Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. íþróttir Vikmgarnir í toppsætið - eftir 0-1 sigur gegn Breiðabliki Víkingar skutust á toppinn í 2. deildinni í knattsp\Tnu á laugardag þegar liðið sigraði Breiðablik. 1-0, á Kópavogsvelli. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu hjá báðum liðum. enda miklvægur Ieikur tveggja liða sem steína á sæti í 1. deild. Fvrri hálfleikur var ágætlega leik- inn hjá báðum liðum og ágætis marktækifæri litu dagsins ljós. Strax á 4. mínútu átti Hákon Gunnarsson hörkuskot rétt framhjá marki Víkings. Um miðjan fyrri hálfleik munaði litlu að Víkingar skoruðu f\Tsta mark leiksins þegar Hörður Theodórsson skaut hörkuskoti af löngu færi beint í stöngina. Því næst fékk Atli Einars- son gott færi þegar hann'komst inn fyrir Breiðabliksvörnina en skot hans fór í hliðametið. í síðari hálfleik náðu Víkingar betri tökum á Ieiknum og uppskáru fallegt mark á 57. mínútu. Trausti Ómarsson tók hornspymu. renndi boltanum út þar sem Hörður Theodórsson kom á fúllri ferð og sendi knöttinn glæsilega í slá og inn i mark Blikanna. Eftir markið hljóp harka í leikinn og dóm- arinn þurfti ósjaldan að bregða spjöld- um á loft. þar á meðal fékk Magnús Magnússon rauða spjaldið. Blikar revndu hvað þeir gátu að jafna en vörn Víkings var föst fyrir. Hörður Theodórsson og Jóhann ÞoiTarðarson vom bestu menn Vík- inga í leiknum og einnig átti Björn Bjartmarz góðan leik í vörninni. Blik- ar náðu ekki að sýna eins góðan leik og við var búist. Guðmundur Baldurs- son var einna bestur leikmanna liðs- ins. Dómari var Stefán Sigurðsson og hafði hann lítil tök á leiknum. -RR • Knötturinn smellur hér I stönginni á marki Breiðabliks eftir hörkuskot Harð- ar Theodórssonar. DV-mynd Brynjar Gauti Fjögur í fyrri hálfleik Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar ísfiröinga er liðin mættust í 2. deild á ísafirði á laugardag. ísfirðingar sigruðu. 3 1. í miklum baráttuleik en öll mörkin voru skoruð í f\Tri hálfleik. Benedikt Einarsson skoraði fvTsta mark leiksins fvTÍr ísfirðinga og skömmu síðar bætti Birgir Ólafsson öðru markinu við. Selfyssingar minnkuðu muninn með marki Heimis Bergssonar en ísfirðingar skoruðu 3. markið rétt fyrir hálfleik og var þar Kristinn Kristjánsson að verki. í síðari hálfleik gerðist fátt markvert. Selfyssing- um tókst ekki að minnka muninn þrátt fvTÍr heiðarlegar tilraunir og fóru því stigalausir heim. -RR Fyrstu stig Leifturs Leiftursmenn fengu sín fyrstu stig í 2. deild í gær þegar liðið lagði Vest- mannaeyinga að velli, 2-0, á malar- veliinum á Ólafsfirði. Sigur Leifturs var mjög sanngjam. Liðið sýndi mikla baráttu og uppskar eftir því. Leikurinn var annars nokkuð opinn, mikið um færi á báða bóga en Vestmannaeving- ar voru ekki á skotskónum. Óskar Ingimundarson skoraði fyrra mark Leiftursmanna snemma í leiknum. Staðan hélst þannig þar til á síðustu mínútu leiksins að Steinar Ingimund- arsson, bróðir Óskars, skoraði annað mark Leifturs og gulltryggði þar með sigurinn. -RR • Vignir Baldursson, ÍK, sést hér á fullri