Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 8
52 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. verðmestu eignir sínar fyrir 1961. Afgangurinn af eignum Picassos féll síðan í hlut annarra erfingja. Þar var Paulo fremstur í flokki. Olga, móðir hans, hafði ekki gert erfðaskrá og því gat hann krafist helmings alls þess sem Picasso hafði unnið fyrir og áskotnast eftir 1918, þegar þau Olga gengu í hjónaband. Þótt þau hættu að búa saman árið 1934 skildu þau aldrei samkvæmt lögum. Að beiðni föður síns árið 1954 hafði Paulo samþykkt að gera ekki kröfu í eignir Picassos en eftir andlát hans var hann hins vegar í fullum rétti að gera tilkall til þeirra. Þegar allt var upp talið gat Paulo því búist við að fá nærri 75 % af eign- um föður síns. En ekki var sopið kálið fyrir því. Taka þurfti eitthvert tillit til yngri barna Picassos, Maiu, Claude og Palomu. Fram til janúar 1972 voru þau skráð sem óskilgetin og þar með réttlaus. En í sama mán- uði breyttist réttarstaða þeirra til hins betra því þá gengu í gildi ný lög um svokölluð „ástarbörn" sem kváðu á um það að þau gætu gert tilkall í foður- eða móðurarf, svo fremi þau gætu sannað faðerni eða móðerni sitt. En eins og oft hendir í frönskum lagabókstaf var sitthvað loðið í þess- um nýju lögum. Þaggað niður Þar var meðal annars tekið fram að „ástarbörn" ættu að leggja fram sannanir fyrir faðerni innan tveggja ára frá því þau yrðu 21 árs. Einnig segir í lögunum að óskilgetin börn skuli aðeins hljóta helming á við skilgetin hálfsystkini sín. Því þurftu þau Maia, Claude og Paloma að sanna faðemi sitt til að fá hlutdeild í þeim 75 % sem vom til skiptanna eftir að Jacqueline fékk sitt. Hefðu þau þá fengið 1/8 hvert af umræddum 75 %. En Paulo hefði ævinlega setið að 5/8 arfsins. Þótt reynt væri að þagga niður orðróm um að ekki væri allt með felldu í sambandi við arfleifð Picass- os þá fór ekki hjá þvi að ýmsar upplýsingar rötuðu í blöðin. Eiginlegur krytur erfingjanna sjálfra byrjaði daginn eftir að Pic- asso lést, þann 8. apríl 1973. Jacque- line Picasso lét þá þau boð út ganga að hún ætlaði að gefa Louvre-safninu þær myndir eftir aðra listamenn sem Picasso hafði átt. Forsætisráðherra Frakka, Pierre Messmer, þakkaði ekkjunni opinberlega. Þótt ekki væri búið að skipta dánarbúi Picassos datt engum í hug að draga í efa rétt ekkjunnar til að gefa þessi verk. Gjöfin minnkaði Seinna kom í ljós að strangt til tekið var ekki um gjöf að ræða held- ur greiðslu á erfðaskatti. Þegar frá leið fór þessi „gjöf ‘ minnkandi. Upp- haflega talaði Jacqueline um 2-300 verk en á endanum voru þau komin niður í 39 stykki.Einnig má velta fyrir sér hvernig hægt var að ganga frá erfðaskatti meðan ekki var búið að meta eignir Picassos. En franska ríkið virðist hafa séð í gegnum fingur með það atriði sökum mikilvægis Picassos. Fyrirfór sér Þennan sama dag, 8. apríl, kom sonarsonur Picassos, Pablito, sonur Paulos og Emilienne, til Chateau de Vauvenargues þar sem listamaður- inn lá á líkbörunum og vildi fá að votta afa sínum virðingu sína. Honum var ekki hleypt inn. Pablito hafði nokkrum sinnum áður reynt að hitta afa sinn og ævinlega verið gerður afturreka af Jacqueline. Nú varð honum svo mikið um að hann hélt rakleiðis heim til sín, hellti í sig