Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. VII ÉGSÉ KJARVAL SEMASKORUN „Ætli það séu ekki svona hundrað Kjar- valar uppi núna . . . ungt fólk sem má ekki vera að því að mála fyrir striti en er ekkert síðra en þessi karl. Mér finnst nýja mál- verkið ekki ósvipað mörgu hjá Kjarval. Ef menn vilja leggja sig eftir því þá er auðvelt að læra á Kjarval, mála eins og hann. Og vitanlega er maður ekki ósnortinn af honum — ég er þakklátur fyrir hann ... Svona málarar eins og hann eru vel til þess fallnir að út- rýma minnimáttar- kennd. Og mér finnst að það ætti að nota hann til að útrýma okkar eilífa viðskiptahalla gagn- vart útlöndum. Kjarval er tákn bæði veikleika okkar og styrks. Líf hans segir okkur sitthvað um eigin veikleika. Verk hans vitna um styrk okkar, kenna okkur að rækta okkar eigin arf, ganga út frá sjálfum okkur í lífinu og engu öðru. Ef við gerum það þá lagast kannski viðskipta- hallinn. . . Kjarval sýndi okkur fram á fegurð . okkar lands og að við eigum ekki að vera eins og bergmál annarra þjóða . . . Fólk er farið að halda að lífið hér sé eins og í amerískri kvikmynd með happy end. En það er enginn dagur eins og amerísk kvik- mynd, hefur aldrei verið og verður ekki Nú lofa allir Kjar- val og prísa. Það er auðvitað sérstaklega gott — ef maður á eitthvað af verkum hans sjálfur . . . Ég sé Kjarval sem áskorun hér í miðri óáran hraðans og óbilgirninnar. Hér eru menn vegnir og metnir á gullvog .. . ungt fólk getur ekki annað en særst ef það tekur þátt í þeim leik . . . En Kjarval var náttúrubarn. Hann var eins og indíáni. Ég veit ekki hvort hann hefur haft marga guði. Hann varð rísandi íslenskt tákn. Eins og Jónas. En við gætum bara, ef við vildum, átt langtum fleiri...” -GG. * m KJAl ALDARN Helgarblaðið f ékk tvo málara til að gan; sýning í tilefni aldarminningar meistar hvaða þýðingu eða áhrif Kjan Magnús Kjartansson listmálari. Texti: GunnarGunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.