Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Bæjarfógeti hlaut 5
mánaða fangelsisdóm
Sakadómur Vestmannaeyja hefur
dæmt í máli bæjarfógetans í Vest-
mannaeyjum og aðalbókarans við
sama embætti, þeirra Kristjáns Torfa-
sonar og Ólafs Jónssonar. Voru þeir
hvor um sig dæmdir í fimm mánaða
fangelsi en refsing höfð skilorðsbundin
að því er þrjá mánuði varðar.
Ennfremur voru Kristján og Ólafur
dæmdir til að greiða allan sakarkostn-
að, þar með talin saksóknaralaun til
ríkissjóðs, 100.000 kr. og málsvarnar-
laun til verjenda sinna, 100.000 kr. til'
hvors. Við ákvörðun refsingar var
m.a. höfð hliðsjón af því að ákærðu
höfðu aldrei áður sætt refsingu.
Lán og innistæðulausir tékkar
í ákæruskjali ríkissaksóknara, dag-
settu 30. ágúst í fyrra, var báðum gefið
að sök brot í opinberu starfi og að
hafa...„hvor um sig og báðir saman
misnotað embættis- og starfsaðstöðu
sína við bæjarfógetaembættið ýmist
sjálfum sér eða öðrum til ávinnings
og fyrirgreiðslu og þá jafnframt með
gerðum sínum hallað rétti hins opin-
bera og rýrt að sama skapi hlut þess
í sjóðum embættisins frá því sem ann-
ars hefði verið."
Ákæran skiptist í tvo kafla. I fyrsta
kafla var ákærðu gefið að sök að hafa
lánað sjálfum sér og öðrum úr sjóðum
embættisins og rangfært bókhald þess
í því sambandi. Hvað Kristján varðaði
var hér um að ræða rúmar 171.000 kr.
en hvað Ólaf varðaði rúmar 432.000
kr. Dómurinn taldi ákærðu sanna að
sök hvað þetta varðaði.
I öðrum kafla var ákærðu báðum
gefið að sök að hafa geymt í sjóði
embættisins, um óhæfilega langan
tíma, 11 innistæðulausa tékka árið
1983, samtals að upphæð rúmar
883.800 kr. sem notaðir höfðu verið til
greiðslu á opinberum gjöldum til bæj-
arfógetaembættisins og jafnframt að
hafa vanrækt að framvísa þeim svo
að viðhaldið væri tékkarétti. Dómur-
inn sakfelldi Kristján fyrir geymslu
tékkanna en sýknaði Ólaf þar sem
Kristján bæri einn ábyrgð á því sem
forstöðumaður embættisins. Hinsveg-
ar sakfelldi dómurinn Ólaf fyrir ýmis
afskipti af tékkunum og rangfærslur
í bókhaldi í því sambandi.
Ólögmæt afskipti af banka-
innleggi
I ákæruskjalinu var hinum ákærðu
gefið að sök að hafa haft ólögmæt af-
skipti af bankainnleggi með tékkum
að upphæð rúmar 2.168.000 kr. sem
rfkisendurskoðandi hafði útbúið við
sjóðtalningu 18. maí 1983.
Sök ákærðu vegna bankainnleggs-
ins þótti gegn neitun þeirra hinsvegar
ekki nægilega sönnuð og voru þeir
sýknaðir af þeim þætti ákærunnar.
Loks var ákærðu gefið að sök að
hafa heimilað afhendingar á vöru-
sendingum án lögboðinnar tollmeð-
ferðar og greiðslu aðflutningsgjalda
til rfkissjóðs á árunum 1982 og 1983,
Kristján í fimrn tilvikum og Ólafur í
þremur.
Dómurinn taldi sök Kristjáns ekki
sannaða gegn neitun hans að því er
varðar 2 afhendingar. Hann var hins-
vegar sakfelldur fyrir að hafa bæði
Steingrímur
heimsækir
Carlsson
Ákveðið hefur verið að Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra fari í
opinbera heimsókn til Svíþjóðar og
verði þar 6. og 7. október. Hann verð-
ur þar í boði starfsbróður síns, Ingvars
Carlsson.                HERB
heimilað sjálfur og látið heimila af-   að afhendingu á 3 vörusendingum.     voru þeir Benedikt Blöndal hrl. og   ur, Ásgeir Pétursson bæjarfógeti og
hendingar á  3  vörusendingum  án     Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið   Sveinn Snorrason hrl.              Haraldur Henrysson sakadómari en
lögboðinnar meðferðar.  Ólafur var   Bragi Steinarsson vararíkissaksókn-     Dóminn kváðu upp Gunnlaugur Bri-   þeir voru skipaðir umboðsdómarar í
einnig sakfelldur fyrir að hafa heimil-   ari en verjendur Kristjáns og Ólafs   em yfirsakadómari sem dómsformað-   málinu.                    -FRI
ÞJÓNUSTAIÞAGU
ATVINNULlFS
Víðtæk og traust þjónusta
við málmiðnaðinn. Stál og málmar
fyrir byggingariðnaðinn.
Sérþjálfaðir sölumenn leiðbeina um
val á efni, vélum og tækjum.
SINDRA A ^STALHF
BORGARRJNI31, SÍMAR 27222 & 21684
ÖFLUG ÞJÓNUSTA VEGNA SÉRVERKEFNA.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32