Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986.
Frétlir
Fréttir
Fréttir
Göndull gætí hafa
grandað flugvélinni
Veður norður af Snæfellsnesfjall-
garði á laugardag var það slæmt fyrir
flugvélar að það gæti verið meginor-
sök þess hvernig fór fyrir TF-ORM.
Háloftaathugun sem gerð var frá
Keflavíkurflugvelli á hádegi á laug-
ardag, skömmu fyrir flugslysið, sýnir
að skilyrði í lofthjúpnum yfir Vestur-
landi voru hagstæð fyrir myndun
fjallabylgja og hins hættulega rotors,
eða gönduls, sem allir fiugmenn ótt-
ast.
Veðurtunglamynd, sem tekin var
um svipað leyti, sýnir greinilegar
fjallabylgjur á þessu svæði.
Ennfremur bendir háloftaathugun
til að talsverð ísing hafi verið í yfir
þrjú þúsund feta hæð og upp í átt'a
þúsund feta hæð.
Flugmaður TF-ORM tilkynnti sig
yfir Stykkishólmi í sex þúsund fetum
en bað siðan um lækkun niður í fimm
þúsund fet.
Vindur á láglendi á flugleið vélar-
innar var sex til sjö vindstig af suðri.
í þrjú þúsund feta hæð, en svo hátt
ná Ljósufjöll, voru hins vegar níu
vindstig. I vindsveipum má ætla að
vindhraði hafi verið miklu meiri.
Veðurfræðingar telja líklegt að í
þessum skilyrðum hafi norðan við
Ljósufjöll, hlémegin, ekki aðeins ver-
ið fjallabylgjur heldur einnig veður-
fyrirbrigði sem á ensku kallast rotor
en nefnt hefur verið göndull á ís-
lensku.
Borgþór H. Jónsson veðurfræðing-
ur skrifaði vorið 1984 grein um fjalla-
bylgjur. Borgþór segir að í fjallabylgj-
um verði flugmenn að hafa í huga að
búast megi við mikilli kviku, miklu
upp- og niðurstreymi, hæðarmælis-
skekkju, stundum mikilli ísingu og
að lægsta „örugga'" fiughæð sé ekki
alltaf örugg í fjallabylgjum.
„Mesta hættan í fjallabylgju er
kvikan í og neðan við rotorinn og
niðurstreymið hlémegin við fjallgarð-
inn og rotorinn," segir Borgþór.
„Niðurstreymið hlémegin við rotor-
inn og uppstreymið neðan við hann
geta hrifið flugvél inn í rotorinn ef
flugmaður reynir að fljúga ofan eða
neðan við hann. Enginn flugmaður
ætti að reyna slíkt. Hitamismunur frá
hitastigi ISA (International Standard
Atmosphere) og raunhita í lofthjúpn-
um og þrýstingsfall vegna bylgju-
streymisins ásamt miklu niður-
streymi nálægt fjallatindum, en þeir
eru oftast huldir skýjakambinum,
valda því að flugmaður sem flýgur í
lægstu „öruggri" flughæð rekst oftast
á fiallið í staðinn fyrir að fijúga yfir
það. Flugmaður sem flýgur inn í rotor
missir algjörlega stjórn á vélinni. Það
fer því mest eftir heppni og gerð vélar-
innar hvort hann sleppur lifandi frá
því," segir Borgþór í grein sinni.
Hvort og að hve miklu leyti þessi
veðurfyrirbrigði áttu þátt í flugslys-
inu getur enginn fullyrt um á þessu
stigi. Flugslysanefnd á eftir að fá ná-
kvæma skýrslu Veðurstofunnar,
yfirheyra þá sem komust lífs af og
kanna aðra þætti, svo sem hugsan-
lega vélarbilun.
-KMU
Þessi teikning sýnir hvernig fjallabylgjur og göndull geta orðið hlémegin
fjalla.
Stöðvaðist annar hreyfill TF-ORM ?
„Bíðum eftir að geta
yfirheyrt mennina
sem komust af"
- segir Pétur Einarsson fíugmálastjóri.
TF-ORM var á hárréttri flugleið
^
Flugslysanefnd rannsakar flak TF-ORM í Ljósufjöllum.
DV-mynd GVA.