ferð i leik ÍK og Stjörnunnar um helgina. DV-mynd Gunnar Sverrisson Naumur sigur Fýlkis gegn Haukum í Arbæ - Ámi Sveinsson skoraði fyrir Stjömuna í 3. deild gegn ÍK Fyrsti leikur 3. deildar fór fram í Árbænum á föstudagskvöld og áttust þar við Fylkir og Haukar. Fylkismenn náðu að merja 1-0 sigur á nýliðunum í deildinni. Leikuiinn bar þess merki að um fyrsta alvöruleik sumarsins var að ræða. Bæði lið voru frekar taugaó- styrk í byijun en síðan fóru Fylkis- menn að ná tökum á leiknum. Haukamenn vörðust vel og í marki þeirra stóð gamla kempan Ögmundur Kristinsson og hafði nóg að gera því leikurinn fór að mestu fram á vallar- helmingi Hauka. Eina mark leiksins kom um miðjan síðari hálfleik og var þar á ferðinni Ólafúr Magnússon. Skömmu síðar var einum Hauka- manni vikið af velli og var það mjög umdeildur dómur. Einum færri áttu Haukamir engan möguleika á að jafna metin og sigur Fylkis var í höfn. Stjörnumenn sterkir Lið Stjörnunnar í Garðabæ á eflaust eftir að blanda sér í toppbaráttu 3. deildar. Á laugardag lék liðið gegn ÍK á grasvellinum í Garðabæ og vann Stjaman sannfærandi sigur, 3-1. ÍK náði þó óvænt forystunni í leiknum með marki Steindórs Elíssonar, sem kom eftir slæm vamarmistök Garð- bæinga. Heimamenn vom fljótir að jafna sig á áfallinu og jöfnuðu aðeins mínútu síðar. Brotið var á einum leik- manni Stjömunnar innan vítateigs og gamla kempan Árni Sveinsson skoraði af öryggi úr vítaspymunni. Skömmu fyrir leikhlé komust Stjömumenn síð- an yfir með fallegu marki Birkis Sveinssonar. í síðari hálfleÍK hafði Stjaman algera yfírburði en tókst að- eins að bæta einu marki við. Birkir Skúlason var aftur á ferðinni um miðj- an seinni hálfleik og skoraði þá með laglegum skalla sem markvörður ÍK réð ekkert við. Óttar Sveinsson og Birkir vom bestu menn Stjömunnar en annars stóðu allir leikmenn liðsins sig vel. Hjá ÍK bar mest á Vigni Bald- urssyni, fyrrum leikmanni Breiða- bliks, en hann þjálfar einnig liðið. Markalaust í Grindavík Nágrannabæimir Grindavík og Njarðvík mættust i sannkölluðum „derby“ leik í Grindavík á laugardag. Leiknum lauk með markalausu jafn- tefli þrátt fyrir mörg ágæt marktæki- færi á báða bóga. Valþór Sigþórsson, vamarmaðurinn snjalli sem áður lék með IBK og FH, spilaði sinn fyrsta leik með Njarðvík og var hann besti maður vallarins. Njarðvíkingar sóttu meira í leiknum en þeim tókst ekki að skora. Góður sigur Aftureldingar Afturelding sigraði Leikni á Breið- holtsvelli með 2-1 í mjög tvísýnum leik. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspymu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Jóhannes Bárðar- son jafnaði metin fyrir Leiknismenn en Óskar Óskarsson skoraði sigur- mark Aftureldingar á síðustu mínútu leiksins. Stórsigur Reynis Leikmenn Reynis, Sandgerði, fóm hamförum í leik gegn Skallagrími í Sandgerði um helgina. Þegar upp var staðið höfðu leikmenn Reynis gert 6 mörk án þess að Borgnesingum hefði tekist að svara fyrir sig. Ari Arason skoraði 2 mörk en þeir Kjartan Ein- arsson, ívar Ingvarsson, Davíð Skúla- son og