Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ (68) ■ (78) ■ (58) Ritstjóm, auglýsingar, áskriftog dreifing, sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir Hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MANUDAGUR 1 3. JANUAR 1 986. Margeir Pétursson, nýbakaður stórmeistari. Margeir sigraði Sigur og stórmeistaratitill féllu í hlut Margeirs Péturssonar á skák- mótinu í Hastings í Englandi. Mót- inu lauk þannig seint í gærkvöldi að Margeir varð einn efstur og hlaut að launum 1.200 ensk pund, um 73.000 krónur, sem eru sigurverðlaun í meðallagi. Þannig varð Margeir fimmti ís- lenski stórmeistarinn í skák og fær það staðfest á næsta þingi alþjóða skáksambandsins, í vor. Samkvæmt gildandi reglum eru stórmeistarar í skák á föstum kennaralaunum hjá ríkinu. Þessar reglur munu að vísu vera til endurskoðunar nú. Á Hastings-mótinu varð Margeir, sem fyrr segir, efstur með 9,5 vinn- inga af 13 en Sovétmaðurinn Tsisin varð annar með 9 vinninga. Næstir komu Balasov og Conquest með 8 vinninga hvor. Þar næstir komu þeir Jóhann Hjartarson, Draga og Green- feldmeð7,5vinninga. -HERB Nappaðirmeð söfnunarbauka Þrír piltar á aldrinum 12 til 14 ára voru nappaðir í Hafnarfirði fyrir helgina, þar sem þeir voru að drýgja • tekjur sínar með því að ganga í hús þar í bæ og safna peningum í söfnun- arbauka Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Þótti fólki, sem þetr bönkuðu upp á hjá, söfnun þessi eitthvað undarleg og hafði samband við Iögreglu. -KÞ HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA LOKE Þetta gerir nú út af við Gaddafi! Öryggisvarsla marghert á Kef lavíkurf lugvelli: VÉLBYSSUR OG SKOTHELD VESTI „Mann rak í rogastans að sjá íslenska lögreglumenn nteð hríð- skotabyssu og í skotheldu vesti," sagði farþegi sem kom til Keflavík- urflugvallar í gær með Flugleiða- vél frá Osló. Víkingasveitarmenn íslensku lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli, vopnaðir vélbyssum, fylgdust með komu og brottför farþega í flugstöðinni i gær. Víkingasveitar- menn Reykjavíkurlögreglunnar verða einnig í flugstöðinni í dag. „Þetta er gert samkvæmt fyrir- mælum varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins,“ sagði Þor- geir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er ótimabundið, hvort þetta verða nokkrir dagar eða lengri tími liggur ekki fyrir,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofunnar. „Þetta er gert i framhaldi af frétt- um um margherta öryggisvörslu á flugvöllum á Norðurlöndum og í Evi ópu með það í huga að allur sé varinn bestur. Það hefur engin aðvörun komið komið til okkar,“ sagði Sverrir Haukur. -KMU. Lögreglumenn i flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í gær. Þeir eru vopnaðir vélbyssu, klæddir skotheldu vesti og með talstöð tengda beint í vinstra eyra. DV-myndGVA. Slökkviliðsmenn að störfum við Kópavogshælið í morgun. Eldvarnir þar eru ekki nógu góðar að sögn Eldvarnaeftirlitsins. DV-myndS. Ekkert við- vörunarkerfi á hælinu Brunavarnir eru ekki í nógu góðu lagi á Kópavogshæli, samkvæmt upplýsingum Gunnars Ólafssonar hjá Eldvarnaeftirlitinu. Er ekkert viðvörunarkerfi í húsinu sem á þó að vera á stofnunum eins og Kópa- vogshæli samkvæmt reglugerð frá 1978-79. Gunnar sagði þó að handslökkvi- tæki og útgangar væru nægilega margir eða eins og fyrrnefnd reglu- gerð mælir fyrir um. Hann sagði að öll hús, sem byggð væru eftir 79, uppfylltu kröfurnar um brunavarnir en treglega hefði gengið að fá í gegn breytingar á þeim er fyrir hefðu verið þannig að þau yrðu samkvæmt regl- KÞ „Sprengjumaðurinn” í gæsluvarðhaldi: SÖKUDÓLGURINN AÐALVITNIDIMALINU Tvítugur Reykvíkingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa játað að hafa útbúið og komið eftirlíkingu af sprengju fyrir við Oddfellowhúsið í Reykja- vík á fimmtudagskvöld. Er piltur- inn annar þeirra tveggja sem til- kynntu um sprengjuna til lögregl- unnar. Pilturinn hefur engar skýringar gefið á þessu háttalagi sínu, sam- kvæmt upplýsingum Rannsóknar- lögreglunnar. Hann var handtek- inn á föstudagskvöld og eftir yfir- heyrslur játaði hann verknaðinn. Hann segist hafa hringt til lög- reglu og tilkynnt um sprengju við Tjarnargötu 14 eftir að hafa komið „sprengjunni" fyrir. Síðan hafi hann farið við annan mann inn á miðbæjarstöð lögreglunnar og til- kynnt um sprengju við Oddfellow- húsið. Piltur þessi hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Hinn pilturinn, sem með honum til- kynnti um „sprengjuna", á engan hlut að þessu máli, að sögn Rann- sóknarlögreglunnar. Piltarnir þekktust ekki fyrir þennan atburð. -KÞ. Pilturinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, á tali við lögreglumann „sprengjunóttina“. Hann var aðalvitnið í málinu, enda sá sem til- kynnti um málið. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.