Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 41 Fólk í fréttum DV Guðmundur Vignir Jósefsson Guömundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri í Rvík, hefur ver- ið í fréttum DV vegna umræöna um staðgreiðslukerfl skatta. Guð- mundur fæddist 24. febrúar 1921 í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1947. Hann las stjórnarfarsrétt við Parísarháskóla 1949-1950, varð hdl. 1948 og hrl. 1957. Guðmundur var fulltrúi á skrifstofu borgar- stjórans í Rvík 1947-1951 og skrif- stofustjóri bæjarverkfræðings í Rvík 1951-1962. Hann hefur verið gjaldheimtustjóri í Reykjavík frá 1962 og var formaður bamavernd- arnefndar Reykjavíkur 1950-1962. Guðmundur var formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá stofnun 1971-1987 og varasátta- semjari ríkisins frá 1980. Hann var formaður Lögfræðifélags íslands 1981-1982 og formaður íslands- deildar Norræna embættismanna- sambandsins 1982-1985. Kona Guðmundar er Jóhanna Sólveig Guðlaugsdóttir, f. 21. mars 1932, tækniteiknari. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson, rann- sóknarlögreglumaður í Rvík, og kona hans, Helga Ingibjörg Kristj- ánsdóttir, systir Kristjáns, fóður Agnars, forstjóra Kassagerðarinn- ar, og Sigurðar Pálssonar vígslu- biskups, föður Siguröar, prests á Selfossi. Börn Guðmundar og Jó- hönnu eru: Guðríður, f. 11. júlí 1953, lögfræðingur. Sambýhsmaður hennar er Magnús Jóhannesson, viðskiptafræðingur á Skattstof- unni í Rvík; Helga Ingibjörg, f. 9. ágúst 1954, sjúkraþjálfari, gift Tryggva Þórðarsyni heilbrigöis- fulltrúa, og Ásta Valgerður, f. 7. desember 1962, nemi í sjúkraþjálf- un í HÍ. Systkini Guðmundar eru: Magnús, f. 28. desember 1911, iðn- verkamaður í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur; Jakob- ína, f. 1. ágúst 1912, d. 28. febrúar 1964, gjaldkeri í Rvik; Elín, f. 30. júní 1915, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, gift Óskari Mugasyni, skipstjóra í Hafnarfirði, og Gott- freð, f. 1918, d. sama ár. Foreldrar Guðmundar voru Jósef Gottfred Blöndal Magnússon, tré- smiður í Rvík, og kona hans, Guðríður Guðmundsdóttir. Meðal fóðursystkina Guðmundar var Anna, amma Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra. Faöir Jósefs var Magnús, snikkari í Rvík, bróðir Sæmundar, langafa Björgvins, föð- ur Sighvats alþingismanns. Systir Magnúsar var Margrét, amma El- inborgar Lárusdóttur rithöfundar. Magnús var sonur Árna, b. og ljós-' fóður í Stokkhólma, Sigurðssonar og konu hans, Margrétár Magnús- dóttur, systur Pálma, langafa Helga Hálfdánarsonar skálds og Péturs, fóður Hannesar skálds. Pálmi var einnig langafi Jóns, fööur Pálma í Hagkaupi. Móðir Jósefs var Vigdís Ólafsdóttir, prests í Viðvík, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Systir Ólafs var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar. Ólafur var sonur Þorvaldar, prófasts í Holti, Böðvarssonar og konu hans, Kristínar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, fóður El- ísabetar, langömmu Sveins Björns- sonar forseta. Móðir Vigdísar var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Leir- um, Sigurðssonar. Móðir Magnús- ar var Oddný Jónsdóttir, systir ísleifs, langafa Jóns, afa Karls Steinars Guðnasonar alþingis- manns. Móðir Sigríðar var Anna Magnúsdóttir, systir Þorsteins, langafa Benediktu, móður Eggerts Haukdals alþingismanns. Meðal móðursystkina Guðmund- ar voru Loftur ljósmyndari, Gísh gerlafræðingur og Guðbjörg Kolka, móðir Perlu, konu Stefáns Sörens- sonar háskólaritara og Halldóru, konu Ara ísbergs lögfræðings. Guðríður er dóttir Guðmundar, b. í Hvammsvík í Kjós, Guðmunds- sonar, bróöur Agöthu, langömmu Helgu, móöur Vésteins Lúðvíks- sonar rithöfundar. Systir Guð- mundar var Kristrún, langamma Jóns Tómassonar borgarlög- manns. Móðir Guðríðar var Jakobína, systir Katrínar, ömmu Birgis Þorgilssonar