Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Page 1
.«*'í XíMtíZfi £ ÚtS&Á&JT&ft
Kjarvalsstaðir:
Súlnasalur Hótel Sögu:
Þjóðarspaug í 30 ár
Eitt af málefnum líðandi stundar sem Omar Ragnarsson gerir grin af í Þjóðarspaugi sínu er bjórinn. Hér er
hann ásamt Ragnari Bjarnasyni að syngja bjórnum til dýrðar.
Ómar Ragnarsson verður aðal-
stjarnan á skemmtidagskrá sem
Hótel Saga ætlar að bjóða lands-
mönnum upp á um helgar á næst-
unni. Nefnist dagskráin Þjóðar-
spaug í 30 ár og mun fara fram
hámákvæm söguskýring Ómars og
hans manna á atb.urðum líðandi
stundar.
Þrjátíu ár er sá tími og rúmlega
þaö sem Ómar hefur verið í sviðs-
ljósinu og vinsældir hans hafa ver-
ið miklar allan þann tíma. Hann
hefur ávallt verið í sviðsljósinu öll
árin, hvort sem hann hefur verið í
hlutverki grínarans eða sjónvarps-
mannsins. Það má eiginlega segja
að Þjóðarspaugið sé úttekt á mönn-
um og tíðaranda þessara ára. Ómar
er og verður æringi, tekur hin
þekktu bakföll sín og þeysir með
áhorfendur aftur í tímann og fram
og er honum ekkert heilagt, engum
hlíft, höfðingjar reynast hrek-
kjalómar og kennimenn kroppar.
Ómar nýtur aðstoðar úrvalsfólks.
Hemmi Gunn verður ábyggilega
með eitthvað í pokahorninu. Þá
mun Helga Möller einnig aðstoða
og Haukur Heiðar sem hefur verið
undirleikari hjá Ómari í mörg ár.
Leynigestur verður í hvert skipti
sem skemmtunin fer fram og
hljómsveitin Einsdæmi heldur
uppi dúndrandi fjöri langt fram á
nótt.
Skemmtunin er með mat og er
val á réttum. Miðaverðið er 3600
fyrir manninn. Sértilboð frá Hótel
Sögu er aðgöngumiði með mat og
gisting í eina nótt í tveggja manna
herbergi með morgunmat fyrir kr.
5150 kr. Gildir það tilboð jafnt fyrir
borgarbúa sem og utanbæjarmenn.
Stjórnandi skemmtunarinnar er
Björn Bjömsson. Árni Scheving sá
um útsetningar á .tónlist.
-HK
Tvær sýningar íslenskra nútímalistamanna
Teikningar 1972-1988 er yfirskrift
sýningar á verkum eftir Kristján
Guðmundsson og er þetta önnur
tveggja sýninga á Kjarvalsstöðum.
Kristján var á sínum tíma einn
helsti fulltrúi SÚM-hópsins og einna
fyrstur til að tileinka sér myndmál
og aðferðir konseptlistarinnar í byrj-
un áttunda áratugarins. Á síðustu
áram hefur Kristján opnað fyrir þátt-
töku áhorfandans í verkum sínum,
líkt og fleiri konseptlistamenn átt-
unda áratugarins, og boðið honum
að njóta fagurfræðilegra unaðs-
semda myndverksins.
Sýning Kristjáns að Kjarvalsstöð-
um er opin daglega frá kl. 11 til 18
og stendur til 12. febrúar.
Myndhst Halldórs Ásgeirssonar,
en hann sýnir í austursal og á gangi
Kjarvalsstaða, byggist á sjónrænu
hugarflæði sem hann skráir ósjálf-
rátt niður. Efniviðurinn er tekinn úr
umhverfi og lífsreynslu listamanns-
ins hveiju sinni og eru ferðalög með-
al annars ríkur þáttur í hinni sjón-
rænu upplifun, hvort sem auga og
penni ferðast um óbyggðir íslands
eða sigla upp ána Níl.
Halldór Ásgeirsson er fæddur 1956
og nam myndlist við Parísarháskóla
nr. 8 á árunum 1977-80 og 1983-’86.
Þetta er sjötta einkasýning Halldórs
á íslandi en hann hefur sýnt og starf-
að að myndlist undanfarin ár bæði
heima og erlendis.
—
■ ; ' ■
V;'—. :
» “V'''
Myndverk eftir Halldór Ásgeirsson.
Myndverk eftir Kristján Guðmundsson.
Veitingahús
vikunnar:
Uppinn
- sjá bls. 18
I
Norræn
fegurð
- sjá bls. 19
Hvar verður
Sniglabandið
um helgina?
- sjá bls. 19 I
Vorið
kallar
sjá bls. 22
Tvær sýn-
ingar Ný-
listasafni
- sjá bls. 29
Njósnari af
lífi og sál
- sjá bls. 21
Hvaðeríbíó
um helgina?
- sjá bls. 30
Hættuleg
kynni
- sjá bls. 32
ísland-
Noregur og
meira um
íþróttir
- sjá bls. 31