Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 30
Smáauglýsingar ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Fréttir Litill söluskáli. Þessi fallegi söluskáli er til sölu. Nánari uppl. í síma 91- 688100. ■ Bílar til sölu Mazda 626 GLX Coupe ’84 til sölu, silf- urgrá, 5 dyra, rafd.rúður og læsingar, útvarp + segulband, sk. ’87, skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 39931 milli kl. 19 og 23 næstu kvöld. Hús á pickup. Þessi bíll, sem er Chev- rolet Scotsdale ’80, á að verða pickup aftur. Ragnar Valsson byggði húsið sem nú er til sölu (jafnvel með skúff- unni ef önnur kemur í staðinn), palllengd 2,5 m. Uppl. í síma 14772 og á kvöldin 19985. Stórglæsilegur Camaro Z-28 árg. ’81, einn með öllu, ekinn aðeins 38 þús. mílur. Fæst með 110 þús. út og 20 þús. á mán. á 690 þús. S. 79732 eftir kl. 20. Brúðarkjólaleiga. Leigi út brúðarkjóla, smókinga, brúðarmeyjakjóla og skírnarkjóla. Hulda Þórðardóttir, sími 40993. Verslun Gjald á gámafisk: Ákvörðun ráðherra væntanleg í dag Sjávarútvegsráðherra mun í dag ákveða með reglugerð gjald á gáma- fisk samkvæmt bráðabirgðalögum um aðgerðir í sjávarútvegi sem tóku gildi á fóstudaginn var. Samkvæmt bráðabirgðalögunum skal stjóm verðjöfriunarsjóðs veita umsögn um gjaldið, með hliðsjón af verðjöfhunargjaldi sem vinnslan greiðir fyrir útfluttan saltfisk eða freðfisk. A grundvelli umsagnarinn- ar og mats frá Þjóðhagsstofnun er ráðherra síðan ætlað að ákveða gjaldið á gámafiskinn á þriggja mán- aða fresti. Á fundum hjá verðjöfnunarsjóði í gærdag var lagt til að gjaldið á gámafiskinn yrði 90 aurar á þorskk- ílóið en 25 aurar á ýsu, ufsa, karfa, grálúðu og steinbít. Það hefur vafist nokkuð fyrir mönnum hvort þetta nýja gjald sé verðjöfnunargjald innan einnar og sömu útflutningsgreinarinnar eða hvort hér er um að ræða millifærslu á fjármunum frá einni útflutnings- grein til annarrar, frá fiskseljendum til fiskvinnslunnar. Blaðamaður DV bar þetta álitamál undir Áma Kol- beinsson, ráðuneytisstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu. „Þetta gjald er tekið af gámafiski, og skiptist síðan niður á sjóði inn- lendu fiskvinnslugreinanna þegar illa árar. Þetta gjald er þess vegna ekki borgað á gámafiskinn aftur,“ sagði Ámi. KGK Nesskip hf.: Kaupir 2.300 tonna sattfiskflutningaskip Mikið úrval. Str. 42-56. Versl. Manda, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 622335. Skipafélagið Nesskip hf. hefur keypt 2.300 tonna saltfiskflutningaskip og er þetta 7. skip skipafélagsins. Skipið er keypt frá Noregi og mun bera nafh- ið Hvítanes. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Guðjóni Ármanni Einarssyni hjá Nesskipi hf., hefur skipið verið í slipp undanfarið til gagngerra endur- bóta. Hefur vél þess verið yfirfarin og lestar endumýjaðar og klæddar upp á nýtt. Skipið er með tveimur farmlyft- um sem taka 3,5 tonn hvor og með síðuporti. Fjögur dekk em í lest og er gólfflötur 2.400 fermetrar. Lestin er 180 þúsund rúmfet að stærð. Kaupverð skipsins með breytingum er á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Þetta er sjöunda skip Nesskips hf. og er nú heildarburðargeta skipa í eigu félagsins um 34.000 lestir. -ój Ferðalög Toppaðstaða. Gisting, svefnpokapláss, fjölskyldu tjald- og hjólhýsastæði. Heitt og kalt vatn á tjaldsvæði. Sund- . laug með gufubaði, heitum potti o.fl. Bílaleiga, hópferðabílar, hestaleiga og síðast og ekki síst fallegt umhverfi. Malbik nánast alla leið, ca 100 km frá Reykjavík. Ferðamiðstöðin F'lúðum, símar 99-6756 og 99-6766. Tilsölu Þetta nýsmíðaða sumarhús er til sölu. Það er 32m2 + 16m2 svefnloft, selst til flutnings, vönduð og góð eign. Uppl. s. 35929 e.kl.16. 