Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 31 Sandkom Páll Pétursson. Páll Péturs- son góður kennari? Páll Pétursson frá Höllu- stööum er oft hnyttinn í tilsvörum. Þegar umræður voru sem heitastar á Alþingj um húsnæðismálin var Páll auðvitað í púlti. Hann benti Jóhönnu Sigurðardóttur á að ýmislegt mætti betur fara í frumvarpinu um húsnæðis- málin. Talaði hann með tón lærifóðurins. Steingrímur J. Sigfússon gat ekki á sér setið og greip fram í fyrir Páh og hrópaði: „Hefur þingmaðurinn kenn- araréttindi?" „Hann hefur, já, gott upp- lag til þess að kenna,“ svaraði Höllustaðabóndinn að bragði. Gott svar. Styrjöld í Kringlunni Nú stefnir í styijöld í Kringlunni, að sögn Guð- mundar Jaka, eftir að trúnað- armaður öryggisvarða var rekinn úr starfi. Oft er haft á orði í slíkum tilvikum að far- ið verði í hart og svona lagað verði ekki þolað. En það er ekki að spyrja að því þegar öryggisgæjamir mótmæla, þá heitir styijöld og ekki par minna. Boltamenn og byltingin Landsliðsmennimir í knattspymu vom daprir vegna aðstöðunnar í Rúss- landi þegar þeir fóra þangað til að keppa við Rússa í fót- bolta. Þetta varð til þess aö haft var eftir þjálfaranum, Sigi Held, í DV í gær að hann hafi sagt við menn sína að þeir gætu ekki breytt neinu í Rússíá og þeir ættu að ein- beita sér að sjálfum lands- leiknum. Leikurinn fór fram í gær, 28. október. Það hefði frekar átt að spila leikinn 7. nóv- ember næstkomandi þ ví þá heíðu boltamennimir okkar dembt á einni rauðri bylt- ingu, svona í leiðinni, og þeir hefðu fengið að sjá rautt og verið sendir beint í sturtu. Lélegir rjúpnaveiði- menn Óður landeigandi vestur á Ströndum ógnaði tveimur ijúpnaskyttum með skot- vopni á dögunum. Rjúpna- skyttumar kærðu landeig- andann þegar fyrir að trufla veiðamar og láta eins og dus- ilmenni. Annars skilur maður ekki hvers vegna rjúpnaskyttumar svöraðu ekki fyrir sig þegar bóndinn ógnaði. Og hvers konar skytt- ur era þetta eiginlega; bónd- inn í góðu færi og ekki í felulitum? Ljósataflan í þinginu Forláta ljósatafla er núna komin í Alþingishúsið og sýnir taflan stöðuna í húsinu, hversu margir séu stj ómar- sinnar og í stjómarandstöðu. Kvað taflan vera vinsæl. Sumir hafa haft á orði að tafl- an sýni frekar greindarvísi- tölu þingmanna en hve margir þeirra era í húsinu. Bogi Ágústs- son til Flug- leiða Bogi Ágústsson er nýráð- inn blaðafulltrúi Flugleiða. Bogi er þekktur fréttasnápur og ekki era margir mánuðir liðnir síðan hann var ráðinn sem aðstoðarframkvæmda- stjóri Ríkisútvarpsins. Oft era stöðuveitingar umdeild- ar, sérstaklega í bankakerf- inu, en menn era á einu máli um að það sé ekkert bogið við ráðningu nýja blaðafulltrú- ans. Nóttina í skrúfuna Dagbækur sj ómanna era ofl fjöragar. Sjómaður einn, sem var lítið gefinn fyrir staf- setningu, ku eitt sinn hafa skrifað: „í dag fékk ég nóttina í skrúfuna. Hah er núna í landi og Haugur á sjó.“ Öð- lingurinn var víst að skrifa um vini sína, Halla og Hauk, og loðnunót skipsins. Engan póst- kassaá pósthús, takk Nýja pósthúsið við Rauðar- árstíg er svo flott og fint að þar er pent bannað að setja póstkassa utan á húsið, svona fyrir okkur hin sem stöndum í bréfaskriftum. Máttur arki- tektanna er farinn að verða ansi mikill, ekki satt? Nýi búningurinn. Nýir flugfreyju- búningar Flugleiðir hafa tekið nýja flugfreyjubúninga í notkun. Jakkamir nýj u era með tveimur tölum en vora með einni áður. Flugfreyjurnar hneppa þess vegna helmingi betur að sér núna en áður. Annars era svona breytingar ekki mjög fréttnæmar því hverjir horfa eiginlega á bún- ingana þegar þeir góna á flugfreyjur? Umsjón: Jón G. Hauks- son UfllBRAtnASXÚUNH BRHOHMXI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Umsóknir um skólavist í dagskóla FB á vorönn 1988 skulu hafa borist skrifstofu skólans, Austurbergi 5, fyrir 14. nóvember nk. Nýjar umsóknir um kvöldskóla FB (öldungadeild) á vorönn 1988 berist skrifstofunni fyrir sama tíma. Einnig