Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 119. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FOSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
39
Menning
Af skornum
skammti
Sýningar Níelsar Hafstein og ívars Valgarossonar að Kjarvalsstöðum
Sýningar þeirra ívars Valgarðs-
sonar og Níelsar Hafstein i austursal
Kjarvalsstaða líða báðar fyrir smæð
sína. Hinn margræði niðursetningur
Níelsar um mýtólógíu hestsins, sem
þarf á nánu samneyti við áhorfand-
ann að halda, missir hluta af áhrifa-
mætti sínum út um víðan völl í þvi
gímaldi sem salurinn er.
Sömuleiðis þyrfti framlag ívars að
vera meira (og heillegra) til að gefa
manni tilfinningu fyrir listrænum
„prófíl" hans, þankagangi og mark-
miðum.
Allt um það er ágeng verk og
krefjandi að finna á sýningum
beggja. Þau hefðu einfaldlega plum-
að sig betur annars staðar.
Níels Hafstein er meðal fjölhæf-
ustu listamanna sinnar kynslóðar,
hefur lagt gjörva hönd á skúlptúr,
bækur, málverk, auk þess sem hann
hefur samið ýmiss konar myndlistar-
lega texta. Hugur hans hefur jafnan
hneigst til nokkurs konar naum-
hyggju, meinlætastefnu, sem blönd-
uð er eilitlum „dandyisma" eða
sundurgerð, sem birtist gjarnan í
nostri við smáatriði og yfirborðs-
fágun.
I niðursetningnum um hest guð-
anna er Níels sjálfum sér samkvæm-
ur. Verkið er blendingur af
stílfærðum tréskúlptúr á gólfi, vegg-
myndum úr málmi, útsaumsverkum
og svo texta, sem gefur vísbendingar
um það sem listamaðurinn er að fara.
Sjálfur verður áhorfandinn að spá í
eyðurnar, gerast virkur þátttakandi
í því ævintýri sem listamaðurinn
segir frá.
Allir þættir verksins eru einfaldir
en margræðir, fágaðir í útliti - jafn-
Frá sýningu Níelsar Halsteip.
Myndlist
Aðalsteinn IngóHsson
vel „smart", sem skemmir þó ekki
fyrir.
Rökræn myndsýn
Eins og Niels er Ivar hallur undir
ákveðna tegund huglægrar (kon-
septúal) naumhyggju, en meðan
Níels gerir sér far um að gefa henni
ljóðræna vídd, sem áhorfandinn get-
ur lifað sig inn í að vissu marki, er
ívar að steypa tilbrigði um frumform
- pýramíða, strendinga o.s.frv. - sem
ítreka gildi hinnar rökrænu og hlut-
lausu myndsýnar, þar sem áhorfand-
inn „finnur" ekkert inntak, heldur
verður að búa sér það til sjálfur.
Hið „persónulega" í þessum ann-
ars ópersónulegu steypum Ivars
birtist í óvæntum skurði formanna,
teikningunni á yfirborði verkanna,
eða þá í útúrdúrum eins og hinum
stóra, lífræna skúlptúr á miðju gólfi,
sem er eins og hylling til Hans Arps.
ívar hefur meðfram fengist við
málverk sem eru tengd skúlptúrun-
um, en þó er ýmislegt annað að
gerast í þeim sem ég átta mig ekki
alveg á. Þar er hann meðal annars
að fikra sig áfram með myndkerfi
og sterka liti, sem eru á skjön við
flest annað í myndlist hans.
Annaðhvort er ívar að leita fyrir
sér á nýjum vígstöðvum eða á eftir
að samræma þessi viðhorf.     -ai
Frá sýningu ívars Valgarðssonar.
Anna Fúgaró á sýningu sinni.
DV-mynd BG
A hugar-
flugi
Sýning Önnu Fúgaró í Menningarstofhun Bandarikjanna
Klippimyndir Ónnu Fúgaró eru eins
og smásögur eftir Colette þar sem
angurværar ungar konur lifa ríkulegu
innra lífi í mollulegum herbergjum,
innan um þung bróderuð gluggatjöld,
rykfallnar mublur, postulínsdúkkur
og málverk í útskornum römmum.
Meðan þær hlýða kalli ástríðnanna
láta þær sig dreyma um sakleysi æsk-
unnar þegar hlutirnir virtust einfaldir
og vandalitlir. Jafnframt gleyma þær
sér í ýkjum og draumórum um tor-
tímingu, trúmál, frægðina, og hina
einu sönnu ást.
Eins og Colette er Önnu Fúgaró
einnig umhugað um dýr og plöntur
sem eru í senn fulltrúar hins óspillta
og tengiliður við hið upprunalega í
mannmum.
En Colette var skilgetið afkvæmi 19
aldar andófsstefnu þegar frásagnar-
form raunsæisins er virkjað til tján-
ingar á hinu fáránlega, meðan Anna
Fúgaró getur látið greipar sópa um
alla þá strauma og stefnur, frá súrreal-
isma til ofurraunsæis, sem umbylt
hafa myndlistinni á vorum dögum, og
þar með hinni pósítífisku heimsmynd.
Köngulóarvefir
Þetta notar Anna sér óspart enda
eru myndir hennar að springa undan
uppfinningagáfum hennar, formræn-
um og efhislegum.
Samt hanga myndir hennar saman,
ekki kannski á rauðum þræði heldur
veikum. Nógu sterkum samt til að
MyndJist
Aðalsteinn Ingófsson
maður skynji hjartslátt listamannsins
í þeim.                      ""
Allt það góss sem dreifist um mynd-
ir hennar er þar af góðum og gildum
ástæðum en ekki fyrir tilviljun.
Efniviðurinn, myndir úr bókum,
blöðum, bæklingum o.fl, er því aðeins
brúklegur að hann samsvari einhverju
sem býr innra með Önnu, minningum
eða tilfinningum.
Yfirborð mynda hennar er orðið efn-
ismeira en áður, upphleypt með lími,
lagt þráðum sem liggja eins og köng-
ulóarvefir um einstaka hluta þeirra,
alsett gullstjörnum eða glimmer. Allt
gerir þetta myndir Önnu glæsilegri
ásýndar.
A sýningu Önnu í Menningarstofn-
un Bandaríkjanna, sem hefur yfir-
skriftina „Þú flýgur hæst meðm
hugarfluginu", eru 22 ný eða nýleg
verk. Sýningin er ekki alveg í alfara-
leið en ætti að vera það.
Það er annars eins og við séum að
eignast eilitla klippimyndahefð hér á
íslandi: Erró, Róska, Valdís Óskars-
dóttir, Kristján Kristjánsson, Anna
Fúgaró, sjálfsagt fieiri. Einhver dug-
andi safnamaður ætti að taka saman
sýningu á þessari hefð.         -ai

^KADET
¦©¦ GM
+
mumri
Vandaðu valið!
Veldu KADETT!
Þessi glæsilegi vestur-þýski bíll
var kosinn bíll ársins
af dómharðri nefnd bílagagnrýnenda
þegar hann var fyrst kynntur
fyrirtveimurárum.
Þessi stórkostlega viðurkenning
var upphafið að miklum vinsældum
OPELKADETT.
Áður en þú gerir upp hug þinn
varðandi hugsanleg bílakaup
getur borgað sig fyrir þig
að kynna þér kosti KADETT bílanna,
ss. rými, hönnun, aksturseiginleika
og lágan eldsneytiskostnað.
BíLVANGURsfr
HÖFDABAKKA 9 SÍMI 687300
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48