Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 5T Afmæli Baltasar Samper Baltasar Samper listmálari, Þinghólsbraut 57, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Baltasar fæddist í Barcelona í Katalóníufylki á Spáni og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við listadeild Háskólans í Barcelona og útskrifaðist þaðan sem myndlistarkennari 1961. Þetta ár ferðaðist hann til Norðurland- anna og kom þá til íslands þar sem hann dvaldi í átta mánuði. Baltasar bjó þá á Akureyri og var á síldveið- um. Hann fór síðan í eins árs reisu um Evrópu í því skyni að kynna sér listasöfn álfunnar. Baltasar varð mjög hriflnn af íslandi og kom hingað aftur að ferðalaginu loknu en þá kynntist hann konu sinni. Hann hefur búið á íslandi samfellt síðan 1963. Baltasar er í hópi virt- ustu myndlistarmanna hér á landi. Á síðasta ári lauk hann við fresku sína í Vífllsstaðakirkju en sú mynd er stærsta kirkjuskreyting hér á landi og þó víðar væri leitað og sú eina sem hér hefur verið gerð með sérstakri mexíkanskri málunar- tækni. Auk þess að mála sjálfstætt hefur Baltasar starfaö fyrir Þjóö- leikhúsiö og verið stundakennari við myndhstarskóla í Reykjavík. Kona Baltasars er Kristjana Sam- per, f. 12.10. 1944, dóttir Guðna stöðvarstjóra að Ljósafossi, Guö- bjartssonar og konu hans, Ragn- heiöar Guðmundsdóttur, en þau eru bæði ættuð úr Dýrafirði. Baltasar og Kristjana eiga þrjú börn: Ragnheiður Míreya, f. 1964, er, stúdent frá MA og nemi viö Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík; Baltasar Kormákur, f. 1966, er stúdent frá MR og nemi við Leikiistarskóla íslands; Rebekka Rán, f. 1967, er stúdent frá MR og nemi við Leiklistarskóla íslands. Baltasar á einn bróður og tvær systur. Bróðir hans er Jóhann en hann hefur lengi verið búsettur á íslandi. Jóhann á tvö börn, starfaöi lengi hjá Flugleiðum en vinnur nú við þungavinnuvélar hjá verktök- um í Grindavík. Systur þeirra eru Míreya, húsmóðir í Valencia, gift Miguel Barrau stórkaupmanni en þau eiga þrjú börn, og Núrí, hús- móðir í Manresa, gift Xavier Peipoch efnaverkfræðingi. Foreldrar Baltasar: Ramiro Bascompte de La Kanal efnaverk- fæðingur, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og María Samper de Cordada. Seinni maður hennar er Joan Colom læknir. Móðurfor- eldrar Baltasar voru Baltasar Samper tónskáld og kona hans, María de Cordada. Föðurforeldrar hans voru Jean Bascompte og Jea- nette de La Kanal. Þórarinn Þorieifsson Þórarinn Þorleifsson, Vegamót- um 2, Blönduósi, verður sjötugur á morgun. Þórarinn er fæddur á Blönduósi og ólst þar upp. Hann vann fyrst við skepnuhirðingu og almenn verkamannastörf á Blönduósi og hefur unnið síðustu þrjátíu ár í Pakkhúsinu á Blöndu- ósi en lét af störfum 1987 vegna aldurs. Þórarinn giftist 1. nóvemb- er 1941, Helgu Kristjánsdóttur, f. 25. desember 1917. Foreldrar henn- ar voru Kristján Júlíusson, verka- maður á Blönduósi, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir. Börn Þórarins og Helgu eru Guðný, f. 1. ágúst 1943, gift Óskari Sigurfmns- syni, b. Meðalheimi í Ásum, og eiga þau flmm börn, Heiðrún, f. 9. ágúst 1944, d. 3. júní 1977, gift Þorsteini Sigvaldasyni, b. á Eldjárnsstöðum í Svínadal, Sveinn, f. 21. september 1945, bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, kvæntur Ásdísi Guðmundsdót'tur og eiga þau þijú börn, Gestur, f. 11. júlí 1946, hitaveitustjóri á Blönduósi, kvæntur Ragnhildi Helgadóttur og eiga þau fjögur börn, Hjördís, f. 27. júní 1947, gift Benedikt Steingríms- syni, b. á Snæringsstöðum í Svínadal, og eiga þau þrjú börn, Finnbogi, f. 16. nóvember 1949, verkamaður á Akranesi, giftur Vil- borgu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn, og Ólafur, f. 19. febrúar 1951, b. á Litla-Búrfelli í Svíná- vatnshreppi, kvæntur Huldu Siguröardóttur og eiga þau fjögur börn. Helga átti eina dóttur áður sem Þórarinn ól upp, Lára Bogey Finnbogadóttir, f. 15. október 1936, gift Árna Sigurðssyni, bifreiðar- stjóra á Blönduósi, og á hún tvö börn. Systir Þórarins samfeðra er Sigríður, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Þórarins voru Þorleif- ur Jónsson, verkamaður á Blöndu- ósi, og kona hans, Aima Ólafsdótt- ir. Foreldrar Þorleifs'voru Jón, b. á Katadal á Vatnsnesi, Sigurðsson, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Faðir Ölmu var Ölafur, verkamað- ur á Blönduósi, Jónsson. Móðir Ölmu var Ingibjörg Lárusdóttir, verkamanns á Blönduósi, Erlends- sonar, sem talinn var launsonur Pálma Jónssonar, b. í Sólheimum, langafa Jóns Pálmasonar alþingis- forseta, fóður Pálma alþingis- manns á Akri. Móðir Ingibjargar var Sigríður dóttir Bólu-Hjálmars. 95 ára 60 ára 40 ára Kristín Sigurbjörnsdóttir, Vestur- götu 74, Akranesi, er níutíu og fimm ára í dag. 70 ára Þorsteinn Jónsson, Hátúni 6, Reykjavík, er sjötugur í dag. Gunnar Vigfús Ólafsson, Skafta- hlíö 16, Reykjavík, er sjötugur í dag. Skarphéðinn Jónsson, Leynisbrún 4, Grindavík, er sjötugur í dag. Sigurvin Elíasson, sóknarprestur á Skinnastað, Öxaríjarðarhreppi, Þingeyjarsýslu, er sjötugur í dag. Guðrún Halldórsdóttir, Mýrargötu 8, Neskaupstað, er sjötug í dag. Þorsteinn Hermannsson, Nýbýla- vegi 86, Kópavogi, er sextugur í dag. Jónas E. Tómasson, Sólheima- tungu 1, Stafholtstungnahreppi, Borgarfjarðarsýslu, er sextugur í dag. 50 ára Sjöfn ísaksdóttir, Heiðarhrauni 5, Grindavík, er fimmtug í dag. Ólafur Þór Kristjánsson, Háagerði 5, Húsavík, er fimmtugur í dag. Ólafur Sæmundsson, Aðalgötu 17, Ólafsfirði, er fimmtugur í dag. Jónína Gissurardóttir, Bólstaðar- hlíð 34, Reykjavík, er fertug í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, Bugðu- tanga 30, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Einar Guðberg Gunnarsson, Hóla- braut 10, Keflavík, erfertugur í dag. Aðalsteinn Guðbergsson, Holts- götu 44, Njarðvík, er fertugur í dag. Konráð Erlendsson, Héraösskólan- um Laugum, Reykdælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, er fertugur í dag. Sturla L. Meldal, Eyrargötu 3, Nes- kaupstað. er fertugur í dag. Árni Sveinbjörnsson, Urðarteigi 27, Neskaupstað, er fertugur í dag. 90 ára Anna Arngrímsdóttir, Dalbæ, Dal- vík, verður níræð á morgun. 85 ára Karl Jónsson, Mánagötu 9, Isafirði, verður áttatíu og fimm ára á morg- un. Ingiþjörg Guðlaugsdóttir, Nóatúni 24, Reykjavík, verður sjötug á morgun. Bjarni Tómasson, Markarflöt 21, Garðabæ, verður sjötugur á morg- un. Ása Eiríksdóttir, Helga-magra- stræti 6, Akureyri, verður sjötug á morgun. 40 ára 80 ára 60 ára Jón Jónsson, Broddanesi 3A, Fells- hreppi, verður áttræöur á morgun. 75 ára Bárður Brynjólfsson, Reykjabraut 17, Ölfushreppi, verður sextugur á morgun. Anna Hallsdóttir, Þórunnarstræti 108, Akureyri, verður sjötíu og 50 ára fimm ára á morgun. Steinar Gunnarsson, Hraunbæ 43, 70 ára Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Jón Kjartansson, Skaftahlíö 7, Reykjávík, verður sjötugur á morg- un. Pétur V. Snæland, Skildinganesi 36A, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Ágúst Sveinsson, Dalbraut 51, Akranesi, verður fimmtugur á morgun. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Ytri-Sól- heimum II, Mýrdalshreppi, verður fimmtug á morgun. Ólafur Kr. Hermannsson, Jóruseli 21, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Valdimar Valdimarsson, Aðallandi 6, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Björg Eiðsdóttir, Álfhólsvegi 143A, Kópavogi, verður fertug á morgun. Þórarinn Guðlaugsson, Hraun- brún 11, Hafnarfirði, verður fertug- ur á morgun. Herdis Matthildur Guðmundsdótt- ir, Öldugötu 25, Hafnarfirði, verður fertug á morgun. Jörgen Pétursson, Suðurbraut 16, Hafnarfirði, verður fertugur á morgun. Hanna Danielsdóttir, Miklaholti, Hraunhreppi, verður fertug á morgun. Auður Kristjánsdóttir, Lækjar- hvammi 11, Laxárdalshreppi, verður fertug á morgun. Hrafnhildur Helgadóttir, Hjalla- lundi 5B, Akureyri, verður fertug á morgun. Eyjólfur Ágústsson Eyjólfur Ágústsson, bóndi og sýslunefndarmaður í Hvammi á Landi, er sjötugur í dag. Eyjólfur ólst upp í Hvammi og hóf þar bú- skap 1942. Hann er í gróðurnefnd Rangárvallasýslu, baöstjóri sveitar sinnar og refaskytta. Kona hans er Guörún S. Kristinsdóttir, b. á Skarði á Landi, Guðnasonar og konu hans, Sigríöar Einarsdóttur ljósmóður. Böm þeirra eru Krist- inn, f. 24. febrúar 1942, bifreiðar- stjóri á Hellu, kvæntur Önnu Magnúsdóttur tónlistarkennara og eiga þau þrjú böm; Katrín, f. 19. september 1943, gift Guðmundi Waage offsetljósmyndara í Rvík, og eiga þau þrjú böm; Ágúst, f. 5. júní 1945, málarameistari í Stokk- hólmi, kvæntur Ástríði Elsu Stef- ánsdóttur kjólameistara og eiga þau þrjú börn; Ævar Pálmi, f. 21. ágúst 1946, lögregluþjónn í Rvík, kvæntur Kolbrúnu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn, Knútur, f. 7. janúar 1949, strætisvagnastjóri í Rvík, á tvær dætur; Selma Huld, f. 25. júlí 1961, tölvuritari hjá RALA. Systkini Eyjólfs eru Þórður, versl- unarmaður í Rvík, Eyjólfur Karl, arkitekt í Svíþjóð, Guöbjörg, hús- móðir í Bandaríkjunum, og Sæmund- ur, verslunarmaður á Hellu. Foreldrar Eyjólfs voru Ágúst Kr. Eyjólfsson, b. og kennari í Hvammi, og kona hans, Sigurlaug Eyjólfsdóttir. Systir Ágústs var Guðríöur í Tryggvaskála á Selfossi, amma Guðlaugs Bergmanns í Karnabæ, Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings, Egils Gr. Thorarensen, forsfióra í Rvík, og Guðlaugs Ægis Magnússonar, for- stjóra á Selfossi. Bræður Ágústs voru m.a. Einar kaupmaður, faðir Eyjólfs hstmálara og Óskar, faðir Baldurs fréttamanns. Faðir Ágústs var Eyjólfur „landshöfðingi" í Hvammi á Landi, Guömundsson, b. í Hvammi, Þórðarsonar, Móðir Guömundar var Þorbjörg Eyjólfs- dóttir,. b. í Kampholti í Flóa, Guðmundssonar sonarsonar Her- dísar í Ystabæli undir Eyjafiöllum Markúsdóttur, sýslumanns í Ögri, Bergssonar, forfóður Jóns Bald- vins Hannibalssonar fiármálaráð- herra og Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra. Móðir Ágústs var Guðbjörg, Jónsdóttir, b. í Skarði, Árnasonar, af Bolholts- og Víkingslækjarættinni og Geir- landsættinni á Síðu, en af henni er t.d. Jón Helgason ráðherra, Helgi Bergs forstjóri og Jóhannes Kjarv- al. Móðir Guðbjargar var Guðrún Kolbeinsdóttir af Reykjaætt og Rjallsætt á Skeiðum. Faðir Sigur- laugar var Eyjólfur, trésmiður í Rvík Ófeigsson, b. á Nesjum í