ferðamála- stjóra, Sigrúnar, móður Þorgils Óttars Mathiesens handknattleik- manns, og ömmu Þorkels Þorkels- sonar, framkvæmdastjóra Bæjarleiða. Systir Jakobínu var Ingibjörg, amma Sigutjóns Rists Guðmundur Vignir Jósefsson. vatnamælingamanns. Bróðir Jak- obínu var Bjarni, afi Sveins Bjöms- sonar stórkaupmanns. Jakobína var dóttir Jakobs, b. á Valdastöðum í Kjós, Guðlaugssonar, bróður Björns, langafa Jórunnar, móður Birgis ísleifs Gunnarssonar ráð- herra. Afmæli Sigurjón Kristjánsson Sigurjón Kristjánsson, smiður, hugvitsmaður og b. að Forsæti I, Villingaholtshreppi, er áttræður í dag. Sigurjón fæddist að Minna- Mosfelli í Mosfellssveit en flutti ellefu ára með fjöldskyldu sinni til Hafnaríjarðar, þar sem hún bjó í þrjú ár, og síðan að Forsæti þar sem Sigurjón hefur búið síðan. Sig- urjón stundaði öll almenn sveita- störf á unglingsárunum en hugur hans hneigðist snemma til smíða og 1936 fór hann til Eyrarbakka á teikninámskeið sem var fyrsti vísir að iðnskólanámi á Suðurlandi. Sig- uijón lauk sveinsprófi 1937 en hann er þjóðkunnur hagleikssmiður, jafnvígur á járn og tré. Árið 1941 hannaði hann og smíðaði nýja gerð af rokkum sem voru sjálfvirkar spunavélar en hann mun hafa smíðað og selt um hundrað og sjö- tíu slíkar vélar á árunum 1941-54. Synir hans hafa greinilega erft smíðagáfuna. Yngsti sonur hans smíðar pípuorgel um þessar mund- ir og sá næstyngsti hefur unnið að hönnun og smíði vindmylla. Sigur- jón hefur búið að Forsæti í tvíbýli á móti bróður sínum, Gesti, en auk þess búa tveir synir Sigurjóns að Forsæti. Kona Sigurjóns var Kristín Ágústa Ketilsdóttir, f. 6. ágúst 1914, d. í febrúar 1985, systir Olafs, bíl- stjóra og sérleyfishafa. Eoreldrar Kristínar voru Ketill Helgason, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, og kona hans, Kristín Hafliðadóttur. Sigur- jón og Kristín eignuðust fjóra syni: Ólafur, f. 19. janúar 1945, er smið- ur, kvæntur Bergþóru Guöbjarts- dóttur, matráðskonu við Vilhnga- holtsskóla, og eiga þau fimm börn; Kristján Már, f. 18. júlí 1946, er verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, kvæntur Kristínu Einarsdóttur alþingis- manni, og eiga þau tvo syni; Albert, f. 4. nóvember 1949, smiður á For- sæti, er kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, starfskonu við Saumastof- una á Selfossi, og eiga þau tvö börn; Ketill, f. 20. júní 1954, er smiður á Forsæti. Systkini Siguijóns eru Oddný, f. 20. júní 1897, d. 9. júlí 1907; Margrét, f. 12. febrúar 1899, d. 15. október 1968, gift Jakobi Sigurðs- syni, íshússtjóra í Keflavík; Einar, f. 25. ágúst 1901, b. í Vatnsholti í Villingaholtshreppi; Kristín, f. 10. apríl 1904, gift Öskari Steinssyni, gjaldkera i Hafnarfirði; Oddný, f. 3. september 1911, gift Ámunda Ei- ríkssyni, b. í Feijunesi; Vigdís, f. 23. júní 1913, gift Þórði Jónssyni, húsasmíðameistara á Selfossi; Gestur Mosdal, f. 27. ágúst 1919, b. í Forsæti. Foreldrar Sigurjóns voru Kristj- án Jónsson, f. 6. ágúst 1866, d. 9. nóvember 1949, b. í Forsæti í Vill- iilgaholtshreppi, og kona hans, María Einarsdóttir, f. 13. ágúst 1872, d. 13. júní 1964. Faðir Kristjáns var Jón, b. í Unnarholti í Hruna- mannahreppi, Oddsson í Austur- hlíð í Eystrihreppi, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Margrét, systir Ingveldar, langömmu Steinþórs Sigurjón Kristjánsson. Gestssonar alþingismanns, fóður Gests skattstjóra. Ingveldur var einnig langamma Helgu, móður Benedikts Sveinssonar hrl. Margr- ét var dóttir Einars, b. í Laxárdal í Eystrihreppi, Jónssonar, forfóður Laxárdalsættarinnar. María var dóttir Einars, b. í Hellisholtum í Hrunamannahreppi, Jóhannsson- ar, b. í Efra-Langholti. Móðir Maríu var Vigdís Einarsdóttir, b. á Helga- stööum í Biskupstungum, Hafliöa- sonar. Móðir Vigdísar var Kristbjörg Gottsveinsdóttir, systir Jóns, langafa Valdimars, langafa Þrastar Árnasonar skákmeistara. Systir Kristbjargar var Solveig, langamma Sigurgeirs, afa Þorkels Sigurlaugssonar, íjármálastjóra Eimskipafélagsins. Til hamingju með daginn! 