Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. íþróttir • Björn Borg keppir á ný. Bjöm Borg með á ny Sænski tennisleikarinn Bjöm Borg, sem meðal annars hefur unnið einiiðaleik karla fimm sinnuní á Wimbiedon keppninni, er á leið á tennisvöllinn á nýjan leik. Mótið sem Borg mun taka þátt í fer fram í Bologna á ftah'u 3. og 4. nóvember og verða margir af bestu tennisleikurum heims á meðal þátttakenda. Þar má nefna Tékkann Ivan Ix>ndl, sem er í efsta sæti á lLstanum yfir bestu tennisleikara í heiminum, og Bandaríkjamanninn skap- stóra John McEnroe en hann er sem stendur í tíunda sætinu á heimslistanum og er langt síðan hann hefur verið svo neðarlega á listanum. Af öðrum frægum tennisleikurum má nefna Arg- entínumanninn Guillermo Vilas, Vitas Gerulaitis frá Bandaríkj- unum og Rúmenann Ilie Nastase. -SK Navratilova ekki blönk íþróttamenn í fremstu röð í heiminum þéna mikið af pening- um eins og oft hefur komið fram í fréttum. Einn er sá íþróttamað- ur sem virðist vera í nokkrum sérflokki en það er bandaríska tenniskonan Martina Navrat- ilova. Það sem af er þessu ári hefur hún unnið sér inn um 54 milljón- ir eða rúmlega 1,3 milljónir dollára. f öðnr sætinu er landa hennar. Chrís Evert Lloyd, með um 33 milljónir þannig að Nav- ratilova ber höfuð og herðar yfir stöllur sínar. Norman ekki hálfdrætting- ur Ástralski golfleikarinn, Greg Norman, hefur einnig gert það gott í sumar en hann er þó ekki hálfdrættingur á við Navrat- ilovu. Norman hefiir það sem af er árinu þénað um 26 milljónir. Bob Tway, Bandaríkjunum, er í öðru sæti hjá kylfingunum með rúmar 25 milljónir. -SK Fjórfaldur Víkingssigur Borðtennismenn úr Víkingi unnu fiórfaldan sigur i meistara- flokki karla á punktamóti Víkings sem firam fór nýverið í Fossvogsskóla. Krístján Jónas- son vann mjög öruggan sigur í meistaraflokknum, Hilmar Kon- ráðsson varð annar, Bjami TJjamason þriðji og Bergur Kon- ráðsson fjórði. í meistaraflokki kvenna sigr- aði Ásta Urbancis, Emínum, en Elísabet Ólafsdóttir, KR, varð önnur. Jafriar í 3.-4. sæti urðu Anna Sigurbjömsdóttir, Stjöm- unni, og Fjóla Sigurðardóttir, UMSB. Emil Pálsson, Eminum, sigraði í 1. flokki karla, Elín Eva Gríms- dóttir, KR, í 1. flokki kvenna og Sigurbjöm Sigfússon, Víkingi, í 2. flokki karla. -SK Framarar mæta ekki til leiks ef ieikur Fram og KR fer fram á morgun „Ég hef ekki fengið neina tilkynn- ingu um að leikurinn hafi verið settur á annað kvöld í Höllinni. Og það er alveg klárt mál að ef hann hefúr verið settur á þá mætir lið Fram ekki til leiks,“ sagði Sigurður I. Tómasson, formaður handknattleiksdeildar Fram, í samtali við DV í gærkvöldi. Mótanefrid HSf mun hafa sett leik- inn á annað kvöld en seint í gærkvöldi bámst svo þær fréttir að hætt hefði verið við þá ákvörðun. „Ég hefði talið eðlilegt að samráð hefði verið haft við okkur um þetta mál. Það var ekki gert. Við erum orðnir yfir okkur þreyttir á þessum siðlausu vinnu- brögðum HSÍ og þeirri valdníðslu sem þar ræður ríkjum. Og ef það er mein- ing þessara manna að setja leikinn á annað kvöld er alveg ömggt að Fram- arar mæta ekki til leiks. Þetta íslands- mót