Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 56
w F= R ÉTT AS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Á skrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Verða rauð jól í ár? Þriðju hver jól alrauð - síðustu 38 árin „Á síðastliðnum 38 árum hefur 12 sinnum verið alauð jörð á aðfanga- dag, 10 sinnum verið flekkótt en 16 sinnum verið alhvítt," sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur samtah í DV þegar hann var spuröur að því hvort rauð jól yrðu í ár. Samkvæmt þessum tölum eru um 42% hkur á að alhvít jörð verði um jólin. Trausti sagöi jólin 1979-1984 öll hafa verið alhvít og væru það óvenju mörg ár í röð. Árið 1985 voru aftur á móti rauð jól og lítill snjór var á að- fangadag í fyrra. Veðurfræðingar Veðurstofunnar vilja ekki spá strax um hvort snjóa ^nuni um jóhn en engar verulegar veðurbreytingar eru sjáanlegar næstu daga. Því má búast við suð- lægum áttum og hlýindum a.m.k. fram á sunnudag. -JBj Fjórtán sækja um stöðu hitaveitustjóra ~VFjórtán sækja um stöðu hitaveitu- stjóra Reykjavíkur en Jóhannes Zoega hitaveitustjóri lætur af emb- ætti um áramótin. Þeir sem sækja um eru þessir: Jón- as Elíasson, prófessor og fyrrv. aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Gunnar Kristinsson,' yflrverkfræð- ingur Hitaveitu Reykjavíkur, Ami Gunnarsson, yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur, Wilhelm V. Steindórsson, fyrrverandi hitaveitu- stjóri á Akureyri, Ólafur G. Flóvenz jaröeðhsfræðingur, Gísh Júlíusson verkfræðingur, Axel Björnsson, yfir- verkfræðingur Orkustofnunar, Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Jarö- borana hf., Sigurður Bjarki Magnús- ^on, hag- og tölvufræðingur, Garðar Sverrisson verkfræðingur, Einar Tjörvi Elíasson verkfræðingur, Jón Leví Hilmarsson verkfræðingur, Gunnar Axel Sverrisson, verkfræð- ingur og Jón Steinar Guðmundsson, skólastjórijarðhitaskólans. -JGH LITLA GLASGOW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG (SlM LOKI Líklegast fáum við flekkótt kratajól! Jón Baldvín Hannibalsson fjárniálaráðheiva á þingi í nótfc Ástandið kallar á umtalsverðar efnahagsaðgerðir „Astandið er þannig að það kall- malaráðherra vaktí talsverða felling kemur ekki til greina?“ ar augljóslega fljótlega á umtals- athygh. spurði Svavar Gestsson, þingmaö- verðar efnahagsaðgerðir," sagöi „Það vekur að sjálfsögðu ýmsar ur Alþýðubandalagsins, Jón Baldvin Hannihalsson fjár- spurningar hvað ráðherrann hafi í Svavar sagði að ráðherrann hefði málaráðherra á Alþingi í nótt huga þegar hann tekur svo djúpt í nefnt tvennt, þaö aö rfltisstjórnin Staða útflutningsgreina kom til árinni,“ sagði Halldór Blöndal, gæti reynt að-hafa jákvæð áhrif á tals er rætt var í efri deild um þrjú þingmaður Sjálfstæöisflokksins, þróun kjarasamninga og reynt að frumvörp ríkisstjómarinnar um sem næstur kom i ræðustól. hafa jákvæð áhrif á fjármagns- óbeina skatta. Þessi yfirlýsing fjár- „Hvað er þá til ráða ef gengis- markaðinn í landinu. -KMU Nú eru ekki nema sjö dagar til jóla og undirbúningur í fullum gangi. En það eru ekki bara jólin sem öll börn bíða eftir heldur einnig jólasnjórinn. Krakkarnir á Austurlandi geta betur við unað heldur en jafnaldrar þeirra sunnanlands því