Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 4
22 Messur FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 17. ágúst1986. Minnst 200 ára afmælis höf- uðborgar Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11 árdegis. Ingólfur S. Sveinsson læknir, varaborgarfull- trúi, flytur stólræðuna. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi flytur ávarp í lok messunnar. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi prédik- ar og Elín Ólafsdóttir varaborgar- fulltrúi les ritningarorð. Kristín Sigtryggsdóttir syngur einsöng. Sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 með þátt- töku borgarfulltrúanna Jónu Gróu Sigurðardóttur, Júlíusar Hafstein og Páls Gíslasonar sem flytur stólræð- una. Einsöngvari Ingibjörg Mar- teinsdóttir. Söngstjóri Guðni Þ. Guðmundsson organleikari. Sr. Ólaf- ur Skúlason. Dómkirkjan: Hátíðarmessa kl. 11. Frú Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi, prédikar. Borgarfulltrúar lesa ritn- ingartexta en Dómkirkjuprestamir þjóna fyrir altari. Sr. Þórir Steph- ensen. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, prédikar. Dómkirkjuprestarnir og dómprófast- ur, sr. Ólafur Skúlason vigslubiskup. þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Sr. Þórir Stephensen. L ''ndakotsspítali: L 10. Messa á Landakotsspítala. Oi, *i Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Purir Stephensen. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Borg- arstjómarfulltrúar aðstoða við messuna. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14. Skím og altaris- ganga. Ræðuefni: „Undrið að heyra og sjá“. Stólvers. Lofsöng eftir Beet- hoven, svngur Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona. Fríkirkjukórinn syngur. Söngstjóri og organisti Kjartan Sigurjónsson í fjarveru Pa- vels Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Haraldur Blöndal préd- ikar og aðrir borgarfulltrúar taka þátt í messunni. Einsöngur: Gunnar Guðbjömsson og organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja: Hátíðarmessa kl. 11. Ritningaríestur annast Egill Skúli Ingibergsson, fyrrv. borgarstjóri, og Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrv. borgarstjóri, flyt- ur ávarp. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Guðrún Zöega vara- borgarfulltrúi flytur ritningarorð. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Ámi Pálsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðuefni: Borgin mín. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknamefnd- in. Laugarnesprestakall: Laugardag 16. ágúst. Guðsþjónusta í Hátúni 10 b, 9. hæð, kl. 11. Sóknar- prestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel- og kórstjóm Öm Falkner. Davíð Oddsson borgarstjóri prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjamameskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Þingvallakirkja: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Snorri öm Snorrason flytur sjö smá- lög á lútu. Sr. Heimir Steinsson. Grafík í Djúpinu Ungur Dani, Morten Christoffer- sen, sýnir um þessar mundir grafík- myndir í Djúpinu. Hann fæddist í Falster í Danmörku og hefur feng- ist við grafík frá átján ára aldri. Hann hefur sýnt myndir sínar víða, bæði í Danmörku og erlendis. Með- al annars seldi hann tveimur galleríum í Chicago nokkrar myndir og í Þórshöfn í Færeyjum hefur hann haldið margar sýning- ar. Fyrir utan grafíkina hefur hann fengist við leikmyndagerð og myndskreytt bók. Myndimar á sýningunni era dúkristur, bæði svarthvítar og í lit- um. Viðburðarík helgi í Hlaðvarpanum Hlaðvarpinn býður upp á mynd- list, tónlist og leiklist um helgina að vanda. Á morgun, laugardag, klukkan fimm opnar Helga Egils- dóttir sýningu á olíumálverkum í myndlistarsal Hlaðvarpans. I kvöld klukkan níu og á sunnu- daginn klukkan íjögur síðdegis sýnir Alþýðuleikhúsið einþáttung Augusts Strindbergs „Hin sterk- ari“. Leikendur eru Margrét Ákadóttir, Anna Sígríður Einars- dóttir og Elfa Gísladóttir en leik- stjóri er Inga Bjamason. Innifaldar eru veitingar fyrir og eftir sýningu. Upplýsingar um miðasölu era gefnar í síma 19560 eftir tvö. Sýningin „Reykjavik í 200 ár“ Reykjavík í 200 ár - svipmyndir mannlífs og byggðar, er yfirskrift sýningarinnar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun, laugar- dag, klukkan fjögur síðdegis. Sýningu þessari er ætlað að kynna þróun í byggð Reykjavíkur frá kaupstað til nútímaborgar. Það er gert með ljósmyndum frá ýmsum tímum, líkönum og teikningum. Þar á meðal era líkön af Reykjavík frá áranum 1786 og 1886 og af Grjótaþorpi ásamt ýmsum nýjum skipulagstillögum. Gamaldags krambúð í fullri stærð verður á staðnum ásamt