er á góðri leið með að verða eitt allsherjar klúður. Útlit var fyrir stór- skemmtilegt kvöld á sunnudagskvöld- ið siðasta þegar leikir Vals og Víkings og Fram og KR vom á dagskrá, sem sagt fjögur Reykjavíkurfélög í slagn- um. En með furðulegum vinnubrögð- um tókst HSÍ að klúðra þessu algerlega," sagði Sigurður I. Tómas- Framarar kæra Framarar hafa ákveðið að kæra leikinn gegn KR og vilja þeir að Fram verði dæmdur sigur í leiknum þar eð KR-ingar mættu ekki til leiks og ólög- lega var staðið að frestun hans. -SK Lúxemborgarar voru rassskelltir - Claesen með þrjú og Beigía vann, 0-6 Kristján Bembuig, DV, Bélgiu; Belgar em nú efstir í sjöunda riðli undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Þeir léku í gærkvöldi gegn Lúxemborg á útivelli og unnu stóran sigur, 9-6. Thys, þjálfari Belgíu, sagði fyrir leikinn að mjög inikilvægt væri fyrir lið sitt að skora mikið af mörkum og honum varð að ósk sinni. Belgar byijuðu mjög vel og eftir að- eins níu mínútur var staðan orðin 0-2. Fyrst skoraði Eric Gerets á 6. mínútu og loks Nico Claesen á þeirri 9. Skömmu fyrir leikhlé bætti Franky VerCauteren þriðja markinu við og á 54. mínútu skoraði Claesen fjórða mark Belgíu og annað mark sitt. Jan Ceulemans bætti fimmta markinu við með skalla á 88. mínútu og mínútu skoraði Claesen sjötta markið og full- komnaði þrennu sína. -SK •Amór Guðjohnsen, atvinnumaður hjá Anderlecht, ásamt syni sinum, Eiði Smára, sem er átta ára gamall en hefur vakið mikla athygli fyrir knattspyrnuhæfileika í Belgíu. Millwall for í 3. umferð Millwall sigraði Walsall, 3-2, í gær- kvöldi í síðari leik liðanna í 2. umferð enska deildabikarsins. Millwall komst því í 3. umferð með samanlagða markatölu, 4-2, og leikur gegn toppliði 1. deildar, Norwich í næsta leik. Plymouth vann Sheffield Utd. í 2. deild í gærkvöldi, 1-0, Doncaster vann Carlisle, 2-0, og Wrexham vann Peterborough, 4-3. -SK Mjög góð byrjun hjá Ribe •Pétur Guðmundsson tognaði í baki og hefur ekki getað æft i tvær vikur. - í 1. deildinni dönsku í handknattieik Ribe, sem Anders Dahl-Nielsen leik- ur með og þjálfar, hefur komið veru- Iega á óvart í 1. deildinni dönsku í handboltanum. Sigrað í tveimur fyrstu umferðunum. Eftir að liðið missti sjö leikmenn úr aðalliði sínu í sumar, meðal annars Islendingana Gísla Felix Bjamason og Gunnar Gunnarsson, var spáð að það mundi eiga í vök að veijast í deildinni i vetur. En gömlu landsliðskappamir Anders Dahl og Mogens Jeppesen markvörður hafa leikið mjög vel tvær síðustu vikumar og drifið nýju leikmennina með sér. f 2. umferð sigraði Ribe Álaborgar- KFUM á útivelli, 19-21, eftir 10-13 í hálfleik. Anders Dahl var tekinn úr umferð en skoraði þó þijú mörk. Enn seigur, gamli KR-þjálfarinn. Flemming Bevensee var markahæstur leikmanna Ribe með 6 mörk. í leik stórliðanna í danska hand- boltanum, HIK og Helsingör, sigruðu Danmerkurmeistarar HIK, 23-20, eftir 9-9 í hálfleik. Michael Fenger var markahæstur hjá HIK með 8/5 mörk en Jens Erik Roepstorrf hjá Helsingör með sex. -hsím Petur S jJj ^Jj 5 JL meiddist Norður-lrar án Pat Jennings í fyrsta sinn í 120 leikjum