Grafningi, Vigfússonar, b. á Nesj- um, Ófeigssonar, málara í Heiö- arbæ í Þingvallasveit, Jónssonar. Móðir Ófeigs í Nesjum var Anna Gísladóttir, b. á Villingavatni í Grafningi, Gíslasonar, b. í Ásgarði, Sigurössonar, bróður Jóns á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Móöir Önnu var Þorbjörg Guðnadóttir, b. í Reykjakoti í Ölfusi, Jónssonar en afkomendur hans eru m.a. Halldór Laxness og Ólafur Ólafs- son landlæknir. Móðir Sigurlaugar var Guðný Aradóttir. Olafur Jónsson Ólafur Jónsson vagnstjóri, Aðal- landi 7, Reykjavík, er sjötíu ára í dag. Hann er nú staddur í Banda- ríkjunum ásamt konu sinni. Ólafur er fæddur í Skála undir Eyjafiöll- um og ólst þar upp. Hann vann til sjós og lands í Vestmannaeyjum 1938-1941 og varð bifreiðarstjóri á BSR 3. desember 1941 og er nú ann- ar elsti starfsmaður stöðvarinnar en þá voru sautján bflar til af- greiðslu á BSR en núna eru þeir um hundrað og áttatíu. Ólafur varð vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur um 1950 og starfaði þar samtímis akstri hjá BSR í þrjá- tíu og sjö ár. Ólafur hefur setið í stjórn Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils og unnið fyrir starfs- mannafélag strætisvagnabílstjóra. Kona Ólafs er Jóna Björnsdóttir, f. 30. ágúst 1924. Foreldrar hennar: Björn Björnsson, verkamaður í Vík í Mýrdal. og kona hans, Snjófríður Jónsdóttir. Börn Ólafs eru: Sigfús, f. 30. apríl 1944. tónmenntakennari á Selfossi, kvæntur Svanborgu Eg- ilsdóttur; Þorberg, f. 27. mars 1948, rakarameistari í Rvík, kvæntur Margréti Halldórsdóttur; Sigríður, f. 22. júní 1950, gift Höskuldi Einars- syni, slökkviliðsmanni í Rvík; Jón, f. 28. apríl 1952, hljóðfæraleikari í Rvík; Þórunn, f. 21. maí 1961, þroskaþjálfari í Osló í Noregi; , Ragnar, f. 17. desember 1962, iðn- verkamaður í Rvik. Unnusta hans er Steihunn Sigvaldadóttir; fóstur- dóttir er Bima Björnsdóttir, f. 27. september 1942, gift Guðmundi Þorsteinssyni, ökukennara í Kópa- vogi. Systkini Ólafs eru: Margrét, f. 3. júni 1897. gift Sigurði Guðjónssyni. f. 5. febrúar 1896, d. 12. maí 1970, b. á Sauðhúsvelli undir Eyjafiöllum, eiga þau fimm börn; Guðbjörg, f. 7. ágúst 1901, gift Sigurjóni Guð- jónssyni, f. 6. september 1903, og eiga þau þrjú börn; Sigurður, f. 10.- september 1902, d. 10. apríl 1964, b. á Leirum undir E>jafiöllum, kvæntur Guðrúnu Maríu Ólafs- dóttur, f. 8.' júní 1908, og eiga þau fiögur börn; Páll, f. 9. nóvember 1903, kvæntur Sólveigu Pétursdótt- ur, f. 8. janúar 1917, og eiga þau tvö börn; Þórarinn, f. 5. mai 1905, d. 8. ágúst 1959, kvæntur Sigrúnu Ágústsdóttur, f. 14. nóvember 1910, og áttu þau sjö börn; Ingibjörg, f. 21. mars 1908, gift Hróbjarti Péturs- syni, f. 20. júní 1907, b. á Lambafelli undir Eyjafiöllum, og eiga þau sex börn; Sigurbjörg, f. 24. maí 1910, gift Sigurjóni Guðjónssyni, f. 6. fe- brúar 1909, og eiga þau tvö börn; Einar, f. 15. október 1912, d. 28. júli 1936; Einar, f. 15. október 1914, kvæntur Ástu Steingrímsdóttur, f. 31. janúar 1920, og eiga þau tvö börn, Sigurlaug, f. 10. júní 1916, gift Guðjóni Péturssyni, f. 18. júní 1915, d. 14. október 1968, og eiga þau eina dóttur; Kristín, f. 13. apríl 1920, d. 31. maí 1924. Foreldrar Ólafs: Jón Pálsson, b. á Ásólfsskála undir Eyjafiöllum, og kona hans, Þorbjörg Bjarnadóttir. Faðir Jóns var Páll, b. á Fit undir Eyjafiöllum. Þorbjörg var dóttir Bjarna, b. í Svaðbæli undir Eyja- fiöllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.