Pétur Brynjarsson gerðu allir eitt mark hver. -RR Páll með þrjú og Hvöt vann stort Stokkseyri og Augnablik leiddu saman hesta sfna í A riðli 4. deildar á Stokkseyri á laugardag. Stokks- eyri sigraði í leiknum, 2-1, og má segja að Steingrímur Sigurðsson hafi verið hetja heimamanna því hann skoraði bæði mörk liðsins og tryggði liði sínu þar með 3 mikilvæg stig. Viðar Gunnarsson skoraði eina mark Augnabliks. Ármenningar óheppnir Ármenningar voru óheppnir að ná ekki alla vega jafntefli í viðureign sinni við Árvakur á gervigrasinu í Laugardal í gær. Ármenningar voru mun betri aðil- inn í leiknum en máttu sætta sig við 1-0 tap. Bjöm Pétursson skoraði Keppni í 4. deild Islandsmótsins hófst um helgina hreinlega gleymt að mark Árvakurs í fyrri hálfleik og þar við sat. Seltjarnarnesliðin unnu bæði I B riðli fóru fram tveir leikir um helgina. Skotfélag Reykjavfkur og Grótta áttust við á fóstudagskvöld og sigruðu Gróttustrákamir, 4-1. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Gróttu sem átti sigurinn fyllilega skilinn. Valur Sveinbjömsson skoraði tví- vegis fyrir Gróttu og þeir Rögn- valdur Pétursson og Sigurðm- Sigurðssop : skornðu sitt markið hvor. Eina mark Skotfélagsins skoraði Skúli Helgason en þeir Skotfélags- x yfir í hálfleik. Ólafúr Jósefssonskor- menn vom ekki í skotstuði á föstu- aði, tvö af mörkum Hveragerðis, þar dagskvöld. Menn höföu á orði að af eítt úr víti, og Kristján Theodórs- þeir heföu hlaða. Hitt Seltjarnamesliðið, Hvatberar, átti einnig velgengni að fagna í sama riðli. Liðið vaiin stórsigur, 4-0, á Reyni, Hellissandi. Heimir Jónasson skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vitaspymu. I síðari hálfleik bætti lið- ið þremur mörkum við og gerðu þeir Einar Einarsson, Jóhann Ármanns- son og Þór Ómar mörk liðsins. Öruggt hjá Hveragerði Hveragerði vann öruggan sigur á Höfnum í C riðli. Lokatölur urðu 3-1 eftir að Hveragerði hafði verið 2-1 son bætti þriðja markinu við. Guðmundur Jónasson svaraði fyrir Hafnir en það dugði ekki til. Auðveit hjá Víkverja Víkverjar unnu stóran sigur á Létti í leik tveggja Reykjavíkurfé- laga í gær. Víkverjar kunnu betur við gervigrasið og fóm á kostum í leiknum. Níels Guðmundsson skor- aði tvö mörk, Svavar Hilmarsson, Hermann Bjömsson og Jakob Har- aldsson gerðu eitt mark hver. Fjörugt í Bolungarvík í d-riðli mættust Bolungarvík og Reynir, Hnífsdal, og sigruðu þeir síð- amefndu, 4-3, í mjög fjörugum leik þar sem mörkin hrúguðust upp. Mörk Bolungarvíkur gerðu þeir Jó- hann Ævarsson, eitt, og Jón Kristj- ánsson tvö. Páll með „hat-trick“ I E riðli iöm íram tveir leikir. Á Hofsósi léku Neisti og Hvöt frá Blönduósi. Lið Hvatar sigraði, 4 0, í ójöfnum leik þar sem gestimir höföu mikla yfirburði. Páll Jónsson skoraði þrennu í ieiknum og Ingvar Jónsson skoraði eitt mark. Staðan i hálfleik var 1 0 fyrir Hvöt. í sama riðli sigraði Ungmennafé- lag Svarfdæla lið Ámoðans, 5-0. Svarfdælingar léku við hvem sinn fingur í lciknum eins og tölumar gefa til kynna. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.