. Þetta er mikið verk í tveimur bindum þar sem ævi Kjarvals er rakin. Auk þess eru margar myndir í ævisög- unni, bæði litprentanir af málverk- um og ljósmyndir frá ævi lista- mannsins og af samferðafólki hans. Málverkin eru valin af Frank Ponzi. Á Kjarvalsstöðum verður í dag opnuð stór yfirlitssýning á verkum Kjarvals. Á sýningunni eru 177 mál- verk, flest úr einkaeigu, og hafa mörg þeirra ekki verið sýnd opinber- lega fyrr. Elsta myndin er frá árinu 1901 og þær yngstu frá árunum 1967—'68. Á göngum Kjarvalsstaða eru sýndir munir og minjar úr fórum Kjarvals. Þá hefur verið gerður 10 mínútna langur myndbandsþáttur sem nefnist „Meistari Kjarval”. Þar er í stuttu máli rakinn ferill lista- mannsins. Þá verða fluttirfyriflestr- ar í tengslum við sýninguna í næsta mánuði. I dag verður einnig opnuð í Lista- safni Islands sýning á 130 verkum Kjarvals sem öll eru í eigu safnsins. Síðar í mánuðinum verður síðan opn- uð sýning í Háholti í Hafnarfirði á málverkum eftir Kjarval í eigu Þor- valds Guðmundssonar sem kennd- ur er viö Síld og fisk. Er það mesta safn málverka Kjarvals í einkaeigu. Listasafn ASI mun einnig minnast Kjarvals með útgáfu listskyggnu- bóka sem Björn Th. Björnsson og Hrafnhildur Schram annast útgáfu á. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.