80 ára_____________________ Tryggvi Ólafsson, Vogi, Búlands- hreppi, er áttræður í dag. 75 ára Pálína Stefánsdóttir, Þykkvabæ II, Kirkjubæjarklaustri, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_____________________ Guðmundur Óskar Jónsson, Neðstaleiti 13, Reykjavík, er sjötug- ur í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Sigurbjörn Ólafsson, Foldahrauni 37G, Vestmannaeyjum, er sjötugur í dag. 60 ára Baldvin Haraldsson, Heiðarási 24, Reykjavík, er sextugur í dag. Ragna G. Pálsdóttir, Gnoðarvogi 86, Reykjavík, er sextug í dag. Gunda Cecelie Jóhannsdóttir, Furulundi 8N, Akureyri, er sextug í dag. 50 ára Lára Angantýsdóttir, Víðihlíö 1, Sauðárkróki, er fimmtug í dag. 40 ára Alan Rettedal, Skaftahlíð 38, Reykjavík, er fertugur í dag. Hermann Hermannsson, Grófar- seli 30, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðrún Brynjólfsdóttir, Daltúni 2, Kópavogi, er fertug í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, Neðri-. braut 3, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Sveinn S. Pétursson, Fagrahjalla 16, Vopnafirði, er fertugur í dag. Sigríður Einarsdóttir, Brekkum I, Mýrdalshreppi, er fertug í dag. Sigursteinn Þorsteinsson Sigursteinn Þorsteinsson, fyrrv. b. á Búrfelli í Hálsasveit, til heimil- is að Brimnesvegi 18, Flateyri, lést 5. janúar sl. Sigursteinn f. að Úlfs- stöðum í Hálsasveit 9. október 1901 og ólst upp í foreldrahúsum en missti móður sína þegar hann var tíu ára. Sigursteinn var einn vetur á Hvítárbakkaskóla og á unglings- árunum starfaði hann mikið í ungmennahreyfingunni og keppti þá á héraðsmótum en hann þótti mikill sundgarpur. Hann var um skeið vinnumaður í Borgarfirði og vann að jarðarbótum en var svo í Reykjavík um tíma og átti þar vörubíl sem hann ók sjálfur. Árið 1934 hóf hann búskap og tók þá á leigu jöröina Búrfell sem hann svo keypti 1950 en þar bjó hann til árs- ins 1970. Þá fluttu þau hjónin til Flateyrar þar sem Sigursteinn bjó til dauðadags. Sigursteinn starfaði síðustu starfsárin hjá Hjálmi hf. meðan heilsan leyfði. Eftirlifandi kona Sigursteins er Jakobína Guðríður Jakobsdóttir, f. 8. ágúst 1910. Foreldrar hennar voru Jakob Björnsson, trésmiöur í Vík í Mýrdal, og kona hans, Guð- ríður Pjetursdóttur. Sigursteinn og Jakobína Guðríð- ur eignuðust þrjú börn: Sigríöur, f. 3. mars 1936, umboðsmaður Arn- arflugs og DV á Flateyri, er ekkja eftir Jón Trausta Siguijónsson, sjó- mann og verslunarstjóra, en þau eignuðust fimm syni og eru fjórir 'þeirra á lífi; Ólöf Guðríður, f. 29. mars 1939, er gift Sigurði Magnús- syni, verkamanni á Akranesi, og eiga þau þijá syni; Þorsteinn, f. 18. september 1950, b. á Búrfelli, er kvæntur Kolfinnu Þórarinsdóttur Sigursteinn Þorsteinsson. og eiga þau fimm böm. Bræður Sigursteins em: Frey- móður, f. 13. nóvember 1903, fyrrv. bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, kvæntur Ragnheiöi Henriettu El- ísabetu Hansen, og Kristinn, f. 31. desember 1906, d. 30. nóvember 1926. Foreldrar Sigursteins voru Þor- steinn Jónsson, f. 15. október 1868, d. 29. september 1948, b. í Höfða í Þverárhlíð, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, f. 16. febrúar 1878, d. 4. desember 1911. Faðir Þorsteins var Jón, b. á Úlfsstöðum í Hálsasveit, Þorvaldsson og kona hans, Helga Jónsdóttir, en þau voru börn þeirra bræðra Þorvaldar, b. á Vilmundar- stöðum í Reykholtsdal, og Jóns, b. í Deildartungu, Jónssona, b. og dbrm. í Deildartungu, Þorvalds- sonar, forfööur Deildartunguætt- arinnar. Sigríöur var dóttir Jóns, b. á Steindyrum á Látraströnd, Einarssonar og Ingibjargar Bene- diktsdóttir, b. í Hringsdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast I siðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.