Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987.
Það eru meira en tuttugu ár síðan 32 ára blaða-
maður á Morgunblaðinu sótti um nokkuð sér-
stætt starf sem nýlega hafði verið auglýst laust
til umsóknar. Starfið er þess eðlis að margir voru
útilokaðir sem umsækjendur, ýmist vegna póli-
tískrar sannfæringar eða vegna þeirra krafna sem
atvinnuveitandi gerði. Ungi blaðamaðurinn á
Morgunblaðinu var hins vegar búinn að gera upp
hug sinn til stjórnmála og þóttist vita að í starf-
inu gæti hann samtímis aflað sér lifibrauðs og
unnið hugsjónum sínum brautargengi.
Slík vinna liggur ekki alltaf á lausu. Sá hængur
var þó á að margir hötuðust við allt það sem
viðkom titvinnuveitandanum. Það var viðbúið
að nokkur óþægindi kynnu að fylgja starfinu.
Blaðamaðurinn var hins vegar þeirrar skoðunar
að fyrir málstaðinn mætti færa töluverðar fórnir
og hikaði ekki við að sækja um.
Enn þann dag í dag segist hann jafnsannfærður
um málstaðinn og ekki sér hann eftir neinu.
Þegar valið stendur á milli góðs og ills, réttlætis
og ranglætis, er auðvelt að taka afstöðu.
„BaráttdL góðs og ills
NATO-Mangi slær ekki af
ÍC
Það fór svo að Morgunblaðsmaður-
inn hreppti starfið og var ráðinn frá
og með 1. desember 1966. Þá tók
Magnús Þórðarson, próflaus lög-
fræðistúdent og blaðamaður á
Morgunblaðinu, við starfi upplýs-
ingafulltrúa NATO á Islandi. Við
Magnús festist uppnefnið NATO-
Mangi og segist hann aldrei hafa
kunnað því illa - fremur talið það
heiðursnafn.
Skrifstofa Magnúsar er í Garða-
stræti 42, ómerkt og lætur lítið yfir
sér. Hún er ómerkt af þeirri ástæðu.
að til skamms tíma höfðu einhverjir
fyrir sið að rífa skiltið niður sem
auðkenndi aðsetur upplýsingafull-
trúa NATO. Sá siður var tekinn upp
þegar ungt fólk var róttækt og vildi
Island úr NATO og herinn burt. Nú
er öldin önnur og hvorki heróp eða
mótmæli síðhærðra hippa í lörfum,
né skemmdarverk á húsaskiltum
spilla friðsælu vori við Garðastræti.
í dag er ungt fólk sléttgreitt og sætt
og hefur ekki tíma til að mótmæla
einu eða neinu. Metorð og starfs-
frami fást ekki með andófi og
mótmælum. Þess vegna er ekki lík-
legt að nokkur leggi á sig að efna til
mótmæla þegar utanríkisráðherra-
fundur NATO hefst hér eftir rúmar
tvær vikur.
Breyttir tímar
Magnús Þórðarson tekur á móti
blaðamanni, rólegur og yfirvegaður,
á skrifstofunni á þriðju hæð. Hús-
gögnin eru gömul og farin að láta á
sjá. Það er saga á bak við þessi hús-
gögn; franskur konsúlstóll og ríkis-
stjórnarstólar ásamt viktoríönskum
sófa sem síðhærðir og róttækir fitu-
hlunkar gerðu einu sinni að vígi
sínu.
Yfirbragð Magnúsar er rólegt en
þegar samtalið berst að hans hjart-
ans máli hækkar hann gjarnan
röddina og notar handasveiflur til
að auka áhersluna. Það er auðvelt
að ímynda sér hann á tvísýnum fund-
um talandi með hendur á lofti og
funheita sannfæringu í brjósti. Eins
og gefur að skilja vill Magnús helst
ekki tala um annað en þau mál sem
lúta að NATO. í þetta sinn var er-
indi blaðamanns ekki að fræðast um
Atlantshafsbandalagið.
Magnús var í eldlínunni þegar
umræðan var sem áköfust um aðild
íslands að NATO og veru bandaríska
herliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Upplýsingafulltrúi NATO stóð í fylk-
ingarbrjósti þeirra sem á fundum og
i fjölmiðlum vörðu aðildina að Atl-
antshafsbandalaginu. Hann tók líka
á móti skömmum og svívirðingum
andstæðinganna og var sakaður um -
svik við land og þjóð. Sannfærður,
sem Magnús var og er, snertu
skammirnar hann lítið. Það var helst
að fjölskyldunnar vegna þætti hon-
um fárið óþægilegt sem geisaði um
!iá er beittu sér í baráttunni um stöðu
slands í samfélagi þjóðanna. Magn-
ús vill þó ekki gera of mikið úr þeim
'styrr um NATO sem stóð fram á síð-
asta áratug.