meira en lítra af bleikiefni og var fluttur fárveikur á spítala. Nokkrum vikum síðar lést Pablito. Sama daginn og sonur Paulos reyndi að fyrirfara sér sagði hann opinberlega að aðrir erfingjar skyldu ekki reyna að leita réttar síns fyrir dómstólunum, það hefði illt eitt í för með sér. „Verði þeir með uppsteyt fá þeir ekki neitt,“ sagði hann. 16. apríl bárust fréttir frá Kali- fomíu um það að Francoise Gilot, sem þá var gift hinum fræga vísinda- manni Jonas Salk, hefði hvatt börn sín til að stefna Jacqueline Picasso fyrir að hafa „gert Picasso afhuga bömum sínum“. Næsta dag tilkynnti lögfræðingur Paulo Picassos og fjölskyldu hans einnig að skjólstæðingar hans ætl- uðu að leita réttar síns, þar sem „allt of lengi hefur verið framhjá þeim gengið". Óþægir krakkar Þá kom loks andsvar frá lögfræð- ingi Jacqueline: „Allir þeir sem þegar hafa lagt fram kröfur ættu að hafa hugföst orð þau sem meistari Picasso viðhafði um slíka aðila: Óþægir krakkar eiga að vera í fel- um.“ „Óþægu krakkarnir" höfðu hægt um sig í nokkrar vikur. Þann 6. júní fóru Claude og Paloma fram á að dómstólar könnuðu réttarstöðu þeirra gagnvart Picasso-arfinum. Lögfræðingur Jacqueline lýsti því yfir að „erfingjar Picassos" ætluðu annars vegar að gefa myndir annarra listamanna, sem meistarinn hefði átt, til Louvre-safnsins eins og áður er minnst á. Hins vegar ætluðu þeir að setja á laggirnar sérstakt Picasso- safn í Chateau de Vauvenargues. Slíkt safn var á endanum stofnsett í París, eftir tíu ára málalengingar, eins og mörgum er kunnugt. Samt telja margir þeir sem þekktu Picasso best að hann hafi aldrei haft áhuga á sérstöku safni sér til heiðurs. Faðerni viðurkennt Síðan dró Maia sig út úr samfloti með þeim Claude og Palomu, dóm- stólar neituðu að taka gildar sann- anir hennar fyrir faðerni, og Claude og Paloma mótmæltu gjöfinni til Louvre-safnsins sem þau sögðu ólög- lega. Ari seinna tókst þeim Claude og Palomu að fá viðurkennt faðerni sitt og á undanfömum áratug hafa þau smátt og smátt fengið í sinn hlut megnið af því sem þau sóttust eftir. Samt fengu þau engu breytt um Lo- uvre-myndirnar. Claude vinnur fyrir sér sem ljósmyndari en Paloma hefur notið mikillar velgengni sem skart- gripahönnuður og samkvæmisljón. Jacqueline býr í Suður-Frakklandi, annaðhvort i Vauvenargues eða Mougins. Paulo býr á vinstri bakk- anum í París og lifir á því að selja verk föður síns. Maia býr í Marseilles og lifir sömu- leiðis á því að selja þær Picasso- myndir sem henni áskotnuðust eftir margra ára útistöður við Jacqueline og Paulo. Marina datt einnig í lukkupottinn, lærði ensku, starfar í galleríi öðru hvoru og selur teikningar þegar hana vantar skotsilfur. Safnaði konum En hvernig stóð eiginlega á því að ættingjar Picassos fóru svona í hár saman og að franska ríkið sýndi slíka undanlátssemi þegar á reyndi? Svarið er sennilega að finna í ævi- ferli Picassos sjálfs. Hann varðveitti æsku sína með því að safna konum. Hann bjó langa hríð með sjö konum, Femande Olivier, Marcelle Hum- bert, Olgu Kokhlovu, Marie-Thérése Walter, Doru Maar, Francoise Gilot og Jacqueline La Roque, og átti ást- arsambönd með fjölda annarra kvenna. Áhugi Picassos á börnum sínum mótaðist af afstöðu hans til mæðra þeirra. Hann hafði mikla ánægju af