Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. 27 Sandkorn Sandkorn Arnar sýnir á sér nýja hlið og sprellar um landið. Farandi Við sögðum á dögunum frá því að Diddú væri geng- in til liðs við Sumargleðina. Hún kemur í stað grínarans góðkunna, Ómars Ragn- arssonar. En nú hefurSumargleðin fengið hörkusamkeppni. Þeir félagar Eggert Þor- leifsson, Karl Agúst Úlfs- son og Arnar Jónsson leikarar ætla nefnilega að leggja landið undir sig í sumar. Fara þeir um með fríðu föruneyti og flytja sprell og gamanmál. Þeir félagar hafa að undanförnu dvalið í æfingabúðum á Borg i Grimsnesi. Og eftir því sem við komumst næst eru þeir þegar lagðir af stað. Veiðiklúbbur Skeljungs Starfsmenn oliufélagsins Skeljungs gera ýmislegt fleira en að afgreiða bensín og olíur. Nú höfum við til dæmis heyrt að þeir hafi stofnað veiðiklúbb. Mark- mið hans verður ekki það að veiða viðskiptavini eins og einhver gæti haldið. Nei, starfsmennirnir ætla að skella sér i lax- og silungs- veiðar þegar gefur. Einnig verða fluguhnýtingar á dagskránni og annað dútl sem viðkemur íþrótt þess- ari. Þá mun vera á verk- efnaskránni í sumar að renna fyrir sjóbirting í Leir- ársveit. Við segjum bara: góða veiði! Rýmilegur kostnaður Eftirfarandi er lítil lexía í því hvernig rúlla má kostn- aði á smáhlut upp án mikillar fyrirhafnar: Maður einn á Vopnafirði hringdi í fyrirtæki í Reykja- vík og pantaði tiltekinn hlut. Bjóst maðurinn við að sendingin kæmi í pósti. Þá hefði sendingarkostnaður- inn orðið 150 krónur. En fyrirtækið hefur greinilega viljað gera sitt besta til að létta buddu Vopnfirðingsins. Böggull- inn var því sendur með flugi. Fyrst var hann send- ur með bíl út á völl. Það kostaði 183 krónur. Flug- gjaldið sjálft var svo 163 krónur. Loks hlóðst ofan á þetta 82 krónur i svonefnt kröfugjald. Heildarkostn- aður var því orðinn 428 krónur. En það gráthlægilega við þetta allt saman var það að innihald pakkans, sem svona mikið var haft við í flutningnum, kostaði litlar 15 krónur. Kaupandinn fékk því sannarlega lítið fyrir mikið í það skiptið. Aldeilis ómögulegt Þrír vinir höfðu ráðið sig í vinnu hjá vatnsveitunni. Einn þeirra stóð niðri í skurði og mokaði eins og vitlaus maður. Hinir tveir stóðu á skurðbarminum og héldu skóflunum hátt yfir höfði sér. „Hvern fjárann haldið þið að þið séuð að gera?“ galaði verkstjórinn til þeirra. „Við erum Ijósastaurar,“ svöruðu þeir. „Þið eruð hérmeð rekn- ir!“ öskraði verkstjórinn. Þá skreiddist sá þriðji upp úr skurðinum og bjóst einnig til brottfarar. „ Nei, ég átti ekki við þig,“ sagði verkstjórinn þá. „Þú ert sá eini með viti hérna. Haltu bara áfram að moka.“ „Ertu galinn, maður, heldurðu að ég geti bara mokað í kolniðamyrkri. Vill losna við Höskuld? í síðasta tölublaði sjó- mannablaðsins Víkings er athyglisvert viðtal við Höskuld Skarphéðinsson, skipherra Landhelgisgæsl- unnar. Þar rekur hann meðal annars risnumálið svokallaða þar sem hann var sóttur til saka fyrir framlagningu nokkurra reikninga vegna áfengis- kaupa. Höskuldur var sem kunnugt er sýknaður. Engu að síður er hann enn „ úti í kuldanum" hjá Gæsl- unni. Virðist svo sem ekki sé alltof kært með honum og stjórnendum Gæslunnar ef marka má ummæli hans Höskuldur Skarphéðinsson. í framangreindu viðtali. Þar er Höskuldur meðal annars spuröur að þvi hvers vegna risnumálið hefði verið sótt gegn hon- um af svo mikilli hörku sem raun bar vitni: „ Ja, ég fæ ekki betur séð en að forstjóri Gæslunnar hafi haft svona mikla þörf fyrir að losna við mig. Sem formaður Skipstjórafélags- ins hafði ég náttúrlega deilt við hann í kjarasamning- unum og ég hafði jafnframt gagnrýnt margt í stjórnun Gæslunnar. Eg er þeirrar skoðunar að margar ákvarðanir nýja forstjór- ans séu afar neikvæðar fyrir öryggisgæslu LGH, miðað við það er gerðist er Pétur Sigurðsson var for- stjóri." Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Kvikmyndir Kvikmyndir Bflaklandur/Háskólabíó: Gamanmynd? Car Trouble Framleiðandi: Howard Malin og Gregory J. De Santis Leikstjóri: David Green Handrit A.J. Tipping og James Whaley Leikendur: Julie Walters og lan Charleson Mér skilst að einhverjum Bretum finnist þessi mynd fyndin og vissu- lega má finna í henni eitt eða tvö brosleg atriði en þau halda henni engan veginn á floti sem gaman- mynd. Tveir ágætir leikarar, Walters og Charleson, eiga alla mína samúð þar sem þeir berjast vonlausri baráttu við langdregið og leiðinlegt handrit þessarar myndar og þegar loksins kemur svoldið líf í handritið er það gert þannig að myndin breytist í hálfgerðan þriller sem ruglar áhorf- andann. Walters og Charleson leika Spong-hjónin, nokkuð léttgeggjað par, á mjög miðstéttarlegan hátt. Þau hafa verið gift í níu ár en eru bamslaiis þar sem hann neitar að eignast böm á kjamorkuöld. Þama spilar kannski einnig inn í dæmið að kynlífið er kirfilega bundið við laugardagskvöld. Hann dreymir um að skipta á gamla Citroen braggan- um sínum og Jagúar. Hana dreymir um að skipta á eiginmanninum og latnesku buffi. Bæði framkvæma drauma sína á sinn hátt. Hann nær í Jagúarinn en hún í sölumann þess bíls. Eins og segir í upphafi er myndin langdregin framan af enda alveg óþarfi að eyða hálftíma af filmu í að fjalla um ein bílakaup en bílakaupin leiða svo áhorfandann að kjama málsins sem er óleyfileg ökuferð frú- arinnar og sölumannsins á Jagúam- um. Ökuferðin endar með þeim ósköpum að kalla verður til slökkvi- liðið með stóm klippumar til að taka bflinn í tvennt þar sem elskendurnir em “föst“ inni í honum. Það er al- veg óprenthæft að útskýra "föst“ nánar. Herra Spong hyggur á hefndir þar sem hann elskaði bílinn mun heitar en frúna og þegar hér er komið sögu breytir myndin alveg um hrynjandi. verður að hálfgerðum þriller. Julie Waltere og lan Charleson eiga oft á tíðum í erfiðleikum með persónusköpun Spong-hjónanna enda leikstjóm David Green reikul á köflum. Stöku sinnum hittir þetta þó í mark en þau skipti eru teljandi á fingrum annarrar handar. Friðrik Indriðason Frábær ★★★ Góö ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Ólafsvíkurkaupstaður: BÆJARSTJÓRI Lausertil umsóknarstaða þæjarstjóra Ólafsvíkurkaup- staðar. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu berist þæjarskrifstofu Ólafsvíkur eigi síð- ar en 20. júní nk. Bæjarstjóri Ólafsvíkur. Staða bæjarstjóra á Eskifirði er laus til umsóknar. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu þæjar- stjóra fyrir 20. júní. Upplýsingar um starfið gefur Bæjarstjórinn á Eskifirði. 6 vikaa sumarnámskeið hefst mið- vikudag lS.júní. Liðkið og styrkið líkamann. Haldið líkamsþunganum í skefjum - með heilbrigði í huga. Pantaðu tíma Reyndir leiðbeinendur. Saunaböð - ljósaböð YOGASTÖÐIN HBISUBÓT Hátun 6a sími 27710 og 18606 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Ásbúð 10, Garðakaupstað, þingl. eign Einars Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986 ki. 14.45. ____________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85.. 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign- inni Ásbúð 43, Garðakaupstað, tal. eign Ævars Lúðvíkssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað, Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Veð- deildar Landsbanka íslands og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986 ki. 15.00. __________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Krókamýri 38, Garðakaupstað, þingl. eign Jóhönnu Ó. Halldórsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbanka Ís- lands, Jóns G. Briem hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986 kl. 15.30. ___________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.