Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Ellý Vilhjálms söngkona hefur snúið sér að sviðinu á nýjan leik eft- ir rúmlega tuttugu ára hlé. Það er langur tími í hugum margra og ný kynslóð heftir vaxið úr grasi á þeim tíma. Hún heftir fengist við ýmislegt undanfarin ár þó ekki hafi það orðið frægt í blöðum. Marg- ir hafa reynt að fá Ellý til að syngja á síðustu árum en hún hefur hafiiað öllum slíkum tilboðum þar til nú. Helgarblaðið ræddi við Ellý í tilefni af því. Á sviði aftur eftir 22 ár: —segir Ellý Vilhjálms söngkona sem riQar upp Gullöldina með KK „Ég var beðin að taka þátt í sýn- ingu með KK-sextettinum, sem upphaflega átti að vera í Broadway. Ég sló tili svaraði Ellý er hún var spurð um tildrög þess að hún ákvaö að koma fram aftur opinberlega. „Þetta er vinna sem er krefjandi og maður verður að gefa mikið af sjálf- um sér. Helst þarf fólk að fylgjast með manni alveg niður í tær og það getur verið ansi þreytandi," segir Ellý til skýringar og bætir við: „En ég geri mér grein fyrir að það fylgir starfinu.“ Ellý Vilhjálms söng síðast á sviði á Hótel Sögu fyrir 22 árum. Hún og Ragnar Bjamason voru söngvarar með hljómsveit Svavars Gests. „Ég hætti vegna þess að mér fannst vera kominn tími til þess enda hafði ég sungiö frá sautján ára aldri.“ Ellý segir að hún hafi sungiö allt frá barnsaldri þó ekki hafi það verið opinberlega. „Eg fór upp á hól, sem var nálægt heimili mínu, og söng þar oft fyrir sjálfa mig. Það var samt ekki fyrir að ég gengi með neinn draum um að verða söngkona. Ég ætlaði alltaf að verða leikkona og fór eftir landspróf á Laugarvatni í Leik- listarskóla Ævars Kvaran. Ég sá alltaf eftir því að hafa ekki haldið áfram menntabrautina því ekkert varð úr leikkonudraumnum,“ held- ur hún áfram. Þess má geta að hún bætti úr því síðar og tók stúdentspróf á þremur ámm úr öldungadeildinni við Hamrahlíð. „Það var algjör tilviljun að ég lagði sönginn fyrir mig. Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem KK-sextett- inn auglýsti eftir söngvurum. Ég var þá nýbyijuö að vinna hjá Jacobsen í Austurstræti. Ég man efdr að þaö var á fósíudegi í ágúst sem ég las auglýsinguna. Það var yndislegt veö- ur þennan dag og mæting var klukkan fimm í Tjarnarkaffi. Eg bað um frí í búðinni og fékk það. Ekki veit ég hvernig mér datt þetta í hug því ég er ákaflega feimin í eðh mínu. Það var fullt af fólki sem mætti í prufuna en ekki man ég hvaöa lag ég söng. Sem krakki var ég yfir mig hrifin af óperusöngkonunni Amelita Galli-Curci. Ég heyrði bara tónlist í útvarpi því ekki voru til plötuspilar- ar á hverju heimili þá.“ Leiklistin heillaði Ellý Vilhjálms söngkona. „Eg lét alltaf sauma fyrir mig kjóla, stundum eftir að ég hafði séð þá í biómynd." ??Látúns- barka- keppni?'4 Þó Ellý muni ekki lengur lagið sem hún söng fyrir KK á sínum tíma þá hafði það þau áhrif aö nokkrum dög- um síðar var hún beðin um að syngja í Austurbæjarbíói. „Mér var sagt að að finna lag því nú ætti ég að syngja. Ég var mjög hrifin af lagi þá sem hét Wheel of Fortune og söng þaö. Meðan ég söng var ég með shkan læra- skjálfta að ég skil ekki hvemig ég komst í gegnum það enda hljóp ég út af sviðinu um leið og lagið var búiö.“ Ellý vakti athygli og daginn eftir komu myndir af henni og öðrum í keppninni í blööum. „Ég var svo feimin að ég hljóp Hafnarstrætið í vinnuna til aö forðast fólk og fór inn bakdyramegin. Svo var fólk að koma að skoða mann í búðinni. Þetta var tilraun hjá hljómsveitinni til að ná sér í söngvara og gera eitthvað öðm- vísien verið hafði. Þama komu fram í fyrsta skipti Adda Örnólfs og Ólafur Briem,“ segir Ellý og má kannski líta þannig á að þarna hafi látúnsbarka- keppni verið fundin upp á íslandi. Góður söng- kennari Ellý minnist þess, þegar hún var þrjá vetur á Laugarvatni, aö þar var mikið sungiö. „Þórður Kristleifsson þýskukennari kenndi okkur söng og það var hans líf og yndi. Ég hafði alveg óhemjudálæti á þeim manni þrátt fyrir að hann væri ákaflega strangur kennari. Neisti í fjöl- skyldunni Ellý er næstelst af fimm systkinum og eina stelpan í hópnum. Hún lagði fyrir sig sönginn og svo var einnig um bróður hennar, Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson. Þau systkinin gáfu út nokkrar hljómplötur sem urðu mjög vinsælar. „Ég býst við að það sé ein- hver neisti í fjölskyldu minni og þaö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.