Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1986.
Andlát
Þóra Thorlacius,  Hjarðarhaga 40,
lést í Landspítalanum aðfaranótt 9.
júní.
<Jón Grétar Guðmundsson, Gnoðar-
vogi  70,  verður jarðsunginn  frá
Langholtskirkju, miðvikudaginn 11.
júní kl. 15.
Útför Jóns Ólafssonar frá Mýrar-
húsum, Akranesi, verður frá Foss-
vogskapellu í dag, þriðjudaginn 10.
júní, kl. 15.
Guðbjörg Árnadóttir frá Kolsholti,
Litlagerði 14, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju  miðvikudaginn  11.
júní kl. 13.30.
Útför Ólafs Bergsteinssonar, Árgils-
stöðum, fer fram frá Breiðabólsstað-
arkirkju í Fljótshlíð fimmtudaginn
12. júní kl. 14.
Kristinn Einarsson kaupmaður lést
31. maí sl. Hann fæddist 6. desember
1896 á Grímslæk í Ölfusi. Foreldrar
hans voru Einar Eyjólfsson og Guð-
rún Jónsdóttir. Kristinn lauk prófi
frá Verslunarskóla Islands árið 1916.
Hann rak búsáhalda- og leikfanga-
verslunina K. Einarsson og Björns-
son áratugum saman. Eftirlifandi
eiginkona hans er Ella Marie Ein-
arsson. Þeim hjónum varð fjöggura
barna auðið. Útför Kristins verður
gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag kl. 15.
Guðrún Kristjánsdóttir frá ísafirði,
lést 8. júní að Elliheimilinu Grund.
Sigríður Ólafsdóttir frá Gesthúsum
lést 14. maí sl. Hún fæddist á Álfta-
nesi 26. febrúar 1895, dóttir hjónanna
Guðfinnu Jónsdóttur og og Ólafs
Bjarnasonar. Sigríður giftist Jens P.
Hallgrímssyni en hann lést árið 1979.
Þeim hjónum varð fjögurra barna
auðið. Útför Sigríðar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Ásta Kristjánsdóttir, Eskihlíð 14a,
er látin.
Gíslína Magnúsdóttir frá Hnjóti lést
8. júní.
Guðborg Sigurgeirsdóttir, Reynimel
32, andaðist þann 7. júní í Landa-
kotsspítala.
Karítas Ósk Bjarnadóttir lést af slys-
förum 4. júní.
Páll Þorláksson rafverktaki lést 27.
maí sl. Hann fæddist 6. september
1934. Foreldrar hans voru hjónin
Kristjana Örnólfsdóttir og Þorlákur
Jónsson. Páll lauk prófi í rafvirkjun
frá Iðnskóla íslands árið 1952 og
stofnaði ungur sitt eigið fyrirtæki
sem hann vann við alla tíð síðan.
Eftirlifandi eiginkona hans er Ást-
hildur Pétursdóttir. Þeim hjónum
varð tveggja barna auðið. Útför Páls
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
A>   VANTAR
í EFTIRTAUN
HVMSfí
REYKJAVÍK
Ljósheima,
Hlunnavog,
Njörvasund,
Sigluvog,
Gnoðarvog,
Suðurlandsbraut.
GARÐABÆR
Brúarflöt,
Markarflöt,
Sunnuflöt.
AFGREIÐSLA
ÞverhohiH -Sími 27022
Menning
Menning
Menning
Arrau - öðlingurinn
við slaghörpuna
Listahátið i Reykjavik
Tónleikar Claudio Arrau i Háskólabíói 9.
júni.
Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Pianó-
sónata i D-dúr op.10 nr.3; Píanósónata i
C-dúr op.53; Pianósónata í Es-dúr op.81;
Píanósónata i f-moll op.57.
Tónleikar Claudio Arrau eru lík-
lega það tónlistaratriði á Listahátíð
sem hvað flestir hafa beðið með
mestri eftirvæntingu. Hann er í hópi
þeirra pianóöldunga sem orðið hafa
að þjóðsagnapersónum í lifanda lífi.
Það er annars makalaust hvað pían-
istar virðast endast vel. Arrau er
eins og kunnugt er langt frá því að
vera neitt einsdæmi um píanista sem
leika sem aldrei fyrr þegar þeir eru
komnir langt fram yfir þann aldur
sem markar.eftirlaunaskeiðið. Sam-
Usfcahátíð í dag:
Myndlistarsýningar:
Picasso „Exposition inatt-
endue", Kjarvalsstaðir.
Karl Kyaran: Yfirlitssýning,
Iistasafn íslands.
Reykjavík í myndlist, Kjar-
valsstaðir.