i - í æfingabuðum með Lakers „Ég tognaði nokkuð illa á baki í æfinga- búðunum með Lakers og hef ekkert getað æft síðasta hálfa mánuðinn," sagði Pétur Guðmundsson, atvinnumaður í körfuknatt- leik hjá bandaríska liðinu Los Angeles Lakers, í samtali við DV í gærkvöldi. „Ég var orðinn nokkuð góður um síðustu helgi og fór þá á æfingu en meiðslin tóku sig upp að nýju. Ég gat því ekkert verið með í tveimur æfingaleikjum sem liðið spil- aði um helgina. Fyrst vann Lakers Chicago, 123 -104, og loks New York Knicks, 112-87. Ég get ekki sagt til um hversu alvarleg þessi meiðsli eru en ég er nú í sérstakri læknismeðferð og vonast eftir þvi að vera orðinn góður fyrir fyrsta leikinn í deildinni þann 1. nóvember," sagði Pétur Guðmunds- son. Keppnistímabilið í NBA-deildinni hefst 1. nóvember en þá á Lakers að leika gegn Houston á útivelli. Það verður örugglega erfiður leikur fyrir Lakers en Houston sló Ijakers út í úrslitakeppninni um titilinn í fyrra. -SK - þegar þeir mæta Englendingum á Wembley í kvöld í EM j Hætt er við að leikmönnum norður- írska landsliðsins í knattspymu bregði nokkuð í brún í kvöld er þeir mæta Englendingum á Wembley leikvangin- um í Lundúnum en leikur þjóðanna er liður í Evrópukeppni landsliða. Pat Jennings, sem staðið hefur í marki norður-írska liðsins í síðustu 119 leikj- um liðsins, er nú hættur og leikur ekki fyrir aftan vamarmennina norð- ur-írsku í kvöld. Talið er mjög líklegt að ungur markvörður, Phil Hughes, sem leikur með Bury, taki stöðu Jenn- ings í markinu. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, hefur ákveðið að kalla ekki á þá Mark Hateley og Ray Wilkins sem báðir leika á Ítalíu. Enskir knatft spymuunnendur bíða spenntir eftir því að sjá hvemig þeim Bryan Rob- son, Manchester Únited og Steve Hodge, Aston Villa, muni ganga að leika saman á miðjunni en sem kunn- ugt er kom Hodge inn í enska liðið í • Pat Jennings fjarri góðu gamni í kvöld. Mexíkó þegar Robson meiddist og stóð sig afburðavel. Norður-írum, sem leika í riðli með Englandi, Tyrklandi og Júgóslavíu, gekk vel síðast þegar þeir léku á Wemley. Þá var ekkert mark skorað og með jafhteflinu tryggði norður- írska liðið sér farseðlana til Mexíkó. Þá var Jennings í miklu stuði og Norður-írar bíða nú spenntir eftir að sjá frammistöðu arftaka hans í kvöld. Mjög líkleg lið í kvöld: England: Shil- ton, Anderson, Watson, Butcher, Sansom, Waddle, Robson, Hoddle, Hodge, Lineker og Beardsley. N- frland: Hughes, McDonald, Nicholl, McClelland, Donaghy, Mcllroy, Whit- eside, Penney, Campbell, Clarke og Stewart. -SK I I Andevs Dahl og Skaarup - á þjálfaranámskeiði hjá Fram Handknattleiksdeild Fram gengst fyrir A-stigs þjálfaranámskeiði um næstu helgi og þar munu þeir Anders Dahl Nielsen og Per Skaarup verða leiðbeinendur. Anders Dahl er núverandi þjálfari Ribe í Danmörku en Skaarup þjálfar Fram. Þeir sem áhuga hafa á námskeiði þessu eru hvattir til að tilkynna þátttöku hið allra fyrsta í síma 25054 (Sigurður) og 82800 (Lárus). Nám- skeiðið hefet klukkan fjögur á fóstudag og því lýkur á sunnudag. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.