- Vitanlega var fólk með kröfu-
spjöld og var að mótmæla hinu og
þessu. En það var aldrei nema lítill
hluti þjóðarinnar sem tók þátt. Aðal-
lega var það ungt fólk, sem af
mismunandi ástæðum vildi mót-
mæla. Ég sá hérna um daginn
umfjöllun í sjónvarpinu um þennan
tíma og fannst of mikið gert úr
ástandinu. Þetta var ekki svo of-
boðslegt.
Magnús dregur hins vegar ekki dul
á að það er miklu auðveldara að
koma málstaðnum á framfæri í dag
en það var á síðasta áratug.
- Blessaður vertu, það er ekki
hægt að jafna því saman. Núna er
ungt fólk með miklu jákvæðara hug-
arfar til NATO en það var áður.
úti. Samkvæmið leystist upp í deilur
um ísland og NATO og leikurinn
endaði með slagsmálum úti á götu.
Skrifstofan
hertekin
Þorskastríðin við Breta á síðasta
áratug hleyptu hita í landann. Mörg-
um þótti skjóta skökku við að
bandalagsþjóð okkar í NATO skyldi
í krafti herskipaflota halda fiskiskip-
um við veiðar í íslenskri fiskveiðilög-
sögu. Aðildin að NATO komst enn í
brennidepil. Mótmælaaðgerðir og
heitstrengingar  gegn  bandalaginu
hver rugluð stelpan fór að henda út
um gluggann bæklingum og pésum.
Hún lét ekki nægja að kasta út þeirra
eigin áróðri heldur lét greipar sópa
um ritlinga sem ég hafði á mínu
borði.
Skrítið lið
- Þetta var skrítið lið, skal ég
segja þér. Sumir voru hreint og klárt
ruglaðir, einn reyndi stöðugt að
hrækja á mig. Aðrir voru það sem
ég vil kalla einnar-greinar-fólk; þeir
sem einhvern tíma höfðu lesið eina
grein í Þjóðviljanum eða Rétti og
Herstödvaandstæðingur í reiptogi um NATO-fánann við hótelsvein á Hótel Sögu árið 1968. „Núna er ungt
fólk með miklu jákvæðara hugarfar til NATO en það var áður."                Ljósm. Guöjón Einarsson
Maður fær allt aðrar og betri undir-
tektir en fyrir nokkrum árum.
Skólafíflið
- Ég man til dæmis eftir fundi í
skóla úti á landi, heldur Magnús
áfram. Fundurinn var fjölmennur og
mikill hiti í skólafólkinu. Ég fann
strax að ég átti ekki marga stuðn-
ingsmenn þarna. Það kom líka á
daginn; þegar ég hafði lokið máli
mínu tók enginn undir. Utan einn
strákur sem stóð upp og studdi mig.
Eftir fundinn var mér sagt að þessi
strákur væri skólafíflið.
- Maður varð stundum fyrir að-
kasti út af starfinu og mér þótti það
heldur leitt, aðallega vegna fjöl-
skyldunnar og vina minna. Oft voru
lítil tilefnin til alls æsingsins. Þessi
hringur hérna eyðilagði einu sinni
samkvæmi fyrir vini mínum, segir
Magnús og sýnir blaðamanni forláta
silfurhring á löngutöng hægri hand-
ar þar sem plata með merki NATO
er greypt í.
Magnús hafði verið í samkvæmi
hjá vini sínum ásamt fólki sem hann
þekkti ekki til. Allt var í besta lagi
þangað til einn kvenmaðurinn sá
silfurhringinn og þekkti merkið.
Konan spurði hver það eiginlega
væri sem bæri slíkt skart. Gestgjaf-
inn svaraði: „Hva, þekkirðu ekki
NATO-Manga?" Og þá var friðurinn
voru algengar. Sumir létu ekki þar
við sitja heldur lögðu leið sína á
skrifstofu upplýsingafulltrúa NATO
og lögðu hana undir 'sig. Það gerðist
snemma morguns og Magnús var
einn á skrifstofunni, þar eð einkarit-
arinn átti frí.
- Ég var nýkominn á skrifstofuna
og var í símanum þegar barið var á
dyrnar, rifjar Magnús upp. Ég lagði
símann frá mér, fór til dyra og opn-
aði þær. Fyrir utan voru tæplega
þrjátíu ungmenni sem fylltu gang-
inn. Fólkið þusti inn áður en ég
áttaði mig á hvað var á seyði og las
yfir mér yfirlýsingu þar sem sagði
að óll starfsemi NATÖ væri stöðvuð
þennan dag til að mótmæla land-
helgisdeilunni við Breta. Yfirlýsing-
in var auðvitað byggð á misskilningi
en um það þýddi ekki að fást. Ég sá
að æsingurinn var meiri en svo að
það þýddi að ræða þessi mál rólega
og yfirvegað. Þegar lestrinum var
lokið fóru ungmennin að koma sér
fyrir á skrifstofunni og tóku að troð-
ast í hin fáu sæti á stólum og sófanum
í skrifstofunni. Ég settist við skrif-
borðið mitt, tók upp símann og bað
viðmælanda minn að hringja í lög-
regluna og láta vita að það væri
búið að taka hús á mér. Það kom
síðar í ljós að þeir hjá Vinnuveit-
endasambandinu, hinum megin við
götuna, hringdu einnig í lögregluna.