böm- um sínum meðan þau voru lítil en átti erfitt með að umgangast þau fullorðin því þau voru áþreifanlegur vitnisburður um hrörnun hans sjálfs. Paulo var til dæmis yngri en flestar þær konur sem Picasso var í tygjum við á efri árum. Picasso málaði fjölda mynda af bömum sínum meðan þau vom ung, en enga af þeim fullorðn- um. Böm hans náðu heldur aldrei að kynnast innbyrðis. Þá ber að geta um afstöðu Picassos til peninga. Þótt hann væri ekki ör- látur að eðlisfari gat hann verið stórgjöfull þegar sá gállinn var á honum. Hann gaf ástkonum sínum íbúðir, bömum sínum og barnaböm- um dýrar gjafir og vandalausum gaf hann málverk, teikningar og keramík í stórum stíl. Refur í fjármálum En hann gat líka verið refur í fjár- málum, vel meðvitaður um mikil- vægi sitt á alþjóðlegum myndlistar- markaði. Sjálfur sagðist hann aldrei brúka peninga, bara nafn sitt. Hann greiddi klæðskera sínum með teikn- ingum, ráðskonu með skissum og einni portrettmynd árlega og hann borgaði fyrir sig á veitingahúsum með því að rissa upp mynd af nauta- ati á borðdúkinn. Picasso naut þess að þurfa ekki að nota peninga og var meinilla við það þegar einhver bað hann um lán. Þegar Paulo var á þrítugsaldri kom hann til föður síns og bað hann um peninga til að fjárfesta í bílaverk- stæði. „Ef þú hefur svona mikinn áhuga á bílum þá geturðu verið bíl- stjóri hjá mér,“ svaraði faðir hans. Þar sem Paulo var allslaus átti hann engra kosta völ. Paulo var í raun þiggjandi allt sitt líf, hvort sem faðir hans rétti honum kinnhest eða skot- silfur. Fram á sjötta áratuginn gekk Pic- asso flest í haginn. Ástkonur hans stofnuðu ekki til vandræða og ekk- ert bama hans gerði til hans kröfur. En árið 1955 fór Francoise Gilot frá honum og hafði með sér böm þeirra, Claude og Palomu. Árið áður hafði Picasso hitt Jacqueline La Roque, sem vann í galleríi í Vallauris þar sem listamaðurinn vann að keramík. í tangarhaldi föður síns Árið 1955 dó fyrsta kona Picassos, Olga, sem styrkti allt í einu stöðu Paulos. Þá var það sem Picasso fékk Paulo til að hætta við að krefjast arfs síns með því að bjóða honum reglulegar mánaðarlegar greiðslur. Paulo var þá nýskilinn við Emilienne eftir aðeins þriggja ára hjónaband og þurfti á talsverðum peningum að halda til að greiða með bömum sín- um, Pablito og Marinu. Samt gekk hann að tillögum föður síns. Eftir á að hyggja hefði það hjálpað honum að losna úr tangar- haldi föður síns að fá í hendumar eina stóra fjárupphæð. Samt stóð Picasso nokkurn veginn í skilum með þessar reglulegu greiðslur til Paulos. Næst sneri Pieasso sér að þeim Claude og Palomu og fékk úrskurð um að hann væri „lagalega ábyrg- ur“ fyrir þeim. Þetta er fremur óljóst lagalegt hugtak sem túlka má á ýmsa vegu. Þá gerði Paulo aftur vart við sig og gerði sig líklegan til að ganga á bak orða sinna, eflaust vegna pen- ingaskorts. Hvort sem það var þess vegna eða vegna þess að hann var ekki sáttur við uppeldisaðferðir þeirra Paulos og Emilienne, þá fór Picasso fram á að barnaböm hans yrðu sett í fóstur „eftir ábendingu hans“. Giftist áttræður Héraðsdómstóll í Grasse, heima- héraði Paulos, vísaði þessari kröfu frá. Árið 1961 giftist Picasso Jacquel- ine og var þá augsýnilega kominn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.