þar setti niður snjó á dögunum. Þoturnar voru auðvitað dregn- ar fram um leið og fyrstu kornin komu úr lofti, eins og sést á þessari mynd sem tekin var á Eskifirði. DV-mynd Emil Veðrið á morgun: * Kólnar á Norðuriandi Gert er ráð fyrir austan- og norðaustanátt um allt land á morgun. Á noröanveröum Vest- fjörðum og á annesjum norðan- lands verður dáhtil snjókoma en rigning með köflum á Suöur- og Austurlandi. Á Norðurlandi og Vestfjörðum verður hiti um frost- mark en 3-6 stiga hiti í öðnrni landshlutum. Samningaþreifmgar: Við höfum drukkið nokkra kaffibolla - segir Guðmundur J. „í samræmi við þá áskorun stjóm- ar Verkamannasambandsins að verkalýðsfélögin reyni samninga hvert í sínu héraði, höfum við í Dags- brún þreifað fyrir okkur hjá Vinnu- veitendasambandinu. Við höfum drukkið nokkra kafflbolla saman en fátt markvert gerst,“ sagði Guð- mundur J. Guðmimdsson, formaður Dagsbrúnar.í samtah við DV í morg- un. Samkvæmt heimildum DV er ein- hver hreyfing komin á samningavið- ræður Dagsbrúnar og viðsemjenda félagsins og raunar mun vera komin hreyfing á samninga ýmissa annarra félaga í landinu og vinnuveitenda á hveijum stað fyrir sig. Varðandi samninga félaganna úti á landi er fyrst og fremst verið að reyna að leita leiða tfl að bæta kjör fiskvinnslufólks og er öh áherslan lögð á það. Víða mun vera vilji fyrir því hjá atvinnurekendum að ná ein- hveiju samkomulagi við verkalýðs- félögin áður en vetrarvertíð hefst. Varðandi Dagsbrún, sem ekki hef- ur margt fiskvinnslufólk innan sinna vébanda, er verið að leita leiða „yfir þann vegg sem myndaðist þegar upp úr samningum shtnaði í haust,“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Þessi sami maður sagði að það væri óttinn við mikfl átök á vinnumarkaði fljótlega eftir áramótin sem ræki menn áfram í þessu máh. -S.dór Selfoss: Stúdentffá Utla-Hrauni Fangi frá Litla-Hrauni útskrifast á laugardag sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi og er þetta í fyrsta skipti sem fangi lýk- ur stúdentsprófi hér á landi á meðan á refsivist stendur. Samkvæmt upplýsigum, sem DV hefur aflað sér, er fanginn á þrítugs- aldri og hefur stundað nám við fjölbrautaskólann um nokkurra ára skeið og náð ágætum námsárangri. Að jafnaði stunda sjö til tíu fangar nám í fangaskólanum á Litla-Hrauni sem er á vegum fjölbrautaskólans, en htið er um þaö að fangar komi í fjölbrautaskólann til náms. Þó mun sá er nú útskrifast hafa stundað nám 1 skólanum á Selfossi um hríð. í slík- um tflfeUum er nemandinn keyrður frá fangelsinu í skólann en er ekki undir sérstöku eftirhti þar, heldur er þann á eigin ábyrgð. Samkvæmt heimfldum DV hefur þessi háttur á náminu gengið snurðulítið fyrir sig. Skólayfirvöld fjölbrautaskólans mimu ekki ætla að tflkynna um út- skrift fangans fyrirfram þar sem áformað er að hann verði þar sjálfur viðstaddur ásamt öðrum nemendum skólans. í samtah við DV vildi Þór Vigfús- son, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, ekki gefa upplýsingar um þetta mál en gat þess að fréttatfl- kynning yrði send frá skólanum þar sem greint yrði frá útskriftinni. Á milli 20 og 30 manns útskrifast frá fjölbrautaskólanum nú í vetur. -ój
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.