Þá grunaði hvers kyns var þegar ein-
trúa því alla ævi sem þar stóð. Svo
voru það börn svokallaðra „betri
borgara" sem í iðjuleysi og fíflaskap
fundu sér ekki annað betra að gera
en að taka þátt í svona aðgerðum.
- Það voru ekki synir og dætur
verkamanna sem tóku þátt í þessari
vitleysu. Það fólk hefur alltaf vitað
betur og ekki stutt öfgaflokka heldur
Sjálfstæðisflokkinn.
Meig foringinn
á sig?
- Það dróst á langinn að lögreglan
gerði eitthvað út af hústökunni. Á
meðan undirbjuggu mótmælendurn-
ir sig. Þeir drógu stóran og þungan
viktoríanskan sófa að dyrum og létu
þá feitustu setjast í hann. Ungmenn-
in voru greinilega hrædd við lögregl-
una og það fór að bera á taugaóstyrk
hjá þeim. Ég reyndi að koma ákveð-
inn fram við þau og sagði þeim í
skipunartón að halda sér frá skrif-
borðinu mínu og eyðileggja ekki
teppið með ösku og sígarettustubb-
um. Þessu hlýddu þau og létu flest
lítið á sér kræla. Þegar lögreglan
loksins kom gat hún rutt sófanum
með þeim feitu frá dyrum og mótmæl-
endurnir veittu ekki frekara viðnám.
Það þurfti ekki annað en að ýta við
þeim til að fá þau út. Þó voru þau
tvö sem skorðuðu sig föst í skrifstof-
unni. Annað þeirra var foringinn,
sem var orðinn mjög taugaóstyrkur,
og hitt stúlka sem skorðaði sig í sóf-
anum. Það endaði með því að lög-
reglan bar foringjann út saman-
krepptan en stelpan fór af frjálsum
vilja þegar ég sagðist ætla að sjá um
hana sjálfur.
- Sú saga fór víða að foringi þessa
liðs hefði verið svo tregur til að fara
út vegna þess að hann hafi migið á
sig. Það hringdu í mig blaðamenn
og spurðu út í þetta. Ég varð hins
vegar ekki var við neina bleytu sem
foringinn gæti hafa skilið eftir sig,
segir Magnús og brosir.
- Annars er þetta ómerkileg saga
sem óþarfi er að rifja upp. Krakkarn-
ir voru að stæla terrorista úti í heimi
og tilgangurinn var að komast í
heimspressuna. Það mistókst alger-
lega.
Heimsveldi
hins illa
Hertöku skrifstofu upplýsingafull-
trúa NATO bar upp á sama tíma og
fjörbrot síðustu móhíkananna sem
opinberlega vildu kannast við að
kommúnistaríkið austur í Rússíá
væri til fyrirmyndar. Eftir nokkurra
ára bið eru Sovétríkin aftur komin á
dagskrá stjórnmálumræðunnar. í
þetta sinn vegna hlákunnar sem kom
í kjölfar valdatöku Gorbatsjovs. Þótt
einhverjir fóstri með sér þá hugsun
að yfirstandandi hláka muni valda
straumhvörfum í utanríkispólitík
Rússa og þar með heimspólitíkinni
gildir það ekki um Magnús Þórðar-
son. Að dómi Magnúsar þarf að bylta
öllu sovéska kerfinu til að marktæk-
ar breytingar verði.
- Baráttan stóð og stendur að
verulegu leyti enn um gott og illt.
Ég segi það fullum fetum að Sovét-
ríkin eru heimsveldi hins illa. Þau
geta breytt ásjónu sinni en eðli sós-
íalismans verður alltaf það sama. Ég
hef heyrt og séð nógu mikið til að
átta mig á því að við núverandi kerfi
er ómögulegt að nokkurt raunveru-
legt frelsi fái þrifist. Sósíalisminn
leyfir ekki frelsi, annars væri hann
ekki lengur sósíalismi.
ÁJLram NATO
Af framansögðu má ráða að Magn-
ús sér ekki hilla undir það að
hernaðarbandalagið NATO gangi
sér til húðar. Hlutverk NATO er enn
miklivægt fyrir vestrænar þjóðir. •
- Þaðeralvegljóstaðviljilýðræð-
isþjóðirnar halda frélsi sínu og
sjálfstæði er Atlantshafsbandalagið
besta tryggingin. Sovétríkin hafa
enn útþenslu að markmiði og það
sést ekki nokkur vottur þess að það
breytist. Atlantshafsbandalagið hef-
ur tryggt frið í Evrópu þau tæp
fjörutíu ár sem það hefur starfað.
Það er fáránlegt að trúa því að Sov-
étríkin myndu leggja af árásarstefnu
sína við þessar tillögur um einhliða
afvopnum sem eru farnar að skjóta
upp kollinum, fullyrðir sannfærður
Magnús Þórðarson, upplýsingafull-
trúi NATO á íslandi.        -pal
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44