'Wp^. Rotþrær. 3ja hólfa, Septikgerð, léttar og sterkar. Norm-X, Suðurhrauni 1, Garðabæ, sími 53851 og 53822. Stál og gler, gull og gler, sófaborð, innskotsborð og stakir stólar í úrvali. Reyrstólar frá kr. 1944. Nýborg h/f, Skútuvogi 4, sími 82470. Húsin við Málningu hf.: Misræmi í skipulaginu? Ford Econoline 4x4 78 til sölu, bíllinn „Þetta er tilviljun sem verður til er nýklæddur og nýuppgerður, á White Spoke felgum og upphækkaður. Skipti möguleg. Uppl. í síma 53202. r:* vegna þess að skipulagið hefur verið að þróast smám saman, án þess að tekin væri ákvörðun strax um hvort þama yrði iðnaðar- eða íbúðarsvæði. Upphaflega var skóli í þessu húsi, það er m.a. ástæðan fyrir því að íbúðarhús eru svo nálægt,” sagði Skúli Norðdahl, skipulagsarkitekt Kópavogsbæjar, um íbúðarhús sem standa vestan við hús Málningar hf. þar sem stórbruni varð í gær. Þótti mildi að vindáttin var ekki óhagstæðari því þá hefðu íbúðar- húsin verið í mikilli eldhættu. „Málning hf. flutti inn eftir að húsin í kring voru reist og síðan hefúr fyrir- tækið stækkað húsið töluvert. Um 1970 var samþykkt í aðalskipulagi að hverfið yrði iðnaðarhverfi en sökum beiðni frá íbúunum í kring var horfið frá því og ákveðið að hafa það íbúða- hverfi. Málning hf. var þess vegna á leið með að flytja úr þessu húsnæði." -BTH Dodge Aries árg. ’83 til sölu, verð kr. 430 þús. Einnig Ford Pinto árg. ’76, selst ödýrt. Uppl. í síma 84336. Varahlutir JAGUAR Varahlutaþjónusta. • Boddíhlutir. • Vélahlutir. • Pústkerfi. • Felgur. • Hjólbarðar og fl. Sérpöntum einnig allar teg. og árg. af Jaguar/Daimlerbifreiðum með stuttum fyrirvara, Uppl. Jaguar sf., sími 667414. Þjónusta Við þvoum og bónum bílinn á aðeins 10 mínútum, þá tökum við bíla í hand- bón og alþrif, djúphreinsum sæti og teppi, vélaþvottur og nýjung á Is- landi, plasthúðum vélina svo hún verður sem ný. Opið alla daga frá kl 8-19. Sækjum sendum. Bón- og bíla þvottastöðin, Bíldshöfða 8, v/hliðina á Bifreiðaeftirlitinu, sími 681944. Ingvi Hrafh Jónsson, í veiðihúsinu við Langá, í gærkveldi: „Það hellirigndi við Langá eftir messu klerksins‘r „Þetta gengur þokkalega héma hjá okkur, ætli það séu ekki komnir um 136 laxar og þeir em sumir vænir,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri í samtali við DV úr sumarhúsi sínu við Langá í gærkveldi. „Það er fiskur um alla á og við fengum 13 laxa í dag en settum í eina 20 en sumir fóru af. Þessir stóm laxar, sem em að ganga héma í Langána þessa dagana, em úr Laxá i Aðaldal, sem sagt Þingeying- ar. Það var ausandi rigning bara héma við Langá í dag og vatnsborðið hækkaði um í+4 sentímetra.” Hvemig stóð á því, Ingvi, að hann rigndi bara við Langá? „Það hefúr verið spánskur klerkur héma við veiðar, í landi Ánabrekku, og með honum vinur hans og fjöl- skylda.: Þessi spánski klerkur hefur aldrei veitt áður en hann heldur mess- ur í veiðihúsinu hvem dag 5dir öllum hópnum. Hann var beðinn um að sjá til þess að það færi að rigna við ána, fyrir tveimur dögum, og maður hefur nú kannski ekki allt of mikla trúa á svona. En viti menn, í dag fór að helli- rigna og klerkurinn veiddi 7 laxa, það rigndi bara héma við Langá á Mýr- um.“ Verðurðu lengi við veiðar þama? Eg verð hérna fram í byijun ágúst og svo fer maður í Laxá í Aðaldal til að glíma við laxinn þar. Svo mætir Ingvi Hrafn Jónsson hefur glímt við marga laxa í Langá síðustu daga og oft maður til vinnu aftur niður í sjón- haft betur. Hér hnýtir hann Portlandbragðið við Elliðaárnar sem hefur oft varp,“ sagði Ingvi Hrafh í lokin. reynst honum vel. DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.