slökkviliðsbílum, gömlum vinnutækjum og mörgum öðram markverðum sýningarmun- um. Gæslu- og leiðsögufólk á sýning- unni mun klæðast ýmsum búning- um frá fyrri tíð og leikþátturinn „Flensað í Malakoff ‘ verður flutt- ur á sýningunni, en honum leik- stýrir Brynja Benediktsdóttir. Sýningin mun stand fram til 28. september. Flensað i Malakoff, nefnist leikþátturinn sem sýndur verður á sýningunni „Reykjavík I 200 ár“. Mikil vinna hefur verið lögö í uppsetningt allt tilbúið fyrir opnun á sunnudaginn. Tækni; Reykj< Klukkan fjögur á sunnudaginn verður Tæknisýning Reykjavíkur opnuð í Borg- arleikhúsinu. Með þessari veglegu sýn- ingu er ætlunin að kynna almenningi störf hinna ýmsu tæknistofnana borgarinnar sem yfirleitt ber ekki mikið á. Sýnd verða stór líkön af Suðurlandi og Sundahöfn, vatnsaflsvirkjunum, dreifikerfí hitavei- tunnar og fleiru. Einnig verða til sýnis tölvuvæddar stjórnstöðvar, tölvukort af höfuðborgarsvæðinu, dreifistöð rafmagn- Tilkynningar Hátíðarmessur á höfuðborg- arafmæli Á sunnudaginn kemur, þann 17. ágúst, verður þess minnst í öllum kirkjum og messustöðum Reykjavík- ur að höfuðborgin okkar er að verða tvö hundruð ára. Auk þess sem meira verður haft við í söng og hljóðfæra- leik en vant er yfir sumarmánuðina á hinu svokallaða hátíðalausa miss- eri kirkjuársins, hefur borgarfulltrú- um og varaborgarfulltrúum verið sérstaklega boðið að taka þátt í messuflutningnum. Guðsþjónusturnar hefjast allar kl. 11 fyrir hádegi og auk prestanna og hins hefðbundna starfsliðs safhað- anna flytja borgarfulltrúar ávörp eða lesa lexíur og bænir dagsins og stíga einnig í stólinn til að flytja prédikun sunnudagsins. Hefur verið leitað til borgarfulltrúanna og varaborgar- fulltrúanna af forystumönnum safnaðanna, þar sem þessir kjömu fulltrúar eiga heima og þeir beðnir um þetta eða boðið þetta, allt eftir því hvemig menn vilja túlka. En af hendi safnaðanna er þessi þátttaka hinna kjömu leiðtoga til þess að leggja áherslu á stöðu kirkjunnar í borginni og þátt þjóðkirkjunnar allr- ar í mótun þess þjóðlífs sem við njótum og þökkum nú á þessum tímamótum í sögu Reykjavíkur. Klukkan tvö sídegis er síðan bisk- upsmessa í Dómkirkjunni og mun biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, prédika en altarisþjónustu annast prestar Dómkirkjunnar ásamt dómprófasti. Við þá messu, sem flestar hinna, er lögð áhersla á lag og texta sem tengjast Reykjavík og íbúum hennar. Er það von presta og sóknarnefnda og allra þeirra sem hér starfa saman að messurnar verði fjölsóttar og sunnudagurinn því góður undir- búningur afmælisdagsins sjálfs með bænahaldi og boðun. En höfuðborg- inni biðjum við blessunar og öllum íbúum hennar en leiðsögn þeim sem þar eru valdir til forystu. Ólafur Skúlason dómprófastur. Tónlist í Árbæjarsafni Einar Kristján Einarsson leikur á gítar og Jóhanna V. Þórhallsdóttir syngur fyrir kaffigesti í Dillonshúsi sunnudaginn 17. ágúst kl. lú-17. Lútuleikur i Þingvallakirkju Snorri Öm Snorrason mun leika á lútu við guðsþjónustu í Þingvallakirkju næst- komandi sunnudag. Mun hann leika sjö smálög og eru verkin frá endurreisnaröld. Þeirra á meðal eru Praeludium og Tocc- ata, svo og tónsmíðin Christ ist erstanden. Hljómleikar í Dynheimum 1 kvöld kl. 20.30 verða hljómleikar í Dyn- heimum á Akureyri með 10 manna hljómsveit norskra hermanna NSB. Go- spelhljómsveit þessi er hér á landi á vegum Hjálpræðishersins. Kapteinn Daníel Óskarsson stjómar. Aðgangur er kr. 300 og 150 fyrir böm. Söng- og hljómleikasam- koma verður á sama stað á morgun, laugardag, kl. 17.30. Þingvallaferð ÆFAB og SUJ Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Sambands ungra jafnaðarmanna efna til sameiginlegrar sumarferðar til Þingvalla laugardaginn 16. ágúst. Lagt verður af stað frá Reykjavík eftir hádegi og verður þaðan farið í skoðunarferð um Þingvalla- svæðið undir leiðsögn Sveins Tómassonar miðaldafræðings. Að því loknu verður snæddur kvöldverður í Hótel Valhöll. Síðustu sýningar á Njálssögu Núna um helgina verða allra síðustu sýn- ingar á Njálssögu í Rauðhólum. Sýning- amar verða í kvöld, föstudagskvöld, kl.20.00 og laugardagskvöld á sama tíma. Miðasala og upplýsingar em hjá Söguleik- unum, sími 622666, Ferðaskrifstofunni Farandi, sími 17445, og Kynnisferðum, Gimli, sími 28025. Rokkbræður á ísafirði 1 kvöld, föstudagskvöld, og annaðkvöld munu Rokkbræður skemmta Vestfirðing- um í Þinghól á Isafirði. Rokkbræður skipa þeir Garðar Guðmundsson og Þorsteinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Hvað er á seyði um helgina? (15.08.1986)
https://timarit.is/issue/190758

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Hvað er á seyði um helgina? (15.08.1986)

Aðgerðir: