Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 7 Sljómmál megin alþingismennirnir Jó- DV-mynd Brynjar Gauti Jón Baldvin i ræðustól á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gærkvöldi; Vinstra megin við hann situr Jón Ármann Héðinsson, sem stýrði fundinum, en hægra hanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson. Jón Baldvin reiðubúinn til viðræðna við Framsóknarflokk og SjáKstæðisflokk: Virðist vera eini mögu- leikinn sem eftir er „Það væri algert siðleysi ef Jón Baldvin fengi ekki tækifæri til að reyna stjórnarmyndun. Ég vona að fleiri séu þeirrar skoðunar." Undir þessi orð Jóns Ármanns Héðinssonar, fundarstjóra á opnum stjórnmálafundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á Hótel Sögu í gær- kvöldi, tóku fundarmenn með lófa- taki. Um 60 manns mættu á fundinn sem auglýstur var undir yfirskrift- inni „Hver flytur 17. júní-ræðu í ár?“ Jón Baldvin Hannibalsson. for- maður Alþýðuflokksins, talaði mjög opinskátt um stjórnarmyndunarvið- ræður. Hann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að láta á það reyna hvort málefnasamningur tæk- ist milli Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks. Hann skýrði frá því að Alþýðuflokk- luinn hefði um helgina sent bæði Kvennalista og Alþýðubandalagi málefhagrundvöll og spurt hvort þessir flokkar væru tilbúnir til við- ræðna á grundvelli hans. Vilji okkar í ríkisstjórn er mikill „Það fer ekkert á milli mála að vilji okkar til þátttöku í ríkisstjórn er mikill. Og við skömmumst okkar ekkert fyrir það og biðjum engan afsökunar á því,“ sagði Jón Baldvin. Um viðræður Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista sagði hann: „Við vomm skotnir í þessari ríkis- stjórn og ég er viss um að hún hefði getað fengið góða hveitibrauðsdaga með þjóðinni. Þetta hefði getað verið lið sem hefði unnið saman. Þetta átti að takast. Þess vegna meinti ég það þegar ég sagði: Við hefðimi átt að vaka lengur og vera ögn betri hvort við annað.“ Jón Baldvin rakti því næst gang mála um helgina: „Forseti Islands gerði hlé. Hvemig notuðu menn hléið? Framsóknar- flokkurinn hefur notað það vel og við höfum notað það vel. Framsóknarflokkurinn notaði það til að ná samningum við Stefán Val- geirsson og hann hefur átt í ítarleg- um viðræðum við Borgaraflokk enda hefur Albert Guðmundsson lýst því yfir að Steingrímur Hermannsson sé hans gúní og hann stvður allar ríkis- stjórnir sem Steingrímur er i forsvari fyrir.“ Kvennaiista og Alþýðubandalagi sendur málefnagrundvöllur „Hvað höfimi við gert? Við tókum aftur upp þráðinn við Kvennalistann og við settum af stað viðræður við Alþýðubandalagið. Við sendum þessum báðum flokkum málefna- grundvöll ítarlegan og létimi fvlgja eftirfarandi spumingu: Viljið þið kynna ykkur þennan málefnagi-und- völl? Viljið þið svara okkur því fi’rir miðnætti núna í kvöld hvort þið eruð reiðubúnir á grundvelli þessara mál- efna að ræða við okkur til þess að freista þess að hafa málefnalega samstöðu þessara tveggja flokka. annars vegar Kvennalistans, hins vegar Alþýðubandalagsins? Við sögðum báðum að við hefðum sent slík erindi af stað. Við vildum með öðnmi orðum fá svar áður en til þess kemur hugsan- lega að formaður Alþýðuflokksins fái imiboð til stjórnarmyndunarvið- ræðna: Þýðir eitthvað að taka þessa hluti upp aftur? Kvennalistinn hefur nú svarað. Og svarið er það að vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert látið til sin heyra um að hann hafi neitt nýtt fram að færa frá því að viðræðum okkar var slitið þá hafi þær ekki trú á alvörunni á bak við þetta og hafna því þessu. Við bíðvmi eftir svörrnn frá Al- þýðubandalaginu og ég er ekki bjartsýnn. En auðvitað var ástæða til að láta á það reyna. Ef þessir tveir flokkar gætu orðið sammála um málefnagrundvöll veit ég að það er talsverður áhugi á því innan Sjálf- stæðisflokksins að mynda slíka ríkisstjórn. Ef Alþýðubandalagið tæki þessa útréttu sáttahönd mundi það auðvit- að hafa í för með sér að samstarf flokkanna yrði nánara í framtíðmni. sem er framtíðarpólitík um það að búa hér til stóran og öflugan sósíal- demókratískan flokk." Stefán Valgeirsson kostar ekki nema eitt bankaráð „HveiTa kosta er völ? Þið munið hann Lúðvik Jósepsson. Hann sagði daginn eftir kosningar þegar hann hitti menn á förnimi vegi: Til hvers eru menn að fara út í stjórnarmynd- unarviðræður? Það er engin stjórn í landinu. Það er ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks og þeir þurfa ekki að kaupa nema Stefán Valgeirsson og hann kostar ekki nema eitt bankaráð. Og svo gætu þeir kevpt einn eða tvo Borg- ara. Og hvaða mál er það? Hvað er forsætisráðherra ríkisins. Steingrímur Hermannsson. að gera þessa dagana? Er hann ekki að koma upp á liorðið með Lúðvíkskenning- una? Hann er að reyna að ná samning- um við Stefán Valgeirsson og hann er að reyna að ná samningum við Borgai-aflokkinn mn það að halda áfram óbreyttri ríkisstjórn. En er þetta raúnhæfur möguleiki? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt nei við svokallaðri minnihluta- stjórn með Stefáni Valgeirssvni og sagt: Við viljiun ekki eigá pólitískt líf okkar undir Stefáni Valgeirssvni og Páli á Höllustöðum. Við erum búnir að fá nóg af því. Eða að eiga framgang einstakrá mála undir þeim og Borgaraflokkmmi. Steingrímur hefiu- lika verið að revna fjögmra flokka stjórnir. Eðli málsins samkvæmt þarf að bræða saman sjónarmið Qögiu-ra flokka. Það er almennt mat stjórnmála- manna að ríkisstjórnir af þessu tagi yrðu ekki á vetur setjandi. Þær vrðu pólitískur uppboðsmarkaður sem mundi koma hlutimi hér í nokkurn veginn þvílíkt óefni að núverandi ástand er kannski bamavípur hjá því og hún mundi ekki endast. Spumingin er imi það: Eru ein- hveijar málefitalegai' forsendur fi'rir þvú að mynda ríkisstjóm þriggja flokka. Sjálfstæðisflokks. Framsókn- ai-flokks og Alþýðuflokks?" Brigð við kjósendur Alþýðuflokksins? „Við höfum sagt: Við æthmi ekki að vera þriðja hjól í vagni fráfarandi ríkisstjómar. Við höfimi hins vegar aldrei hafnað viðræðvmt við Fram- sóknarflokkinn fi'ekar en aðra flokka. Við höfimi bara sagt: Það yrðu þá umræður á nýjum grund- velli. vmi ný málefni. imi verkaskipt- ingu á milli flokkanna og opið mál um stjómarforystu. Væri það brigð við okkar kjósend- ur að fara í slíka ríkisstjórn? Hefur ekki Jón Baldvin sagt: Það er kom- inn tími til að gefa Framsókn frí eftir 16 ára valdasetu. Haldið þið að ég dragi þau orði til baka? Nei. Ég hef sagt það. ekki bara á hundrað ftind- imi heldm- tvisvar sinntmi hundrað fundtun og meint það í hvert einasta skipti. En ég er líka stjórnmálamað- ur og fonnaðm' í flokki sem hefur ábyrgðartilfinningu gagnvmt sínum mnbjóðendtmi og þeim málcfnimi sem hann er að fm-a fram. Spumingin er þess vegna þessi: Hvað er það sem gæti réttlætt það fyrir mnbjóðendimi Alþýöuflokksins að við fænmi í slíkt stjórnai-sam- starf? Og svarið er mjög einfalt: Þau málefni sem evu ófrávíkjanleg. sem em réttlætiskrafa og nauðsyn að ný ríkisstjórn fái fi'am ef hún á að vera þess virði að verða til: Nýtt skatta- og fjármálakerfí. einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. nýr fjárhagsgmndvöllur fi'rir hús- næðislánakerfið. lög mn kaupleigu- íbúðir og framkvæmd þeirra. átak til styttingar vinnutíma og bætt kjör hinna tekjulægstu. ný atvinnu- stefna, í landbúnaði. sjávanitvegi og að því er varðar hlutverk ríkisins í atvinnulífinu. Minna má það ekki vera. Eru þessir flökkar reiðubúnir til þess að ræða við okkm- á jafm'éttis- grundvelli imi málefiiasamning imi það að veita fi-amkvæmd þessimi máhmi? Ég er reiðubúinn að láta á það reyna." Virðist eini möguleikinn „Það virðist vera svo. ef yfirlýsing- ai' stjónmiálaforingjanna em metnar. að þetta sé eini möguleikinn sem eftir er. Kostirnir. sem talið er að forseti velti fyrir sér. em þrír: Að veita fonnanni Alþýðuflokksins imiboð. að veita lerigm hlé. og i þriðja lagi að fara eftir því foidæmi sem einu sinni hefiu' áðiu' geret að forseti segi ríð fonnenn þessara þriggja flokka: Setjist þið niður á afvikinn stað þar sem enginn sér ykkur og útkljáið vkkar ági'einings- mál og myndið svo þessa stjórn. Við fönmi ekki sem þriðia hjól i vagni undir óbreyttrí foiystu af því að okkiu' langi svo mikið í ríkis- stjórn sem svikarar. brennimerktir. við okkar tmibjóðendiu-. mállausir og málefnalausir. Það genmi við ekki." Reiðubúnir í stjórnarandstöðu „Við æthmi ekki að bregðast okkar umbjóðendiun. Við látimi heldur ekkert fæla okkur frá því að það megi aldrei starfa með Framsóknar- flokknimi. Við enmi með enga málefnalega hlevpidóma gegn einum eða neinum. Við höfum aðra kosti. Við munun senda þau skilaboð fi'á þessimi fundi að ef við fáum ekki framgengt afdráttarlaust nægilega miklu af okkar þýðingarmiklu uni- bótamáhmi þá erum líka alveg reiðubúnir til þess að hevja árang- m'sríka baráttu úr stjómarandstöðu imi það að gera þennan flokk að því sem hann verðskuldar, að stærsta flokki þjóðarinnar." -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.