Klúbbur Listahátíöar:
Hljómsveit Grétars Örvarsson-
ar. Söngatriði. Leynigestur
Ingimar Eydal
kvæmt ríkjandi reglum í okkar
þjóðfélagi ætti hann að hafa verið
ellistyrkþegi í ein sextán ár. En vit-
anlega skiptir aldur listamanns engu
máli, heldur leikur hans þegar fram
fyrir áheyrendurna kemur.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Að veita áheyrandanum inn-
sæi í verkiö sem heild
Claudio Arrau fangaði hugi aheyr-
enda sinna þegar á fyrsta tóni. Öll
mótun hendinganna er einstök hjá
þessum „gentleman" píanósins.
Hann gefur hverjum tóni færi á að
hljóma til fulls og í hægu köflunum
finnst manni sem döggin drjúpi af
tónunum líkt og af blómum vallarins
í morgunsól. I allra hröðustu hlaup-
um er snerpan kannski ekki alveg
sem fyrr, en gáfur Arraus gera meira
en að vega á móti því. Hvemig hann
byggir upp spennuna, vaxandi frá
fyrsta tóni til hins síðasta, er hreint
makalaust. Hann fær áheyrendur
sína til að heyra, og sjá, verkin sem
hann leikur í heild sinni. Einstakir
tónar missa gildi sitt sem slíkir og
áheyrandanum veitist innsæi í verk-
ið sem heild. Slíkt er aðeins á færi
hinna mestu. Þegar þannig er leikið
verka hlutir eins og tækni og hennar
systur líkastar útkjálkafraukum á
jaðri tónlistarheimsins.
Með frið í sálinni
Já, mikill meistari er Arrau. Mér
hlotnaðist sú náð að heyra Svjat-
oslav Richter spila Waldsteinsónöt-
una um daginn. Hann lék við ólíkt
magnaðri spennu áheyrenda en
Arrau lék hér. Ekki treysti ég mér
þó til að gera upp á milli. Þessir jöfr-
ar píanósins eru sem betur fer svo
ólíkir og óendanlega snjallir, hvor á
sinn hátt.
Ekki virtist blessaður öðlingurinn
alveg dús við uppröðun prógramm-
nefndarinnar á efnisskránni og hélt
ekki sömu röð og tilkynnt var á pró-
grammbleðlinum sem útbýtt var á
vegum Listahátíðar. Það skipti svo
sem engu máli. Mönnum má vera
rétt sama hvort þeirra kemur á und-
an, Waldstein eða Appassionata,
þegar slfkum snilldartökum er beitt.
Arrau sá alltént til þess að þeir sem
á hann hlýddu- gengu út í sumar-
regnið með frið í sálinni.
EM
Tilkynningar
Upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn á Akureyri
Ferðamálafélag Akureyrar mun í
sumar reka upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn, fimmta sumarið í röð.
Undanfarin tvö sumur var upplýs-
ingamiðstöðin til húsa í Turninum
við göngugötuna en hann hefur nú
verið tekinn til annarra nota. I sum-
ar verður upplýsingamiðstöðin til
húsa í Ánni, húsi Lionsklúbbsins
Hængs, sem stendur við Skipagötu
gegnt Pósthúsinu. Upplýsingamið-
stöðin verður opin frá miðjum júní
til ágústloka. I fyrravor gaf Ferða-
málafélagið út glæsilegan, mynd-
skreyttan Akureyrarbækling með
korti af Akureyri. Þessi bæklingur
kemur út í byrjun júní, nú með nýju
og skýrara korti. Ferðamálafélagið
hvetur alla sem bjóða fram einhvers
konar þjónustu að senda upplýsingar
til félagsins eða hafa samband við
starfsmenn upplýsingamiðstöðvar-
innar í síma 9&-25128 eftir miðjan
júní.
Sýning á sjúkravörum
Haldin verður í Hjúkrunarskóla Is-
lands, Eiríksgötu 34, helgina 13.-15.
júní nk. sýning á sjúkravörum. Á
sýningunni sýna 15 fyrirtæki vörur
sínar. Sýningin er til styrktar náms-
ferð síðasta útskriftarhóps skólans,
hún er opin sem hér segir: Föstudag-
inn 13. júní kl. 17-21, laugardaginn
14. júní kl. 13-21, sunnudaginn 15.
júní kl. 13-21. Allir eru boðnir vel-
komnir og er aðgangur ókeypis.
Landssamtök málfreyja á ís-
landi, ITC,
héldu fyrsta árlega landsþing sitt
dagana 6., 7. og 8. júní sl. í Hótel
Stykkishólmi. Heiðursgestur lands-
þingsins var Muriel Bryant, fram-
kvæmdastjóri        International
Training in Communication. Forseti
Landssamtaka málfreyja á Islandi er
Erla Guðmundsdóttir úr málfreyju-
deildinni Vörðunni í Keflavík.
