Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1986, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986. 3U „Letigaröurinn" - eins og Jónas frá Hriflu mun hafa nefnt vinnuhælið á Litla-Hrauni. Örnefni og illa innrættir menn f síðasta þætti minntist ég lítillega á þá illa innrættu fsfirðinga sem kallaðir eru stakketpissarar. Síðan hef ég frétt að víðar á landinu er vafasamt fólk kennt við piss og grindur. Úr Þingeyjarsýslu hef ég orðið, grindmígur, karlkynsorð. Þá er sagt að hinn eða þessi sé hinn versti grindmígur og er þá átt við svipaða manngerð og ísfirðingar kalla stakketpissara. Gaman væri að vita hvort fleiri orð af svipuðu tæi þekktust. Ef les- endur vita af þeim þá vinsamlegast látið vita. Eittorð umfangelsi í siðasta þætti fjallaði ég meðal annars um fangelsi og þau mörgu orð sem eru til yfir slíkar stofhanir. Síðan fékk ég þau skilaboð gegnum síma að eitt heiti hefði vantað. Það er orðið, letigarður. Það fylgdi sögu að Jónas frá Hriflu hefði fundið það upp og notað um fangelsi skammt frá Selfossi. Líklega er átt við Litla Hraun. Leiðréttist þetta hér með. Örnefni Um daginn var ég spurður skýr- inga á nokkrum ömefnum vestan- lands. Mér vafðist tungan um höfuðið sem oft fyrr þegar ég stend á gati. En ég lofaði fyrirspyijanda að reyna að grafast fyrir um skýring- ar. Þetta em staðamöfn í Borgarfirði og á Mýrum. Borgfirsku nöfnin em tvö, bæjar- nafriið England og nafh á fossi, Englandsfoss; hvort tveggja í Lund- arreykjadal. Hitt er vatn sem heitir Bretavatn og er við veginn upp í Hítardal. Um Bretavatnið er það að segja að munnmæli herma að þar hafi Bretar dmkknað og vatnið dregur nafn sitt af því. Ekkert frétti ég meira af sögunni. Hitt var mér bent á að annað Bretavatn er á þessum slóðum. Það er milli Lefrulækjarsels og Miðhúsa í Álftaneshreppi á Mýr- um. Engar sögur kann ég af þvi heiti. Um England og Englandsfoss hef ég enn minni upplýsingar. Reyndar ekkert annað en litla sögu. Þannig var að ferðalangur nokkur Islensk tunga Eirikur Brynjólfsson var að ráfa að næturlagi um Borgar- fjörðinn og villtist. Vissi ekkert hvar hann var staddur. Sér til mikils léttis sá hann loks ljós á bæ og bankaði upp á. Gömul kona kom til dyra og sá villuráfandi spurði hvar hann væri staddur og hvað bærinn héti. Þetta er nú England, góði, ansaði sú gamla. Ferðamaðurinn hváði kindarlegur og endurtók: England? Já, góði, sagði gamla konan. Eng- land heitir hann. Það er víðar England en í Kaupmannahöfn skal ég segja þér. Ég játa að þetta er ósköp rýr upp- skera en auglýsi hér með eftir nánari upplýsingum um þessi ömefni. Enn um örnefni Undan Mýrum, tilheyrandi Hraunhreppi, er Hjörsey. Þetta mun vera þriðja stærsta eyja við landið, næst á eftir Heimaey og Hrísey. Hennar er fyrst getið í Bjamar sögu Hítdælakappa. Bjöm þessi varð skotinn í stúlku einni úr Hjörsey, Oddnýju eykindli. Varð úr að hún var geymd í festum í þrjá vetur með- an Bjöm fór utan að leita sér fjár og frama eins og þá var títt um unga menn. En lífið leikur menn á stundum grátt. Annar maður, Þórður Kol- beinsson, fékk einnig ást á Oddnýju. Þeir vom góðir vinir, Þórður og Bjami, bg saman erlendis. En mál æxluðust þannig að Þórður fór heim á undan Bjama og laug því til að hann væri dauður og grafinn í Nor- egi. Og er skemmst frá því að segja að úr þessu varð hjónaband Þórðar og Oddnýjar. Þar með var vinskap- urinn fyrir bí og þeir áttust við, aðallega með þvi að yrkja níðvisur hvor um annan. Handrit sögunnar er frá 17du öld. Næst kemur þessi eyja við sögu í kirkjumáldaga frá því um 1200. Þessi máldagi er gefinn út um miðja síð- ustu öld í fombréfasafhi Jóns Sigurðssonar. Þar heitir þessi eyja allt í einu Hjörtsey. Á elstu íslandskortum, til dæmis því sem kennt er við Guðbrand bisk- up, heitir þessi eyja á hinn bóginn Hersey. Það kort er frá 16du öld. Öld síðar em teiknuð kort af Is- landi. Vom þar að verki franskir menn og þar heitir eyja Ille de Hiort og er það elsta dæmið um að hún sé kennd við Hjört. Og þá vaknar spumingin: Hvemig stendur á þessum nafnamglingi? Þegar hér er komið sögu er ég búinn með það pláss sem mér er skammtað í blaðinu í dag og þess- vegna verður svar mitt að bíða betri tíma. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Grenilundi 5, Garðakaupstað, þingl. eign Sonju Margrétar Granz, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. júlí 1986 kl. 14.30. ______________Baejarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Furulundi 8, Garðakaupstað, þingl. eign Geirs Björgvinssonar, ferfram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. júlí 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var i 12„ 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Blikanesi 10, Garðakaupstað, þingl. eign Guðmundar Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 15. júlí 1986 kl. 16.00. _______________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Toyota Tercel 4WD Arg. 1986, ekinn M-Benz 230 E árg. 1984, ekinn 23. 5.000 km, glæsllegur bill. Einnig 000 km, toppbíll. Einnlg til 230 E Tercel 1,3 DX árg. 1984. ^rg. 1983 og 1985. BMW 3231 árg. 1982, eklnn 50.000 BMW 728I árg. 1980, eklnn 112.000 km, elnn með öllu. Einnig til 3181 km, m/öllu. árg. 1982. 2.000 km. Elnnig árg. 1983, ekinn með og án glugga, hvitur. 30.000 km. Mazda 626 GLX árg. 1986, ekinn M-Benz 190 E árg. 1983, eklnn 67. 6.000 km, gullfallegur og vel útbúinn 000 km. Bill i sérflokkl. bill. Opið laugardag BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Sími 68-64-77. Alfa Romeo AKasud Tl 1982, lítið ekinn og gullfallegur. Ný low profile dekk og fleiri aukahlutir. Þrælsprækur bíll. Plymouth Volaré cyl., sjálfsk., vökv< ekinn aðeins 60 Stórglæsilegur bíll Alfa Romeo Alfasud 1980, ekinn 52.000 km. Einn eig- andi. Sérlega fallegur. Alfa Romeo Alfetta 2, D, 1982, ekinn aðeins 30.000 km. Einn eigandi. Sérstakur bíll á góðu verði. CHRYSLER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.