þarf að staðfesta fyrir 14. nóvember fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með bréfi eða símtali. Sími skólans er 75600. Skólameistari Meiming Alls konar konkret Krísfján Steingrímur að Kjarvalsstöðum Nú sýnir að Kjarvalsstöðum ungur og röskur listmálari, Kristján Stein- grímur (Jónsson), nýkominn heim eftir fjögurra ára töm við Listahá- skólann í Hamborg. Sýning þessi er merkileg fyrir margra hluta sakir, fyrir augljósa hæfileika listamanns- ins, gagnmerka sýningarskrá hans, en ekki síst fyrir það sem hún segir okkur um vanda ungra íslenskra list- málara í dag. Kristján Steingrímur var eitt af þeim galvösku ungmennum sem gekk bæði í gegnum hugmynda- fræðilegar pælingar í Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans seint á síðasta áratug og vaxtarverki „nýja málverksins". Hann var til dæmis einn af þeim „7 ungu“ sem mörkuðu framtíðarstefnuna í málverkinu á sýningu í Norræna húsinu árið 1982. En þegar hann kom út til Þýska- lands árið 1983 uppgötvaði Kristján Steingrímur að hið „nýja málverk" Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Kristján Steingrímur - Eftirþanki, 1987. var í raun ævagamalt, sem segir út af fyrir sig ýmislegt um þá einangrun sem innvígðir listamenn búa sjálfum sér stundum hér heima, þó svo vind- ar upplýsingarinnar blási úti fyrir. „Það þýddi þess vegna lítið fyrir mig að halda áfram í sama dúr og hér heima; það hefði bara haft hægan dauðdaga í för með sér. Ég varð að finna mér mína eigin persónulegu leið,“ segir listamaðurinn í samtali við Illuga Jökulsson, sem birtist í sýningarskránni. ívitnunarstefna Það er tímanna tákn að sú leið sem Krisfján Steingrímur velur liggur ekki inn á við, heldur út á við, og endar í fyrri liststefnum, ekki lífinu sjálfu. Hér er sem sagt um að ræða ívitn- unarstefnu þá sem talin er fylgifisk- ur póstmódemismans. Eða eins og listamaðurinn segir í áðumefndu viðtali: „Það er ennþá expressjónismi í þessum myndum mínum en líka geómetría og kons- trúktífismi og alls konar konkret hlutir...“ í allmörgum myndum sínum notar Kristján Steingrímur hinar láréttu og lóðréttu áherslur geómetríunnar sem nokkurs konar baksvið. Ofan á þennan grunn leggur hann tvi- og þrívíð form í óreglulegum strangfl- atastíl og læsast þau saman með reglubundnum hætti. Mér koma í hug marglitar „lágmyndir" Franks Stella. Fyrir framan þennan samsetning svífa misjafnlega brotnar, reglustik- aðar línur sem líta út eins og leiða- kerfi neðanjarðarlestanna í París. Laustengt við þennan megin- strúktúr er ýmiss konar fornfálegt flúr og minni sem eiga að vera þjóð- legar skírskotanir: fiskar, fiskimenn, skjaldarmerki og annað í þeim dúr. Ópersónulegt Hér er sem sagt kominn myndlist- arlegur kokkteill sem enginn annar en Kristján Steingrímur heföi getað blandað með svipuðum hætti. Samt er yfir þessu bralli hans af- skaplega ópersónulegur blær og handahófskenndur, eins og listamað- urinn sé að sefja saman myndverk fyrir einhveija aðra en sjálfan sig. Eitt af fáum verkum sem ber vott um einkalega úrvinnslu á sjálfstæð- um myndrænum forsendum er myndröðin „Sjöund" (1987), en þar samræmir Kristján Steingrímur táknmyndir sínar og sjálfan mynd- flötinn - án þess þó að „merking" verksins hggi ljósar fyrir. En það má Kristján Steingrímur eiga að hann telur sig ekki ennþá hafa höndlað viskusteininn í mynd- listinni. Eða eins og hann segir í sýningar- skránni: „Ég geri mér grein fyrir því að ég er enn undir áhrifuin úr ýms- um áttum. Ég tel mig hafa náð fótfestu og þroska til að byggja á en á vonandi eftir að þróast mikið enn og finna mér minn eigin stað.“ -ai HJ ÓNASKILNAÐUR - SAMBÚÐARSLIT ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplysinqabæklinqar og ráðqjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir m Lögfræöiþjónustan hf Verkfræöingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91)-689940

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.