„Það er nú unnið á fullu við að
tína saman hin margvíslegu gögn
og yfirheyrslur hafa farið fram. Það
er þó einn þáttur eftir í sambandi
við rannsóknina á flugslysinu á
Snæfellsnesi. Sá þáttur er mjög stór.
Það er að yfirheyra farþegana tvo
sem komust lífs af í slysinu," sagði
Pétur Einarsson flugmálastjóri í
samtali við DV í gær.
Þegar Pétur var spurður um hvort
það gæti verið að annar hreyfill
TF-ORM hefði stöðvast á flugi
sagði hann: „Það kemur í ljós þegar
mennirnir tveir verða yfirheyrðir.
Það verður kannað hvort þeir urðu
varir við að annar hreyfillinn hefði
stöðvast. Annar mannanna sat fyrir
aftan fiugmanninn og hinn aftast í
vélinni. Þeir hefðu orðið varir við
það ef hreyfill hefði stöðvast," sagði
Pétur.
Pétur sagði að verið væri að skoða
myndir af slysstað og flugvélinni,
fara yfir það sem menn Flugslysa-
nefndar skrifuðu og töluðu inn á
segulbönd á slysstað.
„Það er ljóst að gífurleg ísing,
fjallabylgja og niðurstreymi var á
svæðinu við Ljósufjöll. Flugmaður
TF-ORM var á hárréttri flugleið í
blindflugi þegar slysið átti sér stað.
Það verður mikið kapp lagt á að
finna hvað varð til þess að flugvélin
missti flugið og skall í hlíð Ljósu-
fjalla," sagði Pétur.        -SOS
Sjöunda mesta slys
íslenskrar flugsögu
Flugslysið í Ljósufjöllum á Snæ-
fellsnesi á laugardag er það sjöunda
mannskæðasta sem hent hefur íslensk
loftför. Aðeins þrisvar áður hafa fleiri
farist með íslenskum loftförum hér-
lendis.
Mannskæðustu slys íslenskrar flug-
sögu eru þessi:
183 létust er DC-8 þota Flugleiða
fórst í aðflugi að flugvellinum við
Colombo á Sri Lanka í nóvember
1978.
25 létust er DC-3 flugvél frá Flug-
félagi Islands flaug á Hestfjall í
Héðinsfirði austan Siglufjarðar í maí
árið 1947.
20 létust er DC-3 flugvél frá Flug-
félagi íslands fór í sjóinn undan
Vatnsleysuströnd í janúar árið 1951.
12 létust er Viscount-vél Flugfélags
íslands fórst í aðflugi að Fomebu-
flugvelli við Osló í apríl árið 1964.
8 létust er Fokker-vél frá Flugfélagi
Islands fórst á eyjunni Mykines í
Færeyjum í september árið 1970.
7 létust er Sikorsky S-55 þyrla fórst
við bæinn Hjarðarnes á Kjalarnesi í
janúar árið 1975.
Tvisvar áður hefur það gerst að
fimm manns hafi farist í flugslysi:'
árið 1973 þegar TF-VOR, Beechcraft-
flugvél Björns Pálssonar, fórst í Búr-
fjöllum norðaustan Langjökuls og
árið 1982 þegar Piper Aztec-vélin
TF-FHJ flaug á Kistufell í Esju.
-KMU
Svæðinu lokað
Lögreglan á Snæfellsnesi hefur lok-
að svæðinu upp að Sóldeyjardal í
Ljósufjöllum þar sem flugslysið varð.
Nú er beðið eftir að hægt verði að
ná flaki TF-ORM niður, en það er í
640 m hæð. Frá því að flugslysið varð
hefur verið til skiptis frost og hláka
á svæðinu.
-SOS
ÞAU FÓRUST MEÐ FLUGVELINNI
Smári  Ferdinandsson
maöur, 34 ára.
flug-
Kristján Sigurðsson bóndi, 49
ára.
Siguröur Auðunsson hagræð-
ingarráðunautur, 56 ára.
Auður Erla Albertsdóttir, unn-
usta Pálmars S. Gunnarssonar.
Erla Björk Pálmarsdóttir, árs-
gömul, dóttir Auðar Erlu og
Pálmars.
ÞEIR KOMUST AF
Pálmar S. Gunnarsson lög-  Kristján  Guðmundsson
reglumaður, 36 ára, unnusti  maður, 29 ára.
Auöar Erlu.
sjó-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32