Landssamtök málfreyja á Islandi
samanstanda af 22 málfreyjudeildum
sem skiptast í þrjú ráð. 1 hverju ráði
eru 7-8 deildir. Umsjónarfreyja
landsþingsins er Björg Stefánsdóttir
úr málfreyjudeildinni Melkorku í
Reykjavík.
Ferðir Brúðubílsins
Þessa viku verður Brúðubíllinn á
ferð sem hér segir: Þriðjudag 10. júní:
kl. 14 Tungusel, kl. 15 Fífusel. Mið-
vikudag 11. júní: kl. 10 Hringbraut,
kl. 14 Suðurhólar, kl. 15 Vesturberg.
Fimmtudag 12. júní: kl. 10 Rauða-
lækur, kl. 11 Gullteigur, kl. 14
Dalaland. Föstudag 13. júní: kl. 10
Stakkahlíð, kl. 11 Hvassaleiti, kl. 14
Tunguvegur.
Feröalöq
Utivistarferðir
Miðvikudagur 11. júní,
kl. 20 Esjuhlíðar (kvöld) Gengið um
Þverfellið og leitað „gulls" við Mó-
gilsá. Verð 300 kr., frítt f. börn m.
fullorðnum. Brottför úr Grófinni
(bílastæðinu v. Vesturgötu 2) og
BSÍ, bensínsölu ". mín. síðar.
Trimmdagar á <ioiismes.su:
Reykjavíkurganga Útivistar verður
sunnudaginn 22. júní, Brottför úr
Grófinni kl. 10.30 og frá Skógræktar-
stöðinni Fossvogi kl. 13. Kl. 14
verður gengið frá Elliðaárstöð upp í
Elliðaárdal. Nánar auglýst um helg-
ina. Sjáumst.
Hafskipsmálið:
Helgi laus
Helga Magnússyni, einum mann-
anna í Hafskipsmálinu, hefur verið
sleppt úr haldi og sitja nú tveir þeirra
eftir, Björgólfur og Ragnar.
Hallvarður Einvarðsson, rannsókn-
arlögreglustjóri ríkisins, sagði í
samtali við D V í morgun að ekki hefði
enn verið tekin ákvörðun um hvort
gæsluvarðhald yfir þessum tveimur
yrði framlengt en gæsluvarðhald
þeirra rennur út á morgun, 11. júní.
Ákvörðun um framlenginu verður tek-
in í dag eða á morgun.
-FRI
Kúvending á
- út af bæjarstjórastólnum
„FVamsóknarflrtkkurinn virðist
dottinn út Hanti setti það sem al-
gert skilyrði að Stefan Ómar
Jónsson yrði áfram bæjarstjóri.
Við í Alþýðuflokknum, Alþýðu-
bandalaginu og hjá Kvennalistan-
um viljum auglýsa, Nú höfum við
þegar haldið þrjá fundi með Sjálf-
stæðisflokknum og þær viðræður
ganga vel," sagði Steingrímur Ing-
varsson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins á Selfossi.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur vora í meirihluta síðasta
kjörtúnabil með fjóra og þrjá full-
trúa. Sjálfeta^isflokkurinn tapaði
manni í kosningunum til Kvenna-
lista. Annað breyttist ekki milli
lista. Ef af þessu nýja samstarfi
verður hefur Sjálfstæðisflokkurinn
þrjú sæti og hinir þrír flokkarnir j
eitt sæti hver. 1 bæjarstjórn eru
níu sæti afls.
HERB
A-flokkarnir saman í Kópavogi
- Kristján áfram bæjarstjorí
„Það er nánast handavinna eftir
við frágang málefnasamnings Al-
þýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins. Ég sé ekki að neitt sé í
veginum," sagði Ouðmundur
Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins í Kópavogi, í morgun.
A-flokkarnir hafa ákveðið að
Kristján Guðmundsson verði
áfram bæjarstjóri.
Þessir flokkar hafa þrjú sæti
hvor og sex fulltrúa af ellefu í
bæjarstjórn.
-HERB
Reyðarfjörður:
Aiþýðubandatag og óháðir í sljóm
Alþýðubandalagið og listí
óháðra eru í þann veginn að ganga
frá myndun meirihluta á Reyðar-í
firði, að sögn hreppsnemdarmanns
óháðra, Sigfúsar Guðlaugssonar.
Núverandi  sveitarstjóra,  Herði
Þórhallssyni,  verður  boðið  að
gegna starfi sínu áfram.
Aðstandendur listanna reikna
með að geta gengið frá samkomu-
lagi í dag sem lagt verður fyrir
félagsfundi.                 ás.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32