Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Blaðsíða 4
22 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudaginn 26. okt. 1986. Vígsla Hallgrimskirkju kl. 10.30. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 25. okt. kl. 11. árdegis. Sunnudagur: Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 14. Organleikari Smári Ólason. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ól- afsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matt- híasson. Akureyri. predikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðsfé- lagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagssíðdegi. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Messa fellur niður. ■Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardagur 25. okt.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Messa kl. 11.00 fell- ur niður vegna vigslu Hallgrímskirkju. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella- og Hólakirkja Laugardagur: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudagur: Barna- guðsþjónusta kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðsfélag- inu mánudag 27. okt. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Messa og altarisganga kl. 14.00. Fermdur verður Kristinn Hilmarsson. Silunga- kvísl 21, Reykjavík. Fríkirkjukórinn svngur. Söngstjóri og organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messakl. 14. Org- anleikari Árni Arinbjarnarson. Fimmtu- dagur 30. október kl. 20.30. Almenn samkoma á vegum UFMH. Lofgjörð og fvrirbænir. KafFisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Vígsluhátíð Hallgrímskirkju. Messa kl. 10.30. Biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson. vígir kirkjuna og predikar. Altarisþjónustu annast vígslubiskup, sr. Ólafur Skúlason. og sóknarprestar Hall- grímskirkju. Lesarar Hermann Þor- steinsson, Lydia Pálmarsdóttir. dr. Jakob •Jónsson og dr. Sigurbjörn Einarsson. Ávörp flytja forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir. og Jón Helgason kirkjumála- ráðherra. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Organisti Hörður Áskelsson. Hátíðarsamkoma og setning Prestastefnu kl. 16.00. Mótettu- kór Hallgrímskirkju flvtur kantötuna ..Lofa þú Drottin. sála mín“ eftir J.S. Bach. Einsöngvarar Margrét Bóasdóttir, Elísabet Waage. Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson. Biskup ís- lands flytur setningarræðu prestastefn- unnar. Allir velkomnir. Mánudagur 27. okt.: 312. ártíð sr. Hallgríms Pétursson- ar. Hátíðarmessa kl. 20.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson predikar. Sr. Karl Sigur- björnsson þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Einsöngvari. Margrét Bóasdóttir. Organleikari Hörð- ur Áskelsson. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kársnesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Hannes Blan- don á Laugalandi predikar. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - leikir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja Laugardagur 25. okt. Guðsþjónusta í Hátúni 10B. 9.h. kl. 11.00. Fræðslufundur FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986. FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1986. Karólína á Kjarvalsstöðum Á morgun, laugardaginn 25. okt- óber, kl. 14.00 opnar Karólína Lárusdóttir sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Sýnd verða olíu- málverk, vatnslitamyndir og graf- íkmyndir. ÓIl verkin eru unnin á síðasta ári. Karólína er fædd í Reykjavík 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og hélt þá um haustið utan til myndlistarnáms. Hún útskrifaðist frá Ruskin listaskólanum í Oxford 1967. Veturinn 1976-’77 nam hún við Barking College of Art í Lon- don með ætingu sem aðalgrein. Karólína hefur verið búsett í Englandi síðan 1964 og vinnur þar að list sinni. Kennslu stundaði hún um nokkurra ára skeið og hefur hún haldið fyrirlestra um myndlist víðs vegar. Þetta er sjötta einkasýning Karólínu. Áður sýndi hún 1982 á Kjarvalsstöðum, 1983 í Chenil Gallery, London, 1984 í Drian Gall- ery, London, 1984 í Gallery 10, London og 1985 í Gallerie Gammel Strand, Kaupmannahöfn. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Árið 1980 var Karólína kosin meðlimur í „The Royal Soci- ety of Painter-Etchers and Engra- vers“ og síðastliðinn vetur hlotnaðist henni sá heiður að vera valinn félagi. ' I Vegurinn, olía á striga eftir Karóiínu Lárusdóttur. Gítartónleikar -v • m Stefja, eitt verka Björgvins, unnið á þessu ári. Björgvin opnar sýningu Á morgun, laugardaginn 25. okt- Sýningin verður opin daglega kl. óber, opnar Björgvin Sigurgeir 14-22 og mun hún standa til 9. Haraldsson sýningu á myndverk- nóvember. um sínum á Kjarvalsstöðum. Yfirlitssýrung á verkum Valtýs Pétuissonar í Listasafm íslands List og fagurfræði í Nýlistasafninu 1 gærkvöldi var opnuð í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b, sýning á verkum eftir Níels Hafstein og ber hún yfirskriftina List og fagurfræði. Verkin á sýningunni eru bvggð á dýptarskyni í tvívídd og þrívídd, ná- lægð og fjarlægð, tíma og hugsun. Sýning Níelsar Hafstein er opin á virkum dögum fx-á kl. 16-20 og um helgar frá 14-20. henni lýkur sunnu- daginn 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Erla sýnir á Kjarvalsstöðum Á morgun, 28. október kl. 14.00, opnar Erla B. Axelsdóttir myndlist- arsýningu á Kjarvalsstöðum. Erla stundaði nám við Myndlista- skólann í Revkjavík 1975-1982 og listadeild Skidmors háskóla. Sara- toga Springs, New York, 1984. Þetta er fimmta einkasýning Erlu en jafn- framt átti hún verk á sýningunni „Reykjavík í myndlist" á Kjarvals- stöðum síðastliðið sumar. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum verða um það bil 40 pastelmyndir sem unnar eru á 2-3 síðastliðnum árum. Erla vinnur í olíu. pastel og kol en eins og fyrr segir sýnir hún einungis pastelmyndir núna og eru vei'kin öll til sölu. Sýning Eriu á Kjarvalsstöðum verður opin daglega frá kl. 14-22 og stendur til 9. nóvember. í Austurbæjarbíói Valtýr Pétursson myndlistarmaður. Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni Islands yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturs- sonar. Sýningin spannar allan listferil Valtýs, allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944-46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíumyndir, mósaík og gvassmyndir. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 13.30-18.00 og um helgar kl. 13.30-22.00. Aukasýiúng vegna fjölda áskorana Vegna fjölda áskorana hefur Leikfélag Reykjavíkur ákveðið að endurtaka leikritið Gönguferð um skóginn sem flutt var tvívegis í tengslum við leiðtogafundinn í Reykjavík um daginn. Hér er um að ræða nýtt bandarískt leikrit eft- ir Lee Blessing um friðarviðræður stórveldanna þar sem aðalpei'són- urnar eru leiðtogar Bandaríkja- manna og Sovétmanna í afvopnunarviðræðunum i Genf. Það eru þeir Gísli Halidórsson og Þorsteinn Gunnarsson sem leika Sovétmanninn Botvinnik og Bandaríkjamanninn Honeyman. Efni leikritsins hefur óvenjubeina skírskotun nú, eftir fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs hér í Reykjavík en er jafnframt bráð- skemmtileg lýsing á þessum tveim mönnum. samskiptum þeirra og vináttu þeirri er með þeim tekst. Lee Blessing þykir með athyglis- verðustu yngri höfundum í Banda- ríkjunum. Þetta leikrit hans var frumflutt í júlí í sumar á Eugene O'Neill leiklistarhátíðinni í Water- ford í Bandaríkjunum og er hér um að ræða frumflutning verksins í Evrópu. Verkið er flutt í sviðsett- um leiklestri í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri er Stef- áns Baldursson. Leikritið verður flutt á morgun, laugardag, klukkan 15.00 í Iðnó. Aðgöngumiðaverð er kr. 300. Þorsteinn Gunnarsson og Gisii Halldórsson fara meö hlutverk leiótoganna i Gönguferð um skóginn. Fyrstu tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum vetri verða haldnir í Austurbæjarbíói á morg- un, laugardaginn 25. október, og hefjast þeir klukkan 14.30. Pétur Jónasson gítarleikari mun leika verk eftir spænsku tónskáldin Tarrega og Moreno-Torroba, mex- íkanska tónskáldið Manuel M. Ponce og auk þess frumflytja nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson, Til- brigði við jómfrú. Pétur er einn af okkar ungu tón- listarmönnum sem hefur vakið athygli í tónlistarheiminum. I sum- ar var hann ásamt 11 gítarleikurum valinn úr stórum hópi til þess að taka þátt í námskeiði Andrés Sego- via í Bandaríkjunum. Framundan hjá Pétri eru tónleikar í Evrópu. ísrael og Bandaríkjunum. Miðar á tónleikana eru seldir í bókabúð Lárusar Blöndal, í Istóni og við innganginn. Pétur Jónasson gítarleikari er einn af okkar ungu tónlistarmönnum sem hefur vakið athygli í tónlistar- heiminum. um sálgæslu í Safnaðarheimili Laugar- neskirkju kl. 14.15-17.00. Tveir norskir sérfræðingar leiðbeina. Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 300.00. Al- menn samkoma kl. 20.30. Per Arne Dahl talar o.fl. Mikill söngui-. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Mánudagur 27. okt. Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðjudagur 28. okt.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Mið- vikudagur 29. okt.: Síðdegiskaffi kl. 14.30 í nýja salnum. Félagar úr æskulýðs- félaginu koma með efni. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardagur: Samverustund aldraðra kl. 15.-17. Guðrún Þórðardóttir o.fl. sjá um efni í tónum, tali og dansi. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Fermd verða Lúðvík Hafsteinn Geirsson, Ásbúð 36, Garðabæ, Ragnar Ingibergsson, Sörla- skjóli 7, Stefán Guðjónsson, Lerkihlíð 4, og Þórður Guðjón Þorgeirsson, Grana- skjóli 26. Prestarnir. Mánudagur: Æskylýðsstarf kl. 20 í umsjá Aðalsteins Thorarensen. Þriðjudagur og fimmtu- dagur. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson Seltjarnarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný Ás- geirsdóttir spilar á gítar og talar við börnin. Guðsþjónusta kl. 14. Organleik- ari Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Opið hús fyrir unglingana á mánudagskvöld kl. 20.30. Verum með. Sóknarprestur. Frikirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 11. Helgistund kl. 14 í upphafi landsmóts St. Georgs skáta í Hafnarfirði. Sr. Einar Eyjólfsson. Tilkyimingar Greifarnir í Garðabæ og Hval- firði I kvöld, föstudagskvöld, spila Greifarnir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðabæ. Á laugardags- kvöldið verða þeir norðanmenn síðan með gleðskap að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd þar sem þeir munu spila hressa danstón- list fólkinu til hita. Sætaferðir í Hvalfjörð- inn verða frá Iteykjavík. Akranesi og Borgarnesi. Félag makalausra Spila- og myndakvöld verður í Mjölnis- holti 14 laugardagskvöldið 25. október kl. 21. Neskirkja Samverustund aldraðra verður á morgun, laugardag, milli kl. 15 og 17. Guðrún Þórð- ardóttir og fleiri sjá um efni í tali, tónum og dansi. Brautskráning kandídata frá Háskóla íslands Afhending prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í Háskólabíói laugardag- inn 25. október kl. 14. Rektor Háskólans, prófessor dr. Sigmundur Guðbjarnason, Bæklingur um jólaföndur Ut er kominn hjá Föndri sf. í Reykjavík bæklingur um það jólaföndur sem fyrir- tækið hefur á boðstólum í ár. Eins og áður eru allir íslensku jólasveinarnir ásamt Grýlu og Leppalúða auk margs annars í bæklingnum. Nær allt efni og hönnun er ávarpar kandídata en síðan afhenda deild- arforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 105 kandídatar. Fyrirlestur um nóbelsverð- laun og verðlaunahafa Sunnudaginn 26. október kl. 17 heldur Knut Ahnlund, prófessor frá Svíðþjóð, fyr- irlestur í Norræna húsinu. Knut Ahnlund fjallar í fyrirlestri sínum um nóbelsverð- launin í bókmenntum og hvernig sænska íslenskt. Hægt er að panta bæklinginn hjá fyrirtækinu sem sendir vörur í póstkröfu auk þess að taka að sér kennslu stærri hópa. Tilvalið fyrir félagasamtök og alla þá sem vilja gera jólaskraut og jólagjafir sjálfir. akademían velur nóbelsverðlaunahafa hverju sinni. Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur í þessum efnum, hann hefur átt sæti í akademíunni frá 1983 og hefur auk þess starfað við Nóbelstofnun hennar sem sérfræðingur í bókmenntum frá 1970. í erindi sínu ræðir Knut Ahnlund einnig um nýjasta nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum, Wole Soyinka, og ber þar vel í veiði þar eð hann mun svo til óþekkt- ur hér á landi. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir kl. 17 á sunnudaginn og eru all- ir velkomnir. Vatnslitamyndirtil sýnis í Mokkakaffi og Ingólfsbrunni Heike I. Hartmann sýnir 18 vatnslita- myndir í Mokkakaffi viö Skólavöröustíg frá 20. okt til 9. nóv. og 12 myndir í Ing- ólfsbrunni í Miðbæjarmarkaði frá 12. okt til 20. nóv. Heike stundaöi nám í myndlist bæði í Hamborg og Myndlistarskóla Revkjavíkur. Hún hefur verið búsett á Is- landi síðan 1962. Ráðstefna hjá Sagnfræðingafélagi Islands Laugíxrdaginn 25. október efnir Sagn- fræðingafélag íslands ráðstefnu um efnið Iðnbylting á fslandi - Umsköpun at- vinnulífs um 1880 til 1940. Ráðstefnan verður haldin í Odda, liúsi Háskóla ís- iands. kl. 13 18 eftir hádegi. Hún er öllum opin og áhugafólk um efnið er velkomið. bæði til að hlýða á erindið og taka þátt í umræðum. Fimrn sagnfræðingar flytja stutt erindi um eftirtalin efni: Gísli Gunn- arsson: Kenningar sem útskýra útbreiðslu þróaðs hagkerfis. Guðmundur Hálfdán- arson: Aðdragandi iðnbyltingar á 19. öld. Jón f>. Þór: Vélvæðing í íslenskum at- vinnuvegum í upphafi 20. aldar. Magnús S. Magnússon: Stéttargerð nýs tíma. Þorsteinn Helgason: Skilyrði hraðþrónn- ar á íslandi og í þróunarlöndum samtím- ans. Kynningarfundur II. ráðs mál- freyja verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugardaginn 25. október kl. 15. í öðru ráði Málfreyja eru 8 deildir víðs vegar af landinu, þar af eru tvær deildir á Akureyri. ein á Mývatni en hinar eru á Reykjavíkursvæðinu. Mál- freyjur vinna að því að þjálfa sig í ræðumennsku. Þá hafa þær veriö með námskeið í talkennslu og framsögn, boðið stjórnmálamönnum á fundi til sín, sem þær halda tvisar sinnum í mánuði. Félag mál- freyja er fvrir konur á öllum aldri. Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð laugardaginn 21. október kl. 14 í félagsheimilinu Skeifunni 17, 3 hæð. Allir velkomnir. Félag Snæfellinga og Hnappdæla I Reykjavík Snæfellingar og Hnappdælir í Reykjavík! Notum nú tækifærið að hittast og skemmta okkur saman á fyrsta spilakvöldi vetrarins annað kvöld. Látum ekki letina ráða! Nefndin Laugardagsganga Hana nú Vikuleg. laugardagsganga lrístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á ntorgun. laugardaginn 25. október. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Hittumst öll í ntola- kaffinu í upphafi göngunnar. Við sníðunt svo gönguna eftir veðri og færð. Verið hlýlega búin. Markntið göngunnar er sant- vera. súrefni og hreyfing. Eskfirðingar og Reyðfirðingar Síðdegiskaffi fyrir eldra fólk úr þessum byggðarlögum verður sunnudaginn 26. október kl. 15 að Skipholti 50 a (sóknar- salnum). Kvenfélag Neskirkju minnir konur á aðalfund félagsins sem haldinn verður nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús í Hlaðvarpanum Opið hús verður í Hlaðvarpanum á mánu- dagskvöldum kl. 20.30 í vetur. Mánudagur 27. október: Hver verður stefnan í kjaramálum kvenna i komandi kosningum? Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, fornt. Sóknar. Ragna Bergmann, form. Framsóknar og Hulda Ólafsdóttir. form. Sjúkraliðafélags Islands, reifa málið. Á boðstólum verða léttar veitingar. Kynningarsýning læknadeild- arinnarframlengd Vegna mikillar aðsóknar að kynningar- sýningu (opnu húsi) læknadeildar sl. sunnudag verður sýningin opin sunnudag- inn 26. október nk. kl. 13-18. Á sýningunni eru 28 kennslugreinar innan læknadeildar kynntar í máli og myndum og ýmis tæki til sýnis. Ennfremur er kynning á námi í læknisfræði, lyfjafræði lyfsala og sjúkra- þjálfun og sýndar eru svipmyndir úr sögu Nýtt jólakort frá Asgrímssafni Jólakort Ásgrímssafns 1986 er komið út. Það er prentað eftir vatnslitamyndinni Haust á Þingvöllum. Myndin. sem var máluð um 1949, er nú til sýnis á haustsýn- ingu safnsins. Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins (16X22 sm) læknakennslu. Þá er kynning á nýbygg- ingu læknadeildar og tannlæknadeildar. Nemendum í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla er sérstaklega boðið á sýninguna. Sýningin er í nýbyggingu við Vatnsmýrarveg 16, nálægt Umferðarmið- stöðinni. Guðspekifélagið Á morgun, laugardag 25. október. kl. 15.30 verður flutt af myndbandi erindi er J. Krishnamurti flutti hjá Sameinuðu þjóð- unum upp úr 1980. Skemmtun hjá Karlakórnum Fóstbræðrum Karlakórinn Fóstbræður hefur hafið vetr- arstarfið og standa nú yfir haustskemmt- og er með íslenskum . dönskum og enskum texta á bakhlið. Grafík h/f offsetprentaði. Listaverkakortið er til sölu í Ásgríms- safni. Bergstaðastræti 74. á opnunartíma þess, sunnudögum. þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13.30 16 og í Ramma- gerðinni. Hafnarátræti 19. anir sem kórinn heldur fyrir styrktarfé- laga. Flest undanfarin haust hefur kórinn haldið slíkar skemmtanir 'og hefur það styrkt samband milli kórsins og styrktar- félaga. Næsta skemmtun kórsins verður nk. laugardagskvöld. Síðustu skemmtanir verða hins vegar föstudagskvöldið 31. okt. og laugardagskvöldið 1. nóv. Skemmtan- irnar byrja öll kvöldin kl. 20.30. Meðal skemmtiatriða má nefna söng kórsins. ein- söng Ingibjargar Marteinsdóttur. píanó- leik Jónasar Ingimundarsonar. kvartett- söng, gluntasöng og gamanþætti. í tilefni af 70 ára afmæli kórsins verður efnt til sérstakra hátíðartónleika í Langholts- kirkju laugardaginn 29. nóvember nk. en talið er að kórinn hafi verið stofnaður um þetta leyti 1916. 27 Kvenfélag Kópavogs Félagsvist verður mánudaginn 27. október kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Allir velkomn- ir. Haustkaupstefna Hana nú Haustkaupstefna frístundahópsins Hana nú verður í Félagsheimilinu Fann- borg 2. 2 hæð. sunnudaginn 26. október kl. 15. Á boðstólum verða „Hnallþórur" af öllum stærðum og gerðum. gulrætur. kleinuhringir. vettlingar. lukkupokar og fl. Skemmtatriði kl. 15.30 og 16 óvæntar uppákomur. Komið gerið góð kaup njótið skemmtiatriðanna. Kaupið ykkur rjúkandi kaffi og ilntandi vöfllur nteð rjóma og rabarbarasultu. Allir vinir og velunnarar Hana nú velkomnir. Afmæli Geðhjálpar Haldið verður upp á afmæli Geðhjálpar í Kélagsmiðstöðinni, Veltusundi 3 b. laugar- daginn 25. október kl. 14 18. Veislukaffi. Allir velkomnir. 0|tið hús hjá Geðhjál|t er sem hér segir: Á fimnttudögum ki. 20 22.30. föstudögum kl. 15 18 og laugar- dögum kl. 14 17. íslenska Óperan Óperan II Trovatore eftir Verdi verður sýnd föstudagskvöld kl. 20 og er það jafn- framt síðasta sýningin. Hljómsveitarstjóri er David Parry, en hann stjórnaði einnig íjórum sýningum í maí sl. Þjóðleikhúsið Uppreisn á ísafirði og Tosca í kvöld verður tólfta sýning á Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Arnalds í Þjóðleik- húsinu. Óperan Tosca eftir Puccini verður á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugar- dags- og sunnudagskvöld. Laugardagssýn- ingin var sett inn vegna mikillar aðsóknar en uppselt er á aðrar sýningar út mánuð- inn. Kristján Jóhannsson fer í þrjár vikur til Bandaríkjanna um mánaðamótin vegna annarra verkefna og heíjast síðan sýning- ar á Toscu að nýju eftir miðjan nóvemher. Ferdalög Ferðafélag Íslands Kl. 13 Jósepsdalut' -Ólafsskarð -Sauða- dalahnúkar Fkið á móts við Litlu kaffistofuna. gengið * inn í Jóseþsdal víir' Ólafsskarð. og á Sauðadalahnúka. Verð kr. 350. Nú íast öskjur fyrir árbókina. Ferðir og frétta- bréfið á skrifstofunni Öldugötu 3. Brottför í gönguferðina frá Umferðarmið- stöðinni. austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fvrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Dagsferð sunnudaginn 26. okt. kl. 13. A útiiegumannaslóðum í Marardal. Ahugaverð ferð þar sem skoðaður verður útilegumannahellir við Marardal undir leiðsögn Lýðs Björnssonar sagnfræðings. en frásögn hans um þessar útilegumanna- slóðir mun birtast í ársriti Útivistar er kemur út á næstunni. Létt og falleg göngu- leið. Nánari uppl. í símsvara 14606. Brottför frá BSÍ, hensinsölu. Verð 500 kr.. frítt f. börn m. fullorðnum. Útivistarfélag- ar. munið að greiða heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldinu. Sjáumst. Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.36 16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudöpum. fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsaiur við Freyjugötu Örlygur Sigurðsson opnar sýningu á verk- um sínum á morgun, laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.